Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ Lambið lifi ÞAÐ er siður í fjölmörgum ríkjum að snæða lamba- kjöf yfir páskana og er Island þar engin undantekning. Und- anfarin tvö ár hafa nokkur veitingahús efnt til sérstakra páskalambsdaga um þetta leyti árs. Ar- gentína reið á vaðið fyrir tveimur árum, í fyrra voru veitinga- húsin orðin þrjú og nú hefur þeim fjölgað í fímm. Dagana 7.-26. apríl verður nýslátrað vorlamb á boðstólum fyrir gesti Argentínu, Perlunnar, Hótels Sögu, Lækjarbrekku og Oðinsvéa. „Þetta tókst þokkalega í fyi-ra,“ segii' Gísli Thoroddsen í Perlunni. „Það er hins vegar ljóst að þessi þró- un mun taka tíma. Jólahlaðborðin voru til dæmis átta ár að festa sig í sessi. Við ætlum ekki að gefast upp heldur halda þessu áfram. Hugsanlega kann þetta að verða til þess að matar- venjur Islendinga fari að taka meira mið af árstíðum og árstíðabundnu hráefni. í nágrannaríkjunum eru mörg dæmi um slíkar venjur. Hér vill hins vegar brenna við að margir átti sig ekki á því hvers vegna ekki sé hægt að fá ferskan humar í janú- ar.“ Vorslátrun lamba er nýmæli og það eru ekki mörg sláturhús sem bjóða upp á nýslátrað lamb á þessum Lambakjöt verð- ur í hávegum haft á fímm af helstu veitingastöðum Reykjavíkur á næstu vikum. Steingrímur Sig- urgeirsson hitti fulltrúa þeirra í morgunkaffí í vik- unni og ræddi um lambakjöt og lambakj ötsvenjur * Islendinga. Sælkerinn árstíma. Vorlömbin eru hins vegar athygl- isverð tObreyting. Þau eru minni en haust- lömbin og að sama skapi bragðmildari. Ingvar Sigurðsson á Argentínu segir að greinilegt hafi verið í þau tvö skipti sem veitingastaðurinn hef- ur boðið upp á páska- lambsdaga að við- skiptavinir hafi marg- ir hverjir verið hik- andi. „Það var til að mynda greinilegt að menn sáu ekki fyrir sér hvernig lamb gæti verið uppistaða for- rétta nema grafið eða reykt. Þegar fólk hugsar um kalt lambakjöt dettur því fyi-st í hug köld lambafíta, sem er fremur ólystug." Lambakjöt þolir illa upphitun og það geti verið eitt af því sem hafi stöðvað framþróun forrétta. Margir kokkai' séu orðnir þreyttir á að vera sífellt með reykt lambakjöt í carpaceio-stíl. Hins vegar hafi lambaskinka í Parma- stíl komið vel út. Gísli bætir við að nýta megi lambakjöt á frumlegan hátt þegar forréttir séu annars vegar, til dæmis eistun. „Kæfa úr eistum með eplum og Calvados er til dæmis ljúffeng. Það er allt hægt. En ef við myndum setja siíkan rétt á matseðil myndi líklega flestum bregða,“ segir Gísli og Ingvar bæth' við að líklega þætti einungis einum viðskiptavini af hverjum hundrað spennandi að LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 29 Morgunblaðið/Ámi Sæberg KOKKAR í lambaham: Gísli Thoroddsen, Perlunni, Ingvar Sigurðs- son, Argentínu, Helgi Guðmundsson , Hótel Óðinsvéum, Þorkell Garð- ars son, Lækjar-brekku, og Ragnar Wessmann, Hótel Sögu. bragða slíkan mat. Innmatur, lifur, hjörtu og nýi-u, segja þeir jafnframt eiga mjög erfitt uppdráttar. Þótt hægt sé að búa til spennandi rétti úr því hráefni, þýði ekki að bjóða upp á það, enn sem komið er. Til að koma til móts við óskir við- skiptavina verður páskalambið nú í flestum tilvikum ekki kynnt sem hlaðborð heldur verður boðið upp á þriggja og fimm rétta matseðla, þar sem inn á milli verða einnig sjávar: rétth' þótt lambið verði í öndvegi. I Skrúði á Hótel Sögu verður hins vegar boðið upp á hlaðborð. „Þetta er þriðja árið sem við bjóðum upp á páskalamb og við höfum þvi haft góðan tíma til að velta hlutunum fyr- ir okkur og læra af reynslu fýrri ára. Að mínu mati heppnaðist þetta vel í fyrra og nú vitum við hvað það er sem fólk vill og hvað það vill ekki og getum