Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 11
FRETTIR
Laxveiðikostnaður Landsbankans 1993-97 var vantalinn um 13 millj. kr.
Kostnaður dótturfélaga
nam tæpum 11 millj. kr.
KOSTNAÐUR Landsbankans og
dótturfélaga hans af laxveiðiferðum
á árunum 1993-1997 nam tæplega
41,7 milljónum kr. og var hann van-
talinn um 13 millj. kr. í fyrra svari
bankans til viðskiptaráðheiTa og
Alþingis.
Mismunurinn sundurgreinist
þannig, samkvæmt bréfí bankaráðs
Landsbankans til viðskiptaráð-
herra 2. apríl sl., að kostnaður
Landsbankans vegna veiðileyfa
nam í reynd á umræddu tímabili
20,4 millj. kr. og var sá kostnaður
vantalinn um rúmar sex millj. kr.,
kostnaður bankans vegna annarra
útgjalda af laxveiðiferðum nam í
reynd 10,5 millj. kr. og var sá
kostnaður vantalinn um 6,6 millj.
kr. Samtals hefur Landsbankinn
því vantalið vegna veiðileyfa og
annarra útgjalda tæpar 13 millj.
kr.
Kostnaður Landsbréfa 6,3
milljónir króna
Engar upplýsingar voru gefnar
vegna laxveiðikostnaðar dótturfé-
laga Landsbankans í fyrra svari
bankans. I bréfí bankaráðs til við-
skiptaráðheiTa kemur fram að
kostnaður dótturfélaga Lands-
bankans vegna laxveiðileyfa á um-
ræddu tímabili nam um 7,3 millj.
kr. og önnur útgjöld dótturfélaga
vegna laxveiðiferða námu 3,4 millj.
kr. Smatals var kostnaður dóttur-
félaganna á tímabilinu vegna lax-
veiðiferða tæpar 11 millj. kr.
Samanlagður kostnaður Lands-
bankans og dótturfélaga bankans
vegna veiðileyfa nam því 27,7 millj.
kr. og önnur útgjöld i tengslum við
veiðiferðirnar voru um 14 millj. kr.
Auk Landsbankans var farið í
veiðiferðir öll árin á vegum Lands-
bréfa hf. og nam heildarkostnaður
félagsins vegna laxveiðiferða tæp-
lega 6,3 millj. kr. A vegum Hamla
hf. var farið í laxveiðiferðir öll árin
að árinu 1993 undanskildu og nam
heildarkostnaður Hamla rúmum
2,2 millj. kr. Farið var í laxveiði-
ferðir á vegum Regins hf. á árun-
um 1993 og 1994 og nam saman-
lagður kostnaður félagsins 1,8
millj. kr. Loks nam kostnaður
Rekstrarfélagsins hf. vegna lax-
veiðiferða á árinu 1994 424 þúsund
kr. samkvæmt yfirliti bankaráðs
Landsbankans.
Bankaráð Iætur athuga
risnu og ferðakostnað
I bréfí bankaráðsins til viðskipta-
ráðherra sl. fimmtudag segir m.a.:
„Þegar formanni og varaformanni
bankaráðs var greint frá niðurstöð-
um þessum mánudaginn 30. mars
sl. og bankaráðinu greint frá því í
beinu framhaldi óskaði það sam-
stundis eftir þvf við Ríkisendur-
skoðun að hún athugaði einnig alla
risnu Landsbanka Islands 1994 til
1997 svo og ferðakostnað innan-
lands og erlendis og aksturs- og
bifreiðakostnað. Tilgangur með
þessari viðbótarathugun er m.a. sá
að staðreyna að þær upplýsingar
sem gefnar hafa verið af hálfu
bankans til viðskiptaráðuneytis um
þessa þætti í rekstri hans hafi verið
fullnægjandi. Þessi athugun stend-
ur nú yfir.“
Veiðiferðir í
níu laxveiðiár
A þessu fimm ára tímabili var
farið í veiðiferðir á vegum Lands-
bankans og dótturfélaga hans öll
árin í Selá, Hrútafjarðará, Víði-
dalsá og Laxá í Aðaldal. Einnig var
farið í veiðiferðir sum árin í Vatns-
dalsá, Þverá, Laxá í Dölum, Stóru-
Laxá og Straumfjarðará.
I bréfinu kemur ennfremur fram
að veiðileyfin vora keypt af eftir-
töldum félögum á tímabilinu:
Sporði hf., Lóni sf., Bálki ehf., Lax-
árfélaginu, Streng sf., Snasa ehf.,
Veiðifélagi Grímsár og Tunguár og
Straumfirði sf.
Formaður bankaráðs Landsbanka Islands
um rangar upplýsingar um laxveiðikostnað
Þeir sem ábyrgð
bera fái tækifæri
til útskýringa
HELGI S. Guðmundsson, formaður
bankaráðs Landsbankans, segir
nauðsynlegt að bankaráðið fái skýra
mynd af því hvernig stendur á því
að viðskiptaráðherra fékk í hendur
rangar upplýsingar um laxveiði-
kostnað bankans, og að þeir sem
beri ábyrgðina og sendu þessar
upplýsingar frá sér þurfi að fá tæki-
færi til að útskýra af hverju þetta
gerðist og með hvaða hætti.
