Morgunblaðið - 04.04.1998, Side 66

Morgunblaðið - 04.04.1998, Side 66
66 LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Söngvakeppni framhaldsskólanna í dag 26 skólar keppa í Höllinni SÖNGVAKEPPNI framhalds- skólanna hefst í Laugardals- höll kl. 16 í dag og munu full- trúar frá 26 framhaldsskólum bítast um sigurinn. „Gert er ráð fyrir 7 hundruð manns á keppninni þótt við vonumst eftir 1.200 manns,“ segir Sig- urjón Jónsson, framkvæmda- stjóri keppninnar. Þetta er í tíunda skipti sem keppnin er haldin og vinna að jafnaði um 50 manns að henni. Sviðsmynd er hönnuð af hönn- unarnemum úr Iðnskólanum og hárgreiðsla þátttakenda af hárgreiðslunemuin. Förðun er í höndum nema af snyrtibraut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Valinkunnir menn verða í dómnefnd og skipa hana Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson, Margrét Pálmadóttir, Elísa María og Garðar Cortes. Hljómsveitina skipa Eysteinn Eysteinsson á trommur, Stef- án Gunnlaugsson á gítar, Ingi- mundur Óskarsson á bassa og Einar Þór Jóhannsson á gítar. Morgunblaðið/Halldór NOKKRIR keppenda á æfingu í Laugardalshöll í gær. sjá Pnrts Sjonn^a nt, ri'íttt efítir ^i^ntiúb'kktttu, teygd {wim&tu.cnnÍYufiM.níi, útlúítl Á firb'nskn, frro&íi við 'yHonu Jjísn t JjOmrc, fcnrd npp t ^i^cttnrninn, MttnÁnst iínnAi tutinnhti^tnti, ^mnft ^rcC&l, jtt^nrciti úraírnlti'g Á fuimnvctti, citti tískttstrnntHfl, lifa tífinpt... Ferð á alveg einstöku tílboðsverði fyrir ATLAS- og Gullkortshafa EUROCARD! ATLAS- og Gullkortshöfúm EUROCARD/MasterCard býðst ferð til Parísar með Flugleiðum á einstöku tilboðsverði. Lagt verður í ferðina fimmtudaginn 14. maí og komið heim sunnudaginn 17. maí. Gist verður á hinu vinsæla og rómaða Home Plazza Bastille, þriggja stjörnu hóteli í miðborginni nálægt Bastillutorginu. Fararstjóri er Laufey Helgadóttir. Staðfestingargald greiðist við bókun hjá Flugleiðum á Laugavegi 7, hjá Hörpu, Guðrúnu Dagmar eða Helgu í síma 5050 534, 5050 491 eða 5050 484. Takmarkað sœtaframboð. * í tvíbýli. Innifalið er flug, gisting í 3 nætur, morgunverður og akstur til og frá flugvelli erlendis. Miðað er við að greitt sé með ATLAS- eða Gullkorti og að ATLAS ávísun sé notuð. Hægt er að framlengja ferðina til 19. maí gegn ákvcðnu gjaldi. Föst aukagjöld (flugvallaskattar) kr. 2.630 bætast við. FLUGLEIDIR EUROPAY l s l a n d ÁRMÚLI 28-30 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 550 1500 SÍMBRÉP: 550 1515 MYNPBÖND Afrakstur umhverf- isins 187 (187)__________ Spennudrama ★★★'A Framleiðandi: Icon. I.eikstjóri: Kevin Reynolds. Handritshöfundur: Scott Yagemann. Kvikmyndataka: Ericson Core. Tdnlist: Chris Douridas. Aðal- hlutverk: Samuel L. Jackson, Clifton Gonzalez Gonzalez, Kelly Rowan og John Heard. 114 mín. Bandaríkin. Icon Entertainment/Skífan. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. ÞESSI mynd er mjög sorgleg því hún fjallar á mjög raunsæjan hátt um stórt vandamál sem Bandaríkja- menn og Suður-Evrópubúar eiga við að glíma, en það er ofbeldi nemenda gagn- vart kennurum. Hér er það kenn- arinn Garfield Trevor, leikinn af Samuel L. Jackson sem er stunginn með hnífi í skóla í New York. Eftir að hafa náð sér flytur hann til LA, þar sem ekkert betra tekur við en Garfield er ákveðinn í að standa sig. Um leið og umfjöllunarefnið er sorglegt er myndin bæði óhugnan- leg og furðuleg. í stað þess að vera einföld frásögn af hörmulegum at- burðum og ofbeldi er hún sálfræði- leg stúdía á manni sem er undir miklu álagi og hvernig hann reynir að vinna bug á hræðslu sinni og hatri. Einnig er reynt að skilgreina samfélagsvandamálin sem gera ungmennin svo hatursfull og ofbeld- ishneigð. Myndin er vel tekin og aðstand- endur hafa greinilega gaman af miðlinum. Margt er frumlega og skemmtilega gerð, auk þess sem með kvikmyndatökunni tekst að túlka tilfinningaóreiðu kennarans og grimmd umhverfisins. Með góð- um leik allra leikaranna næst fram hryllilega raunsæ mynd sem kemur samt skemmtilega á óvart. Hiidur Loftsdóttir Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. SÍfL S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.