Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 54
■P64 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Að loknu
— *
„Hrafnaþingi“
Á VEL skipulagðri
ráðstefnu um öldrunar-
mál, sem haldin var í
Kópavogi 7. mars sl.
birtust nútímaleg við-
horf til þeirra mála.
Þar mátti glöggt heyra
að knýjandi þörf er á
úrbótum og leiðrétting-
um á allstöðnuðum
vettvangi. „Tempora
l^mutant" - „Tímarnir
breytast“ var máltæki
rómverskra heimspek-
inga fyrir tvö þúsund
árum. Þannig vildu
þeir benda á að sí-
felldrar endurskoðunar
væri þörf, en einmitt
samkvæmt því sjónarhomi rann
ráðstefnan. Gerð voru góð skil al-
mennri stöðu öldrunarmála, en þó
var sérstaklega fjallað um öldrun-
arlögin sem virðast úrelt. Mikið
starf er því íyrir hendi, ef móta á
nýja stefnu í öldrunarmálum.
Forsjárhyggja og
frumkvæði
Á „Hrafnaþingi“ voru rædd hug-
tökin forsjárhyggja og frumkvæði
og vægi þeirra í myndun stjórnar-
forms. I ljós kom að beiting þessara
hugtaka virðist geta skipt sköpum í
andlegri og líkamlegri líðan fólks.
Þessi hugtök skulu því grunduð
nánar hér og þess freistað að kynn-
ast þeim betur og núverandi merk-
ingu þeirra. Vil ég þá geta þess
strax að hugtakið forsjárhyggja í
víðari skilningi er mjög fjölþætt og
á sér margar hliðar. En samkvæmt
orðsins hljóðan og í þrengsta og
hreinasta skilningi virðist þetta
hugtak tákna þá stöðu, þegar ein-
staklingur eða stofnun er, eða telur
sig kjörna og ætlar sig megnuga
þess, að axla þá ábyrgð að sjá alfar-
ið farborða vissum hópi einstak-
linga, með beinum afskiptum og
áhrifum, á allan hag og hegðan
hlutaðeigandi; oftsinnis undir for-
merkjum verndunar, sakir van-
hæfni hins síðamefnda til að leysa
sjálfur vanda sinn. Samkvæmt
þessu og sé þetta rétt skilgreining
er það deginum ljósara, að sá sem
stjórnar á þessum nótum hefur í
hendi sér allt ráð hinna aðilanna ef
yverkast vill, en í slíkri stöðu getur
verið fólgin mikil hætta og váleg,
líkt og ótal dæmi sanna.
En ég vil undirstrika að sú skil-
greining sem hér um ræðir er að-
eins ein hlið á víðtæku hugtaki.
Að hafa frumkvæði að e-u merk-
ir, samkv. orðabókum, það að hefj-
ast handa, gangast íyrir e-u, vera
upphafsmaður einhvers og þá að
sjálfsögðu af eigin vilja og hvötum.
Maður skyldi því ætla að náið sam-
band væri lítið sem ekkert milli
þessara hugtaka, en þó einkenni-
legt virðist, þá fer þessu þó víðs-
íjarri. I ljós kemur, að í sjálfu lífs-
hlaupinu leiða þau beinlínis hvort af
öðru, og meira að segja er þessi
síaðreynd algjör forsenda fyrir
þroska og þróun. Nærtækasta
dæmi er að finna í því, sem náttúr-
an sjálf hefir blásið okkur í brjóst,
og er nauðsynlegast öllu lifi, þ.e.
forsjá, umhyggja og uppeldi for-
eldra; en einmitt hér í þessu nána
sambandi og ferli þess, leynist sá
punktur, þar sem þessi ólíku hug-
tök snertast og vinna saman, og
Þorgeir
Jónsson
stefna markvisst að
því að vekja og þroska
frumkvæði einstak-
lingsins, þó þversagn-
arkennt virðist, kenna
honum að taka sjálf-
stæðar ákvarðanir,
starfa samkvæmt þeim
og verða um leið frjáls
og óháður einstakling-
ur, að því marki er
samrýmist venjum og
reglum mannlegs sam-
félags. Að þessu lærðu
höfum við höndlað þá
stoð, sem við notum
framar öllu öðru og
njótum allt okkar ævi-
skeið. Með valdi er
Okkar emícSi
Frákært verð
demanTáhúsið
NÝJU KRINGLUNNI 4 SfMI 588 9944
hægt að svipta okkur því frelsi, sem
frumkvæðið veitir, en frá þeirri
stundu erum við orðin ófrjáls og
óhamingjusöm til frambúðar.
