Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDSBANKINN MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 15 Bréf fráfar- andi banka- stjóra Lands- bankans BJÖRGVIN Vilmundarson sendi bankaráði Landsbanka Islands hf. eftirfarandi bréf, dagsett á Land- spítalanum 12. apríl: Eins og bankaráði Landsbanka íslands hf. er kunnugt hef ég und- anfarin tvö ár átt við mikil og alvar- leg veikindi að stríða. Nú að undan- förnu hef ég tvívegis þurft að fara snögglega til langdvala á sjúkrahús. Þegar ég var ráðinn aðalbankastjóri Landsbanka Islands hf. hafði ég góða von um að heilsa mín færi batnandi og ég mundi geta gegnt þessu starfi með fullri starfsorku. Nú er hins vegar svo komið að ég mun enn þurfa að dvelja langdvöl- um á sjúkrahúsi og læknar ráð- leggja mér eindregið að einbeita mér að því að ná sæmilegri heilsu á nýjan ieik og hætta amk. tímabund- ið föstum störfum. Landsbanki Islands hf. mun á næstunni þurfa að takast á við margvísleg ný og spennandi verk- efni. A þeim tímum þarf Lands- bankinn á að halda öflugri forystu. Af þessum sökum og með vísan til heilsufars míns vil ég hér með óska eftir að fá að láta af störfum aðal- bankastjóra Landsbanka Islands hf. Eg hef varið allri starfsævi minni í þágu Landsbankans og er þakklátur fyrir þann tíma og fyrir þau verkefni sem ég hef fengið að takast á við og óska Landsbanka Islands hf. alls hins besta í framtíð- inni. Yfírlýsing Halldórs Guðbjarnasonar Halldór Guðbjarnason sendi fjöl- miðlum eftirfarandi yfirlýsingu sem dagsett var 13. apríl: Landsbanki f slands hefur undan- farið lent í brennipunkti opinberrar umræðu um málefni sem undirrit- aður hefur ekki borið, og getur ekki borið ábyrgð á. Tilefni umræðunn- ar hefur skaðað Landsbanka ís- lands, niðurlægt starfsmenn bank- ans, og valdið þeim óþægindum. Með hagsmuni bankans, eigend- anna og starfsmannanna í huga tel- ur undirritaður ljóst, að endur- skipuleggja þarf yfirstjórn bankans og raunar allt stjórnkerfí hans. Við þessar aðstæður telur undimtaður réttast að veita viðskiptaráðherra svigrúm til að endurskipuleggja yf- irstjórn Landsbanka íslands og beita sér fyiir tæmandi úttekt á þeim innri málefnum hans, sem hafa verið efst á baugi síðustu vik- ur. Því hef ég undirritaður í dag af- hent formanni bankaráðs Lands- banka íslands uppsagnarbréf mitt sem bankastjóri Landsbanka ís- lands. Undirritaður telur sig hafa gegnt bankastjórastarfinu af samvisku- semi og kostgæfni í hvívetna, og í fullu samræmi við ákvæði laga, samþykktir bankans, erindisbréf, ráðningarsamning og starfskjör. Væntanleg skýrsla Ríkisendurskoð- unar um laxveiðiferðir, risnu og annan kostnað mun staðfesta það. Undirritaður óskar starfsmönn- um og Landsbankanum velfarnaðar á komandi árum og lýsi mig jafn- framt reiðubúinn til viðræðna um frekari störf í þágu bankans, sé þess óskað, að lokinni nauðsynlegri endurskipulagningu á yfirstjórn hans. Fréttatilkynning bankaráðs Bankaráð Landsbankans sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu að kvöldi 13. apríl: I dag hefur Sverrir Hermanns- son, bankastjóri, afhent formanni og varaformanni bankaráðs Lands- banka íslands hf. bréf þar sem hann óskar eftir lausn frá starfi sínu sem bankastjóri Landsbanka íslands hf. Frábær fyrirtæki 1. Framúrstefnuhúsgagnaverslun á góðum stað í borginni til sölu strax vegna sérstakra ástæðna. Flytur inn frá Ameríku, einnig gjafavöru frá Evrópu. Verð aðeins 1 millj. + lager. 2. Raftækjaverslun á frábærum stað. Stórir sýningargluggar. Verslunarsambönd fylgja innlend sem erlend. 30 ára fyrirtæki. Gott verð. Laus strax. 3. Blóma- og gjafavöruverslun. Sérkælir og skreytingaherbergi. Frábær aðstaða til allra hluta. Með stærri blóma- og gjafavöru- verslunum landsins. Miklir möguleikar og frábær staðsetning. 4. Tölvufyrirtæki, flytur inn og setur saman tölvur og þjónustar þær. Margir fastir viðskiptavinir og góðir þjónustusamningar. Lítil yfirbygging. Selstvegna flutnings eiganda til útlanda. Ath. höfum góða kaupendur að heildverslunum og framleiðslufyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SfMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Morgunblaðið/Kristinn BANKARAÐ Landsbankans gekk í gærmorgun á fund Finns Ingólfssonar bankamálaráðherra. Frá vinstri: Kjartan Gunnarsson, Jóhann Ársælsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson og Birgir Þór Runólfsson. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra um uppsagnir bankastjóra Landsbankans FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segist telja að það hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá fyrrver- andi bankastjórum Landsbankans að segja störfum sínum lausum í ljósi þeitrar miklu umræðu sem verið hefur um bankann undan- fama daga og vikur. „Þar sem þeir gera þetta í þeim tilgangi að skapa frið og sátt um bankann svo hægt sé að byggja aft- ur upp það traust og þann trúnað sem þarf að vera milli bankans þjóðarinnar sem eiganda bankans tel ég að þeir hafi brugðist rétt við og gert skynsamlega hluti í því að segja starfi sínu lausu,“ sagði Finn- ur í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um hvort hann hefði beitt sér fyrir því að bankastjórarn- ir segðu upp störfum sínum sagði Finnur svo ekki vera. Hann sagðist hins vegar hafa rætt við Halldór Guðbjarnason um stöðu bankans en hann hefði hins vegar ekki beitt hann neinum þrýstingi í því að segja af sér. „Hann tók þá ákvörðun algjör- lega einn og sjálfur," sagði Finnur. Gerði tiliögu um Halldór sem aðalbankastjóra í gærmorgun átti Finnur fund með bankaráði Landsbankans og sagðist hann þar hafa farið yfir stöðu málsins. „Ég gerði tillögu til bankaráðsins um það að það yrði ráðinn einn að- albankastjóri sem væri Halldór Jón Kristjánsson. Það var hins vegar bankaráðsins að taka ákvörðun um það og formaður bankaráðsins gerði síðan tillögu um það til bankaráðs. Sú tillaga var samþykkt samhljóða, og það tel ég vera af- skaplega mikilvægt miðað við þá stöðu sem bankinn var í,“ sagði hann. I samþykktum Landsbanka ís- lands hf. er gert ráð fyrir að við bankann sé starfandi einn aðal- bankastjóri og tveir bankastjórar, og sagðist Finnur hafa rætt það við bankaráðið að hann teldi eðlilegt að nýr bankastjóri og bankaráðið hefðu það sem sitt fyrsta verk að fara yfir skipulag bankans og gera tillögur um breytingar á skipulag- inu eftir því sem nauðsynlegt væri og leita allra leiða til að spara í rekstri og ná eins mikilli hag- kvæmni og nokkur kostur væri. „Ég lýsti því yfir að ef það væri talið nauðsynlegt að breyta sam- þykktum þá væri ég tilbúinn til að beita mér fyrir því að það yrði gert í þá veru að með því mætti ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri bank- ans,“ sagði Finnur. Aðspurður sagðist Finnur telja það víðs fjam að hægt væri að líta á ráðningu Halldórs J. Kiistjáns- sonar sem pólitíska þar sem hann hefði ekki hugmynd um hvar í póli- tískum flokki Halldór væri. „Ég veit það bara eitt um hann að hann hefur verið ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneytinu og iðn- aðan-áðuneytinu frá 1996 og hefur reynst þar afskaplega farsæll í starfi og dugmikill starfsmaður. Ég er algjörlega sannfærður um það að hann er réttur maður á réttum stað sem aðalbankastjóri Lands- bankans. Hann var formaður þeirr- ar nefndar-sem sá um undirbúning að stofnun hlutafélaganna og hann hefur verið aðstoðarbankastjóri Evrópubankans í London. Þar af leiðandi hefur hann reynslu á þess- um sviðum, og að auki hefur hann unnið að mörgum öðrum stórum verkefnum," sagði Finnur. Bankastjóri Búnaðarbankans hefur óskað eftir úttekt Aðspurður um hvort hann teldi ástæðu til þess að Ríkisendurskoð- un færi ofan í saumana á málum hjá Búnaðarbankanum og öðrum stofn- unum á sambærilegan hátt og nú hefði verið gert hjá Landsbankan- um sagði Finnur að einn af banka- stjórum Búnaðarbankans hefði sjálfur óskað eftir því að það yrði gert. „Það sem snýr að upplýsingagjöf til mín í þessum efnum þá hef ég enga ástæðu til að ætla annað en að þær upplýsingar sem mér hafa ver- ið færðar og spurst hefur verið fyr- ir um á Aiþingi hafi verið réttar," sagði Finnur. Bankastræti 8, sími 551 3140. Sendum í póstkröfu. ‘Meðan birgðir endast. versluninni Söru LLINIQUt Allt þetta fylgir kaupum á Clinique snyrtivörum fyrir 3.500 kr. eða meira dagana 15.-18. apríl.* Gjöfin inniheldur: Rinse-Off Foaming Cleanser 30 ml. Freyðandi farðahreinsir. Clarifying Lotion 2 60 ml. 'ivatn. aily Different Moisturizing ml. Rakakrem Superbalanced Makeup 15 ml. Andlitsfarði nr. 05 Lip-shaping Pencil 8 gr. Varalitablýantur, Perfect amber, 08. Long Last Soft Shine Lipstick 4 gr. Varalitur, Creamy nude, 03. Glosswear SPF 82,8 gr. Varagloss, Honey bee, 01. Varalitabursti. •Varalitahulstur. Skynsamleg- ákvörðun hjá bankasljórunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.