Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 72

Morgunblaðið - 15.04.1998, Page 72
' * Drögum næst ÍSLANDSFLUB g»rlr tlotrum imtrt mO BJúgm 570 8090 i HMQ0pntlvlll|Ptv 15iapríL HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KIiINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMIBS91100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ(SIMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Einn bankastjóri ráðinn að Landsbankanum eftir afsögn þriggja Morgunblaðið/Ásdís HINN nýi bankastjóri, Halldór J. Kristjánsson, á blaðamannafundi í gær. f bakgrunni eru þrír framkvæmdastjórar bankans, Brynjólfur Helgason, Jakob Bjarnason og Barði Árnason. Bankinn verði í fremstu röð í Norður-Evrópu ÞRÍR bankastjórar Landsbanka Ís- lands hf. sögðu af sér á öðrum degi páska og var Halldór J. Kristjáns- son, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og ll' '•viðskiptaráðuneytisins, í gær ráðinn nýr bankastjóri. Halldór sagði í gær að markmið sitt væri að bankinn yrði í fremstu röð í Norður-Evrópu. Hann sagði ráðningu sína ópólitíska en Halldór er flokksbundinn sjálfstæðismaður. Finnur Ingólfsson sagði að tími pólitískra bankastjóra væri liðinn. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði í gær að misjafnar forsendur væru íyrir því að bankastjóramir þrír, Björgvin Vilmundarson, Halldór Guðbjamason og Sverrir Her- mannsson, sögðu af sér. „Einn gerir það vegna veikinda . og tveir gera það vegna þess að þeir 1 -^elja að þeirra persóna hafí áhrif á ímynd bankans. Ég er þakklátur fyrir það að þeir meta það með þessu hætti,“ sagði bankaráðsfor- maðurinn á blaðamannafundi í gær. Öllu bruðli stað þriggja og segir svo í bókun frá fundi bankaráðs í gær: „Með vísan til samþykkta fyrir Landsbanka ís- lands hf. hefur bankaráðið í dag ákveðið að fyrst um sinn verði ein- ungis ráðinn aðalbankastjóri en ráðningu annarra bankastjóra frestað. Jafnframt samþykkir bankaráðið að taka skipulag æðstu framkvæmdastjómar bankans til endurskoðunar, m.a. með tilliti til þess að í framtíðinni verði einn bankastjóri við bankann. Þetta tel- ur bankaráðið rétt að unnið verði í samvinnu bankaráðs og viðskipta- ráðuneytis." Viðskiptaráðherra mun við um- ræður á Alþingi sem hefjast eiga klukkan 11 í dag kynna skýrslu Rík- isendurskoðunar um Landsbank- ann. Olafur G. Einarsson, forseti Alþingis, sagði að fyrirkomulag um- ræðunnar yrði á þann veg að ráð- herrann fengi 15 mínútur, talsmenn þingflokkanna 10 mínútur hver og aðrir þrjár mínútur. Gert er ráð fyr- ir að umræðan geti staðið í allt að tvo tíma. Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra skrifaði forseta Alþingis bréf í gær og fór fram á að hliðstæð úttekt yrði gerð á Búnaðarbanka og Seðlabanka og fram fór á Lands- bankanum. Ákvað forsætisnefnd Al- þingis eftir fund sinn í gær að óska eftir því við Ríkisendurskoðun að hún ráðist í umbeðna úttekt. Búnað- arbankinn hafði fyrir páska óskað eftir slíkri rannsókn. ■ Landsbankamálið 12/13/14/15/16/36 Ölvunarakstur 272 um- ferðar- slys á síðustu 5 árum AÐ meðaltali hefur einn ölvað- ur ökumaður valdið umferðar- slysi í hvenn viku á síðastliðn- um fímm árum, að því er fram kemur í skriflegu svari dóms- málaráðherra, Þorsteins Páls- sonar, við fyrirspum Hjálm- ars Amasonar, þingmanns Framsóknarflokks, sem dreift var á Alþingi í gær. Er svarið byggt á upplýsingum frá Um- ferðarráði sem skráðar em samkvæmt skýrslum frá lög- reglu. 