Morgunblaðið - 15.04.1998, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
LANDSBANKINN
MORGUNBLAÐIÐ
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
lands og mikilvægt sé að almenn-
ingur geti borið saman viðskipta-
hætti og verklag þessara keppi-
nauta. „I ljósi sérstakrar umræðu
um laxveiðiferðir, hálendisferðir og
hestaferðir, sem þátt í risnukostn-
aði bankastofnana, er óskað eftir
því að sérstaklega verði gerð grein
fyrir þeim þáttum í rekstri Islands-
banka hf.“
Þá segir að ljóst sé að hlutafélög
hafí ekki talið sér skylt að svara
spurningum af þessum toga og bor-
ið við viðskiptaleynd. „Ekki verður
hins vegar séð hvernig hlutafélaga-
bankar í eigu einkaaðila geta leng-
ur skotið sér á bakvið slík rök í ljósi
umræðu síðustu daga og vikna.
Trúverðugleiki íslenska bankakerf-
isins er að veði og mikilvægt að Is-
landsbanki hf. eins og aðrar banka-
stofnanir leggi spilin á borðið í
þessum efnum,“ segir einnig í bréfi
Guðmundar Arna. Hann lætur í
ljósi þá skoðun að hægt ætti að
vera að veita umbeðnar upplýsing-
ar innan hálfs mánaðar, standi vilji
til þess.
Höfðu ekki
fengið bréfíð
Hvorki Valur Valsson, banka-
stjóri Islandsbanka, né Kristján
Ragnarsson, formaður bankaráðs-
ins, höfðu fengið bréf þingmannsins
um kvöldmatarleytið í gær. „Mér
finnst þetta lýsa svolítið því sem
þingmaðurinn er að leita eftir án
þess að hann sjái til þess að bréfið
komist til viðtakenda," sagði Krist-
ján Ragnarsson í samtali við Moi'g-
unblaðið þegar hann var inntur álits
á bréfi þingmannsins.
„Við höfum mjög virkt kostnað-
araðhald í íslandsbanka og ég tel að
hluthafar bankans þurfi ekki að
hafa áhyggjur af því að þar sé farið
illa með fé. Samkvæmt lögum um
hlutafélög geta hluthafar spurt á
hluthafafundi um hluti eins og þessa
og þeim yrði svarað þar. Við berum
ábyrgð gagnvart hluthöfum og
munum svara spurningum þeirra,
komi þær fram, i samræmi við þau
lög sem við störfum eftir," sagði
Kristján og kvaðst geta staðhæft að
þessir hlutir væru mjög hófsamir í
Islandsbanka og ekki í líkingu við
það sem um væri að ræða í Lands-
bankanum.
Kristján sagði næsta fund
bankaráðs ekki fyrirhugaðan fyrr
en í síðustu viku mánaðarins og
ekki væri að vænta svars til þing-
mannsins fyrr en þá, hafi bréf þá
borist.
Landsbankaskýrslan verður rædd á Alþingi í dag
Oskir um að fram fari
úttektir í öðrum bönkum
ÞINGFLOKKUR Alþýðubanda-
lagsins og óháðra hefur sent forseta
Alþingis bréf með ósk um hliðstæða
úttekt á Búnaðarbankanum og
Seðlabankanum og fram hefur farið
á Landsbankanum. Þá hefur Guð-
mundur Arni Stefánsson, þingmað-
ur Alþýðuflokksins, ritað bankaráði
íslandsbanka og óskað eftir upplýs-
ingum um risnu, bifreiða- og ferða-
kostnað bankastjóra og starfskjör
bankastjóra og aðstoðarbanka-
stjóra.
Bankastjóm Búnaðarbanka Is-
lands óskaði eftir því í síðustu viku
að Ríkisendurskoðun gerði hlið-
stæða úttekt í bankanum og fram
hefur farið í Landsbankanum. Sagði
Þorsteinn Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri verðbréfasviðs bank-
ans, að Ríkisendurskoðun hefði
þegar svarað og sagt að slík athug-
un myndi fara fram en tímasetning
hefði ekki verið afráðin.
í bréfi þingflokks Alþýðubanda-
lagsins og óháðra er farið fram á
það við forsætisnefnd Alþingis að
hún beiti sér fyrir því að Ríkisend-
urskoðun vinni hliðstæða úttekt á
Búnaðarbanka og Seðlabanka og
fram hefur farið á Landsbankanum
og að gerð verði skýrsla um þær út-
tektir sem komi til umræðu á AI-
þingi. Jafnframt verði kannað hvort
útibú bankanna hafi verið látin bera
risnukostnað yfirstjórnar bankanna
og að gerð verði grein fyrir því sér-
staklega.
Reiknað með tveggja
tíma umræðu
Ólafur G. Einarsson, forseti Al-
þingis, sagði bréf þingflokks Al-
þýðubandalags og óháðra hafa ver-
ið tekið fyrir í forsætisnefnd þings-
ins í gær. „Við afgreiddum það með
því sem er nú að verða venjubund-
inn háttur, við sendum það Ríkis-
endurskoðun með ósk um að hún
tæki það til afgreiðslu og vísuðum
til fyrra bréfs sem hafði komið frá
þingflokki jafnaðarmanna, þannig
að þetta skarast svolítið,“ sagði
Ólafur í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Hann sagði jafnframt að eitt-
hvað af umbeðnum upplýsingum
myndi koma fram í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um Landsbankann
sem kæmi til umræðu í þinginu ár-
degis í dag. Hefur verið gengið frá
fyrirkomulagi hennar. Umræðan á
að hefjast klukkan 11 og kynnir
viðskiptaráðherra þá skýrsluna og
hefur til þess 15 mínútur. Síðan fá
Morgunblaðið/Þorkell
SKYRSLA Rfkisendurskoðunar rædd á Alþingi fyrir páska. Finnur
Ingólfsson í ræðustól og Jóhanna Sigurðardóttir hlýðir á mál hans.
talsmenn þingflokkanna 10 mínút-
ur hver og aðrir þrjár mínútur og
sagði Ólafur reiknað með að um-
ræðan gæti staðið í allt að tvo
tíma.
