Morgunblaðið - 04.04.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 04.04.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mál kærunefndar j afnréttismála Kirkju- garðarnir sýknaðir í héraðsdómi HÉRAÐSDÓMUR Reykja- víkur hefur sýknað Kirkju- garða Reykjavíkurprófasts- dæma af kröfum kærunefnd- ar jafnréttismála fyrir hönd konu sem sótti um starf for- stjóra Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæma og taldi sig hæfari en þann mann sem hlaut starfið. Krafðist konan þess að ráðning mannsins í stöðuna yrði dæmd ólögmæt og jafnframt að henni yrðu greiddar róm- lega 9,8 milljónir króna vegna tekjutaps. Ráðning með eðlilegum hætti í dómi héraðsdóms segir að ekki verði annað séð en ráðning í starfið og undir- búningur þeirrar ákvörðun- ar hafi verið með eðlilegum hætti. Jafnréttislög girði ekki fyrir eðlilegt svigrúm atvinnurekanda við mat á starfshæfni, enda verði þau meginsjónarmið sem höfð hafi verið að leiðarljósi við ráðningu í umrætt starf ekki talin ómálefnaleg. Þá beri að líta til þess að ekki hafi verið lögbundnar sérstakar hæfn- iskröfur um forstjórastarfið. Ólafur Ragnar Grímsson hitti forseta Mexíkó _ > Ræddu hlut Islands í upp- byggingu sjávarútvegs FORSETI Islands, hr. Olafur Ragnar Grímsson, átti á fimmtu- dag fund með Ernesto Zedillo for- seta Mexíkó ásamt fulltrúum ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja. A fundinum var rætt um árangurinn af starfi íslenskra sjávarútvegsfyr- irtækja í Mexíkó og þátttöku þeirra í framtíðaruppbyggingu sjávarútvegs í landinu. Ásamt forseta íslands sátu fund- inn fulltrúar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og dótturfyrirtækis- ins Coldwater í Bandaríkjunum, fulltrúar Granda og Þormóðs ramma-Sæbergs og samstarfsaðila þeirra í Mexíkó og fyrirtækjanna J. Hinriksson, Netagerðar Vest- fjarða og Mexice, sem starfar í Mazatlán og nágrenni. Forsetahjónin komu síðdegis á miðvikudag til Mazatlán og heim- sóttu þar fyrst háskóla borgarinn- ar. Verið er að koma á samstarfi milli háskólans á Akureyri og há- skólans í Mazatlán, sem meðal ann- ars mun felast í nemendaskiptum háskólanna og samstarfi á ýmsum fræðasviðum. Ræddu forsetahjónin þar við forsvarsmenn háskólans og nemendur sem sérstakan áhuga hafa á námsdvöl á Islandi. Hjá borgarstjóra Mazatlán Borgarstjóri Mazatlán tóku á móti forsetahjónunum í ráðhúsi borgarinnar og síðan efndi borgar- stjórnin til kvöldverðar til heiðurs íslensku forsetahjónunum þar sem Eldur kæfður Straumsvík * í TALIÐ er að eldur, sem logað hefur í gryfju með úrgangi í Straumsvík undanfamar vikur, hafi verið slökktur, að sögn Reynis Kristjáns- sonar, forstöðmnanns áhaldahúss Hafnarfjarðar. í liðinni viku var um þrjátíu vörubílsförmum af leirgrús sturtað yfir gryfjuna og segir Reyn- ir að svo virðist sem það hafi nægt til að kæfa eldinn. „Við vorum einn dag að keyra efni á eldinn og sturtuðum um 200 rúmmetrum af efni yfir, sem er heldur minna en við áttum von á. Nú er hætt að krauma þar sem við sjáum til og við munum fylgjast með til að vera vissir um að alveg sé dautt í gryfjunni," segir hann. XRN! BJÖRNSSON Lausn eftir deilur Starfsmenn áhaldahússins tóku að sér að slökkva eldinn eftir að deilur risu um kostnað við slökkvi- starf sem áður hafði farið fram á milli núverandi eigenda svæðisins og Hafnarfjarðarbæjar, en eigend- umir höfðu dælt sjó á eldinn síðan hann kviknaði fyrir um sex vikum. Heilbrigðisfulltrúi á Hafnarfjarðar- svæði í samvinnu við slökkviliðs- stjóra ákvað að reynt yrði að kaf- færa eldinn með fyrrgreindum hætti. Reynir kveðst eiga von á að timb- urúrgangurinn í gryfjunni verði kurlaður niður og fluttur í burtu. mmm \ Skemmtileg og aðgengileg í bók byggð upp á svipaðan hátt og Saga daganna Fjallað er um merkisdagana I ævi hvers og eins, um siði, ! venjur og sagnir sem tengjast atburðum á borð við fæðingu, 1 skírn, fermingu, trúlofun, brúðkaup eða útför. Reuters ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Ernesto Zedillo við upphaf viðræðn- anna í Los Pinos, opinberum bústað forsetans í Mexikóborg. voru fulltrúar íslensku fyrirtækj- anna og ýmsir fulltrúar úr atvinnu- lífi og stjómkerfi borgarinnar. A fimmtudagsmorgun snæddu forsetahjónin morgunverð með fulltrúum úr atvinnulífi borgarinn- ar og síðan sótti fiugvél Mexíkófor- seta þau og fulltrúa íslensku fyrir- tækjanna í Mazatlán og flutti þau til Mexíkóborgar til fundar við Emesto Zedillo forseta Mexíkó. Að þeim fundi loknum flutti flugvél forsetans forsetahjónin og Islend- ingana aftur til Mazatlán, þar sem átti að kynna starfsemi íslensku fyrirtækjanna ýmsum fulltrúum sjávarútvegs á svæðinu. Um kvöld- ið efndu