210 karlar AIls hafa 272 ölvaðir öku- menn valdið umferðarslysum; banaslysum eða slysum með meiðslum, á ámnum 1993 til 1997. Þar af em karlar 210 en konur 62. Flestir þessara öku- manna em í aldurshópnum frá 17 til 20 ára. I svarinu kemur einnig fram að alls 11 banaslys hafi orðið í umferðinni á síðastliðn- um fímm ámm vegna ölvun- araksturs. Þeir, sem hlotið hafa mikil meiðsl í umferðar- slysum vegna ölvunaraksturs á undanfömum 5 ámm, em 102, en alls hafa 306 hlotið lítil meiðsl vegna slíkra slysa á sama tíma. Hlutfall ölvunarslysa af heildarfjölda umferðarslysa á síðastliðnum fimm ámm er frá 4,6% til 5,9%. Sé þetta hlutfall borið saman við sams konar slys á hinum Norðurlöndunum á síðastliðnum fímm ámm kemur í ljós að hlutfall ölvun- arslysa í Danmörku er frá 15 til 17%, í Svíþjóð er hlutfallið 3,2% til 4,5%, en í Noregi var þetta hlutfall 8,5% árið 1993, en 7,1% árið 1994. Laxveiðiferðir Sverris Hermannssonar á vegum Landsbanka íslands Námu 3,6% til 4,5% af heildarkostnaði bankans verði hætt Kjartan Gunnarsson, varafor- maður bankaráðsins, sagði á blaða- mannafundinum að gmndvallar- breytinga væri þörf. „Mér finnst sjálfgefið og sjálfsagt að Lands- bankinn hætti öllu bmðli á þessu -^sviði. Það er augljóst af þeim upp- iýsingum sem fram hafa komið, að þetta hefur allt keyrt úr hófí hér í bankanum og það er sjálfgefið og sjálfsagt - og bankaráðið mun nátt- úrlega beita sér fyrir því - að á þessu sviði verði gmndvallarbreyt- ing. Ég þarf ekki að skýra þetta mál nánar. Þetta er augljóst.“ Ráðinn er nú einn bankastjóri í í LANDSBANKA íslands liggja fyrir útreikn- ingar um hver kostnaður Landsbanka Islands vegna veiðiferða Sverris Hermannssonar reyndist vera á árabilinu 1995 til 1997, sem hlut- fall af heildarkostnaði bankans á þessu tímabili. Reyndist kostnaður vegna veiðiferða hans vera á bilinu 3,6% til 4,5% af heildarkostnaði bank- ans. Þetta kemur fram í samtali við Sverri Her- mannsson, fráfarandi bankastjóra Landsbank- ans, í Morgunblaðinu í dag. Sverrir upplýsir að árið 1995 hafi útlagður kostnaður bankans vegna laxveiðiferða hans verið rúmlega 386 þúsund krónur, en heildar- laxveiðikostnaður bankans það ár nam 9,4 millj- ónum króna. Arið 1996 var kostnaður vegna lax- veiða Sverris 256 þúsund krónur, en heildar- kostnaður bankans það ár nam 7,1 milljón króna. Arið 1997 greiddi Landsbankinn 312 þús- und krónur vegna laxveiða Sverris, en það ár var heildarkostnaður bankans 6,9 milljónir króna. Bankaráðið hafði fulla vitneskju um laxveiðar Sverrir segir að bankaráð Landsbankans hafi öll árin haft fulla vitneskju um laxveiðar á veg- um Landsbanka íslands og aldrei gert nokkrar athugasemdir við þær. Það sé rangt að banka- ráð hafi samþykkt að beina því til bankastjómar árið 1993 að hætta öllum laxveiðum. Slík sam- þykkt hafi aldrei verið gerð. Sverrir vísar því einnig á bug, að í skýrslu Ríkisendurskoðunar séu gerðar athugasemdir við stóran kostnaðarlið í risnu - vínveitingar. Hann hafi fljótlega eftir að hann varð banka- stjóri Landsbanka íslands verið gerður að eins konar veislustjóra bankans. Hann hafi haldið ut- an um veisluhöld og skipulagningu og því iðu- lega verið bókaður fyrir slíkum veislum, hvort sem þær voru á vegum bankaráðs eða Lands- bankans. „Þetta hefur nú verið fært í rétt horf í skýrslu ríkisendurskoðanda, eftir að upplýst hefur verið að því fari víðsfjarri að þetta sé einhver einkarisna mín - þetta er risna alls bankans,“ segir Sverrir Hermannsson. ■ Við bankastjórarnir/14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.