Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær systir okkar og mágkona,
RAGNA VALGERÐUR SIGFÚSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum föstudaginn 10. apríl.
Nikulás Sigfússon,
Sigurður Sigfússon,
Eggert Sigfússon,
Guðrún Þórarinsdóttir,
Anna Maria Þórisdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
SIGRIÐUR VIGFÚSDÓTTIR
frá Flögu í Skaftártungu,
Hjarðarhaga 60,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
8. apríl, verður jarðsungin frá Neskirkju
föstudaginn 17. apríl kl. 10.30.
Sigríður Valdís Sigvaldadóttir, Sveínbjörn Guðmundsson,
Margrét Sigvaldadóttir, Gísli Dagsson,
Kristján Sigvaldason,
Sveinbjörg Vigfúsdóttir, Gísli Vigfússon,
Friðrik H. Vigfússon, Sigríður V. Vigfúsdóttir,
Lilja Margrét Möller
og langömmubörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur,
SVERRIR S. EINARSSON
rektor Menntaskólans við Hamrahlið,
Drápuhlíð 40,
lést á heimili sínu aðfaranótt 2. páskadags.
Karólína Hulda Guðmundsdóttir,
Helga Sverrisdóttir,
Hildur Sverrisdóttir,
Guðmundur Sverrisson,
Kristín Sverrisdóttir,
Einar Sigurjónsson.
+
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
EWALD ELLERT BERNDSEN,
Ránargötu 8,
Reykjavík,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
16. apríl kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, þeim, sem vildu
minnast hins látna, er bent á Krabbameins-
félag Islands.
Hulda Knútsdóttir,
Baldvin Berndsen,
Sigurður Berndsen, Edda Guðmundsdóttir,
Ellert Berndsen, Eydís Mikaelsdóttir,
Björgvin Berndsen,
Birgir Berndsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KARL ÁSGEIRSSON
málarameistari
frá Fróðá,
Stýrimannastíg 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 17. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam-
legast bent á barnadeild Hringsins.
Ólafur R. Karlsson, Hrefna Einarsdóttir,
Bergljót Ó. Karlsdóttir,
Ásgeir Karlsson, Guðrún Skúladóttir,
Sigrún Karlsdóttir, Ármann Ásmundsson,
Stefán Karlsson, Karen Karlsson,
Már Karlsson,
Sigurður K. Karlsson, Sofffa Árnadóttir,
barnabörn og langafabörn.
GUÐRÚN ÁSDÍS
STURLA UGSDÓTTIR
+ Guðrún Ásdís
Sturlaugsdóttir
fæddist á Stokkseyri
26. febrúar 1932.
Hún lést á heimili
sínu 6. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Aðal-
heiður Eyjólfsdóttir,
f. 27. júlí 1909, og
Sturlaugur Guðna-
son, f. 18. ágúst
1904. Sturlaugur
lést áriðl985, en Að-
alheiður býr í
Reykjavík á 89. ald-
ursári. Guðrún ólst upp á
Stokkseyri ásamt fjórum systk-
inum. Þau eru: Guðni Sturlaugs-
son, f. 30. maí 1933, d. 6. febrúar
1987, Margrét Sturlaugsdóttir, f.
7. maí 1936, Viktor Ingi Stur-
laugsson, f. 14. nóv-
ember 1940, og Einar
Sturlaugsson f. 1.
mars 1944. Bróður-
sonur Guðrúnar, Jak-
ob Guðnason, ólst
einnig upp með
systkinunum.
Hinn 23. maí 1953
giftist Guðrún Þor-
steini Þóri Alfreðs-
syni, f. í Hafnarfirði
30. júlí 1931. Foreldr-
ar hans voru Ólafía
Dagbjört Þorsteins-
dóttir, f. 18. nóvem-
ber 1910, og Alfreð Þórðarson
hljóðfæraleikari í Vestmannaeyj-
um, f. 21. október 1912. Þorsteinn
ólst upp á Kílhrauni á Skeiðum
hjá móður sinni og fósturföður,
Valdimar Guðmundssyni bónda, f.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR SÆMUNDSSON
f. THORSTEINSON,
lést á Landakoti miðvikudaginn 8. apríl sl.
Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 17. apríl kl. 15.00.
Helga Jóhannsdóttir, Jón Marinó Samsonarson,
Gyða Jóhannsdóttir, Haukur Arnar Viktorsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Áskirkju, fimmutdaginn
16. apríl kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Sjálfsbjörg,
landsamband fatlaðra, njóta þess.
Þór Jóhannsson,
börn og systkini hinnar látnu.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN BENEDIKTSDÓTTIR,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtu-
daginn 2. apríi sl., verður jarðsungin frá Lang-
holtskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 13.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Orgelsjóð
Langholtskirkju njóta þess.
Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur Björnsson,
Kolbrún Sigurðardóttir, Höskuldur Elíasson,
Erla G. Sigurðardóttir,
Benedikt Sigurðsson, Auður Eiríksdóttir,
Jóhann E. Sigurðsson, Laufey Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÁSGEIR Ó. EINARSSON
dýralæknir,
Sólvallagötu 23,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 17. apríl kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
stofnanir.