„Heimilisandi“
En snúum athyglinni að því, sem
skiptir okkur eldra fólkið megin
máli í dag þ.e. hvemig teljum við að
heppilegast sé að túlka og beita
þessum hugtökum í daglegu lífi
okkar? Eg leyfí mér að fullyrða að
til þess að eldra fólki líði vel t.d. við
leik og störf í félagsheimilunum er
góður heimilisandi þar algjör for-
senda. I þessu sambandi vil ég taka
dæmi frá tveim fyrstu áratugum
Góður heimilisandi er
alger forsenda þess,
segir Þorgeir Jónsson,
að eldra fólki líði vel
við leik og störf í
félagsheimilum.
aldarinnar, þegar fólk á mínu reki
var að alást upp á fjölmennum
heimilum. Styrkleikurinn til vam-
aðar fólst þá í hjálpsemi, samheldni
og samstöðu og kom það gleggst
fram í formi stórheimilanna. Þessar
samheldnieiningar urðu býsna fjöl-
mennar á stundum, enda bjuggu
þar venjulega saman a.m.k. þrjár
kynslóðir, stundum fleiri, börn, full-
orðnir, afar og ömmur, auk annars
fólks sem þar átti hæli. Hver ein-
staklingur hafði sína stöðu, starfa
og ábyrgð, sem brýnt var að rækja
samviskusamlega.
En eitt lá þó fyrst og fremst í
loftinu, en það var umburðarlyndi
og virðing fyrir tilfinningum allra
fjölskyldumeðlima.
Sjálfur er ég kominn frá slíku
heimili og verð þess daglega var í
góðum heimilisanda Gjábakka, þar
sem næm innsýn og fyrirmyndar-
stjórn hafa skapað frjálst og létt
andrúmsloft, eins og á gömlu stór-
heimilunum. Þeir sem hafa vanið
komur sínar þangað hætta því ekki
svo gjarnan og það segir sitt.
Ástæðan er ljós og einfaldlega sú
að með sérstakri gæðastjórn, sem
frí er af öllum valdahugmyndum
hefur tekist að beita réttum og
hæfilegum hlutfijllum af þessum
tveim hugtökum, sem við höfum
verið að velta fyrir okkur. Með for-
sjá og fyrirhyggju er skaffað það
sem til starfa þarf, en síðan er
frumkvæðinu og hugmyndaaflinu
gefinn laus taumur innan eðlilegra
marka. Árangurinn hlýtur þá að
verða slíkur sem að framan er get-
ið, enda mun Gjábakkinn, þetta
fyrsta félagsheimili eldri borgara í
Kópavogi, að verðleikum verða sú
fyrirmynd, sem hin nýrri og kom-
andi félagsheimili vilja draga dám
af, hvar á landi sem er, en auk þess
verða sú frumtölva, sem miðla mun
upplýsingum og reynslu úr sjóði
sínum, til þeirra er þess þurfa og
óska.
Höfundur er læknir og eldri borgari
{ Kópavogi.
Hugleiðing fyrir starfs-
menn Pósts og síma hf.
Á SÍÐUSTU miss-
erum hefur mjög fjölg-
að þeim borgurum er á
eftirlaun fara bæði
vegna fjölgunar þeirra
er ná 67 ára aldri og
ekki síður vegna hug-
arfarsbreytinga manna
er geta farið á eftir-
laun við sextíu ára ald-
urstakmarkið og nýta
sér þau.
Ég hef á undanfóm-
um ámm séð marga af
mínum fyrrverandi
starfsfélögum starfa
alveg þar til þeim er
óheimilt að starfa,
þ.e.a.s. til sjötugs.
Hvað svo? Margir þeirra hafa því
miður látist fljótlega og einskis
notið í þeim Mfeyrissjóðsréttindum
er þeir höfðu aflað sér. Ég álít að
hugarfarsbreyting verði í auknum
mæli hjá þeim er geta farið á eftir-
laun um sextugt, að þeir nýti sér
þau réttindi og njóti þess vegna
góðra ára með fjölskyldu sinni og
áhugamálum sínum.
