Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 6
QiQAjavtuoaoíí MORGUNBLAÐIÐ f ..... >V«tír> 5r ÍTTT0ACIU>IJVGII/ 6 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 FRÉTTIR F-15A EAGLE vélin sem eldingu laust niður í. Myndin er tekin 8. apríl 1998 í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson P-3C Orion vélin frá VP-16 flugsveitinni sem flaug með viðgerðarmenn til Lakenheath. Ný flugsveit varnarliðs- ins fer víða um Evrópu LAUGARDAGINN 4. apríl komu til Keflavíkur sex F-15 þotur frá þjóð- varðliði Flórída. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðvarðlið þessa ríkis tekur þátt Lega hafíss við landið Siglingaleið- in fyrir Langanes greiðfær TF-SÝN, flugvél Landhelgis- gæslunnar kannaði í gær haf- ísinn úti fyrir Norðaustur- landi. Næst landi lá íshraflið 35 sjómílur norð-norðaustur af Hraunhafnartanga. Siglinga- leiðin um Langanes og Mel- rakkasléttu er því vel greiðfær en búist er við að ísinn reki eitthvað suður næstu daga „og því er betra að vera á varð- bergi þótt leiðin sé greiðfær núna,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur hjá Veður- stofu íslands. Vel greiðfært er um Vestfirði og eru vindáttir næstu daga hagstæðar þar sem spáð er suðlægum áttum. Búist er við að ísinn lóni norðaustan við landið á næstunni og bráðni þar smám saman. Hann mun þó að öllum líkindum ekld hverfa fyrr en í maí, en lega hans við landið fer að sjálfsögðu eftir vindátt- um, segir Þór. I síðustu viku rifnaði hluti af meginísnum og rak inn í Bakkaflóa og Þistilfjörð. Grá- sleppuveiðimenn á þessum slóðum neyddust til að draga inn net sín sem annars hefðu getað skemmst af völdum íss- ins. A páskadag hafði svo dreg- ið úr ísnum eftir að hluti af honum hafði bráðnað, strandað eða rekið aftur út á haf. í vörnum íslands. Sveitin er 159. flug- sveit úr 125. flugdeild og kemur hing- að í stað sveitar frá þjóðvarðliði Oregonríkis sem hér hefur dvalist sex vikur á hverju ári frá 1995. Oregon liðið var í þetta sinn önnum kafið við gæslustörf við landamæri íraks frá Inchirlik flugstöðinni í Tyrklandi. Sveitin frá Flórída ætlar að nota veru sína hér og afla sér verðmætrar reynslu í samskiptum við flugheri NATO í Evrópu. Er það sjálfsagt ein af ástæðunum fyrir að þeir komu með sex vélar en ekki fjórar eins og vamarsamkomulagið gerir ráð fyrir að iágmarki. Eldingu laust niður í vél Þriðjudaginn 7. apríl fóru þrjár vélar þeirra til Karup flugstöðvar- innar í Danmörku. Daginn eftir flugu þær æfíngaflug á móti MIG 29 vélum þýska flughersins sem stað- settar eru á Laage flugstöðinni í Þýskalandi. Síðar sama dag flugu þær til Lakenheath flugstöðvarinnar í Englandi. A skírdag sneru þær aft- ur til Keflavíkur en á föstudaginn langa komu þrjár vélar aftur til La- kenheath og lentu þar í slæmu veðri. Eldingu laust niður í eina vélanna í aðflugi en hún lenti klakklaust. Um helgina fór síðan P-3C Orion vél frá Keflavík með flugvirkja til Lakenheath til að skoða vélina sem skemmdist. Svo sérstaklega vill til að Orion vélamar sem hér era nú frá flugsveitinni VP-16 og F-15 vélamar koma frá sömu flugstöð í Flórída, eða Jacksonville flotastöðinni, sem er ein aðalbækistöð Orion véla á austurströnd Bandaríkjanna. Tvær F-15 vélar snera síðan til Keflavíkur á annan í páskum. I næstu viku era væntanlegar nokkrar þýskar Tornado vélar, sem munu æfa með F 15 vélunum alla vikuna. Andlát SVERRIR S. EINARSSON SVERRIR Sigurjón Einarsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést á heim- ili sínu aðfaranótt ann- ars páskadags, á fimm- tugasta aldursári. Sverrir fæddist á Sel- fossi 29. júlí 1948. For- eldrar hans vora hjónin Kristín Helgadóttir, sem nú er látin, og Ein- ar Sigurjónsson, fyrr- um verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins á Selfossi. Sverrir lauk stúd- entsprófi frá stærð- fræðideild Kennaraskóla íslands árið 1971, fil. cand. prófi í stærð- fræði frá Stokkhólmsháskóla 1976 og kennaraprófi frá Kennarahá- skólanum í Stokkhólmi 1977. Hann var í skólastj ómunarnámi við Skolledarhögskolan í Örebro í Sví- þjóð veturinn 1992- 1993. Sverrir var stærð- fræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð frá 1979 til 1986 en ' þá var hann ráðinn áfangastjóri. Hann starfaði sem kon- rektor 1988-1995 og var skipaður rektor MH 1. janúar 1996. Sverrir starfaði sem fararstjóri á Ítalíu, í Egyptalandi og ísrael á áranum 1982-1989. Hann var félagi í Karla- kór Reykjavíkur frá 1980. