Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hitasóttin leggst ekki mjög þungt á hross og svipar til veiki sem herjar oft á hesta fljótlega eftir að þeir eru fluttir til útlanda Mikil óvissa og’ markað- ir gætu verið í hættu Landsmót í skugga hitasóttar, tap útflytj- enda, verðlækkun á hrossum, áhrif á bændur í öðrum búgreinum og hugsan- lega minni eftirspurn eftir bújörðum er meðal þess sem bar á góma í samtölum Margrétar Sveinbjörnsdóttur við menn sem tengjast hrossarækt. Enn er ekki ljóst hvað veldur sóttinni, sem þó leggst ekki þungt á hrossin og virðist vera svipuð veiki sem herjar oft á íslenska hesta fljótlega eftir að þeir eru fluttir til útlanda. MIKIL óvissa ríkir enn um orsakir og langtíma- afleiðingar hitasóttar- innar sem herjað hefur á hesta á sunnan- og vestanverðu landinu á undanfómum vikum. Fari mál ekki að skýrast og verði útflutningsbanni ekki aflétt fljót- lega óttast hrossaútflytjendur að markaðir fyrir íslenska hesta er- lendis tapist og verð lækki. Yflrdýralæknir kveðst bjartsýnn á að hægt verði að halda landsmót hestamanna í sumar og segir stefnt að því að varnarlínur milli svæða verði afnumdar eins fljótt og auðið er. Fleiri virðast nú taka undir þá tilgátu að hitasóttin sé sama veiki og flestir íslenskir hestar sem fluttir eru út fá fljótlega eftir að þeir eru komnir á erlenda grund en er ekki talin alvarleg þar og er þess vegna lítt rannsökuð. Sóttin virðist nú að mestu geng- in yfir á höfuðborgarsvæðinu og í uppsveitum Árnessýslu en er þessa dagana í hraðri útbreiðslu í Rang- árvallasýslu vestan Markarfljóts, að sögn Halldórs Runólfssonar yf- irdýralæknis. Hann segist ekki hafa spumir af frekari útbreiðslu sóttarinr.ar á Akranesi eða í Kjósinni. Landsmót í skugga hitasóttar? „Ég held að það sé orðin stór spurning hvort landsmótið í sumar muni ekki verða haldið svo mikið í skugga hitasóttarinnar að það verði ekki nema skugginn af sjálfu sér og þá jafnvel betur óhaldið. Ég get ekki séð nokkra glóm í því að að fella niður varnarlínurnar rétt fyrir mótið og taka svo áhættuna af því að stór hluti sýningarhross- anna veikist á mótsstað," segir Kristinn Hugason, hrossaræktar- ráðunautur hjá Bændasamtökum Islands. Hann segist aðeins sjá tvær leið- ir í stöðunni. „Annað hvort að lýsa því yfir að landsmótið verði haldið og þá um leið að hefja undirbúning á þeim forsendum að fella umsvifa- laust niður allar varnarlínur og láta sjúkdóminn hafa sinn gang - eða hreinlega að hætta við mótið og láta nægja að halda sýningar á svæðunum,“ segir Kristinn og bendir á að halda megi landsmót á Melgerðismelum árið 2000 í stað- inn og í Reykjavík 2002. Sama veiki og flestir útfluttir íslenskir hestar fá? Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort hefta eigi útbreiðslu veik- innar eða láta hana ganga sem fyrst yfir landið. Þær raddir gerast nú háværari sem segja að of mikið hafi verið gert úr veikinni og það muni gera erfíðara fyrir með sölu á íslenskum hestum erlendis. Einn þeirra sem eru á þessari skoðun er Halldór Gunnarsson, bóndi og sóknarprestur í Holti. Hann telur að hitasóttin sé sama veiki og íslenskir hestar fái iðulega þegar þeir eru fluttir út og jafni sig fljótt á. „Þá fá þau venjulega hita og verða slöpp eftir svona 15-20 daga en ná sér á fáeinum dögum,“ segir hann og bætir við að hestar eriendis séu með mótefni fyrir þessu en það sé gengið út frá því sem vísu að þeir íslensku verði slappir fljótlega eftir að þeir koma út. Sá slappleiki vari hins vegar yf- irleitt ekki lengi. Hann bendir enn- fremur á að það hafi alltaf drepist hross á Islandi og þau sem fallið hafi á þessum vetri séu ekkert fleiri en gerist og gengur. