Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Passíuteikn- ingar eftir Valgerði Bergsdóttur SÝNING á teikningnm eftir Valgerði Bergsdóttur mynd- listarmann verður opnuð í Hallgrímskirkju eftir messu á pálmasunnudag 5. apríl. Val- gerður sýnir þar í boði Lista- safns Hallgrímskirkju og Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Þar getur að líta sjö stórar blýteikningar á pappír er lýsa atburðum dymbilviku, eins og þeim er lýst í Biblíunni. Stærsta myndin ber nafnið í loftsal. Kvöldmáltíð, og sýnir Jesúm frá Nasaret með læri- sveinunum ásamt Maríu Magdalenu við máltíðina að kvöldi skírdags. Hinar mynd- irnar nefnast Bænin, Miskunnin, Dimman, Fómin, Fullkomnunin og loks Birtan. Myndimar era sérstaklega unnar til þess að vera í Hall- grímskirkju nú um páskana, en eiga sér þó nokkum að- draganda. Framdrög þeirra flestra vora gerð fyrir nokkram áram og tengdust vinnu Valgerðar við lýsingu Sólarljóða, með glugga Reyk- holtskirkju í huga, en afrakst- ur þeimar vinnu sýndi Val- gerður árið 1993. Síðan þá hefur Valgerður verið skóla- stjóri Myndlistarskólans í Reykjavík og ekki sýnt verk sín opinberlega, en vinnur að teikningum á útfærslu glugg- anna í Reykholtskirkju nú á vormánuðum. Sýningin stendur til 14. maí. Bellman í Hauks- húsum BELLMANSKVÖLD verður á vegum Lista- og menningar- félagsins Dægradvalar í Haukshúsum á Alftanesi (bláa húsinu við sjóinn) sunnudag- inn 5. aprfl kl. 20.30. Dagskrá: Bellmanskynning - Arni Bjömsson, einsöngur - Berg- þór Pálsson. Tónlist; Björn Th. Ámason fagott, Kjartan Óskarsson klarinett, Snorri Öm Snorrason gítar. Þulur Ami Bjömsson. Með æskufögrum hljómi TÓJVLIST Listasaln fslands KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru íslensk kórlög, þjdðlag- araddsetningar, ættjarðarsöngvar, madrigalar og messa eftir Haydn. Einsöngvarar voru Árný Ingvarsddtt- ir, María IV^jöll Jónsdóttir, Jónas Guð- mundsson og Eiríkur Hrafnsson. Hljóðfæraleikur var í höndum Jósefs Gíslasonar og félaga úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, undir forystu Szymons Kuran. Stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. Miðvikudaginn 1. apríl 1998. KÓR Menntaskólans í Reykjavík, undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar, hefur starfað í nokkur ár og hélt sl. miðvikudag vortónleika sína í Listasafni Islands. Tónleikaiw hófust á þremur íslenskum þjóðlög- um, fyrst Austan kaldinn á oss blés í ágætlega gerðri raddsetningu kór- stjórans, þá Vísum Vatnsenda-Rósu og síðast Vera mátt góður, sem kór- inn söng einraddað í þeirri frumgerð er Bjarni Þorsteinsson skráði í þjóð- lagasafni sínu. Öll lögin vora vel flutt, fallega hljómandi og með skýrum framburði, og var síðasta lagið, Vera mátt góður, sérlega líflega sungið. Nýtt tónverk eftir Þorkel Sigur- bjömsson, við fimm vísm- úr Borgar- ljóðum eftir Gunnar Dal, vai- næst á efnisskránni. Það er skemmtilega gert verk, spunnið utan um mynd- rænan textann, og var flutningmánn sérlega skýr, bæði er varðar tónmót- un og framburð textans. Þrú- madrigalar, gamalkunnii' vin- ir, Now is the month of maying eftir Morley, Chi la gagliai'da eftir Donato og Innsbruck eftir Isaac, vora að mörgu leyti vel sungnir þótt tónstað- an reyndist á köflum nokkuð eríið. Að öðra leyti var flutningurinn glað- legur í tveimur íyrri lögununum og það þriðja sungið veikt, sem gerði tónstuðninginn erfiðari. Þetta kom sérlega vel fram í tveimur ættjarðar- lögum, sem sungin vora hressilega, og þá var tónstuðningurinn í lagi. Lögin voru Minni Ingólfs eftir Jónas Helgason og Island ögrum skorið eft- ir Sigvalda Kaldalóns. Þar var tón- staðan sérlega góð, einkum í Minni Ingólfs, þai’ sem sópraninn blómstr- aði með björtum tóni. Einsöngvari með kórnum var Mar- ía Mjöll og söng hún einsöng í Qui sedes úr Gloria eftii- Vivaldi. María er nemandi í söng og var söngur hennai’ samkvæmt því, en í heild fal- lega mótaður, og með henni lék stjómandinn á orgel. Kórinn lauk fyiri hluta tónleikanna með laginu Ó undur lífs eftii’ Jakob Hallgrímsson og Halelúja, dýrð sé drottni eftir J.S. Bach. Perlan hans Jakobs var mjög fallega sungin, en ýmislegt vantaði í lagið eftir Bach, þótt það væri í heild fallega flutt. Eftir hlé var sunginn Gaudeamus igitur og Skólaminni eftir Atla Heimi Sveinsson, ágætt lag, sem kórinn söng vel. Lokaviðfangsefnið var Missa brevis St. Joannis de Deo eftii’ Joseph Haydn. Þetta er lítil orgel- messa með strengjasveit og auk kórsins sungu fjögur ungmenni kvartettþættina en fyrri hlutinn af Benedictus, sem er ritaður fyrir sópraneinsöng, vai’ sunginn af Ar- nýju Ingvai’sdóttur söngnema, er flutti þessa fallegu aríu af þokka. í heild var söngur kórsins í messunni nokkuð góður, en þegar tónleikamir eru „gerðir upp“ var söngurinn best- ur og gæddur æskufögram hljómi í íslensku lögunum og þá oft sérlega fallega hljómandi og með einstak- lega