Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 FRÉTTIR Málefni hafsins rædd á fundi forseta Islands með framkvæmdastjóra SÞ ísland taki að sér alþjóð- legt forystuhlutverk KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), lýsti í samtali við Olaf Ragnar Grímsson, forseta íslands, á hádegisverðar- fundi sem hann bauð íslenzku for- setahjónunum til í fyrradag, að hann teldi æskilegt að Island tæki að sér forystuhlutverk í alþjóðlegri stefnumótun í málefnum hafsins. Forsetinn og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir komu til landsins í gærmorgun að lokinni heimsókn til Mexíkó, með viðkomu í New York. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Ragnar að hann teldi það mikinn virðingarvott við Island að framkvæmdastjóri SÞ skyldi fínna tíma í sínum miklu önnum til þess að bjóða til þessa hádegisverðar- fundar, sem nokkrir æðstu emb- ættismenn SÞ á sviðum efnahags- og félagsþróunar, þjóðaréttar og afvopnunarmála sátu einnig, auk sendiherra íslands, Danmerkur og Noregs, og síðast en ekki sízt Jef- frey Sachs, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, sem nýlega sótti ísland heim. Sagði Ólafur Ragnar greinilegt að heimsókn Annans til Islands hefði vakið hjá honum margvísleg- ar hugmyndir um þá möguleika sem gætu falizt í þátttöku Islands í stefnumótun á alþjóðlegum vett- vangi, einkum á tveimur sviðum, annars vegar varðandi þau mörgu málefni sem snerta hafíð og nýt- Reuters KOFI Annan, framkvaímdastjóri SÞ, býður forsetahjónin velkomin til hádegisverðar á heimili sínu í New York í fyrradag. ingu þess og hins vegar hvernig ís- land geti verið „lærdómsríkt for- dæmi fyrir mikinn fjölda smárra og miðlungsstórra ríkja um víða veröld og sýnt þeim hvernig þjóð getur skapað sér góð lífskjör og velferðarsamfélag eins og það þekkist bezt í veröldinni, með því að nýta á skynsamlegan hátt þær auðlindir sem hafið geymir". Ólafur Ragnar segir það eðlilegt að menn spyrji að því hér heima, hvaða ástæður liggi að baki þess- um mikla áhuga hjá erlendum ráðamönnum og sérfræðingum á stöðu Islands. Island fyrirmynd „Ég held það sé einkum tyennt, sem liggur að baki,“ sagði Ólafur. „Annars vegar eru málefni hafsins að þeirra dómi á mai-gvíslegan hátt mjög brýn og vaxandi viðfangsefni hins alþjóðlega samfélags á nýrri öld. Þau hafi verið vanrækt; haf- réttarsáttmálinn hafí einungis ver- ið einn áfangi á langri braut og mikið verk sé óunnið, bæði hvað varðar samkomulag milli ríkja og svo í allri skipulagningu auðlinda- nýtingar hafsins. Hins vegar hafí þeir skoðað ríki heims og komizt að þeirri niður- stöðu að það séu aðeins örfá ríki sem geti verið íyi-irmynd í þessum efnum og Island sé að þeirra dómi í fremstu röð. Flug hafið til Minnea- polis FLUGLEIÐIR hófu áætlunar- flug til Minneapolis í Banda- ríkjunum 9. apríl sl. og verður flogið íjórum sinnum í viku til að byrja með en fimm sinnum í viku frá 1. maí. Gera Flugleiðir ráð fyrir að veltu- aukning félagsins vegna Minneapolis-flugsins verði rúmlega einn milljarður króna vegna nýrra farþega og frakt- viðskipta. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, Arne Carlson, rikis- stjóri í Minnesota og Hörður Sigurgestsson, stjórnarfor- maður Flugleiða opnuðu þessa nýju leið formlega við athöfn á fiugvellinum í Minneapolis eftir fyrstu lendingu Flug- leiðavélar. Morgunblaðið/Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Hundaeigendur krefjast úrbóta HUNDAEIGENDUR hafa farið fram á úrbætur á aðbúnaði hunda og hundaeigenda á Geirsnefi. I bréfí sem hundaeigendur sendu skrifstofu borgarstjóra kemur fram að þeir telji aðbúnað sinn og hundanna til útivistar í Reykjavík óviðunandi. Eins og stendur sé staðurinn sá eini í Reykjavík þar sem hundaeigendur geti haft hunda sína lausa. Um 1.200 hundar eru skráðir í Reykjavík og milli 100 og 200 manns koma á Geirsnef á degi hverjum. Hundaeigendur koma með til- lögur til breytinga og nefna meðal annars að lýsa þurfí upp svæðið, koma þurfí fyrir skýli og bekkjum, skilti verði sett upp þar sem há- markshraði sé tilgreindur (15 km/klst.) og hraðahindrunum verði komið fyrir á veginum. í bréfínu benda hundaeigendur á að bílstjórar aki oft á miklum hraða um veginn og að hundum stafí hætta af vírum og blysum sem liggja vítt og breitt um svæð- ið vegna áramótabrennu og fiug- eldasýningar sem séu árlega á nefínu. I lok bréfsins segir: „Við trúum því að vilji borgaryfirvalda standi til þess að það svæði sem við þurf- um að dvelja langdvölum á verði a.m.k. gert jafn aðlaðandi og annað skipulagt útivistarsvæði borgar- innar og þá hannað með tilliti til þarfa þeirra sem þangað koma á hverjum degi.