Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 65

Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 Gðr- I : i i i ( ( ( ( ( i ( i i i ( i ( i i ( i c ( ( Frjáls fjölmiðlun opnar vef á netinu SKÓLASTJÓRI Landakotsskóla sr. A. George meðal nemenda sinna. Opið hús í tilefni 70 ára afmælis sr. George SR. A. George, prestur og skóla- stjóri Landakotsskóla, verður 70 ára 5. aprfl. Af því tilefni verður opið hús í skólanum milli kl. 16 og 18 á afmælisdaginn. George kom til íslands árið 1956 og hóf kennslu árið 1958 við Landakotsskóla. Hann hefur ver- ið skólastjóri skólans frá árinu 1962. FRJÁLS fjölmiðlun opnaði Vísi, nýjan miðil á netinu, í gær. Vísir er samstarfsverkefni nær tuttugu að- ila og í frétt frá Frjálsri fjölmiðlun segir að hann sé sniðinn að þörfum hins almenna netnotanda en sam- kvæmt nýjum könnunum noti um 70.000 íslendingar netið reglulega. I fréttatilkynningunni segir m.a. að í Vísi komi saman fréttir, upplýs- ingar, skemmtiefni, þjónusta og fróðleikur sem saman myndi heil- steypta net-kringlu. „Fréttir í Vísi eru unnar af ritstjórnum DV, Dags og Viðskiptabluðsins ásamt sjálf- stæðri ritstjórn Vísis. Þjónusta Ráðstefna um lagnir í skipum Ráðstefnan „Lagnii- í skipum" verð- ur haldin á vegum Lagnafélags ís- lands á Hótel Loftleiðum laugardag- inn 4. aprfl næstkomandi. I sam- vinnu við Lagnafélagið er Vélstjóra- félag íslands, en málefnastuðningm' er í ríkum mæli frá Siglingastofnun Islands, fræðsluráði málmiðnaðar- ins, Vélskóla íslands, Kælitæknifé- lagi Islands, Málmi, Tækniskóla Is- lands og Háskóla íslands. Að sögn Kristjáns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Lagnafélags ís- lands, verður á ráðstefnunni m.a. fjallað um tæringu málma, þjónustu hita- og loftræstikerfa í skipum, hönnum loftræsti- og hitakerfa í skipum, reglugerðir og gæðavottun, kæli- og frystikerfi, háþrýst vökva- kerfí, lágþrýst vökvakerfi, olíur, óhreinindi og hreinsun, viðhald lagnakerfa, áhrif súrefnisskorts og óhreins lofts á líkamann, frárennsl- islagnh' í skipum og nýjungar í lagnamálum. „Það má segja að bylt- ing hafí verið í gerð hita- og loft- ræstikerfa, en þó er mikil vinna þar óunnin,“ segir Kristján. Samhliða ráðstefnunni hefur sölu- °g þjónustuaðilum í greininni verið boðið að kynna vörur sínar og þjón- ustu á ráðstefnustað. Maraþon fatlaðra í spilamennsku UNGLINGAHÓPURINN BUSL sem er á vegum Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, mun halda mara- þonvöku í spilamennsku. Mai'aþonið hefst laugai'daginn 4. apríl kl. 9 í Dag- vist Sjálfsbjargai'heimilisins, Hátúni 12, gengið inn norðanmegin í húsið. Tilgangur mai-aþonvökunnar er að safna áheitum til styrktar ferð hóps- ins á Langjökul, sem farin verður 8-10. maí nk. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja ferðina með áheitum eða öðrum hætti geta haft samband við Árna Salómonsson hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. I fréttatil- kynningu kemur fram að hópurinn hefur stofnað bankareikning í Spari- sjóði vélstjóra og er númer reikn- ingsins 407546. Húsnæðismál rædd á hádegisfundi OPINN hádegisverðarfundur um húsnæðismál verður á Hótel Borg í dag, fímmtudag kl. 12. Fjallað verð- ur m.a. um frumvarp um húsnæðis- mál, félagslegt kerfí, húsbréf og