í bréfi Guðmundar Árna Stefáns-
sonar segir meðal annars að ljóst sé
að Islandsbanki sé í samkeppni við
Landsbanka íslands, Búnaðar-
banka íslands og Seðlabanka ís-
Banka-
ráðsmenn
kosnir á
stofnfundi
FULLTRÚAR í bankaráð-
um Landsbanka Islands hf.
og Búnaðarbanka fslands
hf. voru samkvæmt lögum
um stofnun hlutafélaga um
bankana kosnir á stofn-
fundum bankanna.
Fundirnir voru haldnir
fyrir yfirtöku hlutafélags-
bankanna á ríkisviðskipta-
bönkunum um siðustu ára-
mót. Viðskiptaráðherra fer
samkvæmt lögunum með
eignarhlut ríkisins í bönk-
unum.
Aður en ríkisviðskipta-
bönkunum var breytt í
hlutafélög voru fulltrúar í
bankaráðin hins vegar
kosnir af Alþingi og skipaði
viðskiptaráðherra formenn
bankaráðanna.
AÐALFUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 1998, kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteigi.
HLUTABRÉFA
SJOÐURINN
Dagskrá aðalfundar Hlutabréfasjóðsins hf.:
1. Venjuleg aðalfundarstörfj sbr. 14. grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga til breytinga á 3. gr. samþykkta félagsins. Tillagan felur í sér rýmkun
fjárfestingaheimilda.
3. Heimild til stjórnar um kaup á hlutabréfum félagsins á næstu átján
mánuðum, sbr. lög nr. 2/1995 um hlutafélög.
4. Onnur mál, löglega upp borin.
Erindi: Hvernig fóta íslenskir fjárfestar sig á erlendum hlutabréfamörkuðum?
Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri VIB.
Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Hluthafár eru hvattir til að mæta!
REKSTRARAÐILI:
Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
„Tel að komið sé
að kaflaskilum“
„ÉG tel að komin séu kaflaskil og
það sem hefur gerst í kjölfar Lands-
bankamálsins er eðlilegt. Það var
ekki við öðru að búast en að banka-
stjórarnir færu og ég tel skynsam-
legt hjá þeim að hafa gert það sjálf-
ir,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir al-
þingismaður í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Jóhanna lagði upphaflega fram
fyrirspurnina á Alþingi um laxveiði-
kostnað Landsbankans.
Þá lagði hún í gær fram á Alþingi
fyrirspurn til iðnaðarráðherra um
risnu, ferðakostnað, dagpeninga og
bílahlunnindi síðustu fimm ára hjá
Landsvirkjun og kostnað af laxveið-
um ef þær hefðu verið stundaðar.
„Við erum að mínu viti að sigla inn
í nýja tíma þar sem kallað er meira
eftir ábyi’gð og siðferði. Þetta er
upphafið að þvi og menn munu kalla
eftir nýjum leikreglum. Mér sýnist
nokkuð ljóst að skoða verði af fullri
alvöru að setja siðareglur í stjórn-
sýslunni um meðferð á opinberum
fjármunum. Þetta mál í Landsbank-
anum er prófsteinn á siðferði í þjóð-
félaginu,“ sagði Jóhanna ennfremur.
„Ég mun síðan leggja fram frum-
varp um að í öllum ársreikningum
ríkisfyrirtækja og ríkistengdra fyrir-
tækja verði birtar ítarlegar sundui’-
liðanir á þessum atriðum er varða
risnu, ferðakostnað, dagpeninga og
annað.“
Nýjar leikreglur
Jóhanna kveðst telja að þessar um-
ræður og hugsanleg siðbót í hinu op-
inbera eigi eftir að ná almennt út í at-
vinnulífið. „Enda er þjóðfélagið að
breytast og þjóðin farin að veita meira
aðhald og gera meiri kröfur um siðbót
í þessum efhum. Þetta er að skila sér
nú og mun halda áfram. Ég held að
menn muni setja nýjar leikreglur og
þeir sem ei-u í ábyrgðarstöðum sýni
ábyrgð. Þetta eru menn í vel launuð-
uin störfum og þeir eiga að axla
ábyrgð ef þeim misferst í embættis-
færslum sínum og þai- er ég að tala
um að fara vel með fé skattborgar-
anna og sýna aðhald og spamað."
Jóhanna kvaðst hafa óskað eftir
því strax og rangar upplýsingar
komu fram varðandi Landsbankann
að farið yrði einnig í Búnaðarbank-
ann og Seðlabankann og kannaður
kostnaður vegna risnu, laxveiða og
ferðalaga og sagði hún að þingflokk-
ur jafnaðarmanna hefði einnig farið
fram á stjórnsýslulega úttekt á
bönkunum og þá verður farið ofan í
öll þessi mál. „Hins vegar er mörg-
um spurningum ósvarað og ég held
að J)að sé alveg nauðsynlegt að fá öll
dótturfyrirtækin upp á borðið.“