Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hér er ein ómissandi!
Þessi dýna er svo þægileg
að hún ætti að vera til
í öllum svefnherbergjum
landsins. Bara með því
að horfa á hana langar
Serta
I Skoðaðu
w
! hana betur!
i
mann virkilega til að
leggjast. Komdu til
okkar og prófaðu. Við
finnum örugglega réttu
dýnuna fyrir þig.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bnd*höfðl 20-112 Rvík - S:510 8000
..............................................................-J
Aeúst Amar Þr^iassoa, 8 á
I lsafiröi
Ágúst er einn af tíu börnum
sem hlutu Framtíðarbamastyrk
tdssímans.
verða píp
Hvað
námið n’
mmsmggmam
PípuLagaiagamaiur ?
Framtíðarbörn og Landssíminn hófu í vetur samstarf um að styrkja
æsku landsins til náms í tölvu- og upplýsingatækni.
Framtíðarbörn eru alþjóðlegur tölvuskóli fyrir börn á aldrinum 4 -14
ára. Námsefnið byggist á þemavinnu þar sem bömin vinna með tölvur
og fræðast um tölvutengt efni á skemmtilegan og skapandi hátt.
Útibú skólans em í Reykjavík, Keflavík, ísafirði, Vestmannaeyjum,
Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hafnarfirði, Akranesi,
Dalvik og Sandgerði.
Upplýsirtgar og skránirtg er í símd 553 3322
Nýskráningu fylgir:
Tveggja mánaða
áskzift hjá Inter-
netí Landssímans,
Framtíðarbarna-
bolur og •••
LANDS SÍMINN
FRAMTÍÐARBÖRN
Verðlaun
og viður-
kenningar
Ekki er álitamál að verðlaun og til-
nefningar afþessu tagi kafa jákvæð
áhrif Samtímaleiklist í hverju landi
hlýtur meiri athygli en ella, sem er
litlu landi og þröngu málsvæði eins og
okkar gnðarlega mikils virði.
Vé:
i
:
rðlaun og viður-
kenningar fyrir ár-
angur í listrænu
starfi em viðkvæm
og erfið viðureignar,
hvort sem á við val á viðtakanda
eða veita slíku viðtöku. Reyndar
er langt um liðið síðan íslenskir
listamenn hunsuðu viðurkenn-
ingar af einhverju tagi, ef undan
er skilin uppákoman í Rúðuborg
í fyrra þegar Friðrik Þór Frið-
riksson afþakkaði viðurkenningu
á norrænu kvikmyndahátíðinni
svo eftirminnilegt varð. Til að
finna einhverja hliðstæðu við
þessa uppákomu þarf að fara aft-
ur til ársins
VIDHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
1972 þegar
Baldvin Hall-
dórsson leikari
afþakkaði Silf-
urlampann, við-
urkenningu leiklistargagn-
rýnenda. Silfurlampinn hafði
verið veittur árlega í allmörg ár
áður en þetta varð en síðan ekki
söguna meir. DV braut ísinn að
nýju sjö ámm síðar með menn-
ingarverðlaunum sínum sem
veitt hafa verið árlega allar göt-
ur síðan.
Menningarverðlaun DV em í
sjálfu sér góðra gjalda verð en
óneitanlega nokkuð takmarkandi
þegar kemur að jafn fjölþættri
listgrein og leiklist. Stundum
hefur nefnilega virst sem ærið
tilefni væri til að verðlauna fleiri
en einn það árið; leikara sem
skarar fram úr í einni sýningu,
leikstjóra fyrir uppfærslu, leik-
myndateiknara fyrir leikmynd
o.s.frv. Undirritaður sat í dóm-
nefnd DV um leiklist fyrir ára-
tug eða svo og veit því af reynslu
að tilhneiging er til að dreifa
verðlaununum eftir eins konar
sanngirnisreglu t.d. að velja ekki
leikara mörg ár í röð, heldur
dreifa verðlaununum á milli
greina innan leikhússins. Sú
staða hefur hins vegar aldrei
komið upp að dómnefnd hafi
talið að ástæðulaust væri að
verðlauna nokkurn það árið og
aldrei hefur nokkur maður gefíð
í skyn að valið orkaði tvímælis
(opinberlega a.m.k.), eða að þar
réðu ferðinni önnur sjónarmið en
fagleg og listræn enda hafa
aldrei spunnist deilur um niður-
stöður dómnefnda DV. Þær hafa
að því er virðist reynst giska
óskeikular í gegnum áratugina
tvo. Enginn hefur heldur móðg-
ast svo að hann sæi ástæðu til að
afþakka vegsemdina. Þetta segir
heilmikið.