Húsnæðisstofnun. Frummælandi er Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Fundarboðandi er ðlafur Örn Haraldsson alþingis- niaður. fréttavefjar Vísis er frá kl. 7 á morgnana til miðnættis. Jafnframt verður sagt frá mikilvægum atburð- um sem gerast utan þess tíma um leið og þeir gerast. íþróttavefurinn er unninn af íþróttadeild DV og við- skiptavefurinn er unninn af rit- stjórn Viðskiptablaðsins,“ segir í fréttatilkynningu. Alls eru vefírnir á bak við forsíðu Vísis 16 talsins. Meðal vefja í Vísi eru fréttavefur, íþróttavefur, við- skiptavefur, veðurvefur, smáauglýs- ingavefur, ættfræðivefur, kosninga- vefur og bflavefur," segir í tilkynn- ingunni. Ráðstefna um ævikvöldið ÖLDRUNARRÁÐ íslands heldur ráðstefnu í safnaðarheimili Háteigs- kirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 13. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Vinnum saman að því að gera ævikvöldið ánægjulegi'a“ og fjallar um gildi að- standendafélaga á hjúkrunar- og vistheimilum. Öflug aðstandendafé- lög geta stutt við starfsemi heimil- anna á margvíslegan hátt til hags- bóta fyrir heimilismenn jafnt sem starfsmenn og gefur aðstandendum tækifæri til að gera ævikvöldið ánægjulegra fyrh' ástvini sína. Ráð- stefnustjóri verður Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Sóknar. Á ráðstefnunni halda erindi Berg- lind Magnúsdótth' öldrunarsálfræð- ingur, Þóra Ai'nfinnsdóttir hjúkrun- ai'deildai'stjóri, Nanna Guðrún Zoéga djákni, Garðabæ, Birgir Guð- mundsson, fonnaður Aðstandendafé- lags Kópavogshælis, Jóhanna Sig- marsdóttir, forstöðukona Hrafnistu í Reykjavík og Guðríður Ottadóttir aðstandandi. Umræður og fyrirspurnir verða eftir hvert erindi. Tónhornið úr Gerðubergi skemmtir. Ráðstefnu- gjald er 1.000 kr. - kaffi innifalið. Bifreiðaskoðun fær nafnið Frumherji BIFREIÐASKOÐUN hf. verður að Frumherja hf. á morgun, 3. apríl, eftir ákvörðun siðasta aðalfundar fé- lagsins. Nafnabreytingin er til komin vegna aukinna umsvifa félagsins frá síðasta ári og vegna fyrirsjúanlegrar þróunar fyrirtækisins, segir í frétta- tilkynningu. Eitt af fyrstu verkum Frumherja hf. er að opna nýja skoðunarstöð fyr- ir ökutæki í Sóltúni 5 (áður Sigtúni 5) í Reykjavík. í stöðinni verður boð- ið upp á aðalskoðun, endurskoðun, ski'áningai'skoðun og ástandsskoðun þegai' fram líða stundh'. Að auki verður þar tekið á móti tilkynning- um um eigendaskipti og allri al- mennri skráningarstarfsemi sinnt. Höfuðstöðvar Frumherja hf. verða á Hesthálsi 6-8 í Reykjavík þar sem höfuðstöðvai- Bifreiðaskoðunar hf. voru áður enda er hér einungis um nafnabreytingu að ræða, en ekki breytingu á kennitölu eða öðrum rekstrai'þáttum fyrirtækisins. Listi Alþýðu- flokksins í Hafn- arfirði ákveðinn Á FUNDI í fulltrúaráði Alþýðu- flokksins í Hafnai'firði 31. mars 1998 var framboðslisti Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí nk. samþykktur samhljóða. List- ann skipa: l.Ingvai- Viktorsson, bæjarstjóri. 2. Jóna Dóra Karlsdóttir, húsmóðir. 3. Tryggvi Harðarson, járnabindinga- maður. 4. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfírlögregluþjónn. 5. Hafrún Dóra Júlíusdóttir, húsmóðir. 6. Unn- ur A. Hauksdótth', verkakona. 7. Eyjólfur Sæmundsson, verkfræðing- ur. 8. Jóhanna Margrét Flecken- stein, gjaldkeri. 