Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 34

Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LIST, TRÚ OG LYST Qlöf Nordal sýnir lystaukandi list á páskasýninffu Gallerís Ingólfsstrætis 8. Hulda Stefánsdóttir ræddi við listakon- una sem sagði henni af hverju hún hefur steypt líkamsparta í súkkulaði. ÓLÖF Nor- dal opnar í dag- sýning- una Corpus Dulcis í Gall- eríi Ingólfs- stræti 8. Morgunblaðið/Golli SÆTA súkkulaðiangan ber að vitum gesta sem sækja páskasýningu Gall- erís Ingólfsstrætis 8. Corpus Dulcis, Hinn sæti líkami, nefnist sýning Olafar Nordal sem þar verður opnuð í dag, fimmtudaginn 2. apríl. Líkamspartar sem minna á vaxtarlag „hins fullkomna karl- manns“ Michelangelos í yfirstærð liggja á trogi í sýningarsalnum miðjum steyptir í súkkulaði. Á öðru og minna trogi í salnum er verkið Sapere Corde, brjóstvitið. Tveir helm- ingar mannshjartans formaðir í súkkulaði og skeljunum steypt saman. Áreiti verkanna kallar bæði á andleg og líkamleg viðbrögð áhorfandans, - bókstaflega listneyslu, sem í sjálfu sér er brot á viðurkenndum lögmálum fagurfræðinnar. Eins og listfræðingurinn Olafur Gíslason bendir á í riti um hst Olafar Nordal, sem gef- ið er út í tilefni sýningarinnar, á verkið Corpus Dulcis _það sameiginlegt með flestum eldri verkum Olafar að byggjast á táknmáli sem á sér djúpar rætur í þjóðlegum og trúar- legum menningararfi. Merking þessara verka er æði margslungin, sem hlýtur að telj- ast eðlilegt þegar viðfangsefnið er annars vegar mannslíkaminn og hins vegar trúin; hið breyska og hið upphafna. Rétt eins og gifs- myndir af hvítum hröfnum á sýningu Olafar í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum leiða þessi verk okkur fvi'ir hugskotssjónh' löngu horfin merkingartengsl, gamlar táknmyndir sögunn- ar. Að þessu sinni, og í tilefni árstíðarinnar, erum við minnt á trúarbragðasögu hins vest- ræna heims, upprisuna og fórnardauða krists, þessa holdgervings Guðs sem við öðl- umst hlutdeild í með neyslu sakramentis. Páskafögnuður nútímamannsins virðist helst lýsa sér í ofneyslu súkkulaðis. Neysla páska- eggja tengist ævafornri trú á að eggið sé tákn fyrir eilífa hringrás og endurnýjun lífs á jörðinni. Vorboði á eftir erfiðum vetri. „Þannig tengjast páskaeggið, súkkulaðið og sakramentið eins og holdið og andinn, hið veraldlega og hið heilaga, náttúrutrúar- brögðin og kristindómurinn. Það er fyrst þegar við sjáum þetta tengt saman í bókstaf- legri merkingu sem táknrænt mannát að ritúalið fer að vekja óhugnað," segir m.a. í grein Ólafs. Ástar/haturs-samband trúar og lista Vinnsluferli verkanna er álíka margslungið og merking þeirra. Ólöf stendur í þakkar- skuld við sælgætisgerðina Nóa-Siríus fyrir hennar framlag og faglega aðstoð við súkkulaðigerðina. Það skipti hana öllu máli að súkkulaðið væri af dökku gerðinni og sæt- beiskt á bragðið. Hinn sæt-beiski unaður „fullkomins" karlmannslíkama. „Sjálf hef ég ekki neytt sakramentis," segir Ólöf. „Það sem vakh’ fyrir mér er að kasta ljósi á ýmsar hefð- ir samfélagsins sem hafa glatað merkingu sinni.“ Andstæðunum corpus og cor er stillt sam- an eins og tvíeggja ástar/haturs-sambandi trúar og listar. „Framan af þjónaði listin mjög einhliða trúnni en síðar fór listin að brjótast burt til meira sjálfstæðis þótt hún héldi áfram að vera trúnni háð í túlkun sinni. Með endurreisninni kemur trúin á manninn og upphafning mannsandans. Listamenn sjálfir urðu hálf-guðir,“ segir Ólöf. „I dag fer fólk á listasöfn og sækir tón- leika í stað sunnudagsmessa. Það sækir þörf sína fyrir andlega næringu og trúarlega upplifun til listarinnar, svo segja má að listir hafi orðið að veraldlegum trúarbrögðum menntamanna. Á sama tíma hefur trúarlegt inntak verið bannfært frá listinni, slíkt þykir vera hrein tilfinningavella og veikleika- merki.