Ekki fyrir mjög löngu var sú
hugmynd á lofti að efna til eins
konar íslenskra „óskarsverð-
launa“ í leiklist. Að amerískri
fyrirmynd yrði stofnuð akademía
og haldin mikil veisla með verð-
launaveitingum í öllum greinum
leiklistarinnar. Ekki veit ég
hvers vegna þessi hugmynd hef-
ur ekki fengið byr undir báða
vængi því þetta er auðvitað af-
skaplega fjölmiðlavænt efni og
gæti, ef vel tækist til, vakið enn
meiri athygli en þegar er á því
hversu fjölbreytt íslensk leiklist
er. Þar eiga nánast allir verðlaun
skilin. Með þessu gæfist einmitt
tækifæri til þess að tilnefna alla
og verðlauna flesta á hverju ári.
Leikskáld eru þau einu úr
hópi leiklistarfólks sem eiga kost
á sérstakri viðurkenningu en það
eru hin tiltölulega nýlegu Leik-
skáldaverðlaun Norðurlanda
sem veitt eru annað hvert ár af
Leiklistarsambandi Norður-
landa. Sá háttur er hafður á að
stjórn Leiklistarsambands hvers
lands skipar dómnefnd sem til-
nefnir höfund fyrir leikrit sem
frumsýnt var á umliðnum tveim-
ur árum. Nýlega var tilkynnt
hverjir fimm höfundar á Norður-
löndunum hefðu verið tilnefndir í
ár. Af Islands hálfu var Kristín
Ómarsdóttir tilnefnd fyrir leikrit
sitt Ástarsögu 3. Þetta er í fjórða
sinn sem Leikskáldaverðlaun
Norðurlanda verða afhent en
síðast var Arni Ibsen tilnefndur
fyrir leikrit sitt Himnaríki, þar
áður Ólafur Haukur Símonarson
fyrir Hafið og fyrst til að hljóta
Leikskáldaverðlaun Norður-
landa varð Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir Hagalín fyrir leikrit
sitt Eg er meistarinn. Ekki er
álitamál að verðlaun og tilnefn-
ingar af þessu tagi hafa jákvæð
áhrif. Samtímaleiklist í hverju
landi hlýtur meiri athygli en ella,
sem er litlu landi og þröngu mál-
svæði eins og okkar gríðarlega
mikils virði. Þau verk sem njóta
tilnefningar eru strax þýdd á eitt
Norðurlandamálanna hið
minnsta og verða samstundis að-
gengileg öllum leikhússtjórum
og verkefnavalsnefndum leik-
húsa um öll Norðurlöndin.
Himnaríki Arna Ibsens hefur
t.a.m. verið tekið til sýninga víða
á Norðurlöndunum undanfarin
tvö ár og þótt vafalaust hefði það
gert garðinn frægan án sér-
stakrar tilnefningar er jafnljóst
að tilnefningin flýtti fyrir og auð-
veldaði dreifingu verksins.
Önnur verðlaun sem norræn-
um leikskáldum standa til boða
eru Norrænu útvarpsleikrits-
verðlaunin. Þetta eru ný verð-
laun, voru fyrst veitt fyrir tveim-
ur árum og verða nú afhent í
annað sinn í Norræna húsinu á
morgun, fimmtudaginn 16. apríl.
Útvarpsleikritun hefur um tals-
vert langt skeið verið heldur af-
skipt grein leikritunar og notið
lítillar athygli fjölmiðla og fræð-
inga. Er það mjög að ósekju þar
sem útvarpsleikritun er síst
kröfuminni en leikritun fyrir svið
eða sjónvarp. Vonandi verða
þessi verðlaun til þess að auka
möguleika greinarinnar og hafa
sömu áhrif og lýst var að ofan; að
íslensk útvarpsleikrit verði þýdd
og tekin til flutnings á Norður-
löndunum og víðar, svo og að við
hér heima fáum að heyra meira
af norrænum útvarpsleikritum
en verið hefur til þessa.