Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 57

Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 57*. i i i i í i i i i 4 Í i i i i i i i 4 Í i i i i i i i i i i Vetrarstarf í Vatnaskógi FLESTIR þeir, sem þekkja til starfs Skógarmanna í Vatna- skógi, tengja starfíð sumrinu og þeirri starfsemi sem sumarbúðir eru. En nú er umfangið orðið meira á veturna, eftir að Vatna- skógur fékk heitt vatn. Var t.a.m. metmæting á fermingar- barnanámskeiðin á umliðnu hausti. Allstók 1.791 fermingar- barn þátt í námskciðunum. Einnig hafa verið skólabúðir þar í vetur, auk þess sem margir aðr- ir leigja búðirnar, sérstaklega yf- ir helgar. Að venju verður kristi- legt skólamót yfír bænadagana, sem hefur verið fastur liður í starfi Vatnaskógar. Verið er að innrétta nýjan svefnskála, sem kemur í stað eins gamals og úr sér gengins. Verð- ur hann tekinn í notkun í sumar, og bætir mikið svefnaðstöðuna á staðnum. Kapellan í Vatnaskógi þarfnast gagngerra endurbóta, þar sem í ljós hefur komið að innviðir hennar voru orðnir feysknir og fúnir. Seint í vetur var hafizt handa við lagfæringar á kapell- unni, og miðar viðgerðum áfram á henni eins og ijárhagsstaða Skógarmanna leyfír. A síðasta sumri dvöldu alls 1.172 í 14 flokkum frá því í end- uðum maí og út september. Hafa feðgahelgarnar notið sérstakra vinsælda. Sýndi það sig bezt í fyrra, þegar þurfti að bæta við annarri feðgahelgi vegna mikill- ar eftirspurnar. Skráning í sumarbúðirnar í sumar hefst mánudaginn 20. apr- íl, og hin árlega kaffi- og randa- Fyrirlestur um barnaasma DR. ERLA Kolbrún Svavarsdóttir, lektor í HÍ, flytur á morgun kl. 17 í hátíðarsal Háskóla íslands fyrirlest- urinn: Fjölskyldur ungra barna með asma (0-6 ára): Áhrif seigluþátta á vellíðan mæðra og feðra. „Asmi er einn algengasti langvar- andi sjúkdómunnn meðal barna á Vesturlöndum. í dag eru u.þ.b. 10% af börnum undir sex ára aldri í Bandaríkjunum með asma og hér á landi er talið að 14-16% af börnum undir sex ára aldri séu með asma. Það getur verið streituvaldandi fyrir foreldra að hugsa um ungt barn með langvarandi asma. Tilgangur rann- sóknarinnar var að meta fjölskyldu- og umönnunarálag og meta sam- bandið milli álagsins, seigluþátta innan fjölskyldna (þrautseigju fjöl- skyldunnar (FH)) og þess að skilja sjálfan sig í ákveðnu samhengi (SOC) og áhrif þeirra á vellíðan mæðra og feðra þegar foreldrar eiga bam með asma. Tilgátur um temprandi áhrif (moderating effect) seigluþátta foreldra á sambandið milli fjölskyldu og rannsóknina var Seiglulíkanið (the Resiliency Model of Family Stress, Adjustment and Addaptation (McCubbin & McCubb- in, 1993; 1996). Sjötíu og sex banda- rískar fjölskyldur (75 mæður og 62 feður) sem áttu 6 ára barn eða yngra með asma tóku þátt í rannsókninni. Tímafrekasta umönnunaratriði fyrir bæði mæður og feður var að veita barninu andlegan stuðning að styðja við þroska barnsins og að meðhöndla aga og hegðunarvanda- mál hjá barninu. Erfiðasta umönn- unaratriðið fyiir feður og næsterfið- asta umönnunaratriði fyrir mæður var að meðhöndla bamið í asmakasti. Fjölskylduþrautseigja og það að skynja sjálfan sig í ákveðnu samhengi útskýrðu 58% af breyti- leikanum á vellíðan mæðra. Fjölskydluálag, upplifunin af því að skynja sjálfan sig í ákveðnu samhengi og fjölskylduþrautseigja útskýrðu 67% af breytileikanum á vellíðan feðra. Niðurstöður úr rannsókninni veita heilbrigðisstarfsfólki aukinn skilning á hlutverki seigluþátta (SOC og FH) hjá mærðum og feðrum og áhrifum fjölskyldu- og umönnunará- lags á vellíðan foreldra þegar fól- skyldur eiga ungt barn með langvar- andi asma,“ segh- í fréttatilkynningu. Aðalfundur Skógræktar- félags Hafnarfjarðar Endurreisn gróðurs í Land- námi Ingólfs AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, Sverrissal, fimmtudaginn 16. apríl kl. 20.30. Dagskrá fundarins er í fyrsta lagi venjuleg aðalfundarstörf en að þeim loknum