Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
84. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Forseti rússnesku diínmimar vill komast hjá kosningum
Reuters
Brestir í samstöð-
una gegn Kírijenko
Moskvu. Reuters.
LÍKUR á að rússneska þingið sam-
þykki Sergei Kíríjenko sem forsæt-
isráðherra jukust nokkuð í gær
þegar forseti dúmunnar, Gennadí
Seleznykov úr flokki kommúnista,
hvatti til, að þingið sætti sig við
hann. Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, segist munu rjúfa þing og
efna til kosninga hafni þingið Kíríj-
enko þrisvar en það mun greiða um
hann atkvæði öðru sinni á fóstudag.
„Við verðum að fallast á skdpan
hans,“ sagði Seleznykov á frétta-
mannafundi í gær eftir að hafa átt
fund með Jeltsín. „Örlög dúmunnar
eru þúsund sinnum mikilvægari en
Kíríjenko." Þótt þessi yfirlýsing sé
sigur fyrir Jeltsín er björninn langt
í frá unninn, enda hafa kommún-
istaflokkurinn og íylgiflokkar hans
lýst yfir, að þeir muni fella Kíríjen-
ko öðru sinni.
Opin atkvæðagreiðsla?
Kommúnistar segja Kíríjenko
óhæfan vegna ungs aldurs og
reynsluleysis, hann er 35 ára, en
Vladímír Ryzhkov, fyrsti varafor-
seti dúmunnar, hvatti þingmenn til
að styðja hann. Hann bjóst þó ekki
við, að hann yrði samþykktur á
föstudag. Grígorí Javlínskí, leiðtogi
hins frjálslynda Jabloko-flokks, ætl-
ar ekki að styðja Kíríjenko, sem
honum líkar þó vel við, og segir
ástæðuna vera einræðistilburði
Jeltsíns í sambandi við útnefning-
una.
Forsætisnefnd dúmunnar ákvað í
gær að taka til umræðu í dag hvort
Jeltsín beri að koma með annað for-
sætisráðherraefni fyrir atkvæða-
greiðsluna á fóstudag og dúman vill
líka fá úr því skorið fyrir stjórnlaga-
dómstólnum hvort forsetinn geti
boðið upp á sama manninn tvisvar.
Þá verður einnig rætt hvort breyta
skuli kosningareglum þingsins
þarinig að kjörið verði ekki leyni-
legt, heldur fyrir opnum tjöldum.
Gæti það gert Kíríjenko erfitt fyrir
þar sem stuðningur einstakra þing-
manna við hann gæti þá bakað þeim
reiði flokksleiðtoganna.
Reuters
ERIK Asbrink, fjármálaráðherra Svíþjóðar, með geisladisk með fjár-
lögunum, sem hann lagði fram á þingi í gær.
Reykinga-
menn
ánægðir
Stokkhólmi. Reuters.
ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið
hjá sænskum reykingamönnum
þegar ríkisstjómin tilkynnti í gær,
að skattar á tóbaki yrðu lækkaðir
um 27%. Er þetta öfúgt við það,
sem verið hefur að gerast víðast
hvar, en tilgangurinn með lækkun-
inni er að vinna gegn gífiirlegu
smygli á tóbaksvörum til Svíþjóðar.
Þetta kemur fram í sænsku fjár-
lögunum, sem kynnt voru í gær, og
mun vindlingapakkinn fara úr 405
kr. ísl. í rúmar 327 kr. Smygl og
skipulögð glæpastarfsemi hafa
aukist í Svíþjóð síðan landsmenn
gengu í Evrópusambandið og mikil
hækkun á vindlingum á síðasta ári
hefur ýtt undir smygl á tóbaki, sem
er nú næstum sjö sinnum meira en
1995.
Afgangur á fjárlögum
Þótt tóbaksskattar hafi verið
lækkaðir er lítið um aðrar skatta-
lækkanir í sænsku fjárlögunum,
sem þykja einkennast af var-
kárni. I þeim er gert ráð fyrir 3%
hagvexti næstu þrjú árin og lítilli
verðbólgu og helsta takmarkið er
að koma atvinnuleysi niður í 4%
fyrir árslok 2000. Vextir hafa
verið á niðurleið, greiðslujöfnuð-
urinn er hagstæður og gert er
ráð fyrir afgangi á Qárlögum,
sem nemur 1,6% af þjóðarfram-
leiðslu.
