Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 33 LISTIR * I skugga Niálu BÆKUR IVlKnningarsaga HETJAN OG HÖFUNDURINN Brot úr íslenskri menningarsögu eftir Jón Karl Helgason. Prentvinnsla: AiT Scandbook, Sví- þjóð. Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar. Reykjavfk 1998. 269 bls. EKKI hefur mikið verið fengist við mark- vissar viðtökurannsóknir hér á landi en þær beinast að því hvernig tekið er við bók- menntum, hverjir lesa þær og hvemig. I bók sinni, Hetjan og höfundurinn. Brot úr ís- lenskri menningarsögu, kannar Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, hvernig Njála var lesin á árunum frá 1850 til 1950 og hvernig sá lestur birtist í öðrum textum og túlkunum frá þessu tímabili. Jón Karl kemst að því að miklar breytingar hafa orðið á túlk- un Islendinga á Njálu og Islendinga sögum almennt á þessari öld þar sem athyglin hefur í sífellt auknum mæli færst af hetjum sagn- anna á höfunda þeirra; sögurnar eru nú fyrst og fremst lesnar sem einstök listaverk mik- illa höfunda en ekki sem sagnfræðilegar heimildir um lifandi hetjur og hetjudáðir tí- undu aldar. Þessa þróun í túlkun sagnanna tengir Jón Karl almennt auknu vægi höfund- arins í íslenskri menningu á tuttugustu öld. Jón Karl hefur á undanfómum ámm feng- ist við rannsóknir á viðtökum Njálu og skrifað doktorsritgerð um það efni. Hetjan og höf- undurinn er eins konar hliðarverkefni við þá ritgerð og fjallar á frekar almennan hátt um það hvemig Njála hefur birst í túlkun ís- lenskrar alþýðu á síðustu öld og þessari, í rit- um fræðimanna, í draumleiðslum og skyggni- lýsingum, I gatnakerfi Reykjavikurborgar, á íslenskum peningaseðlum og umiram allt í skrifum Halldórs Laxness en þar birtist kannski færslan frá hetjunni til höfundarins í íslenskri menningarsögu einna skýrast. Bókin sýnir þannig þessa færslu í nokkmm sneiðmyndum, ef svo mætti kalla, en hana mætti rekja til nokkurra hugmynda- legra og sögulegra þátta. Trúin á sannleiksgildi Islendinga sagn- anna á sér rætur i aldalöngu trausti fólks á orðinu og þá ekki síst hinu ritaða orði, orðið var sannleikur og á það trúði fólk og treysti (sbr. orð guðs eða Biblíuna, galdrar, lækn- ingamáttur orða o.s.frv.). Jón Karl fjallar ekki um þessa forsögu enda tengist hún ekki rannsókn hans beinlínis heldur byrjar hann sögu sína þar sem breytingar era um það bil að verða á þessu viðhorfi til sannleiksgildis orðsins og þá Islendinga sagnanna. A nítj- ándu öld verður sú hugmynd til að höfundur hvers verks skapi eitthvað nýtt úr huga sér, að ímyndun og framleiki eigi stóran, ef ekki mestau þátt í sköpun hvers hugverks og því sé ekki hægt að kalla það sannleika í ströng- um skilningi. Um leið og höfundurinn fer að ryðja sér til rúms verður til hugmyndin um bókmenntir andspænis hugmyndinni um sagnfræði og það er í togstreitunni á milli þessara andstæðu hugmynda sem nýr skiln- ingur og ný skynjun á Islendinga sögunum verður til hér á landi upp úr síðustu aldamót- um; sögurnar hætta að vera sannar sögur, sagnfræðilegar heimildir, og verða bók- mennth', listaverk - staðlausir stafir þegar verst/best lætur. Eins og Jón Karl rekur má til dæmis sjá þessa færslu frá sagnfræðiviðhorfi til höfund- arviðhorfs í tveimur rannsóknum sem gerðar vora með 64 ára millibili á öldinni en þær beindust meðal annars að lestri íslenskrar al- þýðu; augljóslega hefur dregið úr þessu sagn- fræðilega