mun Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur flytja erindi með myndum um endurreisn gróðurs í Landnámi Ingólfs. Þriðjudaginn 21. þ.m. mun Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar sjá um fræðslu- og myndakvöld \ Mörkinni 6, húsnæði Ferðafélags Islands, og hefst það klukkan 20.30. Þar mun Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðu- maður á Mógilsá, flytja erindi um alaskaöspina og ræktun hennar. Er fundurinn öllum opinn. Arlegar skógargöngur ó höfuð- borgarsvæðinu verða að þessu sinni helgaðar ræktunarsvæðum eintak- linga og af tíu göngum verða þrjár í umsjá Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar. Verður sú fyrsta 28. maí og þá farið um ræktunarsvæði Hákonar Bjamasonar við Hvaleyrarvatn. Onnur gangan verður 4. júní og þá skoðað landið hans Jóns í Skuld og sú þriðja 11. maí. Verður þá farið í Kapelluhraun og gengið um ræktun- arsvæði þeirra Þorbjörns Sigur- geirssonar, Björns Þorsteinssonar, Brodda Jóhannessonar og Marteins Björnssonar. Hefjast göngurnar kl. 20.30 og taka um tvo tíma. Erindi um Papúa Nýju-Gíneu KARL Benediktsson heldur erindi á vegum Félags landfræðinga í kvöld kl. 20.30 í stofu 201 í Odda. Öllum er heimill aðgangur. „Karl hefur nýverið lokið doktors- prófi frá The Australian Natinal University í Canberra í Ástralíu og mun í erindinu segja frá vettvangs- rannsókn sinni í Asarodal í hálönd- um Papúu Nýju-Gíneu. Rannsóknin snerist um tilurð og þróun markaða í landbúnaðarsamfélögum hálandanna og þær breytingar sem þetta hefur haft í fór með sér. Fólk á þessum slóðum bjó í skamm- an tíma við sjálfsþurftabúskap. Til- koma markaðsviðskipta hefur breytt ýmsu í efnahagslífi og samfélagsgerð en jafnframt lifa mörg einkenni gamla samfélagsins góðu lifi. Þar á meðal eru gjafaskipti, sem skipta afar miklu máli í daglegu lífi en byggjast á allt öðrum forsendum en viðskipti á mark- aði. Breytt landnýting, auk mikillar fólksfjölgunar, vekur einnig spum- ingu um hvort umhverfinu kunni að verða ofboðið í náinni framtíð. Kaii mun nota skyggnur og tón- dæmi til að gefa almenna hugmynd um náttúru og mannlíf í þessu litríka landi. Boðið verður upp á kaffi - að sjálfsögðu ekta nýmalað arabica frá Papúu Nýju-Gíneu,“ segir í fréttatil- kynningu. Norðurlönd til aldamóta BENT A. Koch, ritstjóri frá Dan- mörku, dvelst hér á landi í boði sjóðs Selmu og Kay Langvads við Háskóla Islands en þeim sjóði er ætlað að efla menningartengsl Islands og Dan- Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson KAPELLAN í Vatnaskógi þarfn- ast gagngerrar breytingar. brauðssala Skógarmanna verður að venju á sumardaginn fyrsta í húsi KFUM/K við Holtaveg. Formaður Skógarmanna í Vatnaskógi er Ársæll Aðalbergs- son Keflavík. merkur. Hann flytur opinberan fyr- irlestur á vegum sjóðsins í dag kl. 17 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Norden foran ártusind- skiftet“ og verður hann fluttur á dönsku. Öllum er heimill aðgangur. „Bent A. Koch á að baki langan starfsferil við blaðamennsku og fréttaþjónustu. Hann var m.a. aðal- ritstjóri Kristeligt Dagblad og Fyens Stiftstidende um langt árabil og síðar forstjóri Ritzau-fréttastofunnar. Hann beitti sér á sínum tíma öttul- lega fyrir afhendingu íslenskra hand- rita úr dönskum söfnum til Islands og var hlutur hans veigamikill. Hann var ennfremur formaður byggingar- nefndar Norræna húsisns í Reykja- vík og var það mikið áhugamál hans að sú stofnun kæmist á fót. Bent hef- ur í störfum sínum stuðlað mjög að auknum tengslum Islands og Dan- merkur,“ segir í fréttatilkynningu. Gengið frá Austurvelli að Tjaldhóli í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU Hafnargönguhópsins í kvöld verður minnt á elstu fornleið landsins, al- faraleið frá Reykjavík suður fyrir lægðina milli Öskjuhlíðanna en þar voru gatnamót leiðanna til Suður- nesja, austur í sveitir og til vesturs- og norðurlands. Farið verður kl. 20 frá akkerinu við Hafnai’húsið að austanverðu, upp