Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 35

Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 35 LISTIR Ljóðasafn aust- fírskra höfunda FÉLAG ljóðaunnenda á Austur- landi vinnur að undirbúningi út- gáfu ljóðasafns eftir austfirska höfunda og er útkoma þess áætluð um mitt næsta ár. Þá verða 50 ár liðin frá útgáfu safnsins Aldrei gleymist Austurland sem hefur að geyma ljóð eftir 73 Austfirðinga. Utlit er fyrir að helmingi fleiri höf- undar birti ljóð sín í hinu nýja safni og það verði hátt á fjórða hundrað síður að stærð. Vöktu áhuga ljóðvina Hugmyndin að útgáfunni kom fram á undirbúningsfundi að stofn- un félagsins snemma árs 1996 en ákvörðun um útgáfuna var tekin á síðasta ári. Þá leitaði stjórnin til félagsmanna eftir ábendingum um austfirska höfunda sem erindi ættu með kveðskap sinn í væntan- legt safn. Aform félagsins um út- gáfuna voru einnig kynnt í fjöl- miðlum. Stjórnarmenn fundu brátt að útgáfumálin vöktu áhuga ljóð- vina á Austurlandi og ekki síður meðal brottfluttra Austfirðinga. A fyrsta aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Ekkjufelli hinn 1. nóvember síðastliðinn, var kosin ritnefnd til að vinna áfram að und- irbúningi útgáfunnar og til að hrinda henni í framkvæmd. Nefnd- ina skipa þeir Aðalsteinn Aðal- steinsson, Fellabæ, Guðjón Sveins- son, Breiðdalsvík, og Magnús Stef- ánsson, Fáskrúðsfirði, en þeir hafa stýrt félaginu frá stofnun þess. Að- alfundurinn heimilaði ritnefndinni að ráða ritstjóra að útgáfunni og verður það gert undir vorið þegar vinna við handrit bókarinnar hefst fyrir alvöru. Höfundar skulu senda ljóð sín til ritnefndar íyrir apríllok. Stefnt er að því að bókin verði tilbúin til prentunar um næstu áramót og komi út á miðju ári 1999 eins og áður sagði. Ljóðunnendur 77 talsins Félag Ijóðaunnenda á Austur- landi var stofnað fyrir tæpum tveimur árum og félagar eru orðn- ir 77 talsins. Þeir eru búsettir víðs vegar um Austurland og nokkrir í öðrum landshlutum. Útgáfumálin hafa verið helsta viðfangsefni fé- lagsins en einnig hefur það staðið fyrir ljóðakvöldum á Egilsstöðum, Breiðdalsvík.og Djúpavogi. Næsta verkefni félagsins er hagyrðingamót í félagsheimilinu Skrúð laugardaginn 18. apríl en þá helgi standa yfir menningardagar á Fáskrúðsfirði. Stjórn félagsins áformar einnig að halda almennan fund á gistiheimilinu í Tærgesens- húsi á Reyðarfirði laugardaginn 9. maí næstkomandi. Þar verður gerð grein íýrir stöðu útgáfumál- anna og framtíð félagsins rædd. Fundinum lýkur síðan með ljóða- dagskrá félagsmanna. Þessar tvær samkomur verða auglýstar síðar. Einsagan - ólíkar leiðir • Háskólaútgáfan hefur gefið út bókina Einsagan - ólíkar leiðir. Atta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstjórar eru Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon. A síðustu tveimur árum hefur einsagan, sem nefnist microhi- story á ensku rutt sér til rúms sem rannsóknaraðferð í ís- lenskri sagnfræði. Hópurinn sem hér kveður sér hljóðs með ritgerðasafni þessu hefur leitast við að tileinka sér aðferðir ein- sögunnar með einum eða öðrum hætti. Rannsóknh’ þessara fræðimanna varpa ljósi á mögu- leika einsögunnar þar sem hér eru tekin til umfjöllunar efni með nokkru öðru móti en venju- lega er gert í sagnfræði. Höfundar bókarinnar og rit- stjórar eru allir sagnfræðingar og heiti ritgerða þeirra er eftir- farandi: Davíð Ólafsson „Að skrá sína eigin tilveru. Dag- bækur, sjálfsmynd og heims- mynd á 18. og 19. öld“. - Erla Hulda Halldórsdóttir og Sig- urður Gylfi Magnússon, „For- máli - Imba mey og afkomend- ur hennar.“ - Inga Huld Há- konardóttir, „Annáll sigranna." - Jón Aðalsteinn Bergsveins- son, „Allt lífið, öll tilveran er órekjandi vefur. Um sjálfsævi- sögu Matthíasar Jochumsson- ar.“ - Kristrún Halla Helga- dóttir, „Hagir prestsekkna." - Monika Magnúsdóttir, „Það var " fæddur krakki í koti. Um fósturbörn og ómaga á síðari hluta nítjándu aldar.“ - Sigrún Sigurðardóttir, „Tveir vinir. Tjáning og tilfinningar á nítjándu öld.“ - Sigurður Gylfi Magnússon, „Félagssagan fyrr og nú.“ - Svavar Hávarðsson, „Dauðastund. Glíma Bjöms Halldórssonar í Loðmundarfirði við líf og dauða.“ Loks má geta þess að kápu bókarinnar prýðir verk eftir myndhöggvarann Ragnhildi Stefánsdóttur sem nefnist Ein-vera og fjallar lista- maðurinn um verk sitt í bók- inni. Hugarheimur alþýðumanna greindur Það sem höfundar eiga sam- eiginlegt auk notkunar sinnar á aðferðum einsögunnar er að þeir vinna alhr við persónulegar heimildir á borð við dagbækur, sjálfsævisögur, sendibréf og fræðilega spurningalista. Þess- ar heimildir eru nýttar til þess að greina hugarheim alþýðu- manna á átjándu, nítjándu og tuttugustu öld, fólks sem stóð á mótum gamla tímans og þess nýja og tjáði sig á einn eða ann- an hátt um daglega lífsreynslu sína. Bókin er 247 bls. ogkostar 1.990.- Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Einleikara- próf í Fella- og Hólakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistar- skólans í Reykja- vík í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 16. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir Álfheiður eru síðari hluti Hrönn Haf- einleikaraprófs steinsdóttir. Alfheiðar Hrann- ar Hafsteinsdótt- ur fiðluleikara frá skólanum. Stein- unn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. A efnisskrá eru Sónata í F-dúr op. 1 nr. 12 eftir G. Fr. Hándel, Sónata op. 27 nr. 3 eftir E. Ysaye, Indroduction og Rono Capriccioso eftir C. Sains-Saéns og Sónata nr. 9 op. 47 (Kreutzer) eftir L.v. Beet- hoven. -------------- Píanótónleik- ar á Akranesi ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari mun leika í Safnaðar- heimilinu Vina- minni í kvöld mið- vikudagskvöld 15. apríl kl. 20.30 A efnisskránni eru verk eftir Chopin, Prokofi- ev, Debussy, Rachmaninoff og Liszt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.