Morgunblaðið - 04.04.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 51
1
)
1
I
)
)
)
I
)
)
I
I
)
)
I
í
)
1
)
)
)
)
I
)
>
)
)
)
+ Hákonía Jóhanna
Pálsdóttir fædd-
ist á Hamri á Barða-
strönd 4. ágúst 1907.
Hún lést á sjúkrahúsi
Patreksfjarðar 24.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jóna Guðmunds-
dóttir, f. 20.9.1870, d.
12.1. 1959, og Páll
Guðmundsson, f.
24.8. 1861, d. 14.11.
1936. Hákonía ólst
upp á Hamri hjá for-
eldrum sínum til tíu
ára aldurs en fluttist
þá með Jóhönnu systur sinni og
manni hennar, Kristjáni Kristó-
ferssyni, að Höfðadal í Tálkna-
firði og ári síðar, eða 1918, flutt-
ist hún með þeim að Litla-Laug-
ardal í sömu sveit. Um tvítugt fór
hún í vist hjá Ólafi Jóhannessyni
útgerðarmanni á Patreksfirði og
konu hans Áróru Jóhannesson.
Systkini Hákoníu eru: Guðrún, f.
16.10. 1889, d. 27.2. 1970; Kristín,
f. 16.6. 1892, d. 13.8. 1946; Jó-
hanna, f. 19.4. 1893, d. 28.3. 1962;
Jón, f. 25.11. 1894, d. 29.9. 1962;
Guðmundur, f. 10.6. 1896, d.
23.12. 1954; Páll, f. 4.9. 1899, d.
24.10. 1942; Þórarinn Bjarni, f.
19.5. 1901, d. 22.5. 1905; Bjami, f.
17.10. 1903, d. 5.7. 1971; Ólöf, f.
24.2. 1905, d. 28.10. 1955; Sigríð-
ur, f. 30.1. 1910 og stúlka, f. 20.8.
1913, dó í fæðingu.
Hinn 7. desember 1929 giftist
Hákonía Guðlaugi Guðmundi
Guðmundssyni frá Stóra-Laug-
ardal, f. 29.1. 1900. Foreldrar
hans voru Arnbjörg Jónatans-
dóttir, f. 9.2. 1865, d. 24.11. 1928,
Þetta er hinsta kveðja mín til
þín, elsku mamma. Nú ert þú farin
og ég sakna þín. En sorgin víkur
fyrir gleðinni, gleðinni yfir öll þau
ár sem ég átti með þér. Guð blessi
þig, minningin er mín.
Eg elska þig
ekki bara vegna þess
hvernig þú ert
heldur líka fyrir það
hvernig ég varð sjálfur
í návist þinni.
(Nils Ekman.)
Margrét.
Elsku amma mín. Nú kveð ég
þig og það er erfitt. Og það er
erfítt að hugsa sér að það sé í síð-
asta skiptið. Það er svo margt sem
mig langar að segja, en kem ekki
orðum að. Það voru forréttindi að
fá að ganga með þér í gegnum lífið
og fá að hafa þig heima öll þessi ár
sem þú varst á Túngötu 25. Þakka
þér fyrir allar samverustundirnar
og fyrir alla hlýjuna sem ég hef
fengið hjá þér. Guð veri með þér.
Guðbjörg.
Ég vil með örfáum orðum minn-
ast ömmu minnar, Hákoníu Jó-
hönnu Pálsdóttur.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast henni ömmu
minni mjög vel þar sem ég dvald-
ist hjá henni og Guðlaugi G. Guð-
mundssyni afa mínum, nokkur
sumur sem barn. Voru þau þá með
búskap í Stóra-Laugardal í
Tálknafirði og var ég sendur úr
bænum snemma á vorin, til þess
að hjálpa til við bústörfin sumar-
langt. Ekki var margt barna í
næsta nágrenni, þó frændsystkin
mín á svipuðu reki væru þar
stundum á ferðinni, en þeim mun
meiri tíma dvaldist ég með henni
ömmu sem var óþreytandi að
spjalla við mig, barnið, um heima
og geima, en ég að sama skapi
óþreytandi að spyrja hana um allt
sem fyrir bar. Það var gaman að
fylgjast með störfum hennar sem
öll voru unnin af sömu alúðinni,
hvort sem þau voru stór eða smá.
og Guðmundur Guð-
mundsson, f. 16.12.