“ Undir skrifa hundaeigendur. Fulltrúar hundaeigenda hafa þegar setið fund með garðyrkju- stjóra þar sem farið var yfir óskir þeirra og á fundi forsvarsmanna sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu 6. apríl sl. ræddi borgar- stjóri um aðstöðu hundaeigenda á svæðinu þar sem ákveðið var að leita lausna á þessum vanda fyrir svæðið allt, þ.e. bjóða upp á svæði og aðstöðu sem hentar á fleiri en einum stað. MORGUNBLAÐIÐ Doktor í læknisfræði •RAGNAR Bjarnason lauk nýlega doktorsprófi í læknisfræði frá Há- skólanum í Gautaborg, Svíþjóð. Rannsóknir Ragnars beindust að ákvörðunum á vefjanæmi fyrh' vaxtai'hormóni hjá börnum og fullorðnum. Hann setti upp nýja aðferð til að mæla bindiprótein fyrir vaxtarhorm- ón. Bindiprótein vaxtarhormóns samsvarai- þeim hluta vaxtarhorm- óns viðtækisins sem er utan við frumuvegginn. Við sjaldgæfan sjúkdóm, svo kall- að Laron sambirting, er þetta bindiprotein óvirkt og vaxtarhormón getur því ekki ræst vaxtarhormóns viðtækið. Margir hafa bundið vonir við að mælingar á þessu bindi- próteini gæti því gefið vísbendingu um þéttni eða starfsemi vaxtarhorm- óns viðtækja í líkamanum hjá ein- staklingum án erfðagalla í viðtæki vaxtarhormóns. Sýnt var fram á mikinn breytileika í styrk þessa bindipróteins í blóði, bæði milli ein- staklinga og hjá vaxandi börnum yf- ir árið. Hins vegar reyndist lítil fylgni milli magns bindipróteinsins og svari einstaklingsins við vaxtar- hormón meðferð. Þá þróaði Ragnai- nýja aðferð (Q- RT-PCR) til mælinga á vefjabirtingu annars hormóns, insulin-like growth factor I, sem að talið er að sé stjórn- að, af vaxtarhormóni og að sé ábyrgt fyrir flestum áhrifum vaxtarhormóns í vefjum líkamans. Sýnt var fram á að það er önnur stjórnun á þessu efni í þverrákóttum vöðvum en í blóði, sem gefur vonir um að fá fram betri þekkingu um hvað það er sem að ákvarðar vefjanæmi vaxtarhorm- óns milli einstaklinga og hjá sama einstakling við ólíkar aðstæður. Ragnar er fæddui’ í Reykjavík 13. október 1959 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 1978. Hann tók embættis- próf við læknadeild Háskóla íslands vorið 1985. Ragnar starfaði við ýms- ar deildir sjúkrahúsanna í Reykjavík áður en að hann hélt tO Svíþjóðar til framhaldsnáms í bamalækningum 1989, fyrst 2 ár í Borás og frá 1992 við barnadeild Sahlgrenska sjúkra- hússins í Gautaborg. Leiðbeinendur Ragnars við dokt- orsnámið voru dr. Lena Carlsson og prófessor Kerstin Albertsson- Wikland við Gautaborgar-háskóla. Andmælandi Ragnars vai’ dr. Mart- in Savage við St. Bartholomew/s Hospital í London. Foreldrar Ragnars eru Elísa Kjærnested ræstitæknir og Bjarni Sigurgrímsson bifreiðastjóri. Upp- eldisfaðii’ Ragnars er Kári Þór Jóns- son vélstjóri. Kona Ragnars er Sig- rún J. Kristjánsdóttir bókasafns- fræðingur og eiga þau tvö börn, Guðrúnu Elísu, 15 ára, og Kára, 10 ára. Ragnar starfar sem sérfræðing- ur í innkirtla- og efnaskiptasjúk- dómum á barnasjúkrahúsi Sa- hlgrenska sjúkrahússins í Gauta- borg. ----------------- Fylgi Reykjavík- urlista eykst REYKJAVÍKURLISTINN fengi 61,4% og Sjálfstæðisflokkurinn fengi 38,6% ef kosið yrði nú til borgar- stjómar í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnunum Gallup, sem gerð var símleiðis dagana 18. til 30. mars og 26. mai’s til 9. apríl sl. Úrtakið var tilviljunarúrtak tæp- lega þúsund Reykvíkinga og svöruðu um 70%. Spurt var; ef kosið yrði í dag til borgarstjórnar og í framboði væru R-listi, sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista og D-listi Sjálfstæðisflokks, hvorn listann myndir þú kjósa? Röð list- anna var breytt milli viðtala.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.