viðhorfi til íslendinga sagnanna í síðari rannsókninni sem var gerð árið 1994 og beindist að fólki fæddu á árabilinu 1900 til 1930, þetta fólk var farið að líta svo á að sög- umar væra skáldskapur og sama skilning má sjá í kenningum fræðimanna frá því snemma á öldinni og skáldskap manna eins og Steins Steinars; árið 1937 birti Steinn ljóðið Skai-p- héðinn í brennunni sem Jón Karl segir að marki endalok hetjudýrkunaiinnar sem slíkr- ar í íslenskum bókmenntum en það hefst á þessum línum: „Það er lýgi, sem sagt er. / Eg leitaði útgöngu, / ég leitaði útgöngu í mátt- vana skelfingu / deyjandi manns.“ Miklar efasemdir um sagnfræðilegt gildi sagnanna birtist í skemmtilegum spíritískum heimildum sem Jón Karl dregur fram í bók sinni. Ein þessara heimilda er frásögn Her- manns Jónassonar frá árinu 1912 af draum- föram sínum. Hennann þenna dreymdi að til sín kæmi maður sem hefði legið í mold á ní- undu öld, væri raunar tengdasonur Njáls á Bergþórshvoli og segði honum hvað væri satt og hvað logið í Njálu. Frásögn Her- manns vakti mikla athygli og var meira að segja tekin til greina í fræðilegri umræðu um Njálu en Einar Olafur Sveinsson taldi sig knúinn til að ræða hana í víðfrægri doktors- ritgerð sinni um söguna frá árinu 1933. Sá sem hvað harðast barðist gegn sagn- fræðiviðhorfinu, að mati Jóns Karls, var hins vegar Halldór Laxness sem hann kallar „djarfasta aðila íslenska skólans“ en megin- kenning hans var einmitt að Islendinga sög- urnar væra höfundarverk, „hápunktur ein- stæðrar bókmenntasköpunar Islendinga á síðmiðöldum“, en ekki sagnfræðilegar heim- Jón Karl Helgason ildir. Jón Karl styður þessa fullyrðingu sína um tengsl Halldórs og íslenska skólans með umfjöllun um fornsagnaútgáfu Halldórs með nútímastafsetningu þar sem birtast skýr áhrif frá forvígismönnum íslenska skólans, þeim Sigurði Nordal og Einari Ólafi. Eins og Jón Karl sýnir fram á í bók sinni má líka setja þennan nýja skilning á íslend- inga sögunum í samhengi við ákveðna við- burði í Islandssögunni. Þannig má til að mynda sjá að skáld nítjándu aldarinnar not- uðu hetjuímynd fornsagnanna til að byggja undir hugmyndir sínar um sjálfstæði Is- lands, hetjur sagnanna réðu málum sínum sjálfar enda þurftu þær ekki að lúta erlendu valdi. Hetjuímynd sagnanna var þannig gild- ur rökstuðningur fyrir þvi að Islendingar gætu staðið einir og óstuddir. Þegar þjóðin hafði öðlast sjálfstæði 1944 var þörf á „nýju pólitísku markmiði fyi'ir þjóðina til að sam- einast um“ eins og Jón Karl segir, „og ís- lenski skólinn var með lausnina á reiðum höndum. Hann færði gullöldina einfaldlega fram um þrjú hundrað ár eða svo, frá þjóð- veldistímanum til þess tíma þegar gullaldar- bókmenntimar voru skapaðar. Áherslan færðist frá hetjum til höfunda fornsagnanna; höfundur Njálu verður fyi-irferðarmestur í umfjöllun íslendinga um söguna. Jafnframt er boðuð ný gullöld íslenskrar menningar á tuttugustu öld, þar sem skáld, fræðimenn og listamenn eiga að gegna lykilhlutverki." Og það er einmitt hér sem hlutverk Hall- dórs Laxness verður hvað stærst í íslenskri menningarsögu, að sögn Jóns Karls, sem djarfasti aðili íslenska skólans rennur hann saman við þá menn sem hann sjálfur telur aðalpersónur menningarsögu þjóðarinnai': „Snoma Sturluson og hina óþekktu höfunda fornsagnanna." Segir Jón Karl að Nóbels- verðlaunin hafi staðfest þennan samrana, „sú gullöld bókmenntasköpunar sem hér hafði staðið fyiT á öldum er aftur gengin í garð.