Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 23
STÚLKURNAR sjö eftir að úrslit höfðu verið kunngjörð. F.v. Erna
Höskuldsdóttir, Þórhalla Sigurðardóttir, Hrefna Björnsdóttir, Ásta
Yr Esradóttir, Halldóra Hallgrímsdóttir, Fanney G. Sigurþórsdóttir
og Helga Rún Guðjónsdóttir.
Súðavíkurstúlka fal-
legust á Vestfjörðum
ísafirði - Ásta Ýr Esradóttir, 18
ára nemi frá Súðavík var kjörin
fegurðardrottning Vestfjarða á
úrslitakvöldi Fegurðarsam-
keppni Vestfjarða sem haldin
var í veitingahúsinu Krúsinni á
ísafirði.
Auk þess að vera kjörin feg-
ursta stúlka Vestfjarða, reyndist
Ásta Ýr vera með fegurstu fót-
leggina. Ljósmyndafyrirsæta
Vestfjarða var kjörin Fanney G.
Sigurþórsdóttir, 18 ára nemi frá
Flateyri, og vinsælasta stúlkan,
sem keppendur velja sjálfir, var
Þórhalla Sigurðardóttir, 22 ára
nemi frá Patreksfirði.
Húsfyllir var á úrslitakvöldinu.
Dómnefnd kvöldsins skipuðu þau
Astrid Elvarsdóttir, fegurðar-
drottning VestQarða 1996, Elín
Gestsdóttir, framkvæmdastjóri
Ungfrú ísland, Silja Allansdóttir,
framkvæmdasfjóri Fegurðarsam-
keppni Vesturlands, Hrafn Frið-
björnsson, eigandi Stúdió Ágústu
og Hrafns, og Magnús Hávarðar-
son prenthönnuður.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
FEGURÐARDROTTNING
Vestfjarða, Ásta Ýr Esradóttir
frá Súðavík.
íþróttamaður
HSH valinn
Grindavík
Listi jafn-
aðar-og fé-
lagshyggju-
fólks
Grindavík - Nýstofnað bæjar-
málafélag jafnaðar- og félags-
hyggjufólks í Grindavík sem
samanstendur af Alþýðu-
flokki, Alþýðubandalagi og
óháðum hyggst bjóða fram í
komandi bæjarstjómarkosn-
ingum undir nafninu Grinda-
víkurlistinn.
Þessir hópar hafa nú í bæj-
arstjóm þrjá fulltrúa af sjö.
Grindavíkurlistinn eins og fé-
lagsskapurinn nefnist mun
bjóða fram undir listabók-
stafnum J.
I framhaldi af prófkjöri Gr-
indavíkurlistans 28. febrúar
síðastliðinn þar sem efsta sæt-
ið var bindandi hefur kjör-
nefnd stillt upp eftirfarandi
lista til bæjarstjórnarkosning-
anna í maí:
1. Hörður Guðbrandsson
verkstjóri, 2. Pálmi Ingólfsson
kennari, 3. Þómnn Jóhanns-
dóttir húsmóðir, 4. Garðar
Páll Vignisson kennari, 5.
Ingibjörg Reynisdóttir skrif-
stofumaður, 6. Magnús Andri
Hjaltason sölumaður, 7. Jóna
Herdís Sigurjónsdóttir skrif-
stofumaður, 8. Anna Schmidt
verkamaður, 9. Trausti Harð-
arson forstöðumaður, 10.
Andrea Hauksdóttir sjúkra-
liði, 11. Valgerður Á. Kjart-
ansdóttir bankastarfsmaður,
12. Jón Gröndal kennari, 13.
Pétur Vilbergsson vaktmaður,
14. Sigurður Gunnarsson vél-
stjóri.
Ólafsvík - Þing Héraðssambands
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu
var haldið í Ólafsvík 21. mars sl.
Gestir þingsins vom Ellert B.
Schram, forseti fþrótta- og
Ólympiúsambands fslands, Stefán
Konráðsson, framkvæmdastjóri
þess, og Sæmundur Runólfsson,
framkvæmdasljóri UMFÍ.
Ellert veitti Kjartani Páli Ein-
arssyni gullmerki og Elfu Ár-
mannsdóttur og Eggert Kjartans-
syni silfurmerki fyrir vel unnin
störf í þágu íþróttanna. Sæmund-
ur veitti Lilju Stefánsdóttur og
Eiði Björnssyni starfsmerki UMFÍ
fyrir vel unnin störf í þágu
íþróttastarfseminnar.
Fijálsíþróttamaður HSH árið
1997 er Illugi Pálsson, UMFG.
Körfuknattleiksmaður ársins er
Tómas Hermannsson, Snæfelli.