byggt matseðilinn upp í Ijósi þeirrar reynslu," segir Ingvar. Allir eru þeir sammála um að landbúnaðurinn verði jafnframt sjálfm- að búa til meiri spennu í kringum lambið. Þar hafi hins vegar mai-gt breyst til batnaðar á síðustu árum, ekki síst vegna þess að sauð- fjárbændur verði í auknum mæli að standa á eigin fótum í samkeppninni við aðrar kjöttegundir. Ekki sé leng- ur hægt að treysta alfarið á ríkið í þeim efnum og því séu bændur farn- ir að velta fyrir sér ýmsum nýjum og spennandi leiðum til að koma lamba- kjöti á framfæri. I kjötvinnslustöðv- um sé víða athyglisverð þróunar- vinna í gangi en hins vegar vilji bregða við að menn skorti úthald og þolinmæði við að koma hlutunum á framfæri. Þá gæti allt of mikillar íhaldssemi við kjötskurðinn, í þeim efnum væri hægt að gera margt. Sama megi segja um uppruna kjöts- ins. Mikill munur sé á fjörulambi og heiðalambi. Viðskiptavinir viti hins vegar ekki hvers konar lamb þeir séu að kaupa. Kemur kannski að því einhvern daginn að hægt verði að velja sér lambakjöt úr ákveðnum landshlutum allt eftir smekk og því sem hentar best hverju sinni? Ragnar Wessmann, yfirkokkur á Hótel Sögu, segir íslenska mat- reiðslumenn hafa lagt mikla vinnu í að þróa lambarétti í gegnum tíðina. Hins vegar eru þeir allir sammála um að töluverðrar íhaldssemi gæti meðal viðskiptavina. Ekki sé langt síðan lambalæri eða hryggur hafi verið fastur liður vikulega sem „sunnudagssteik“ á nær öllum mat- arborðum landsmanna og enn bregði við að mörgum finnist lambakjöt best með gamla laginu. Þannig hafi það verið heilsteikt lambalæri með Béamaise-sósu, sem hafi notið mestra vinsælda á Argentínu um síð- ustu páska. Veitingastaðirnir fimm nálgast páskalambið með ólíkum hætti og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Stíll staðanna er mjög mismunandi og hver og einn þeirra mun vinna úr páskalambinu með sín- um hætti. I Perlunni verða þannig í boði tveh' seðlar. Annars vegar sérrétta- seðill með þremur forréttum og þremur aðalréttum og hins vegar fimm rétta seðill. A Hótel Sögu verður sett upp lambahlaðborð þar sem boðið verður upp á lambarétti héðan og þaðan úr heiminum. Til dæmis norður-ind- verskt lamb, „Korma“, rétt sem byggist á fjölda krydda en er þó mildur með þykkri, „kremaðri“ sósu. Argentína verður með sérréttaseð- il með alþjóðlegum blæ, þar sem inn- blásturs er leitað úr öllum heimsálf- um. Mest áberandi eru austurlensk og ekki síst ítölsk áhrif en einnig verður hægt að biðja um hinn sígilda rétt grillað lamb með béamaise. A sén'éttaseðli Oðinsvéa verða þríi’ forréttir. Að auki verðui' í boði fjögurra rétta matseðill sem má verða tveir lambaréttir, einn sjávar- réttur og eftirréttur. A Lækjarbrekku verður einnig í boði sérréttaseðill og fimm réttaseð- m. FARÐU ÚT Á LAND ROVER Land Rover Discovery er öflugur afburðajeppi með 122 ha. vél með túrbínu og millikæli. Skriðstillir, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og sæti fyrir 7 er staðalbúnaður í Discovery. Þú finnur ^.0600^ kr. ekki jafn góöan jeppa á jafn góöu verði. Umboðsaðilar: Keflavík: Bílar og þjónusta, s: 421 7180 • Akranes: Bílasalan Bílás, s: 431 2622 • Bolungarvík: Bifreiöaverkstæöiö Nonni, s: 456 7440 Sauðárkrókur: Bifreiöaverkstæöiö Áki, s: 453 5141 • Akureyri: Bílaval, s: 462 1705 • Húsavík: Bflaleiga Húsavíkur, s: 464 1888 • Egiisstaðir: Bílasalan Ásinn, s: 471 2022 Hornafjöröur: HP & synir, s: 478 1577 • Selfoss: Bílasala Suöurlands, s: 482 3700 • Vestmannaeyjar: Bílaverkstæöi Haröar & Matta, s: 481 2733 Suöurlandsbraut 14 Söludeild Land Rover: 575 1210 Skiptiborö: 575 1200 bl@bl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.