“ Áhorfandanum er þó í sjálfsvald ~sett hvort upplifun verkanna er eingöngu háð trúarlegum tilvísunum þeirra, því eins og Ólafur Gíslason bendir á í lok greinar sinnar kann að vera að með list sinni sé Ólöf að varpa fram þeirri spurningu hvort sjálfs- mynd okkar sé hjómið eitt, „form sem búið er að tæma af sögulegu inntaki sínu“. Skáldkonur á ljóðakvöldi í Súfistanum EFNT verður til ljóðakvölds fimmtudaginn 2. apríl á Súfistanum, kaffihúsinu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, í tilefni af komu dönsku skáldkonunnar Piu Tafdrup hingað til lands. Pia Tafdrup er ein athyglisverð- asta núlifandi skáldkona Danmerk- ur. Hún hóf ferilinn árið 1981 með ljóðabókinni Nár det gár hul pá en engel, og alls hefur hún skrifað níu ljóðabækur, tvö leikrit og eitt rit- gerðasafn um skáldskap. Nýjasta bók hennai', Dronningeporten, kom út í febrúarmánuði sl. I Ijóðum sínum glímh’ skáldkonan við spm'ningar um líkamann, kynlífið, sálarlífið, tilveruna, tungumálið, nátt- úru, sögu og trúarbrögð. Ákveðin ljóðræn depurð gengm- í gegnum verk hennar, auk tiltekinnar afstöðu til tungumálsins sem lifir á sínu eigin lífi á heillandi og dularfullan hátt. Á fimmtudagskvöldið les Pia Taf- drup úr verkum sínum ásamt ís- lensku skáldkonunum Elísabetu .Jökulsdóttur,_ Lindu Vilhjálmsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur, en leikrit Kristínar, Ástarsaga 3, hefur verið tilnefnt til leikskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 1998. Aðgangur er ókeypis. Upplesturinn hefst kl. 20.30 og stendur til kl. 22. --------------------- Kristján Krist- jánsson gestur Ritlistarhópsins RITLISTARHÓPUR Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudaginn 2. febrúai’ kl. 17. Að þessu sinni kemur Ki’istján Kristjánsson, skáld og rithöfundur á Akranesi, í heimsókn og les úr verk- um sínum, en hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur, þrjár skáldsögur og eitt leikrit. Aðgangur er ókeypis. ÞEIR flytja Milljónprósent djass á Múlanum: F.v. Veigar Margeirsson, Þórður Högnason, Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson og Matthías M.D. Hemstock. Milljónprósent djass á Múlanum DJASSKLÚBBURINN Múlinn í Sölvasal Sólons íslandus efnir til tónleika fimmtudaginn 2. aprfl kl. 21. Tónleikamir bera yfírskriftina „Milljónpró- sent djass“. Þar verður leikið frumsamið efni eftir saxófón- leikarann Jóel Pálsson og trompetleikarann Veigar Mar- geirsson. Með þeim Ieika Eyþór Gunnarsson, píanó, Þórður Högnason, kontrabassi, og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Kammerkór Hafnarfjarðar með tvenna tónleika KAMMERKÓR Hafnarfjarðar heldur tvenna tónleika nú í vik- unni. Þeir fyrstu verða í kvöld, fímmtudag 2. apríl, í Kópavogs- kirkju kl. 20.30, en hinir seinni í Víðistaðakirkju laugardaginn 4. apríl kl. 18. Þetta eru fyrstu tónleikar kórs- ins, en hann var stofnaður á síðast- liðnu ári. Á efnisskránni eru mótettur og messuþættir frá end- urreisnartímanum fram til vorra tíma. Meðal tónskáldanna eru Or- lando Lasson, William Byrd, Sebastian Aquilera de Heredia og Knut Nystedt. Kórinn frumflytur nýja