Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jörð skaif á Italíu ÖFLUGUR jarðskjálfti skók miðhluta Ítalíu snemma í gær- dag. Jarðskjálftinn mældist 4,7 á Richter en enginn varð fyrir meiðslum og aðeins minnihátt- ar skemmdir urðu á bygging- um. I september síðastliðnum létust 11 manns í jarðskjálftum á þessu sama svæði og margir urðu heimilislausir. Brottrekstrar í Litháen HELSTU leiðtogar Litháens, þ.m.t. forseti og forsætisráð- herra, kröfðust í gær brott- reksturs yfirstjórnanda lithá- enska hersins, Juris Dalbinsh, fyrir þátttöku hans í minning- arhátíð fyrrum SS-manna. Guntar Krasts, forsætisráð- herra, hefur einnig ákveðið að reka efnahagsráðherra sinn úr ríkisstjóm fyrir slælega frammistöðu í starfi. Iraska stúlkan látin ÍRASKA stúlkan Amal Saeed lést á sjúkrahúsi í Amsterdam í gær. Saeed, sem var fimm ára, komst í heimspress- una um síð- ustu jól þegar CNN-sjón- varpsstöðin gerði veikind- um hennar skil sem og slæmu ástandi heil- brigðismála í Irak. I kjölfarið ákvað Friður 2000 í samvinnu við hollensk góðgerðarsamtök að flytja Saeed til aðhlynningar í Hollandi. Le Pen segir stöðu sína sterkari FRANSKI öfgasinninn Jean- Marie Le Pen sagði í gær dóm- inn sem hann hlaut í fyrradag, þar sem hann var sviptur borg- araréttindum, runninn undan rifjum frímúrara og pólitískra andstæðinga sinna. Hann sagði hinsvegar að dómurinn kæmi til með að styrkja pólitíska stöðu sína frekar en hitt. Vopnaeftir- liti lokið VOPNAFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna luku í gær fyrsta hluta eftirlits á átta for- setahöllum í Irak. Niðurstöður leitarinnar eru ekki enn Ijósar en eftirlitsmennimir halda í dag frá Bagdad. Amal Saeed Norodom Ranariddh yfírgefur Kambódíu Segir stjórnvöld hafa gert för sína erfiða NORODOM Ranariddh prins lauk heimsókn sinni til Kambódíu í gær eftir að hafa dvalið í Phnom Penh síðan á mánudag. Hann sagði við komuna til Bangkok í Thailandi að stjórnvöld Hun Sen í Kambódíu hefðu gert ferð sína erfiða og að þörf væri á betri öryggisviðbúnaði þegar liði að áætluðum kosningunum í júlí. Óeirðir brutust ítrekað út á götum Phnom Penh milli stuðningsmanna prinsins og andstæðinga á meðan á dvöl Ranariddhs stóð. Petta var fyrsta heimsókn Ranar- iddhs til heimalands síns síðan hann hélt í útlegð á síðasta ári. Ranariddh sigraði í kosningunum árið 1993 en var velt úr sessi í fyrra af aðstoðar- forsætisráðherra sínum, Hun Sen, og fylgdu blóðug átök í kjölfar þess. Heimsókn Ranariddhs nú hefur vak- ið aftur upp spennu milli fylkinga mannanna tveggja og kvartaði prins- inn undan því að öryggis vegna hefði hann varla getað yfirgefið hótelher- bergi sitt. Hun Sen lét dæma Ranariddh fyr- ir öryggisglæpi í fyrra mánuði en Sihanouk konungur, faðir Rana- riddhs, náðaði Ranariddh í samræmi við friðarsamkomulag sem Japanir standa á bak við og sem ætlað er að tryggja Ranariddh eðlilega þátttöku í stjórnmálalífi landsins. Þetta sam- komulag gerði Ranariddh nú kleift að heimsækja heimaland sitt og ræddi hann við diplómata, fulltrúa Sameinuðu Þjóðanna og flokksmenn sína í ferðinni. Hun Sen hefur boðað til kosninga þann 26. júlí og hefur Ranariddh