Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ I kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 16 í dag Vilji samviskunnar til ilja með net fyrir augum. Þessi klæðnaður hindrar sjón kvenna, og hafa margar þeiiTa orðið fyrir bíl- um. Þessi flík er svo dýr að hún kostar sem nemur þriggja til fímm mánaða launum. Þess vegna hafa fáar konur efni á að eignast hana, svo að fjöldi kvenna skiptist á að klæðast henni til þess að geta kom- ist út fyrir hússins dyr á margra daga fresti. En þessi fatnaður er nauðsynlegur af því að „konuandlit spillir mönnum, sem eru ekki vensl- aðir henni,“ eins og talsmaður þeirra orðar það. Á heimili þeirra skal dregið fyrir glugga og þær mega ekki fara til læknis sem er karlmaður, og konur mega ekki starfa sem læknar. Þar að auki er almennt útgöngubann á kvöldin. Konur mega ekki heldur gefa sig á tal við karlmenn, nema þeir séu þeim nátengdir. Talibanar liafa einnig bannað brúður, flugdreka og bréíþoka. Upplýstum Islendingum kann að þykja þessi bönn hlægileg. En í Ka- búl er ekki hlegið. Þung viðurlög eru við brotum á þessum reglum, og „trúarlögregla“ - mestan part ungir menn - eru sífellt vopnaðir á þönum um borgina og þeir hýða konur á staðnum með rafmagnsvírum og loftnetsstöngum, sem þeir brjóta af bílum. Nýlega var höggvið framan af þumalfingri konu fyrir að bera naglalakk. Refsing fyrir þjófnað er að höggva útlim af mönnum. Og sé fólk staðið að hórdómi er það sett í sérstaka gröf sem nær fólki í axlir (konan klædd í burqa) og grýtt til dauða. í mars 1996 var ung kona grýtt fyrir að reyna að flýja land og litlu síðar var tilkynnt að 225 konur hefðu verið hýddar opinberlega fyr- ir að hlíta ekki reglum um klæðnað. Talibanar eru að framkvæma vilja Guðs, sem þeir nefna Allah, þótt samtök islamskra ríkja (52 talsins) neiti að viðurkenna yfirráð þeirra. Varla getur öllu skýrara dæmi um það hvernig skilningur á vilja Guðs getur sundrað mönnum. Það á ekki aðeins við um ofstækis- fulla múhameðstrúarmenn. Það á við um allt trúarofstæki, og reyndar allt ofstæki hvort sem það byggist á trú eða annars konar hugmynda- fræði. I hvert sinn sem einhver seg- ir: „Þú átt að vera eins og ég“ - get- ur ofstækið skotið rótum. Og þegar samviska manna er bundin ofstæki, getur hún vissulega leitt til hinna verstu verka. Þess vegna er um- burðarlyndið lykill að friðsamlegri sambúð - nema hvað ofstæki verður ekki umborið. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. Vandinn er sá, segir Njörður P. Njarðvík, að raunverulegan vilja Guðs þekkir enginn. veislur, áramótafagnaðir, samkom- ur þar sem bæði karlar og konur eru samtímis, ljósmyndir og mál- verk af mönnum og dýrum, tóbak og áfengi, tímarit, dagblöð og flest- ar bækur? Jafnvel fagnaðarlæti og klapp, þótt ekki sýndist mikið eftir til að klappa íyrir. Er maðurinn vitlaus, segir kannski einhver. En þetta hefur gerst nýlega, fyrir um það bil þrem- ur árum. Ekki hér að vísu, heldur í Afganistan þegar talibanar hrifsuðu völd. Og ekki nóg með það. Talibanar bera sérstaka umhyggju fyrir kon- um. „Kona er eins og að eiga rós,“ sagði menntamálaráðherra talibana við bandarískan blaðamann. „Þú sérð um að hún hafi vatn og hefur hana fyrir þig til að horfa á og njóta ilmsins. Hún er ekki borin úr húsi fyrir aðra að þefa af.“ Þessi umhyggja birtist í því að konur mega ekki ganga í skóla af neinu tagi og þær mega ekki vinna utan heimilis. Þær mega ekki mála sig eða bera skartgripi, ekki vera stuttklipptar eða reyta á sér auga- brúnirnar, ekki bera litrík eða hvít- leit klæði, ekki vera í gagnsæjum sokkum eða á háum hælum, ekki láta heyrast fótatak, ekki tala hátt eða hlæja á almannafæri. Og helst ekki fara út af heimili sínu nema í erindum sem eru stjórnvöldum þóknanleg. Og þá skulu konur klæð- ast burqa sem hylur þær frá hvirfli Skraning hefst 11. april og námskeiðið byrjar 1 5. apríl. SAMVISKAN getur jafnvel komið mönnum til hinna verstu verka. Þannig komst Þorsteinn Gylfason prófessor að orði í fyrirlestri er hann flutti á ráð- stefnu um siðfræði og samvisku, sem Aiþjóðlega Sam-Frímúrara- reglan stóð fyrir nýlega. I þessum hluta erindisins ræddi Þorsteinn um það hverju samviska mannsins lyti og tók dæmi af Heinrich Himm- ler. Samviska hans laut því sem hann taldi vera í húfi, framtíð þýskrar menningar. Og til þess að tryggja framgang þess málstaðar yrðu menn að vera reiðubúnir til að leggja mikið í sölurnar. Meira að segja að vinna illvirki. Menn yrðu að yfirstíga þann veikleika að hliðra sér hjá vondum verkum og gæta þess jafnframt að láta slík verk ekki skemma sig. Við vitum hver þau verk voru. Þetta minnir að sumu leyti á Galdra-Loft, sem vildi ná valdi á hinu illa og beita því mikla valdi til góðra verka, með eftirfarandi rök- semdafærslu: „Þegar ég tek það illa í þjónustu mína, til þess að fram- kvæma eitthvað gott, - hvað er þá gott og hvað er þá illt.“ En Himmler var brjálaður, segir þá kannski einhver. Og þetta gerð- ist fyrir löngu. Nú vita menn betur. - Málið er ekki alveg svo einfalt. Það snýst um þá einkennilegu þver- sögn er menn gera illt og eru sann- færðir um að þeir séu að gera það sem rétt er og gott. Það snýst um hollustu við málstað og sannfær- ingu. Það getur snúist um hug- myndafræði í stjórnmálum, en ekki síður þegar menn telja sig vera að framkvæma vilja Guðs. Vandinn þar er hins vegar sá að raunverulegan vilja Guðs þekkir enginn, og hætt er við að menn séu að framkvæma eig- in vilja undir yfirskini æðri máttar- valda. Hvernig litist mönnum á það, ef hér yrði allt í einu bannað sjónvarp, kvikmyndir, myndbönd, tónlist, dans, leikfóng og leikir, brúðkaups- Veldu á milli þess að vera í lokuðum hópum og/eða nýta almenna tíma með aðhaldi þjálfara. Morgun- og kvöldhópar Leikfimi, spinning, tækjaþjálfun, mælingar og fræðsla. Didda og Linda koma ykkur á rétta sporið. mu Gail flísar 1 TT T=»i ís I liu111 Stórhdffia 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Meðal annarra orða Konur og karlar Flottari ■ friiö með sex vikna átaki I Mætti! Við hjálpum þér að taka á málunum og komast í þjálfun fyrir sumarið. á C C V Q r 1 C c c 4 ( c 4 C 4 i c c 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.