mótettu, Nunc Dimittis, eftir Óliver Kentish. Stjómandi Kam- merkórs Hafnarfjarðar er Helgi Bragason. Á milli verka les Harpa Arnar- dóttir leikkona valin erindi úr ís- lenskum trúarljóðum, m.a. Geisla og Lilju. Guðmundur Sigurðsson organisti leikur á orgel verk eftir Antonio de Cabezón og Tomáso de Sancta Maria, en þeir voru báðir uppi á 16. öld. Áðgangseyrir er 500 kr. við inn- ganginn. • • Orlög kvenna Morgunblaðið/Golli ANNA Eyjólfsdóttir myndlistarmaður. „Það er allt annar tónn í umfjöllun um myndlistarsýning- ar kvenna." NÝJU fötin keisarans er yfirskrift sýningar Önnu Eyjólfsdóttur myndlistar- manns sem verður opnuð í Nýlistasafninu við Vatns; stíg í dag klukkan 16. Á sýningunni er Anna fyrst og síðast að velta fyrir sér stöðu kvenna og þá einkum stöðu kvenna í myndlistar- heiminum. Anna sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hún hefði áttað sig á því nýlega að í raun hefði hún alltaf látið sig pólitík varða og það hefði komið fram í verkum hennar. „Þetta eru pólitísk verk, ég játa það alveg. Ég sá það nýlega að verkin mín hafa verið at- vinnupólitísk eins og gaf til dæmis að líta á Kjarvals- stöðum á síðasta ári þar sem ég sýndi hljóðverk með fiskvinnslusvuntum þar sem ég var að fjalla um dag- legan veruleika fiskvinnslu- kvenna,“ segir Anna. Bandsög og krosssaumur Þegar blaðamaður leit inn á Nýlistasafninu í vikunni varð hon- um starsýnt á mikinn trjábol sem stóð fyrir utan safnið og var greini- lega á leið inn. „Ég er ekki alveg viss hvernig ég á að koma honum inn í safnið,“ segir Anna og hlær. Trjádrumburinn á að verða hluti af sýningunni og tengist veggverkinu „Guðrún Anna, Guðrán Anna, Guð- rán Anna“, sem vfsar í nöfn sem koma ítrekað fyrir í beinan kven- legg í ætt Önnu. „Ég er með vegg- verk sem er úr krossviði, sagað út með bandsög. Þetta er eftirgerð veggteppis sem ég sá í blaði Bandalags íslenskra kvenna en stjórn Bandalagsins stillir sér alltaf upp fyrir framan þetta ákveðna teppi þegar taka á mynd af hópnum. Konur eru ennþá mjög stoltar af handverkinu og verk mitt fjallar því um hefðina og hið kven- lega.“ Það að Anna noti krossvið og bandsög við gerð verksins hefur ákveðna meiningu. „Við gerð svona teppis er notaður kross- saumur og efniviðurinn er band, þannig að mér fannst koma þar skemmtileg tenging." Tréð tengist, eins og áður sagði, þessu verki en með því vill Anna benda á hve rætur fólks, stofninn og sagan, á sterk ítök í því. Lófalestur Á sýningunni verða tvö verk. Efnistök hins verks- ins eru skyld því fyrra þótt efniviður sé annar. Þar sýnir Anna ljósmyndir af höndum stéttarsystra sinna, myndlistarkvenna, og undir myndunum eru orð Amy Engilberts spá- konu sem las örlög kvenn: anna úr lófum þeirra. í tengslum við það verk sýn- ir Anna ljósrit af gagnrýni sem birst hefur í blöðum þar sem verið er að fjalla um sýningar myndlistai’- kvenna.“ „Mér finnst allt öðruvísi skrifað um myndlist kvenna en karla, þar er allt annar tónn á ferðinni. En hvað um titil sýningarinnar, hvernig tengist hann öllu sem við höfum verið að ræða um? „Með titlinum er ég að benda á að sannir listamenn reyna að vera einlægir eins og barnið í sögunni Nýju fötin keisarans sem bendir á keisarann og segir: „Nú, hann er þá ekki í neinu!“, en svo er þessi eilífi dans í kringum listina og listamennina og hræðsla við að tala um hlutina eins og þeir eru, al- veg eins og í sögunni um keisar- ann.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.