gef- ið í skyn að hann kunni að bjóða sig fram. Hann sagði í gær að sanngirni vegna yrði Hun Sen að auka öryggis- aðstæður. Stjórnvöld hafna kröfum Ranariddhs og segja að hann hefði auðveldlega getað ferðast óhultur um hefði hann það viljað. Reuters Frelsisstyttan í Tókýó LÍKAN af Frelsisstyttunni var tekið upp úr kössum í Tókýó í gær, en þangað hafði það verið flutt sjóleiðis frá París. Ferðin tók mánuð og var líkaninu skipt í sex hluta. Frelsisstyttan var hönnuð af Frakkanum Frederic- Auguste Bartholdi og gáfu Frakkar Bandaríkjamönnum hana. Líkanið verður sett upp í Tókýó í tilefni að franskri menn- ingarhátíð er haldin er til að styrkja vináttubönd Tókýó og Parísar. Milosevic reynir að vinna tíma Pristina. Reuters. SÚ FYRIRÆTLUN Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, að boða til þjóðaratkæðis um hvort leyfa eigi erlendum ríkjum að miðla málum í málefnum Kosovo-héraðs, hefur sætt harðri gagnrýni erlendis, sem og í Kosovo, þar sem Albanir eru í miklum meirihluta. Milosevic boðaði til atkvæðagreiðslunnar í von um stuðning almennings í Serbíu við að hafna erlendum afskiptum af sátta- umleitunum serbneskra yfirvalda og fulltrúa Albana í Kosovo. Leiðtogi Kosovo-Albana, Ibrahim Rugova, sakaði Milosevic í gær um að hunsa vilja þjóða heims. Þá réðist Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, harkalega að ákvörðun Milosevics. Sagðist Sol- ana þess fullviss að erlendis yrði litið á hana sem „tilraun til að vinna tíma og því aukist líkurnar á átökum." Serbneska þingið tekur endanlega ákvörðun á mánudag um hvort efnt verður til þjóðaratkvæðisins. Dæmdir fyrir líkams- hlutastuld BREZKI myndhöggvarinn Anth- ony-Noel Kelly var í gær sakfelld- ur ásamt tæknimanni á rann- sóknastofu sjúkrahúss í London fyrir að hafa stolið lík- amshlutum í nafni listsköpunar. Kelly, sem er bróðursonur her- togans af Norfolk, naut aðstoðar Neils Lindsay, að- stoðarmanns á rannsóknastofu Royal College of Surgeons við að komast yfir líkamshluta úr fólki, sem hann svo gerði afsteypur af og sýndi sem framúrstefnulega höggmyndalist. Kelly fékk níu mánaða fangelsi fyrir athæfið og er gert að af- plána að minnsta kosti helmings þess tíma. Lindsey fékk hálfs árs skilorðsbundinn dóm. ‘--------------- Kelly Fimm fær- eyskra sjó- maiina saknað Þórshöfn. Morgunblaðið. EKKERT hefur spurst til færeysks fiskibáts með fimm manna áhöfn, sem hvarf á mipvikudagskvöld á milli Færeyja og íslands. Hans hef- ur verið leitað á sjó og úr lofti en án árangurs. Hafa nokkrir fiskikassar fundist en ekki er vitað hvórt þeir eru úr bátnum. Veður var þokkalegt er hann hvarf. Báturinn, Sjóbugvin, er 40 brúttótonn og var á heimleið er hann hvarf. Aðrir bátar voru á svæðinu og höfðu þeir síðast spurn- ir af Sjóbugvin á þriðjudagskvöld. Leit hófst hins vegar á fimmtudag og hélt áfram í gær en þá leituðu um tuttugu bátar, danskir og fær- eyskir, auk þyrlna og Gulfstream- flugvélar danska hersins sem var kölluð frá íslandi. Schengen-aðild Austurríkis gengin í gildi Gæzla afnumin milli Italíu, Austurríkis og Þýzkalands Bonn. Reuters. GÆZLA á landamærum Þýzka- lands, Austurríkis og Ítalíu var af- numin