Grófina á Austurvöll og þaðan yfir Arnarhól og með Arnarhólsholtinu, yfir Breiðumýri og framhjá Háaleiti niður að Tjaldhóli við Fossvogsbotn. Til baka eftu- nýja Strandstígnum að Efra-Lyngbergi, síðan um skógar- götur Öskjuhlíðar og niður í Hljóm- skálagarð. Gönguferðinni lýkur við Hafnarhúsið. Við Tjaldhól verður kynnt fyrirhuguð göngustígagerð og hugmynd um nýja gönguhópa. Allir eru velkomnir. LEIÐRÉTT Páskahretið 1963 VEGNA greinar í páskablaði Morg- unblaðsins um páskahretið mann- skæða 1963 hafði Ólöf Guðmunds- dóttir á Akureyri samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: Annar skipverjanna, sem tók út af vélbátnum Hring frá Siglu- firði, hét fullu nafni Kristján Viktor Ragnarsson, þá búsettur á Siglufirði. Ólöf og hann voru heitbundin og höfðu hugsað sér að ganga í hjóna- band síðar á árinu, en hún bar son þeirra undir belti er hinh- hörmulegu atburðir áttu sér stað. Morgunblaðið biðst velvirðingar á að í greininni var Kifstján Viktor sagður hafa verið ein- hleypur og búsettur á Akureyri. Ennfremur leiðréttist hér með að Ottó Hörður Ósvaldsson, sem fórst með Súlunni, var í sambúð og lét eft- ir sig fjögur börn, en þess var ekki getið í greininni. Eru aðstandendur beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. UR DAGBOK LOGREGLUNNAR Lögregla sátt eftir páskahelgina Dagbók lögreglunnar 8. til 14. apríl PÁSKAHELGIN gekk vel fyrir sig hjá lögreglu. Mikið var um af- skipti af ökumönnum vegna gi-uns um ölvunarakstur, hraðaksturs og ýmissa annarra umferðarlaga- brota. Nokkifr ökumenn urðu að sjá eftir ökuskírteini sínu vegna umferðarlagabrota. Skemmtanahald með ágætum Skemmtanahald borgarbúa og gesta þein-a virðist hafa gengið nokkuð vel en þetta eru fyrstu páskar þar sem leyfður er rýmri opnunartími skemmtistaða. Það er gert á grundvelli nýrra laga um helgidagafrið sem samþykkt voni vorið 1997. Um miðjan miðvikudag hafði lögreglan afskipti af ökumanni á Grettisgötu. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur en þá fundust einnig í bifreiðinni ætluð fíkniefni og eins verðmæth’ hlutir sem öku- maður og farþegi hans gátu engar skýringar gefið á. Mennimir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu. Sama kvöld barst lögreglu tilkynn- ing um að eldur hefði komið upp í potti í Skógahverfi í Breiðholtí er verið var að hita feiti. Skemmdir urðu á eldhúsinnréttingu. Laust eftir hádegi á fimmtudag tilkynnti karlmaður að fi-á sér hefði verið stolið veski og fjármunum. Maðurinn hafði verið á skemmti- stað við Hlemmtorg og softiað ölv- unarsvefni og á meðan hafði ein- hver fjarlægt fjármunina. Veskið fannst á salemi skemmtistaðarins en engir fjármunir vom í því. Klukkan 18.30 var ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi eftír að hafa mælst á 120 km hraða þar sem 60 km er hámarkshraði. Öku- maður var fluttur á lögreglustöð- ina, sviptur ökuréttindum í 3 mán- uði og sektaður um rúmlega 30 þúsund. Skömmu síðar vai- lög- reglu tilkynnt að ökutæki hefði verið ekið á ljósastaur við Kjarr- veg. Þar reyndist ökumaðurinn að- eins 13 ára og hafði tekið bílinn traustataki. Ekki urðu meiðsl á fólki af þessu hættulega athæfi bamsins, en skemmdir urðu á ljósastaur og ökutæki. Um miðjan fóstudag var lög- reglu tilkynnt að ökutæki hefði verið ekið á umferðareyju í Ár- múla við Hallarmúla. Skemmdir urðu á umferðarmerkjum og einnig á ökutæki sem þó hafði verið ekið brott án þess að til- kynna um óhappið. Skömmu efth- klukkan sjö um kvöldið var til- kynnt um innbrot í fyrirtæki á Laugavegi. Brotist hafði verið inn um bakdyr og unnar skemmdir á gluggum og hurð og stolið skipti- mynt, síma og símbréfatæki. Fékk reykeitrun við eldamennsku Tæpum hálftíma síðar var lög- reglu tilkynnt um lausan eld við Norðurbrún. Þai- hafði kviknað eldui- í potti er ölvaður maður gerði tilraun til eldamennsku. Maðurinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en talsverður reykm- kom við matreiðsiutilraun- h-nar. Skömmu síðar stöðvaði lög- reglan ökumann á Miklubraut við Skeiðarvog eftir að hann hafði ekið á 135 km hraða þar sem 60 km há- markshraði er. