Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ný kynslóð breakdansara Breakdanskeppni og plötusnúðakeppni verður haldin á Broadway í kvöld. Keppt verður í tveimur riðlum í hvorri keppni auk þess sem breskir breakmeistarar munu taka nokkur spor. Rakel Þorbergsdóttir leitaði uppi breakara og plötusnúða sem INSKAPIJRINN og skemmtunin eru í fyrirrúmi hjá hópnum. KRISTJÁN kennari verður meðal kepp- enda í breakdanskeppninni á Broadway. Að sögn Óskar er mikilvægt að vera sterkur og þola það að detta. Marblettir á hinum ýmsu stöðum og smá sárauki af og til fylgi því að æfa og þora að prófa eitthvað nýtt. Ósk ætlar að keppa í báðum flokk- um í kvöld og er að öllum líkindum eina stelpan sem tekur þátt í keppninni. Af tilþrifum hennar að dæma stendur hún fyllilega jafn- fætis strákunum sem voru duglegir að klappa þegar vel tókst til. ætla að skemmta sér og öðrum til sigurs. Það myndast gjaman hópar eða klíkur í skólunum sem breaka og í sumar verður besti tíminn fyrir þetta. Það er auðvitað spurning hversu lengi þetta endist en það er aldrei að vita.“ Kristján verður einn af keppend- um kvöldsins en að hans sögn er það vinskapur en ekki samkeppni sem ríkir innan hópsins. Þau æfi saman og keppi með og á móti hvert öðru. „Við erum aðallega í íþróttafötum eða einhverju þægi- legu. Það er hægt að gera þetta að lífstíl og ganga í ákveðnum fótum og öllu sem því fylgir en það er ekki fyrir alla.“ Eina stelpan Ósk Óskarsdóttir er 16 ára break- ari og er í sama sýningarhópi og Kristján sem kallast Shakers. „Ég fór á námskeið í Dansskóla Heiðars Ástvalds og æfði fimleika í níu ár. Ég er eina stelpan í þessum hópi en það eru fleiri sem hafa farið á nám- skeiðin og æft. Ég veit að það langar margar stelpur að fara í þetta en þær þora ekki af því þær halda að þær séu lélegri en strákamir." Morgunblaðið/Halldór OSK sýndi og sannaði á æfingn að stelpurnar eru ekki síðri en strákarnir í breakinu. BREAKÆÐIÐ svokallaða gekk yfir á Islandi í byrjun níunda ára- tugarins og vom menn eins og Siggi break, Stebbi Baxter og Þór- hallur Skúlason þekktastir skrykkdansara landsins. Eftir um áratugar hlé á breakdansi er kom- in ný kynslóð sem hefur tekið dansinn upp á sína arma og fyrsta keppnin í langan tíma verður hald- in í kvöld. ' „Við höfum kennt breakdans síðan í byrjun janúar og höfum haldið nokkur námskeið. Þetta hefur verið í gangi í allri Evrópu síðan 1990 og hefur stigmagnast. Það er til dæmis „breakað" í myndbandi Run DMC sem hefur verið mjög vinsælt undanfarið," sagði Haukur Agnarsson hjá Danssmiðju Hermanns Ragnars. Breakfélag Islands var stofnað fyrir skömmu og stendur það að keppninni í kvöld. Keppt verður í ■^einstaklingsdansi og hópdansi en hver keppandi dansar á bilinu 4 til 6 mínútur, auk þess sem svokallað- ur bardagi er settur á svið. Þar dansa tvær klíkur hvor gegn annarri. Dómarar í keppninni eru meðal annars Bretlandsmeistarinn í breakdansi, Evo, samlandi hans Tough Tim Twist, Þórhallur Skúlason og Sigurður Kjartansson (Siggi break). Auk þess munu bresku dómararnir sýna break- dans eins og hann gerist bestur. Eftir keppnina verður haldið breakpartý þar sem tónlistin og dansinn munu ráða ríkjum. , Kristján kennari „Ég byrjaði að læra breakdans á gamla breaktímabilinu þegar ég var 7 ára. Síðan hef ég meira eða minna verið að fikta við þetta og lærði til dæmis Miehael Jackson- dansa þegar ég var 12 ára. Það er margt líkt með hans sporum og breakdansi. Ég hellti mér svo út í þetta fyrir um fjórum mánuðum og kenni breakdans í Danssmiðjunni,“ sagði Kristján B. Arnar 19 ára breakari. Þegar auglýst voru breakdans- námskeið fékk hann áhuga á að bæta við sig en þegar í ljós kom að þau voru ætluð byrjendum var hann fenginn til að kenna hjá dans- skólanum. „Það gengur mjög vel að kenna og er mjög skemmti- legt enda nemendurnir sér- staklega áhugasamir. Krakkarnir eru frá níu ára og upp úr. Þau læra grunn- sporin hjá mér en svo er undir þeim komið hversu dugleg þau eru að æfa sig heima, hversu góð þau verða. Einn klukkutími á viku í dansskóla er ekki nóg til að verða góður.