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Karólína Hulda Guðmundsdóttir og eiga þau saman tvö böm. Sverrir eignaðist tvær dætur með fyrri konu sinni, Rannveigu A. Jóhanns- dóttur kennara. Nýkomnar vörur Vattefni, svart og hvítt, 1.755 kr. m. Vattfóður, svart og dökkblátt, 790 kr. m. Kraftefni, svart og dökkblátt, 1.265 kr. m. OgUÖ-búðirnar Bæjarstjórn Seltjarnarness Ekki íbúðabyggð við Nesstofu BÆJARSTJÓRN Seltjarnamess hefur samþykkt að hætt verði við íbúðarbyggð í Norðurtúni við Nes- stofu. Að sögn Sigurgeirs Sigurðs- sonar bæjarstjóra var samþykkt að breyta deiliskipulaginu og að þar verði grænt svæði, en styr stóð um 12-14 hús sem fyrirhugað var að reisa en hætt hefur verið við. A fundi bæjarstjórnar lögðu full- trúar meirihluta fram bókun, þar sem segir meðal annars að ákvörð- un um að byggja ekki á Norðurtúni sé tekin vegna vilja bæjarbúa um að ekki verði byggt á svæðinu. Máls- rök fyrir upphaflegum hugmyndum hafi breyst, meðal annars vegna fjárhagslegra forsendna og nýrra viðhorfa í útivistar- og umhverfis- málum. I bókun bæjarfulltrúa Neslista er því fagnað að nú skuli vera fallið frá byggingu við Nesstofu. Málsrök hafi ekki breyst eins og haldið sé fram í bókun Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hafi gefist upp og breytt fyrri afstöðu og reyni þa'nnig að afla sér vinsælda fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar. I bókun Jóns Hákons Magnús- sonar, forseta bæjarstjórnar, segir hann það fagnaðarefni að endanlega hafi verið fallið frá öllum frekari byggingaráformum á vestursvæð- um Seltjarnamess. Svæðið um- hverfis Nesstofu eigi um alla fram- tíð að vera útivistar- og náttúra- svæði. Friðunin hafi verið eitt af þeim málefnum sem hann hafi barist fyrir. Vegna bókunar Jóns lögðu full- trúar Neslista fram bókun og minntu á að Jón hefði staðið fyrir tillögugerð að 24 húsum við Nes- stofu fyrir skömmu í skipulags- nefnd og í bæjarstjóm. Lýsa þeir ánægju með að hann skuli bóka gegn sinni fyrri tillögu. Morgunblaðið/Margrét Ágústsdóttir HOFUNDUR bókarinnar, Lisa McQuale, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda, Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra, Paul Taylor, ritstjóri bókarinnar, og Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Oddi Printing í Bandaríkjunum. Oddi prentar fyrir Smithsonian-stofnunina Fékk lof fyrir hönn- un og vandaða vinnu Washington. Morgunbladið. PRENTSMIÐJAN Oddi hefur ný- lega lokið hönnun og prentun á bók fyrir Smithsonian-stofnunina í Bandaríkjunum og í tilefni af útgáfunni var haldin hátíðarsam- koma í Freer Gallery of Art í Washington. Bókin, sem er 200 síður og prentuð í 35.600 eintökum, heitir á frummáiinu Treasures of Two Nations. Thai Royal Gifts to the United States of America, og verður hún seld í Bandarxkjunum og Tælandi. I bókinni eru myndir og umfjöllun um þjóðargjafir Tælendinga til Bandaríkjamanna síðastliðin 150 ár. Ritstjóri bókarinnar, dr. Paul Taylor, sagði í samtali við Morg- unblaðið að samstarfið við Odda hefði verið afar ánægjulegt. Staðið hefði verið við allar tíma- áætlanir, öll vinna og hönnun hefði verið mjög vönduð og verð og gæði mjög samkeppnisfær. Þá hefði tælenska sendiráðið í Was- hington, sem styrkti útgáfu bók- arinnar, mælt með fyrirtækinu. Fleiri verkefni möguleg Prentsmiðjan Oddi hefur und- anfarin átta ár starfrækt skrif- stofu í New Jersey undir forystu Árna Sigurðssonar og hefur fyr- irtækið fram að þessu aðallega verið með verkefni í New York og nágrenni. Að sögn Odda- manna vonast þeir til þess að þetta verkefni verði til þess að auka viðskipti þeirra í Was- hington. Áttu þeir Árni og Þor- geir Baldursson, forstjóri Odda, nokkra fundi með aðilum sem sjá um útgáfu á vegum Smithsonian- stofnunarinnar og töldu þeir að þeim loknum hugsanlegt að fleiri verkefni myndu fylgja í kjölfarið. Borgarbókasafn Ókeypis til 18 ára aldurs BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu menningarmála- nefndar um að skírteini Borg- arbókasafns fyrir börn og ung- linga til 18 ára aldurs verði ókeypis. Jafnframt var skrifstofu- stjóra borgarstjómar falið að afla upplýsinga um lagalega þýðingu þess að sjálfræðisald- ur hefur verið hækkaður úr 16 í 18 ár og hugsanleg áhrif þess á gjaldskrár hinna ýmsu stofn- ana og þjónustufyrirtækja borgarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.