1868, d. 14.6. 1946.
Guðlaugur lést 28.2.
1988. Hákonía og
Guðlaugur eignuðust
átta börn. Þau eru: 1)
Arnbjörg, f. 17.6.
1930, gift Haraldi Að-
alsteinssyni, f. 14.4.
1927, d. 27.10. 1992.
Þau eignuðust 12
börn. 2) Guðmundur,
f. 3.8. 1931, kvæntur
Jóhönnu Pálsdóttur,
f. 24.10. 1932. Þau
eiga fjögur börn. 3)
Þórður, f. 10.6. 1933, kvæntur
Ólöfu Þóru Hafliðadóttur, f. 16.4.
1932. Þau eiga fjögur börn. 4)
Páll, f. 6.11. 1935, kvæntur Ástu
Torfadóttur, f. 23.9. 1932. Þau
eiga fimm börn. 5) Jóna, f. 6.8.
1937, gift Árna Birni Þorvalds-
syni, f. 8.2. 1937, d. 16.1. 1986.
Þau eignuðust fjögur börn.
Sambýlismaður Jónu er Gunnar
Sigurðsson, f. 10.2. 1946. 6)
Helga, f. 25.8. 1940, d. 29.4. 1941.
7) Sigrún Helga, f. 7.8. 1942, gift
Bjarna Andréssyni, f. 24.6. 1938.
Þau eignuðust fimm börn. 8)
Margrét, f. 9.4. 1950, gift Erni
Snævari Sveinssyni, f. 6.5. 1948.
Þau eiga ijögur börn.
Hákonfa átti 115 afkomendur
þegar hún lést. Hún bjó allan sinn
búskap í Stóra-Laugardal, en
síðustu tíu árin eftir að Guðlaug-
ur lést, bjó hún á heimili Mar-
grétar dóttur sinnar á Túngötu
25 í Tálknafirði.
Utför Hákoníu fer fram frá
Stóra-Laugardalskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Minnist ég sérstaklega hve merki-
legt mér þótti að sjá hana smyrja
brauð með áleggi ofaná í Mána,
hundinn á bænum, sem væri hann
sem hver annar fullgildur heimil-
ismeðlimur. Slík var umhyggjan,
hvort sem um var að ræða menn
eða málleysingja.
í Stóra-Laugardal kynntist ég
búskaparháttum liðinna tíma sem
gáfu mér að nokkru leyti innsýn í
líf fyrri kynslóða og þó að mér hafi
á þeim tíma þótt margt full íhalds-
samt, hef ég síðar á ævinni þakkað
þennan tíma, sem ég tel einar
mínar dýrmætustu stundir í lífinu.
Æ síðan hefur það verið fastur
punktur í tilverunni að koma í
Stóra-Laugardal og dveljst þar
um lengri eða skemmri tíma og
heimsækja þá ömmu sem bjó inni í
þorpi hjá Margréti dóttur sinni
eftir að afi dó. Alltaf voru endur-
fundirnir jafn innilegir og kveðj-
urnar hlýjar.
Ég kveð þig nú, amma mín, með
virðingu og þökk fyrir allt það
sem þú hefur gefið mér og mínum
og megi góður Guð geyma þig alla
tíð.
Hafliði og fjölskylda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Komið er að kveðjustund og
minningar um elskulega ömmu
fylla hugann. Vinirnir kveðja vin-
inn sinn látna segir í sálminum og
víst er að þakklæti og vinarþel býr
í hjörtum okkar sem eftir lifum og
notið fengum mannkærleika
ömmu og ástúðar. Á elskulegheit
var amma óspör. Amma Hákonía
var trúuð kona og ávallt fylgdu
einhver blessunarorð kveðjum
hennar. Þá bera kvæðin sem hún
orti til barnabarna og barnabarna-
barna sinna þess glöggt vitni hve
fallega þenkjandi og kærleiksrík
hún amma var.
Þær eru ófáar minningarnar
sem við systkinin eigum af ömmu
og tengjast komu okkar í sveitina
til hennar og afa, er við vorum
börn. Allar bera þær vott um þá
hlýju og nægjusemi sem ein-
kenndi heimili þeirra og gerði
samband þeirra svo sérstætt og
svo ríkulegt af virðingu. Saman
áttu þau langa ævi og marga af-
komendur, en afi Guðlaugur lést
fyrir tíu árum, 88 ára að aldri.