En hvemig lítur málið út fyrir
eldri borgara er hann fer á eftir-
laun, þar á ég sérstaklega við opin-
bera starfsmenn? Alltaf var okkur
sagt er kjarasamningar vom gerð-
ir við opinbera starfsmenn að við
hefðum svo góðan lífeyrissjóð að
við skyldum sætta okkur við minni
launahækkanir en gerðist á al-
mennum vinnumarkaði. En hvern-
ig líta svo staðreyndir málsins út
t.d. gagnvart þeim er störfuðu hjá
Pósti og síma, þar er nú að koma í
ljós hrikaleg skerðing á okkar líf-
eyrissjóðsréttindum? Það er bók-
staflega rænt af okkur fjármagni
með aðstoð „lýðræðisins" og um
leið réttindum. Þeir er höfðu eftir-
mannsreglu hjá Pósti
og síma fá ekki að
njóta hennar eftir að
fyrirtækinu var breytt
í HF. Þar er rænt af
okkur tugum þúsunda
á ári, með aðstoð „lýð-
ræðisins". Þeir er
störfuðu 1.1. 1997 og
fóm á eftirlaun t.d. á
árinu 1997 hafa eftir-
laun eftir fastri launa-
tölu sinni er var
31.12.1996 og síðan er
ákveðin meðaltals-
hækkun látin koma á
þá tölu eftir því sem
aðrir launþegar hjá
hinu opinbera hafa
fengið síðastliðið ár. Þegar hefur
undirritaður tapað tugum þúsunda
síðan hann fór á eftirlaun 1. apríl
Þeir sem höfðu
eftirmannsreglu hjá
Pósti og síma, segir
Jón Kr. Oskarsson,
njóta hennar ekki eftir
einkavæðinguna.
1997 vegna breytinga Pósts og
síma í HF. Vegna hvers skyldi ein-
hver spyrja, ástæðan er að honum
er neitað um eftirmannsregluna,
sem hann hafði áður en Póstur og
sími var gerður að HF. Auðvitað
verður þessi leikur hinna lýðræðis-
kjömu afla Alþingis ekki látinn óá-
talinn og er í athugun. En gjörð
meirihluta Alþingis er í raun sví-
virðileg, í reynd eigum við inni hjá
ríkinu tugi þúsunda króna vegna
svika meirihluta Alþingis í breyt-
ingunni í HF á Pósti og síma. Það
var ávallt talað um að réttindi
starfsfólks Pósts og síma yrðu ekki
skert er því yrði breytt í HF, en
annað hefur komið á daginn og
orðið á þann veg er undirritaður
óttaðist. Staðreyndin er að mínu
mati að starfsfólk Pósts og síma á
vitanlega rétt á biðlaunum hjá
Pósti og síma, því réttindin em alls
ekki þau sömu í reynd og áður var
hjá Pósti og síma, ekki þau réttindi
er við réðum okkur til og vomm
með. Einnig má benda á að við ætt-
um í reynd inni margfalda kaup-
hækkun, einnig aftur í tímann
vegna svikanna sem era áorðin í
réttindum starfsmanna Pósts og
síma í framkvæmd á breytingum
Pósts og síma í HF. Gagnvart því
að við sættum okkur ávallt við
lægri laun í kjarasamningum geg-
um árin, vegna t.d. lífeyrisréttinda
er okkur voru sögð að giltu svo og
svo mikið en era svo strikuð út af
misvitram meirihluta þingmanna.
Það má spyrja: Hefðu þingmenn
samþykkt slíka hneysu við hæsta-
réttardómara eða starfsmenn rík-
isbankanna með „laxaréttindin".
Nei, þetta er takmarkalaus ósvífni
og sýnir hverskonar bananalýð-
veldi hér þrífst. Það heyrist h'tið í
stéttarfélögum okkar í þessum
málum, hvað era þau að hugsa og
gera? En að lokum skulum við
strengja þess heit að ná þessum
sjálfsögðu réttindum okkar, fyrr-
verandi og núverandi starfsmenn
Pósts og síma (HF). Við skulum
einnig minnast þess er kemur að
kosningum, hvort sem eru sveitar-
stjórnakosningar eða alþingiskosn-
ingar hverjir samþykktu þessi
ólög.
Höfundur er loftskeytamaður.
Jón Kr.
Óskarsson
Island er land þitt
EKKI er langt síðan
alþýða manna gekk
hokin af andlegri áþján
og líkamlegu striti í
vonlausri. stöðu undir
erlendu og innlendu of-
ríki. Nú á dögum bera
menn höfuðið hátt og
þeir mest sem einungis
nota það við frumþarfir
og hafa einskorðað
víddir hugans við dag-
legar þarfir og einka-
hagsmuni án sýnar til
framtíðar.
Laugardaginn 7.
marz héldu áhugamenn
um gildi óspillts nátt-
úralegs umhverfis, fund
á Gaflinum í Hafnarfirði. Þar varð
ljóst að þrátt fyrir stöðugan og gá-
lauslegan áróður ráðherra þessara
mála í langan tíma, áttu íslandsvin-
ir fundinn. Inngang að umræðum
hóf maður á vegum stjórnvalda.