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð, sviptur öku- réttindum í 4 mánuði og gert að greiða 36 þúsund króna sekt vegna þessa glæfraaksturs í borginni. Um klukkan fimm um nóttina voru höfð afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs á Vesturlands- vegi. I ljós kom að ökumaðurinn, sem er grunaður um að hafa ekið undh- áhrifum áfengis, hafði þrjá umfram fai’þega og hafði einnig vanrækt að færa ökutæki sitt til árlegrar skoðunai-. Ökumaður og bifreið voru því flutt á lögreglustöð þar sem ökumaður fór til hefð- bundinnar skýrslu og blóðtöku, en skráningamúmer bílsins voru fjai-- lægð. Ökumaðuiinn má búast við umtalsverðri sekt vegna þessa aksturs auk annan-ar refsingar. Um morguninn var lögi-eglu til- kynnt um að ökutæki hefði verið ekið útaf á Suðurlandsvegi austan Bláfjallaafleggjara. Ökumaður hafði hlotið minniháttar meiðsli en nokkrai’ skemmdir voru á ökutæk- inu. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið biffeiðinni undir áhrif- um áfengis. Um klukkan hálftíu var lögreglu tilkynnt um innbrot í íbúarhús í Árbæjai’hverfi. Stolið hafði verið hJjómflutningstækjum. Þá var lögreglu tilkynnt um inn- brot á Laugavegi. Þar hafði hurð verið spennt upp bakatil og síðan stolið miklu magni af herrafatnaði. Skömmu fyrir hádegi var lög- reglu tilkynnt um að skemmdir hefðu verið unnar á 9 ökutækjum sem stóðu í stæði við Flugafgreiðslu við Þorragötu. Brotnar voni hliðan-úður, mikið rótað í bílunum, en ekki hggui’ fyr- ir hversu miklu var stolið þar sem ekki hafði tekist á ná til allra eig- enda. Laust eftir klukkan 18 var lögreglu tilkynnt um að ökutæki hefði verið ekið á Ijósastaur á Framnesvegi við Hringbraut. Öku- maður kvaitaði undan eymslum í hné og fingri en ætlaði sjálfur á slysadeild til aðhlynningar. Tals- vert eignatjón varð. Klukkutíma síðar barst lögreglu tilkynning um að búið væri að brjóta margar rúður í húsi á lóð gæsluvallar í Breiðholti. Kl. 22:14 var lögreglu tilkynnt um að öku- tæki hefði verið ekið á umferðar- eyju í Armúla við Hallarmúla. Það er önnur slík tilkynning sem lög- reglu berst þessa helgi. Aksturs- stefnumerki hafði vantað á eyjuna. Skömmu fyi’h’ miðnætti var ökumaður á bifhjóh stöðvaður á Vesturlandsvegi eftir að hafa mælst á 144 km hraða á vegar- kaflaþar sem 90 km hámarkshraði er. Ökumaður var fluttur á lög- reglustöðina og sviptur ökurétt- indum í 1 mánuð og gert að greiða 20 þúsund króna sekt. Á sunnudag skömmu fyrir hádegi var lögreglu tilkynnt um að ekið hefði verið á ljósastaur á bílastæði við íbúarhús við Ki-ingluna. Staurinn lagðist á hliðina og varð að aftengja hann. Þá kom í ljós að ökutækið hafði ekki verið fært til skoðunar eins og reglur segja til um og voru skrán- ingarnúmer því fjarlægð af því. Kl. 14:00 var lögreglu tilkynnt um að minniháttar bilun hefði orðið á loka eins af tumum Ábui’ðar- verksmiðjunnar svo þeir misstu lít- ilsháttar út af skotgasi. Um hádegi á mánudag var ekið á gangandi pilt á Reykjavegi í Mosfellsbæ. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið en hann kvai’taði undan eymslum í baki og vinstri fæti. Á þriðjudag, stundarfjórðungi eftir miðnætti, var ökumaður stöðvaður á Suðurlandsvegi en hann hafði verið mældur á 141 km hraða þar sem 90 km er hámarkshraði. Öku- maður má vænta fjársekta. Flúði af vettvangi Klukkan 4:09 var lögreglu til- kynnt að ökumaður hefði valdið skemmdum á símklefa við Kirkjustræti. Þegar ná átti tal af honum ók hann af vettvangi, suð- ur Sæbraut á miklum hraða og virti ekki umferðarreglur. Það náðist að stöðva akstur bifreiðar- innar við Kleppsveg og þar var ökumaður og farþegi hans hand- teknir og færðir á stöð. Ökumað- urinn er grunaður um ölvun við akstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.