Sögulegi
samkomu-
lag í höfn á
N-Irlandi
SAMBANDSFLOKKUR Ians Pais-
leys, DUP, sem er næststærstur
flokka sambandssinna á Norður-ír-
landi, ætlar í dag að hefja auglýs-
ingaherferð gegn samkomulaginu
sem tókst á milli deiluaðila á fóstu-
dag. Margir sambandssinnar á
Norður-írlandi hafa lýst yfir
óánægju sinni með samningana en
þrátt fyrir það vonast Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, og
Bertie Ahern, forsætisráðherra ír-
lands, til þess að íbúar Norður-Ir-
lands samþykki samningana í þjóð-
aratkvæðagreiðslu sem fram fer
beggja vegna landamæra írlands
22. maí næstkomandi. Vona þeir að
nú megi hefja það verkefni að
græða sár sem eiga aldagamlar
rætur.
Samkomulaginu hefur víðast hvar
verið fagnað og Bill Clinton sagðist
tilbúinn til að heimsækja Norður-
írland í maímánuði til að stuðla að
samþykkt samkomulagsins. Nokkr-
ir sambandssinnar hafa hins vegar
hafnað afskiptum Clintons og sjálf-
ur segist Clinton hlíta dómi Blairs
og Aherns í þessu máli, ekki megi
spilla fyrir líkunum á að samningur-
inn verði samþykktur.
■ Von í stað/36-37
Dulmálslykill GSM-
símanna ráðinn
Fiskdauði
við Hong
Kong
MIKILL þörungablómi við
Hong Kong hefur á skömmum
tíma drepið um 1.500 tonn af
eldisfiski, en það er um helm-
ingur alls fisks í sjókvíum við
borgina. Er tjónið talið nema
allt að einum milljarði ís-
lenskra króna. Hafa eigendur
eldiskvíanna farið fram á bæt-
ur frá stjórnvöldum en þau
hafna því og segjast aðeins
munu aðstoða þá með hag-
stæðum lánum. Líklegt þykir
að þörungablóminn stafi af
vaxandi mengun. Þörungarnir
setjast á tálknin í fiskinum
þannig að hann kafnar.
HÓPUR tölvusérfræðinga við
Berkeley-háskólann í Kaliforníu
segist hafa rofið dulmálslykilinn
sem notaður er til að koma í veg
fyrir að hægt sé að stela upplýs-
ingum úr GSM-símakortum sem
nota má til að „klóna“ kortin og
nota á ólöglegan hátt.
Lykillinn er notaður í rúmlega
80 milljónum stafrænna síma um
allan heim og hefur til þessa þótt
örugg vörn gegn tilraunum til að
„klóna“ GSM-símakort. Vísinda-
mennirnir notuðu, að sögn New
York Times, öflugar tölvur til að
komast að leyninúmeri, sk. SIM-
númeri (Secret Identity Module),
í kortinu sem notendur setja í
símann. Ef óprúttnir menn réðu
yfir þessari tækni gætu þeir not-
að upplýsingarnar til að gjald-
færa símtöl á ólöglegan hátt. Slík
misnotkun hefur verið vaxandi
vandamál þegar eldri (analog)
gerðir farsíma eru annars vegar.
Grunsamlega auðvelt?
Vísindamennirnir sem réðu
dulmálið greindu einnig frá því að
þrautin hefði verið auðveldari en
þeir bjuggust við. Þeir gáfu sér
að dulmálslykillinn hefði verið
veiktur af ráðnum hug með það
fyrir augum að leyniþjónustur
gætu hlerað samtöl í stafrænum
símum með aðstoð öflugra tölva.
Rannsóknarhópurinn byggði
þessa kenningu á því að síðustu
tíu tölumar í lyklinum eru ein og
sama talan, eða núll, og það hefði
gert verkefnið mun auðveldara.
Lykillinn kallast A5 og er svokall-
aður 64 bita lykill, sem undir
venjulegum kringumstæðum þyk-
ir mjög erfitt að ráða.
---------------
Havel á
batavegi
Prag. Reuters.
VACLAV Havel, forseti Tékk-
lands, var á batavegi í gær eftir að
hann var skorinn upp í skyndingu
vegna bráðrar iðrasýkingar. I ljós
kom, að digurgirnið hafði sprungið
eða göt komist á það.
Havel, sem er 61 árs að aldri og
tók við forsetaembætti öðru sinni í
janúar, var í frii í Týrólsku Ölpun-
um þegar hann kenndi sér meins.
Var hann fluttur strax til Inns-
brucks í Austurríki þar sem hann
var skorinn upp án tafar. Tókst að-
gerðin vel að sögn lækna, sem
sögðu líka, að ekki hefðu fundist
nein meinvörp en Havel var skor-
inn upp við krabbameini í lungum
fyrir tveimur árum.