Knattspyrnumaður ársins var
kjörinn Zikret Þór Mehic, Vík-
ingi. Hestaíþróttamaður ársins er
Lárus Ástmar Hannesson, Snæ-
fellingi. Sundmaður ársins er
Berglind Valdimarsdóttir, Snæ-
felli, og var hún jafnframt út-
nefnd íþróttamaður ársins 1997
hjá HSH. Þinghaldið tókst með
ágætum. Allir þinggestir fengu
tösku í tilefni 70 ára afmælis UMF
Víkings. Lúðrasveitin Snær sá um
veitingar sem voru í boði Snæ-
fellsbæjar. Nýkjörinn formaður
HSH er Guðmunda Jenný Her-
mannsdóttir, Snæfelli.
, Morgunblaðið/Helgí Kristjánsson
SIGRÚN Ólafsdóttir afhendir Tómasi Hermannssyni verðlaun
hans sem körfuknattleiksmanns ársins.
Sendibíll brann
Vaðbrekka, Jökuldal - Sendibíll á
bænum Hrafnabjörgum í Jökulsár-
hlíð á Héraði brann til kaldra kola á
páskadagskvöld.
Bóndinn á Hrafnabjörgum var að
gangsetja sendibílinn eftir að hann
hafði staðið óhreyfður um nokkurt
skeið. Bíllinn hafði ekki verið lengi í
gangi er eldur varð laus í honum og
varð bíllinn alelda á svipstundu, og
þótt reynt væri að slökkva í honum
með þremur handslökkvitækjum er
tiltæk voru á bænum hafði það ekk-
ert að segja á eldinn.
Slökkviliðið á Egilsstöðum var
kallað út og slökkti það eldinn í bíln-
um og ekki var nein hætta á að
kviknaði í nálægum byggingum
vegna þess að bíllinn var nokkum
spöl frá mannvirkjum. Þó kviknaði
lítilsháttar sinueldur umhverfis bíl-
inn. Að sögn sjónarvotta sást ol-
íuslóð eftir bílinn síðasta spölinn svo
talið er að olía hafi lekið ofan á púst-
greininn sem orsakað hafi eldinn.
Sendibíllinn gjöreyðilagðist í eldin-
um og brann í honum allt sem
brunnið gat.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
GUÐMUNDUR Björgvinsson, formaður Ibúasamtakanna
gerði grein fyrir verkefnum samtakanna.
A • •
Ibúasamtök On-
undarfjarðar með
almennan fund
Flateyri - íbúasamtök Önundar-
fjarðar héldu nýlega fund til að
kynna íbúum Flateyrar þau verk-
efni sem samtökin vinna að.
Ljóst er að víða þarf að taka til
hendinni í bæjarfélaginu og brýnt
þykir mönnum að fá svar við bréf-
um varðandi áframhaldandi stað-
setningu söluskála Esso sem
eyðilagðist í snjóflóðinu. Söluskál-
inn stóð við aðkomuna í bæinn og
eru ennþá ummerki eftir stað-
setningu hans. Verðmæti eru
ennþá fýrir hendi, svo sem tankar
í jörðu niðri og ýmsar lagnir. Enn
hafa ekki fengist greinargóð svör
við því hvort samskonar skáli
verði reistur á ný. Ljóst er að ef
sams konar skáli yrði reistur yrðu
gerðar miklu meiri kröfur hvað
varðar burðarþolsstyrkleika slíks
húss. Spurt var á fundinum hvað
valdi töfum á framgangi málsins,
en yfirvöld hafa ekki svarað bréf-
um frá því í júlí 1997. Bæjarbúar
eru þegar famir af stað með und-
irskriftalista til að knýja á um
svör.
Af öðrum málum var fjallað
um „Ellefsensverkefnið" en uppi
eru áform um að reisa hús í svip-
uðum stíl og Ráðherrabústaður-
inn er, en í þessu húsi yrði bæði
sögð saga hvalveiða í Norðurhöf-
um og varð veitt Ellefsenssafn.
Hugmyndin hefur þegar fengið
góðan hljómgrunn bæði hjá fjöl-
miðlum og hinni opinberu stjórn-
sýslu. Mikill áhugi er fyrir hendi
í Noregi og er jafnvel rætt þar
um að markaðssetja Önundar-
fjörð sem ferðasvæði. Að svo
stöddu er ekkert hægt að segja
til um hvort af byggingu hússins
verður en línur munu skýrast í
kringum 1. júní hvað varðar
framkvæmd málsins.
I lokin voru mönnum kynntar
hugmyndir varðandi útgáfu á
kynningarbæklingi sem hefði að
geyma sögu Önundarfjarðar frá
landnámi til dagsins í dag hvað
varðar atvinnusögu t.d. hvalveiða
og fiskveiða og einnig sögu bú-
skaparhátta. Einnig yrði saga og
afleiðingar snjóflóðsins skráðar.