“ Kristján segir að hægt sé að nota fimleika- og karate- spor og það velti í raun á hugmyndaflugi hvers og eins hvernig útfæra megi dansinn. Best sé að byggja upp sinn eigin stíl. Hann er ekki í vafa um að breakdans- inn eigi eftir að verða enn vinsælli á næstu mánuðum. Góð aðsókn hafi verið í nám- skeiðin og undirstriki það vaxandi áhuga á breakdansi. „Við erum með sýningarhóp og förum meðal annars í skóla og félagsmiðstöðvar. Mikil gróska í heimi plötusnúða „Þetta er tveggja ára gömul hugmynd sem við höfum áður reynt að koma í fram- kvæmd með öðrum en ekki gekk. Núna ákváðum við að gera þetta sjálfir og síðast- liðinn einn og hálfan mánuð höfum við ver- ið að undirbúa keppnina. Við sömdum regl- urnar, fundum dómara, styrktarað- ila og annað sem þarf vegna keppn- innar,“ sagði Matti glötusnúður en það er félagi hans, Omar, sem er hinn helmingurinn á bak við keppn- ina. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin með þessu sniði en regl- urnar sömdu þeir félagar upp úr reglum alþjóðlegrar plötusnúða- keppni og reglum plötusnúðakeppni félagsstöðva. „Neðanjarðarheimurinn á Is- landi er svo skemmtilegur að þegar við viðruðum hugmyndina að keppninni núna þá kvisaðist fréttin út um allt. Við notuðum irk- im0. og hringdum í fólk og eftir stuttan tíma Vissu allir af keppninni. Plakötin komu ekki út fyrr en á þriðjudag en það hefur engin áhrif á auglýsingu keppninnar." Matti segir að mjög auðvelt hafi verið að fá keppendur til að taka þátt og að mikil gróska sé í heimi plötusnúða á Islandi. For- keppni var haldin á þriðjudag en fimm manns taka þátt í hvorum riðli í ~ ~Z kvöld. Riðlarnir eru „DMC“, þar sem Fyrsti is- pjötur cru skankaðar til og ný hljóð lens|l' plötu- 0g iag er búið til, og „Plain“ þar sem snúðurinn til að nota þrjá plötuspilara opinberlega. plötum eru blandað saman í flæði. Ekki er leyfilegt að keppa í báðum riðlum. „Fyrir fimm árum áttu nokkrir plötusnúðar markaðinn en síðan ‘79 árgangurinn og yngri komu upp þá varð til alveg brjáluð plötusnúða- menning sem er að valta yfir gömlu „hou- se“-plötusnúðana,“ segir Matti, sem er fyrsti íslenski plötusnúðurinn sem hefur notað þxjá plötuspilara til að skanka til plötur op- inberlega. Hann hefur undanfarið verið að leika sér með fjóra plötuspilara ásamt vini Morgunblaðið/Golli MATTI plötusnúður er annar skipuleggj- enda plötusnúðakeppninnar sem haldin verður á Broadway í kvöld. sínum þar sem annar er með takta og margs konar hljóð en hinn er að skanka til og prófa eitthvað nýtt. „Dómarar keppninnar verða Maggi Lego, Kári í Hljómalind, Kalli í Subterranean, Frímann teknó- DJ og Þóroddur, gamall „DMC“-meistari. Það var haldin keppni fyrir um tíu árum sem var reynt að halda aftur en gekk ekki,“ segir Matti bjart- sýnn á framtíð keppninnar. Vegleg verðlaun eru í boði og fara þrír efstu keppendurnir í hvoruin flokki heim með hljóð- blandara, heyrnartól af bestu gerð eða úttekt í verslun. Að sögn Matta var mun auðveldara að fá fyrirtæki til að gefa verð- laun heldur en að styrkja plakatgerð svo keppnin gæti orðið að veruleika. Hann er því sannfærður um að plötusnúða- keppnin verður haldin að ári. Fyrir áhugasama má geta þess að Matti er hluti af svokall- aðri Partý-Zone-grúppu sem sér um samnefndan þátt á út- varpsstöðinni X-inu. Hann fór til London og kynntist þar fólki í „Drum’N’Base“-geiranum og aflaði sér mikilvægra sam- banda. „Við Nökkvi „Junior" erum að koma með ferskt blóð inn í Partý-Zone. Ég hef til dæmis algjörlega séð um Dr- um’N’Base og harða tónlist í þættinum undanfarið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.