9. Gísli Ó. Valdi- marsson, verkfræðingur. 10. Eyjólf- ur Magnús Kristinsson, verkfræði- nemi. 11. Hrafnhildur Pálsdóttir, hús- móðh'. 12. Þorákur Oddsson, bifreiða- stjóri. 13. Pétur Ingvarsson, íþrótta- kennaranemi. 14. Ellý Erlingsdóttir, kennari. 15. Jón Kr. Óskarsson, loft- skeytamaður. 16. Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, hjúkrunarfræðingur. 17. Jón Sigurðsson, netagerðamaðm'. 18. Gylfi Ingvarsson, vélvh'ki. 19. Guð- fmna Vigfúsdóttir, húsmóðir. 20. Gestur G. Gestsson, markaðsstjóri. 21. Guðrún Guðmundsdótth', húsmóð- h'. 22. Valgerður Guðmundsdótth', framkvæmdastj óri. Fyrirlestur hjá Nýrri dögun Á VEGUM Nýrrar dögunar, sam- taka um sorg og sorgarviðbrögð, verður fyrirlestur um andvana fæð- ingar og fósturlát, í dag kl. 20, í Gerðubergi. Frummælendur verða þær Bjarn- ey Hrafnberg Hilmarsdóttir, ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur og Guðrún Guðbjömsdóttir, ljósmóðir. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur um þunglyndi og flogaveiki LAUF, samtök áhugafólks um floga- veiki, verður með almennan fræðslu- fund í kvöld kl. 20.30. Fundurin verð- ur í sal Félags heymarlausra, Laugavegi 26, 4. hæð. Gengið inn Grettisgötumegin. Dr. Láms Helgason yfirlæknir flytur fyrirlestur um þunglyndi og flogaveiki og svarar fyrh'spurnum. Boðið verðui- upp á veitingar gegn vægu verði. Ljósmynda- maraþon í Hafnarfirði FILMUR og framköllun í Firðinum Fjarðargötu 13-15 og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar standa fyrir ljós- myndamaraþoni er hefst fóstudag- inn 3. apríl milli kl. 17 og 18 í félags- miðstöðvunum Vitanum og Verinu. Keppnin er ætluð hafnfirskum ung- lingum úr 8.-10. bekk. Föstudaginn 3. apríl fá keppend- ur afhenta 12 mynda filmu og jafn mörg verkefni sem hver leysir eftir sínu höfði. Þremur dögum síðar á að skila filmunni í opnu dagstarfi í fé- lagsmiðstöðvunum. Miðvikudaginn 15. apríl fá keppendur síðan af- raksturinn til uppsetningar. Á kaffi- húsdakvöldi í Vitanum, á miðviku- dagskveldi 15. aprfl, verður síðan verðlaunaafhending og verða glæsi- leg verðlaun veitt frá Filmum og framköllun. Myndirnar verða síðan til sýnis í nokkra daga í félagsmið- stöðinni en verða síðan sýndar al- menningi í Firðinum. Um 70 unglingar hafa tekið þátt síðustu ár og er keppnin afar einfóld og hentar vel ungu ljósmyndaáhuga- fólki hvort sem það býr yfir mikilli kunnáttu eða er að stíga sín fyrstu spor, segir í fréttatilkynningu. Þorgerður í efsta sæti Vestmanna- eyjalistans NEÐANTALDIR kjósendur í Vest- mannaeyjum skipa Vestmannaeyja- listann við bæjarstjórnarkosning- arnar sem fram fara 23. maí nk. og eru í þessari röð: 1. Þorgerður Jóhannsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar. 2. Ragnar Óskarsson, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi. 3. Guðrún Erlings- dóttir, formaður Verslunarmanna- félags Vestmannaeyja. 4. Lára Skæringsdóttir hárgreiðslumeist- ari. 5. Björn Elíasson gi'unnskóla- kennari. 6. Óskar Örn Ólafsson skipstjóri. 7. Ki'istjana Margrét Harðardóttir skrifstofumaður. 8. Sigurlás Þorleifsson íþróttakennari. 9. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrun- arfræðingur. 10. Rannveig Sigurð- ardóttir verkakona. 11. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, tómstunda- og íþróttafulltrúi og bæjarfulltrúi. 