Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 6%!L
FÓLK í FRÉTTUM
MYNPBÖND
Næturlíf
Djammarar
(Swingers)
GainanmyiHl
★★★
Framleiðendur: Victor Simpkins.
Leikstjóri: Doug Liman. Handritshöf-
undar: Jon Favreau. Kvikmyndataka:
Doug Liman. Tdnlist: Justin Rein-
hardt. Aðalhlutverk: Jon Favreau,
Vince Vaughn, Ron Livingston, Pat-
rick Van Horn, Heather Graham. 96
mín. England. Háskólabíó 1998.
Myndin er öllum leyfð.
MYNDIN fjallar um Mike sem
farið hefur frá kærastu sinni í New
York tö Los Angeles til að eltast
við drauminn um
að verða kvik-
myndastjama.
Mike hefur ekki
gengið mjög vel
að ná sér í góð
hlutverk og hann
saknar kærustu
sinnar mjög mik-
ið, en hún nennti
ekki að bíða
lengur eftir honum og sagði honum
því upp. Nokkrir vina hans ákveða
að gleðja hann með því að draga
hann út á lífíð og sýna honum
djammlífíð í Kaliforníu.
Handritið af Djömmurum skrif-
ar Jon Favreau sem leikur Mike og
er greinilegt að hann hefur skrifað
hlutverkið handa sjálfum sér. Fa-
vreau er kostulegur sem hinn
sjálfsvorkunnsami og óöruggi ein-
staklingur, sem nær að snúa öllum
samtölum upp í umræðu um fyrr-
verandi kæmstu sína. Vince
Vaughn er einnig frábær í hlut-
verki besta vinar hans, Trent, sem
reynir allt sem í hans valdi stendur
til að fá Mike til að hætta að hugsa
um sína fyrrverandi. Það em
margar óborganlegar senur í
myndinni eins og sú þegar Mikie
eyðir heilu kvöldi í að tala við sím-
svara hjá stúlku. Djammarar er
fyrsta myndin sem Doug Liman
gerir, en myndin fékk mjög mikla
athygli á Sundance kvikmyndahá-
tíðinni. Liman hefur mjög góða
stjóm á leikurunum og hvað útliti
viðvíkur er myndin prýðilega unnin.
Ottó Geir Borg
--------------
Barnaverð-
laun veitt
► LEIK- og söngkonan Ma-
donna setti Nickelodeon barna-
verðlaunin á liöfuðið á sér áður
en hún afhenti
þau framleið-
endum myndar-
innar „Titanic",
sem börnin
völdu bestu
mynd ársins nú
á dögunum.
Þetta var í 11.
sinn sem verð-
launahátíðin
var haldin en
þar velja börn
uppáhalds sjón-
varps-, kvik-
mynda- og tón-
listarstjörnur
sínar. Hátíðin
var sýnd í
beinni útsend-
ingu á
Nickelodeon
sjónvarpsstöð-
inni.
Rapparinn
Puff Daddy var þakinn grænu
slími þegar hann var valinn upp-
áhalds söngvarinn og sá best
klæddi þegar Nickelodeon
barnaverðlaunin voru veitt.
Undar-
legt par
JACK Lemmon og Walter Matt-
hau mættu að sjálfsögðu á
frumsýninguna í Los Angeles.
► KVIKMYNDIN „The Odd
Couple 11“ var frumsýnd í Los
Angeles á dögunum en það eru
gömlu brýnin Jack Lemmon og
Walter Matthau sem fara með
aðalhlutverkin. Talsvert langt
er um liðið síðan fyrri myndin
var gerð en þar léku þeir félag-
ar kappana Felix Unger og Osc-
ar Madison. Að þessu sinni er
það Neil Simon sem skrifar
handritið og leikstýrir Lemmon
og Matthau.
LEIKKONAN Sophia Loren mætti á frumsýninguna með Carlo Ponti,
eiginmanni sínum, og sonum þeirra, Carlo yngri og Eduardo.
LAGERÚTSALA
Allra síðustu dagar.
Nýjar vörur daglega
Vörur frá
17 - DERES
SMASH - 4 YOU
O.FL. O.FL.
ÆT
I
KOLAPORTINU
Enn meira veróhrun:
100-300-500-1000
■ ■■ * ~,
Opið alla daga til 19. apríl
Opið virka daga frá kl. 13-18,
helgar frá kl. 11-17