“ Og Jón Karl gengur lengra. Hann segir að höfundar okkar tíma - listamennimir og fræðimennirnir - hafi mótað skilning okkar á íslendinga sögunum og í raun hafi þeir á viss- an hátt fyllt upp í ímynd óþekktra höfunda þeirra; þannig kallar hann Einar Ólaf höfund Njálu á svipaðan hátt og Astráður Eysteins- son hefur látið að því liggja í kunnri gi'ein, sem Jón Karl styðst nokkuð við í bókinni, að Halldór Laxness væri höfundur Fóstbi'æðra sögu. En nú ber að hafa í huga að hér hefur orðið þó nokkur breyting á höfundarhugtak- inu frá því íyrr á öldinni þegar menn tóku fyrst að leita höfundar Njálu. í raun er um ákveðinn viðsnúning á hugtakinu að ræða þar sem gert er ráð fyrir því að í því sé fólginn innbyggður lesandi eða túlkandi; höfundurinn er sem sé ekki lengur sá sem skapai' eitthvað nýtt úr huga sér, úr framleika og ímyndunar- afli sínu, heldur gerir hann sér mat úr eldri texta, hann les og túlkai', býr til nýjan texta á granni annars, eins konar skuggatexta eða „transtext" eins og þetta hefur verið kallað á erlendum málum. Þannig hefur leitin að per- sónunni sem var höfundur Njálu orðið að keppninni um að búa til merkingu Njálu, keppni lesenda og þjálfaðra túlkenda um að skapa merkingu hennar, að komast inn í þennan langa skugga sem sagan hefur skilið efth' sig og helst íylla upp í hann. Við vitum nú hvaða lesendur - eða vora það höfundar - komust næst því að fylla upp í þennan skugga og þá er bara spumingin hvort okkur sem á eftir komum tekst að stíga út úr skugga þeirra; þeim, sem það tekst, taka væntanlega við sem aðalpersónur íslenskrar menningar- sögu. Þessi bók Jóns Karls er einkar skemmti- leg aflestrar, að hluta til vegna þess að hann velur að láta fræðilegar undirstöður hennar vera ósýnilegar en fyrst og fremst vegna þess að hún lýsir mikilli hugkvæmni í túlkun á þeim skuggatextum sem orðið hafa til um Njálu á þessari öld; hér hefur til að mynda ekkert verið sagt frá geysiskemmtilegum kafla um það hvernig færslan frá hetju til höfundar birtist í gatnaskipulagi miðborgar Reykjavíkur eða í prentun íslenskra pen- ingaseðla. Bókin er afskaplega skýr í allri framsetningu og auðskilin. Gildi hennar er heldm' ekki aðeins bókmenntasögulegt held- ur afhjúpar hún svolítið leynda þætti í þjóð- areðli okkar íslendinga. Bókin er enn ein skrautfjöðrin í hatt Heimskringlu, háskólaforlags Máls og menn- ingar en þar hefur verið unnið þarft starf við að koma á framfæri vönduðum fræðiritum fyrir bæði leika og lærða. Þröstur Helgason I leit að væringjalist Morgunblaðið/Ásdfs YFIRLITSMYND af sýningu Þorgerðar Sigurðardóttur í Gryfjunni, Ásmundarsal. MYNPLIST Gryfjunni, Listasalni ASI, Fre.yjugötu 41 ÍKONAR ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Til 19. aprfl. Opið daglega frá kl. 14- 18. Aðgangur 200 kr. Skrá 300 kr. ÍKONAR hafa verið í tísku í nokkur ár og er það ekki síst að þakka Kristínu Gunnlaugsdóttir sem á sínum tíma kynnti þennan forna miðil eftir að hún lærði íkpna- málun í nunnuklaustri suður á Ital- íu. Eftir að Kristín reið á vaðið hef- ur sprottið upp hópur íkonamálara hér á landi og hefur heyrst af fleiri en einu námskeiði í gerð slíkra aust- rænna helgimynda. Þá varð íkona- sýning Listasafns Islands á mynd- um frá Norður-Rússlandi - hingað komin frá Norðurnorska listasafn- inu í Tromso í ái’sbyrjun 1996 - til að efla almennan