íslensku fyrirtækin til kvöldverðar þar sem ýmsir fulltrú- ar úr æðstu stjóm ríkisins og Mazatlánborgar vom ásamt for- setahjónunum. í gær héldu forsetahjónin til Gu- yamas þar sem þau hugðust heim- sækja frystihús og útgerð sem ís- lensk fyrirtæki reka og verða við- stödd stofnun íslensk-mexíkósks sölufyrirtækis á sviði sjávarafurða. Vélin sem nauðlenti Eldsneytis- laus vegna bilunar SKULI Jón Sigurðarson, forstöðu- maður Rannsóknarnefndai- flug- slysa, segir ljóst að flugvélin sem nauðlenti á Nesjavallavegi í fyrra- kvöld hafi orðið eldsneytislaus sök- um bilunar. „Hreyfillinn stöðvaðist hjá honum þannig að flugmaðurinn þurfti að nauðlenda, en orsök hreyfilstöðvun- arinnar var eldsneytisskortur. Við teljum skýringuna vera þá að bilun hafi orðið í eldsneytiskerfi hans með þeim afleiðingum að bensín lak út,“ segir Skúli Jón. Talið er að um bilun í elds- neytisloka hafi verið að ræða og flug- maðurinn ekki getað uppgötvað lek- ann. Hann hafði sett eldsneyti á vél- ina fyrir um fimm klukkustunda flug áður en hann hóf sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli um hálfum öðr- um tíma áður en hún varð að nauð- lenda. Skúli Jón segir ekki um algenga bilun að ræða og verði málið rann- sakað frekar. ----------------- Sinueldur í Breiðholti SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík fór í fyrrinótt og slökkti sinueld við Amarbakka í Breiðholti og er þessi „árvissi en hvimleiði“ vor- boði sennilega sá fyrsti af því tagi sem kemur til kasta slökkvi- liðs, það sem af eru þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Slökkvilið bendir sérstaklega á að sinueldar stefna oft gömlum trjám og annarri náttúru í voða, auk þeirrar hættu sem af þeim getur stafað. Þeim eindregnu til- mælum er beint til foreldra og forráðamanna bama að brýna fyrir bömum að kveikja ekld sinuelda. Skemmdu jarðveg utan vegar LÖGREGLAN í Keflavík hafði um 21.30 í fyrrakvöld afskipti af vamar- liðsmönnum í tveimur jeppum sem óku utan vegar á Vogastapa við Snorrastaðartjamir og spændu þar upp jarðveg með aksturslagi sínu. Jarðvegur er mjög viðkvæmur um þessar mundir, enda klaki að fara úr jörðu. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Keflavík drulluspóluðu jeppamir á svæðinu. Rætt var við mennina, þeim gert skylt að laga til eftir sig og hafa lög- reglu borist upplýsingar um að þeir hefðu hafið það starf í gærmorgun. Vamarliðsmennimir báru fyrir sig að þeir hefðu ekki séð skilti sem bönnuðu þetta háttarlag. Almennt er bannað að aka utan vegar og er öllum vamarliðsmönnum kynntar gildandi reglur hérlendis við kom- una til landsins. D-listinn ríður á vaðið í kosningabaráttunni „Verður snörp baráttau Laugavegi 18 ♦ Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 KOSNINGABARATTAN í Reykjavík hófst formlega í gær- morgun þegar Júlíus Vífill Ingv- arsson og Bryndís Þórðardóttir, frambjóðendur Sjálfstæðisflokks, heimsóttu vinnustaði við Súðarvog. „Kosningabaráttan er formlega hafin,“ sagði Júlíus Vífill í gær. „Við fóram á nokkra vinnustaði, heimsóttum menn við störf sín og kynntum fyrir þeim í stuttu máli áform okkar á næsta kjörtímabili.“ Hann sagði að þeim hefði verið vel tekið. Þau hefðu farið í fyrirtæki af minni gerðinni, heimsótt jámsmiðj- ur, bólstrara og viðgerðaverkstæði. „Fram að kosningum hyggjumst við fara í mjög mörg fyrirtæki af öll- um stærðum og gerðurn," sagði Júh'- us Vífill. ,J>essar heimsóknir era miðaðar við að heilsa upp á menn persónulega og tala við þá augliti tíl auglitis." Hann sagði að spumingar hefðu verið af ýmsum toga, en skipulags- mál hefðu verið ofarlega á baugi, einkum hvað listinn hygðist fyrir til að halda starfsemi fyrirtækja innan borgarmarkanna. „Við svörum þessu fólki því að við munum lækka fasteignagjöldin, sem nemur hækkim R-listans í upphafi kjörtímabils, eða um 26%,“ sagði hann. Morgunblaðid/Ásdís BRYNDÍS Þórðardóttir og Júlíus VífíU Ingvarsson, frambjóðendur D- lista í komandi kosningum, ræða við Harald Harðarson, Magnús Gíslason, Snorra Magnússon og Öm Jóhannsson hjá Stálprýði. Júlíus Vífill vildi ekki láta uppi hvemig kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins í borginni yrði háttað, en sagði að frambjóðendur listans myndu hefjast handa á því að fara í fyrirtæki og ræða við fólk á persónulegum nótum. „Ég væri að segja of mikið ef ég færi að tiltaka nákvæmlega hvem- ig við ætlum að heyja okkar bar- áttu,“ sagði hann. „En hún á eftir að verða mjög snörp og þeir, sem hafa kvartað undan því að við höf- um ekki gert nægilega mikið hing- að til, munu svo sannarlega fá að sjá til okkar á næstunni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.