um mánaðamótin, þegar samningur Austurríkis um fulla að- ild að Schengen-samningnum svo- kallaða gekk í gildi. Vegabréfaeftirlit á landamærum níu aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB), sem fullgilt hafa Schengen- samninginn, var afnumið í desember síðastliðnum, en samið var um að eftirlit á landamærum Austurríkis myndi haldast óbreytt til 1. apríl á þessu ári. Eftir afnám landamæraeftirlits milli þessara þriggja ríkja má ætla að margur ferðalangurinn gleðjist, Fákafeni 11, sími 568 9120. ■■■■■■■■■■■■■■ jjafavara í úrvali ‘Datía EVRÓPA^ því að á liðnum árum hefur það verið fástur liður á aðalsumarleyfistíman- um, að gífurlegar biðraðir myndist á landamærunum, þar sem hraðbraut- irnar í gegn um Alpana liggja. Margir innan Schengen-svæðisins voru hikandi við að opna fyrir hindr- unarlaust streymi fólks frá Italíu til annarra Evrópulanda, þar sem ítölsk stjórnvöld þykja hafa staðið sig misjafnlega í að sinna eftirliti á ströndum og flugvöllum landsins, þangað sem margir ólöglegir inn- flytjendur frá N-Afríku, Albaníu og fleiri löndum hafa streymt. Forsendan fyrir því að hægt sé að afnema eftirlit á innri landamærum Schengen-ríhjanna án þess að minnka öryggi íbúa svæðisins er að þau herði eftirlit á ytri landamærum þess. Bæði ítölsk og austurrísk stjómvöld hafa heitið því að gera eftirlit á sínum ytri landamærum skilvirka. Velmegun í Evrópusambandinu Sæti Var Land 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. (1.) (2.) (3.) (4.) (5.) (6.) (7.) (10.) (8.) (11.) (12.) (9.) (13.) (14.) (15.) Lúxemborg Danmörk Beigía Austurríki Þýskaland Holland Frakkland írland Ítalía Finnland Bretland Svíþjóð Spánn Portúgal Grikkland PPS 1997 32,885 23,673 21,787 21,217 20,927 20,773 20,243 19,757 19,609 19,270 18,985 18,935 15,106 13,786 13,187 -----:—,----——■——------------.---------------- Kaupgeta er mæld með tilbúinni einingu (purchasing power standard, PPS), sem byggirá getu fólks til að kaupa ákveðinn pakka af vörum og þjónustu. 1996 30,999 22,578 20,889 20,441 20,274 19,842 19,556 18.147 18,950 18,039 17,900 18,526 14,304 13.147 12,484 Irar fram úr Svíum Brussel. Reuters. ÍRAR héldu á síðasta ári áfram að mjakast upp eftir yfirlitstöflunni yfir velmegun aðildarríkja Evrópusam- bandsins, ESB. Þetta kom fram í töl- um sem hagstofa ESB, Eurostat, birti í vikunni. Þjóðarframleiðsla írlands á hvem íbúa, miðað við kaupgetu, óx í 19.757, úr 18.147 árið 1996. Þar með er ír- land komið í áttunda sæti velmegun- arlistans, úr því tíunda 1996. Hagvöxtur á írlandi var 8,3% 1997, en meðalhagvöxtur í ESB- löndunum 15 var á sama tíma 2,6%. Samkvæmt tölum Eurostat var hag- þróun óhagstæðust í Svíþjóð á síð- asta ári. Þjóðarframleiðsla Svía á mann dróst saman á árinu, úr 18.935 1996 í 18.526. Með þessu féll Svíþjóð úr níunda sæti velmegunarlista ESB-ríkjanna í það tólfta. Lúxemborg og Danmörk eru eftir sem áður í efstu sætum listans. Þjóð- arframleiðsla á mann í Lúxemborg jókst úr 30.999 1996 í 32.885 í fyrra. Þetta er tvöfalt hærri stuðull en gilda í snauðustu löndum sambands- ins, Grikklandi, Spáni og Portúgal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.