12. Bjarki Bragason verkamaður. 13. María Friðriksdóttir húsmóðir og 14. sæti skipar Jóhann Björnsson, fyrrverandi forstjóri. 20 ára afmæli Hofsstaðaskóla í Garðabæ 20 ÁRA amfælis Hofsstaðaskóla verður minnst í dag, 2. aprfl. Farið verður í skrúðgöngu frá skólanum að miðbæ Garðabæjar og þaðan að safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, þar sem skólinn var áður til húsa. Lúðra- sveit fer fyrir göngunni og nemend- ui' bera hatta, veifur og fleira sem þeir hafa útbúið. í safnaðarheimilinu verður stutt dagskrá. Að henni lokinni verður gengið aftur að skólanum og þar verður boðið upp á veitingar. Lagt verður af stað í gönguna kl. 11. Listi sjálfstæðis- manna í Sand- gerði ákveðinn Á FUNDI Sjálfstæðisfélagsins í Sandgerði, sem haldinn var 30. mars, var framboðslistinn til sveit- arstjórnarkosninganna 23. maí nk. ákveðinn og skipa hann eftirtaldir: 1. Reynir Sveinsson rafverktaki. 2. Eyþór Jónsson framkvæmda- stjóri. 3. Salome Guðmundsdóttir húsmóðir. 4. Hildur S. Thorarensen lyfjafræðingur. 5. Guðjón Ólafsson útgerðarmaður. 6. Árni Sigurpáls- son hafnarvörður. 7. Karl G. Karls- son sjómaður. 8. Fanney St. Sigurð- f ardóttir stuðningsfulltrúi. 9. Bryn- dís Guðmundsdóttir meðhjálpari. 10. Tyi-fingur Andrésson sjómaður. 11. Alma Jónsdóttir læknaritari. 12. Haraldur Jóhannesson verkstjóri. 13. Kristrún Níelsdóttir skrifstofu- maður og 14. sæti skipar Svanbjörg Eiríksdóttir húsmóðir. Fræðslufundur Gigtarfélagsins GIGTARFÉLAG íslands heldur fræðslufund fimmtudaginn 2. apríl kl. 20 í sal meistara, Skipholti 70. Margrét Ái-nadóttir heldur fyrir- lestur um höfuðbeina- og spjald- hryggjarjöfnun. Fundinum lýkur með fyrirspurnum og kaffiveiting- um. Aðgangur kr. 800. SELECT-hraðverslun við Bústaðaveg í Öskjuhlíðinni. Ný Select-hrað- verslun opnuð í Öskjuhlíð SKELJUNGUR hf. hefur opnað nýja Select-hraðverslun á Shellstöð- inni við Bústaðaveg í Öskjuhlíð. Þetta er þriðja Select-hraðverslunin sem opnuð er á Shellstöðvum hér á landi en fyrsta hraðverslunin var opnuð á Shellstöðinni við Vestur- landsveg fyrir réttu ári og skömmu síðar var opnuð verslun í Suðurfelli í Breiðholti. Select er í senn bensinstöð, hrað- verslun og skyndiréttastaður, þar sem hægt er að fá úrval heimilis- vöru auk fjölbreyttra brauð- og pylsurétta. I Select-hraðverslunun- um er lögð áhersla á mikið úrval, ferskleika, hreinlæti og öryggi. Ný- bökuð brauð og sætabrauð, sem eru bökuð á staðnum, eru ávallt á boðstólum. I tilefni af opnun Select-hrað- verslunarinnar í Öskjuhlíð verður boðið upp á nýja gerð af Select- samlokum sem framleiddar eru sér- staklega fyrir Select-verslanirnar á íslandi. Þá verða margvísleg opnun- artilboð á öllum stöðvunum í tilefni tímamótanna. Select-hraðverslunin í Öskjuhlíð mun bjóða þjónustu allan sólar- hringinn eins og verslanirnar í Suð- urfelli og við Vesturlandsveg hafa gert frá því um mitt síðasta ár. LEIÐRÉTT Rangt ártal í FRÉTT í blaðinu í gærum sam- þykkt Búnaðarþings um tilraunainn- flutning á erfðaefni til kynbóta á ís- lenskum kúm birtist rangt ártal í fyrirsögn. Sagt var að áhrif myndu koma fram árið 2004 en hið rétt er ~ eins og lesa má í textanum árið 2010. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.