Lára Sigurbjörnsdóttir,
Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Ágúst Sigurðsson,
Einar Þorsteinn Ásgeirsson,
Sigrún V. Ásgeirsdóttir, Pétur Guðgeirsson,
Þórdís Ásgeirsdóttir, Hjörtur Ingólfsson,
Áslaug K. Ásgeirsdóttir, Halldór Bjarnason.
2. september 1902. Foreldrar
Þorsteins og fósturfaðir eru nú
látin. Þorsteinn lést á heimili
sínu 11. mars sl.
Guðrún og Þorsteinn byggðu
hús sitt á Suðurbraut 3 í Kópa-
vogi, þar sem þau bjuggu alla tíð
frá árinu 1956. Auk húsmóður-
starfa vann Guðrún við verslun,
framreiðslu og rekstur mötu-
neyta. Synir Guðrúnar og Þor-
steins eru tveir: 1) Sturlaugur
Þorsteinsson, f. 25. febrúar
1953, verkfræðingur og bæjar-
stjóri Hornafjarðar, kvæntur
Helgu Lilju Pálsdóttur. Börn
þeirra eru Steinar Þór, f. 6. des-
ember 1977, Guðrún Ásdís, f. 4.
mars 1983, og Stefán Örn, f. 6.
ágúst 1986. 2) Valdimar Óli Þor-
steinsson, f. 5. desember 1957,
veitingasfjóri, kvæntur Katrínu
Guðmundsdóttur. Sonur þeirra
er Þorsteinn Óli, f. 31. maí 1987.
Valdimar bjó áður með Rigmor
Jensen og áttu þau saman Ann
Kristine, f. 22. júní 1977. Börn
Katrínar af fyrri sambúð eru
Guðmundur, f. 31. október 1973,
og Kristján Freyr, f. 7. janúar
1977.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku tengdamamma.
Það er erfitt að hugsa sér lífið og
tilveruna án þín. Okkur er þakklæti
efst í huga fýiir allt sem þú gerðir
fyrir okkur. Við höfum báðar búið
með strákunum þínum á jarðhæðinni
ykkar tengdapabba á Suðurbrautinni.
Þar áttum við yndisleg ár. Við höfum
stundum búið fjarri ykkur, og langar
vegalendir hafa oft aðskilið okkur.
Það hefur samt ekki komið í veg fyrir
gott samband og alltaf hefur verið
jafngott að koma á Suðurbrautina.
Þar höfum við alltaf átt gott athvarf,
alitaf áttir þú eitthvað gott með kaff-
inu og það sem meira var virði: ástúð
og umhyggju í stórum skömmtum.
Skömmu eftir áramót greindist þú
með ólæknandi krabbamein. Þú
tókst þeirri fregn með ólýsanlegum
dugnaði og þreki, en þín heitasta ósk
var að fá að koma heim, eftir tveggja
mánaða legu á sjúkrahúsi. Við gátum
með aðstoð góðra ættingja og frá-
bærrar vinnu starfsfólks heima-
hlynningar krabbameinsfélagsins,
hjálpað þér heima þessar síðustu
vikur. Erfiðleikamir jukust enn þeg-
ar Steini þinn dó daginn eftir að þú
komst heim. Þrátt fyrir erfiðleikana
var baráttuhugurinn mikill og við
gleymum aldrei þeirri reisn sem þú
bjóst yfir, allt fram á síðasta andar-
tak. Það var yndislegt að geta verið
með þér og var þetta okkur mjög
lærdómsríkur og einstaklega dýr-
mætur tími. Nú vitum við að þú ert
komin tO Steina þíns og að þið hafið
það bæði gott og njótið samvistanna
eins og þið gerðuð áratugum saman.
Guð gefi þér frið og okkur styrk til
að njóta allra góðu minninganna sem
við eigum um þig.
Þínar tengdadætur,
Helga Lilja Pálsdóttír og
Katrín Guðmundsdóttir.
Elsku Gunna amma okkar er látin
eftir erfið veikindi sem hún barðist
svo hetjulega við sl. þrjá og hálfan
mánuð. Hún var mjög ákveðin og
sterk kona. Þegar við vorum hjá
ömmu og afa, gerðum við alltaf eitt-
hvað skemmtilegt, t.d. fórum í bfl-
túra eða í sund eða hjálpuðum þeim í
garðinum og margt fleira. Þegar við
vorum yngri var amma alltaf búin að
taka upp barnaefni úr sjónvarpinu
fyrir okkur og þegar við svo vöknuð-
um á morgnana var alltaf tilbúinn
morgunmatur því hún og afi fóru svo
snemma á fætur.
Fyrir tæpum mánuði dó afi og þá
fylltumst við mikilli sorg en þá varst
það þú, amma, sem styrktir okkur.
Við trúum því og treystum að núna
líði þér vel og sért komin til afa. Við
kveðjum ykkur bæði með söknuð í
huga en þökkum ykkur fyrir allt sem
þið gerðuð fyrir okkur.
Guðrún Ásdís, Stefán Örn,
Anja Ríkey og Þorsteinn Óli.
• Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Ásdísi Sturlaugsdóttur bíða
birtingar og munu birtast i biaðinu
næstu daga.