Hann ræddi um virkjunarmál og
stóriðju. Þar kom fram þetta
venjulega embættismannatal,
bergmál frá þeim æðri um að allt
væri í lagi svo lengi sem ekki væri
of langt gengið. Hann gerði, sem
boðberi kerfis sem kallar ekki allt
ömmu sína í umhverfis- og auðlind-
armálum, lítið úr skaðsemi virkj-
ana og uppistöðulóna á hálendið.
Eins var fátt athugandi við eit-
urspúandi stóriðju nánast hvar
sem væri. Þar með er hið neikvæða
upptalið, en það varð inngangur að
uppbyggilegri og skemmtilegri
umræðu um hvað vel hafði verið
gert og hvað illa. Menn reyndu að
sjá fram á veginn. Fundarmönnum
var geinilega ljós sú mikla hætta
sem landinu stafar af skaðlegri
skammsýni ráðherra orku- og um-
hverfismála. Næstu kynslóðir
munu ekki hylla þá
fyrir álverið í Hval-
firði, þar sem við
fórnum meira en við
fáúm. Þar koma til
umhverfisspjöll, eit-
urspúandi stóriðja,
sáralítið verð fyrir
rafmagn, sem gerir
dæmið fysilegt fyrir
útlenda gróðafíkla,
bötnlausar erlendar
skuldir, eyðilegging
ferðaiðnaðar og svo
öll óhollustan sem
fyrst bitnar á þeim
sem vinna inni í
mengunarvöldunum.
Ef þessir ráðherrar
fá að halda áfram er voðinn vís, því
á næstunni á að flýta öllum virkj-
unar- og stóriðjudraumum núver-
andi stjórnvalda og þar með er ol-
íuhreinsistöð sem setur með öðru
strendur og mið í stórhættu. Vikar-
tindur er dæmi um hvernig skipi er
klúðrað í strand. Flutningabákn
með óunna oh'u gæti lent í slíku.
Á fundinum sátu fyrir svöram
m.a. Omar Ragnarsson fréttamað-
ur og Svanur Kristjánsson prófess-
or. Að hlusta á þessa ágætu menn
var notalegt vegna þess skilnings
sem þeir hafa á að hófleg og um-
fram allt vistvæn nýting lands ann-
arsvegar og velferð manna hins-
vegar fari saman. En svo vöktu
frásagnir þeirra af því sem verið
væri að gera og stæði til á hálend-
inu kvíða. Þar á meðal sú stefna
stjómvalda að auðævi lands og
sjávar yrðu eign fárra. Um þessi
mál öll var Svanur einarður og rök-
vís. Málflutningur hans var hrein
snilld. Þessi tilfinningaþrungni eld-
móður og réttlætiskennd samfara
yfirburðaþekkingu á því sem um
Við megum aldrei
gleyma, segir Albert
Jensen, að umhverfís-
mál eru mikilvægust
allra mála.
var fjallað vakti aðdáun á manninn-
um. Verst að þjóðin öll heyrði ekki.
Hann undraðist m.a. svefngengils-
hátt almennings í auðlinda- og um-
hverfismálum. Hvað þjóðin líður að
hún er lítillægð og arðrænd. Á öðr-
um stað sagði Svanur í viðtali: Á
meðan Framsókarflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur og þau öfl sem hafa
hag af óbreyttu kerfi verða við völd
mun ekkert breytast. Sigur í þessu
réttlætismáli mun ekki vinnast fyrr
en pólitískum valdahlutfijllum í
landinu verður breytt.“
Ég vona að menn láti ekki pólitík
trafla dómgreind sína í sjálfsögð-
um réttlætismálum. Og þó yfirleitt
sé sama hvaðan gott kemur, er rétt
að vera vel á verði því pólitíkusar
era þessa dagana á góðum launum
við að laða skoðanir fólks að sínum.
Einn er meira að segja bæði rit-
stjóri og þingmaður, á hverjum
sem það nú bitnar. Þingmennskan
er slíkum ekki aðalatriði, bara tala
mikið um eithvað þegar komið er
við í aukavinnunni. Virðing áskilin.
Við megum aldrei gleyma að um-
hverfismál era mikilvægust allra
mála. Undirstaða alls velfarnaðar.
Enginn má hafa völd, sem hundsar
slíkar staðreyndir. Núverandi vald-
hafar verða skilningsvana þegai- tal
berst að umhverfismálum.
Geram ekki landið óbyggilegt
næstu kynslóðum.
Höfundur er byggingameistari.
Albert
Jensen