Ókkur eru sérlega minnisstæðar
móttökurnar sem við ávallt feng-
um eftir langt ferðalag vestur á
firði, en þá stóðu gömlu hjónin úti
á hlaði með útrétta arma og bros í
augum. Þá gleymist seint hafra-
grauturinn góði og þær veigar og
kræsingar er amma bjó af kost-
gæfni og bornar voru á borð fyrir
allan frændgarðinn. Við minnumst
heyskaparins upp á gamla mát-
ann, þar sem við krakkarnir feng-
um að taka þátt, þrátt fyrir að oft
gerðum við lítið annað en að hoss-
ast á heyvagninum, og hvernig
okkur var treyst til að sækja egg-
in í hænsnakofann á morgnana, þó
stundum væru þar kapp meira en
forsjá. Við munum öll dýrin í
sveitinni - hundinn Mána - og
tiplið á tánum í kringum vistarver-
ur ömmu og afa er þau blunduðu
eftir matinn og sprettina í pollin-
um hans Palla. Allt tengist þetta
ljúfri æskuminningu og minningu
um ömmu og afa í Stóra-Laugar-
dal.
Eftir fráfall afa, fluttist amma
til yngstu dótturinnar, Margrétar,
sem var hennar stoð og stytta allt
fram í andlátið. Elsku Magga, við
kunnum þér bestu þakkir, enda
ljóst að amma vildi hvergi frekar
vera. Þrátt fyrir að amma flytti í
þorpið var gamla býlið ennþá sam-
komustaður fjölskyldunanr og
sumardvalarstaður æ síðan. Þar
eimir enn eftir af gamalli tíð, með
varðveislu muna og minja. Það var
því sérstakt tilhlökkunarefni þeg-
ar ákvarðanir voru teknar innan
systkinahópsins um að fara vestur
í sumar til að endurlifa sveitasæl-
una og kynna hana fleirum, og
vonir stóðu til að gömlu konunni
entist aldur til að líta nýjustu af-
komendurna augum.
En kallið er komið og leiðir göf-
uglyndra hjóna liggja saman á ný.
Við systkinin kveðjum ömmu með
þakklæti í huga og söknuð í
hjarta. Við biðjum Guð að fylgja
henni nú sem endranær.
Barnabörn frá Húsavík.
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
I HOTEL LOFTLEIÐIR
u:iC<lANOAI« M O T ( [ |
HÁKONÍA JÓHANNA
PÁLSDÓTTIR
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGI HARALDUR KRÖYER,
fyrrv. leigubifreiðastjóri,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
lést föstudaginn 20. mars sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð Skjóls
fyrir góða umönnun og velvilja.
Hjördís Kröyer, Benedikt Guðmundsson,
Hulda Kröyer, Andrés Þórarinson,
Jón Páll Guðmundsson
og fjölskyldur.
+
Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÚNAR L. PÉTURSDÓTTUR,
Stóragerði 17,
Reykjavík,
áður Helgamagrastræti 5,
Akureyri,
fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
6. apríl kl. 13.30.
Unnur Agnarsdóttir, Óskar H. Gunnarsson,
Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Óskarsson
og barnabarnabörn.
+
Alúðarþakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út-
farar hjartkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
RAGNHEIÐAR JÓHANNSDÓTTUR
frá Bakka
í Ölfusi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 21A á
Landspítalanum.
Engilbert Hannesson,
Jóhanna Engilbertsdóttir, Páll Jóhannsson,
Valgerður Engilbertsdóttir, Garðar Guðmundsson,
Svava Engilbertsdóttir, Gunnlaugur Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar,
SIGVALDA SIGURÐSSONAR
frá Grund á Langanesi,
síðast til heimilis
I Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi.
Sigurður Sigvaldason,
Gunnlaugur Sigvaldason,
Aðalbjörg Sigvaldadóttir,
Þorbjörn Sigvaldason.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SIGRÍÐAR DAGRÚNAR
FRIÐFINNSDÓTTUR
frá Kjaranstöðum
í Dýrafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á Sólvangi fyrir góða umönn-
un og væntumþykju.
Hörður Karlsson, Anna Sigurðardóttir,
Þórdís Karisdóttir, Kristinn Ásgrfmsson,
Hanna María Karlsdóttir, Sigurborg Daðadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.