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir kveðst kannast við skýringu nafna síns í Holti varðandi hitann og telur hana ekki fjarstæða. „Ég hef mikið reynt að spyrjast fyrir um hvort þetta hafi eitthvað verið rannsakað en fæ þau svör að það sé vitað að margir íslenskir hestar veikist svona þegar þeir koma út og enginn gerir neitt í því frekar. Eg er raunar að vona að það komi í ljós að þessi veira sé algeng í Evr- ópu og sé ekki alvarieg þar en hegði sér svona þegar hún kemur hingað," segir yfirdýralæknir. Óvissa gerir erfitt fyrir með skipulagningu Hann segir stefnt að því að leggja niður vamarlínurnar eins fljótt og auðið er og er bjartsýnn á að hægt verði að halda landsmótið í sumar. Hann segir það hins vegar gera mjög erfitt fyrir að skipu- leggja eða segja til um framhaldið að enn sé ekki vitað með vissu hvað valdi hitasóttinni. Kristinn er á því að um tiltölu- lega meinlausan sjúkdóm sé að ræða og segir, líkt og Halldór í Holti og fleiri, að dánartíðni hrossa nú sé síst hærri en oft áður. „Ég þekki engin dæmi þess að full- hraust skepna hafi drepist úr sótt- inni,“ segir hann. Aftur á móti seg- ir hann að sóttin geti orðið skæð ef hún fer í nýfædd folöld og nýka: staðar merar og því telur hann slæmt ef beðið yrði fram á sumar með að fella niður varnarlínur. Að- spurður um hvort verjandi sé að reka stóð á fjall norðanlands í vor telur hann að það ætti að vera óhætt, þar sem allt líti út fyrir að sjúkdómurinn sé viðráðanlegri að sumrinu þegar hlýrra er í veðri. Auk þess virðist sóttin leggjast mun þyngra á hross í þrengslum en í stóðum. Erum að eyðileggja fyrir okkur sjálfum „Þetta fer fljótt yfir og fer létt með hrossin, svo við eigum bara að anda rólega og láta þetta ganga hratt yfir. Hegðun okkar fram til þessa hefur fyrst og fremst orðið til þess að eyðileggja fyrir okkur markaðssetningu og það sem framundan er í sumar. Ég vona bara að vindurinn beri þessa veiki sem fyrst yfir og taki fram fyrir hendurnar á sérfræðingunum sem finna ekkert út, því þetta er fyrst og fremst taugatitringur og vit- leysa,“ segir Halldór í Holti. Hann segir ljóst að hitasóttin og allt umtalið um hana geti valdið miklum skaða á markaðnum fyrir íslenska hesta á erlendri grund en hann kveðst vona að menn fari að átta sig á stöðunni og haldi sínu striki. „Menn hafa verið að hringja í mig frá útlöndum og spyrja hvort þetta sé skæð drepsótt og hvort við getum tryggt að við munum borga ef hrossin verði sett í sóttkví þegar út kemur. Ef við getum breytt þessu hugarfari og ástandinu hér heima getum við náð þessu upp nokkuð fljótt en ef við höldum áfram að haga okkur eins og við höfum gert þá erum við væntan- lega búin að eyðileggja markaðinn til margra ára og verðum lengi að vinna okkur upp. Með þessu móti erum við fyrst og fremst að eyði- leggja fyrir okkur sjálfum," segir Halldór í Holti. Kristinn kveðst vera á þeirri skoðun að yfirdýralæknisembættið hefði ekki getað gert neitt öðruvísi í stöðunni hingað til. „Það eina sem við höfum gert rangt er að við höf- um fyllst óþarflega mikilli angist,“ segir hann. Verðlækkun á hrossum fyrirsjáanleg Kristinn telur að þróun mála muni ráðast mjög af því hversu langvarandi stöðvunin verði. Hann er á því að gangi sóttin yfir innan tiltölulega skamms tíma ætti allt að geta farið í svipað horf og fyrr. „Auðvitað má þó búast við að ein- hver sala hafi þegar tapast,. að menn sem hafi vantað hross