„Við fáum þarna upplýsingar með
þessum hætti sem við höfðum ekki
fengið áður. Við bregðumst við með
því að láta útvíkka þetta þar sem
bankinn hafði áður gefið upplýsing-
ar og þá þykir okkur eðlilegt að láta
skoða það í því Ijósi. Til að geta
dregið einhverja rétta og skýra
mynd af þessu teljum við að við
verðum að bíða eftir niðurstöðum
Ríkisendurskoðunar. Við verðum að
virða þann rétt hvers einstaklings
að hann fái að svara eða útskýra
það sem hann hefur sent frá sér.
Það eru auðvitað bankastjórar
bankans sem bera ábyrgð á stjórn-
un bankans sem slíkri,“ sagði Helgi.
Hann sagði að allar upplýsingar
sem bankaráðið fengi á sitt borð
væru samansettar og samanteknar
af ytri og innri endurskoðun bank-
ans, og í þeim kæmu fram allar upp-
lýsingar sem gæfu bankaráðinu
tækifæri til að sinna eftirlitsskyldu
sinni.
Ekkert rautt ljós
„Komi eitthvað upp eða eitthvað
reynist að í bankanum þá fáum við
rautt Ijós, en það hefur ekkert slíkt
komið inn á mitt borð á meðan ég
hef verið þarna frá 1995 um að það
sé eitthvað torkennilegt eða óeðli-
legt í sambandi við þetta,“ sagði
Helgi.
Um hugsanleg viðbrögð banka-
ráðsins sagði Helgi að ekkert væri
hægt að segja um þau fyrr en allar
skýringar á málinu lægju fyrir.
„Við höfum það algjörlega í heiðri
að vera ekki með neinar yfirlýsing-
ar um þetta nema fá skýringar
fyrst,“ sagði hann.
Kostnaður Landsbanka Islands
og dótturfélaga vegna
laxveiðiferða 1993-97
Veiðileyfi Annar kostn.
Landsbanki Islands
Landsbréf hf,
Reginn hf.
5.194.100 2.743.741
941.890
.323.200 56.685
Samtals
7.937.841
941.890
1.379.885
r-T7T-M ■
Landsbanki íslands 3.248.000 2.154.906 5.402.906
Landsbréf hf. 848.000 457.242 1.305.242
Hömlurhf. 441.450 Reginn hf. 405.550 441.450
405.550
Rekstrarfélagið hf. 424.050 424.050
5.367.050 2.612.148 7.979.198
Landsbanki íslands 4.766.984 2.660.958 7.427.942
Landsbréf hf.t. m 848.000 467.829 1.315.829
Hömlur hf. W; 468.000 184.900 652.900
Landsbanki íslands 3.941.030 1.022.708 4.963.738
Landsbréf hf. t 848.000 498.241 1.346.241
Hömlurhf. kMkSBí 480.000 299.890 779.890
5.269.030 1.820.839 7.089.869
Landsbanki íslands 3.244.660 1.981.048 5.225.708
Landsbréf hU 848.000 506.338 1.354.338
Hömlurhf. 360.000 1.173 361.173
4.452.660 2.488.559 Fiarhæðir eru á verðlagi hvers árs 6.941.219
Vill láta
skoða
eldri svör
bankans
JÓHANNA Sigurðardótth',
þingmaður þingflokks jafnað-
armanna segir það mjög alvar-
legt mál að viðskiptaráðherra
og Alþingi hafi verið veittar
rangar upplýsingar um kostn-
að vegna laxveiðiferða á vegum
Landsbankans. Það gefi tilefni
til þess að fram fari athugun á
því hvort aðrar upplýsingar,
sem fram hafa komið um bank-
ann og snerta ýmsar kostnað-
argreiðslur, hafi verið réttar.
Þingið fékk fyrrgreindar upp-
lýsingar að beiðni Jóhönnu.
„Ég er nú að ganga frá bréfi
til forseta Alþingis þar sem ég
fer þess á leit að forsætisnefnd
þingsins feli Ríkisendurskoðun
að sannreyna hvort fleiri upp-
lýsingar sem stjórnendur
Landsbankans hafa gefið við-
skiptaráðherra og ráðherra
síðan veitt Alþingi hafi verið
réttar,“ segir Jóhanna.
„Frá síðasta þingi er um að
ræða svör við fyrirspurnum um
starfskjör og lífeyrisréttindi
banka- og aðstoðarbankastjóra
ríkisbankanna, greiðslur fyrir
setu í dótturfyrirtækjum og
stofnunum bankanna og stjórn-
argreiðslur, ferða- og bíla-
hlunnindi stjórnenda þeirra.
Frá þessu þingi er um að ræða
risnu, dagpeninga, bifreiða- og
ferðakostnað bankans.“
Jóhanna segist einnig ætla
að krefjast svara við því hvort
þessar nýju upplýsingar breyti
einhverju. um árlegan fjölda
laxveiðiferða. Einnig þui-fi að
meta hve margar ferðanna séu
í raun til að viðhalda og afla
nýrra viðskiptasambanda.
HONDA
á d y r a 1 . 4 S i
9 0 h e s t ö i l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifalið í verði hílsins
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglar4
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekk4
Honda teppasett4
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki 4
Verð á gntuna: 1 455 000,
Sjálfskipting kostar 100.000,-
[0
HONDA
Sfmi: 520 1100