skýrum framburði, eins og t.d. í þjóðlagaútsetningunum, tónverki Þorkels, Minni Ingólfs og lagi Jak- obs Hallgrímssonar. Jón Ásgeirsson Áshildur og Einar í Digraneskirkju ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautu- leikari og Einar Kristján Einarsson gítarleikari halda tónleika í Digra- neskirkju mánudaginn 6. apiíl nk. kl. 20.30. Á efnisskránni era verk eftir Astor Piazzolla, Láras Gríms- son, Francis Poulenc, Mauro, Giuli- ani, Jaques Ibert og Heitor Villa- Lobos. Áshildur Haraldsdóttir tók burt- fararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sautján ára gömul og hélt haustið 1983 til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Áshildur hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir leik sinn. Hún hefur leik- ið einleik með Sinfóníuhljómsveit Is- lands, Umea Symphony Orchestra, London Region Symphonia og fleiri hljómsveitum. Hún hefur haldið fjölda einleiks- tónleika, komið fram í útvarpi og sjónvarpi á öllum Norðurlöndum og í Frakklandi og leikur reglulega í BBC í Englandi, einnig hefur hún hljóðritað nokkra geisladiska. Einar Kristján Einarsson nam gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lak burtfarar- prófí árið 1982 og stundaði fram- haldsnám í Manchester í Englandi, auk þess að sækja námskeið hjá Alirío Diaz, José Luis Gonzales o.fl. Einar Kristján lauk einleikara- og kennaraprófí frá Guildhall School of Music árið 1987 og hefur síðan haustið 1988 kennt gítarleik við Tón- skóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs. Einar Kristján hefur víða komið fram á tónleikum m.a. í Svíþjóð og Englandi og hér heima. Hann hefur leikið með Caput-hópnum og komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur o.fl. Einar Kristján var þátttakandi í íslenskri gítarhátíð í Wigmore Hall 1993 og hlaut starfslaun úr listasjóði 1995. Þau Áshildur og Einar Kristján leiddu saman hesta sína í fyrsta sinn á gítardegi í Gerðubergi í mars sl. ÁSHILDUR Haraldsdóttir og Einar Kristján Einarsson. Elleftifyrirlestur „Laxnessársins" íNorrœna húsinu áþriðjudaginn: Skrafað við skáld Sjp- (A °2 - \°r - Ólafur Ragnarsson rceðir um kynni sín af Halldóri L,axness og vinnubrögð skáldsins Ellefti fyrirlesturinn um Halldór Laxness og verk hans á vegum Laxnessklúbbssins og Vöku-Helgafells verður fluttur í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag, 7. apríl og hefst kl. 17.15. Þar ræðir Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi, um kynni sín af Halldóri Laxness, orðfæri skáldsins, ritstörf og vinnubrögð. Samkoman er öllum opin og aðgangur ókeypis. í fyrirlestri sínum, sem Ólafur nefnir „Skrafað við skáld“ mun hann vitna í samtöl sín við Halldór Laxness gegnum tíðina og jafnframt ýmsar áður óbirtar heimildir frá ferli skáldsins svo sem „nótissubækur" hans og bréf sem í leynast fróðlegar upplýsingar, „uppteikningar" bóka hans og kvæði sem ekki hafa enn komið á prent. Ólafur Ragnarsson hefur verið „forleggjari" Nóbelsskáldsins frá 1985 en auk þess skrifað innganga og skýringar með bókinni Af menníngarástandi, úrvali greina og ritgerða Halldórs frá þriðja tug aldarinnar. Ólafur tók einnig saman bókina Lífsmyndir s\álds ásamt Valgerði Benediktsdóttur en þar er fjallað um ævi og feril Halldórs Laxness. I-’YRIRLESTUR í NORRÆNA IIÚSINU VAKAHELGAFELL Á l’KIÐJUDAGINN Laxnessklúbburinn KL. 17.15 TRIÓ Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni leikur á Múlanum á sunnudagskvöld. Bjössi, Gunni, Geiri og Egill á Múlanum TRÍÓ Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni leikur á Múlanum sunnudaginn 5. apríl kl. 21. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröð Múlans 1998 þar sem boð- ið hefur verið upp á fjölbreytta dagskrá f vetur. Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskars- son trommuleikari og Egill Ólafs- son söngvari flytja djasstónlist, frumsamin verk og þekkta slag- ara, sem þeir félagar hafa útsett fyrir tríóið. 30. sýning á Grandavegi 7 ÞRÍTUGASTA sýning á Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur verður á morgun, sunnudag. Grandavegur 7 var frumsýndur á liðnu hausti og hefur verið sýndur síðan. Iíjartan Ragnarsson og Sigríð- m’ Mai'grét Guðmundsdóttir eiga leikgerð verksins, sem byggist á verðlaunaskáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur. Grandavegur 7 er saga fjölskyldu og húss, söguhetjan er ung stúlka sem er skyggn og gerist sagan á mörkum þessa heims og annars. Leikendur era Margrét Vilhjálms- dóttii’, Bergur Þór Ingólfsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Valdi- mai’ Örn Flygenring, Magnús Ragn- arsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Þröstur Leó Gunn- arsson, Ingrid Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Gunnar Hansson. Kjartan Ragnarsson leikstýrir. ÚR sýningunni Grandavegur 7.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.