áhuga á þessari listtegund. Ólíkt Kristínu, sem hefur fundið leið til að þróa íkonalistina með ferskum og persónulegum hætti, burt frá hinni hefðbundnu, austróm- versku helgilist, heldur Þorgerður Sigurðai'dóttir sig alfarið við upp- runann. Að vísu reynir hún að tengja list sína íslenskri miðaldahefð - til dæmis með því að mála smækkaða mynd af Flatatungufjölunum - en lengra gengur hún ekki í útúrdúrn- um. Það má vissulega telja Þorgerði til tekna hve vel og alúðlega hún vinnur myndh' sínar. Hinu, að finna sjálfri sér stað í þeim virðist vefjast miklu meh'a fyrir henni. Þannig málar hún nær eingöngu eftirmyndir misjafn- lega vel þekktra íkona frá miðöldum og allt fram á okkai' dag. Það frum- legasta eru kópíur íslenskra helgi- gripa, Marteinsklæðisins og kirkju- legra innsigla frá því fyrir siðaskiptin. Nú ætla ég ekki að deila um það hvort býsönsk hefð hafi knúð hér dyra á miðöldum. En þó svo fjalirnar góðu gætu verið af gerskri dóms- dagsmynd er ekki þar með sagt að þær séu af ætt íkona. Marteinsklæð- ið og innsiglin eru enn langsóttari fyrirmyndir. Hví nýtir Þorgerður sér ekki frekar ágæta tækni sína til hugmyndaríkrar myndgerðar - helst með nútímalegri skírskotun - í stað- inn fyrir að festa sig á klafa svo steinrunninnar uppöpunar? Nóg er nú af tilbúnum fornmunum - gem- antík - svo útlærðir listamenn séu ekki að bæta eggjum sínum í þann haug. Halldór Björn Runólfsson Einu sinni var... KVIKMYMIIR Háskðlabfó, Regn- b o g i n n, & a m b í 6 i n Álfabakka, Borgar- bfó Akureyri. ANASTASÍA-ÁlHf Leikstjóri Don Blurh. Handrit Marcelle Maurette, o.fl. Tónlist David Newman. Raddir Sigrún Edda Björnsdóttir, Svala Björg- vinsdóttir, Baldur Trausti Hreins- son, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Magnús Ólafsson, o.fl. 96 mfn. Bandarísk. Fox Fa- mily Films 1997. ÞÁTTASKIL hafa orðið í sögu teiknimynda með myndinni um Anastasíu, hún sannar að það er orðið á valdi fleiri en Disney að gera slíkar myndir skammlaust. Fram að þessu hefur ávallt eitt- hvað vantað upp á tilraunir hinna dreifingaiTÍsanna í Hollywood til að ná fagmennsku Disneyveldis- ins, en Anastasía gefur fyrh'- myndum sínum ekkert eftir að neinu leyti þótt efnislega jafnist hún ekki á við bestu myndirnar frá Walt Disney. Sögusviðið er Rússland á tím- um byltingarinnar. Keisarinn er hrakinn frá en árar Raspútíns taka við stjórninni. Að undan- skilinni ömmunni, sem dvelur í Pai’ís, er keisarafjölskyldan strádrepin. Eða hvað? Tíu ár líða. Stúlkan Anastasía man ekki upprana sinn, er hún mögulega eitt eftirlifandi barna keisarans? I París bíður amman með gnótt fjár þeim til handa sem hafa uppi á hinni réttu, en er tekin að lýjast á eftirlíking- um. Dmitri og Vladimir koma samt Anastasíu á hennar fund eftir ævintýi-alegt ferðalag. Ekki verður annað sagt en Fox fari feikivel af stað með sitt splunkunýja teiknimyndaver, því Anastasía er líflegt og skemmtilegt ævintýri og sem slíkt hagar það mannkynssög- unni að eigin vild. Persónurnar era litskrúðugar, illar og góðar. Vitaskuld er mikið sótt til Dis- neymyndanna, Anastasía gæti hæglega verið úr þeim herbúð- um enn sem komið er, a.m.k. er ekkert persónulegt mark komið á framleiðslu keppinautarins. Ástin blómstrar, tónlistin dunar í öruggum höndum Davids Newman og talsetningin ís- lenska og söngurinn eru óað- finnanlegir þættir. Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.