hafi keypt þau annars staðar. í versta falli gætu einhverjir fastir við- skiptavinir hafa komist upp á lag með að kaupa af öðrum og kaupa þess vegna ekki af okkur aftur, þannig að það er fyrirséð að tapið er þegar orðið eitthvert,“ segir Kristinn. Hann telur að ef markaðurinn opnast fljótlega megi búast við að strax verði einhver verðlækkun á hrossum. „Menn munu sjálfsagt reyna að bjóða hrossin heldur ódýrari erlendis til þess að reyna að komast aftur inn á markaðinn og einnig vegna þess að nú þegar eru margir framleiðendur hér sem eru í miklum vandræðum að losna ekki við hrossin. Einnig held ég að milliliðir muni leitast við að kaupa hross af þeim á ekki hærra verði en þeir þurfa að gefa fyrir þau, því þeir muni líka sjálfir reyna að bjóða þau ódýrari eriendis. En ef framvindan verður svona erfið áfram og ekki næst að greina hver sjúkdómurinn er og landið verður áfram lokað þá er ljóst að tapið verður óhemjumikið. Menn hafa kannski ekki alveg gert sér grein fyrir stærðinni á hagkerfi hrossaræktarinnar og hversu margir hafa afkomu sína af grein- inni.“ Lánsfé hefur flætt inn í greinina á síðustu árum Þeirri stöðu sem gæti komið upp í hrossaræktun og -sölu ef allt fer á versta veg hefur jafnvel verið líkt við hi-unið í loðdýraræktinni fyrir nokkrum áram. Kristinn bendir á að fram undir þetta hafi menn að miklu leyti byggt hrossaræktina upp af eigin fé, en á allra síðustu áram hafi lánsfé flætt inn í grein- ina og aðstaða til hrossaræktar tekið ævintýralegum breytingum. „Ég veit að bæði hrossarækt- endur og tamningamenn era marg- ir hverjir miklu skuldugri nú en þeir vora fyrir nokkram árum vegna þess að þeir hafa fram- kvæmt svo mikið og byggt mjög mikið á lánsfé. Eins era afar marg- ir úti um land sem hafa horfið frá hefðbundnum búskap og fengið styrki og jafnvel lán til þess að koma sér upp aðstöðu til hrossa- ræktar og tamninga. Auk þess eru margir sauðfjár- og kúabændur með hrossarækt sem hliðargrein,“ segir hann. A síðustu áram hafa hestamenn verið stórtækir í jarðakaupum og iðulega keypt jarðir af bændum sem hafa hætt í hefðbundnum bú- skap vegna bágra aðstæðna þar. Kristinn segir hætt við því að spurn hestamanna eftir jörðum minnki og verð á jörðum lækki þar með. Misskilningur varðandi innflutningsbann Nú þegar hafa tveir hrossaút- flytjendur sótt um undanþágu frá reglugerð um bann við útflutningi hrossa. Annar þeirra, sem er i Rangárvallasýslu, hefur fengið neitun. Umsókn hins, sem er í Eyjafirði, er til skoðunar hjá emb- ætti yfirdýralæknis. Heyrst hefur að sett hafi verið innflutningsbann í Þýskalandi á hesta frá Islandi. Að sögn yfirdýra- læknis er um misskilning að ræða, sem byggður er á bréfi sem þýska landbúnaðarráðuneytið sendi ný- lega út til samtaka hrossarækt- enda í Þýskalandi. Þar er greint frá því að óþekktur sjúkdómur sé kominn upp í hestum á Islandi, honum lýst og sagt að útflutningur á hrossum hafi verið bannaður. Byggt er á upplýsingum sem yf- irdýralæknir sendi fyrir nokkru út til yfirdýralæknisembætta Evrópu- landanna. í niðurlagi bréfsins frá ráðuneytinu er jafnframt ráðlagt að ekki verði fluttir hestar inn til íslands meðan ástandið er óbreytt. Ekkert stendur hins vegar í bréf- inu um innflutning til Þýskalands. Halldór Runólfsson segir líklegast að ofangreind athugasemd í bréfi ráðuneytisins hafi valdið misskiln- ingnum, en eins og kunnugt er hafa hestar ekki verið fluttir til íslands síðan forfeður íslenska hesta- stofnsins komu hingað fyrir margt löngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.