Morgunblaðið - 29.04.1998, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frambjóðendur til formennsku í VSÍ um framboðin
Snýst ekki um persónu og
störf sitjandi formanns
FRAMBJÓÐENDURNIR tveir til for-
mennsku í Vinnuveitendasambandi íslands,
segja kosningamar ekki snúast um persónu og
störf sitjandi formanns. Víglundur Þorsteins-
son, frambjóðandi Samtaka iðnaðarins, segir
að framböð sitt eigi annars vegar rætur að
rekja til þess að iðnaðurinn kalli eftir for-
mennsku eftir 9 ára samfellda formennsku
sjávarútvegsins og hins vegar til framtíðar-
skipulagsmála samtaka vinnuveitenda.
Olafúr B. Ólafsson, formaður Vinnuveit-
endasambands íslands, sagðist svo sem ekkert
um mótframboðið hafa að segja. „Kjörnefnd
hefur komið saman, eins og lögin mæla fyrir
um. Niðurstaða hennar er að mæla með end-
urkjöri formanns og ég hef fallist á að gefa
kost á mér.“
Um hvort mótframboðið væri honum von-
brigði og hvort hægt væri að túlka það öðru-
vísi en sem gagnrýni á störf hans sem for-
manns, sagði Ölafur að sín persóna skipti
minnstu í þessu sambandi. „Meginmálið er að
við varðveitum okkar samstöðu sem allra
best,“ sagði hann.
Hann sagði að það væri ekki sitt að fjölyrða
um aðfinnslur þær sem hefðu orðið til þess að
Samtök iðnaðarins ákváðu að bjóða fram
Víglund.
Áhrif útvegsmanna
Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka
iðnaðarins, sem bera fram Víglund Þorsteins-
son sem sitt formannsefni, sagði að samtökun-
um þætti eðlilegt að það væri jafnvægi í því
hverjir leiða Vinnuveitendasambandið með til-
liti til stærðar og greiðslna til samtakanna. „I
öðru lagi finnst okkur að ekki hafi verið tekið á
því að allir borgi með sama hætti inn til sam-
takanna þrátt fyrir reglur þeirra. í þriðja lagi
hefur manni stundum virst að tiltölulega litlir
hópar, en mikilvægir, réðu óþarflega miklu
Morgunblaðið/Golli
FRAMBJÓÐENDURNIR Ólafur B. Ólafsson og Víglundur Þorsteinsson á leið til fram-
kvæmdastjórnarfundar VSI í gær.
miðað við það sem þeir leggja til,“ sagði Har-
aldur Sumarliðason og játti því að hann ætti
þar við útvegsmenn. Ekkert samræmi sé milli
áhrifa og greiðslna útvegsmanna innan VSI.
Samtök iðnaðarins beri hins vegar hitann og
þungánn af herkostnaðinum.
Aðspurður um ástæður fyrir framboði sínu
sagði Víglundur Þorsteinsson: „Ég hef fallist á
að verða frambjóðandi Samtaka iðnaðarins til
formennsku í Vinnuveitendasambandinu. Fyr-
ir því eru þær ástæður, í fyrsta lagi, að iðnað-
urinn er að kalla eftir formennsku eftir 9 ára
samfellda formennsku sjávarútvegsins. I öðru
lagi eru þarna áhersluatriði í sambandi við
framtíðarskipulagsmál samtaka vinnuveit-
enda, sem iðnaðurinn vill koma á framfæri og
ég tala fyrir á vettvangi VSÍ ef ég næ kjöri.
Vinnuveitendur eru vel inni í þeirri umræðu."
Víglundur sagði að framboð sitt beindist
ekki að persónu núverandi formanns VSÍ þótt
áherslumunur væri í umræðunni um skipu-
lagsmálin.
Harður
árekstur á
Gullinbrú
ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir
harðan árekstur á Gullinbrú um
klukkan 9.20 í gærmorgun. Kalla
þurfti til tækjabíl slökkviliðsins í
Reykjavík þar sem einn hinna slös-
uðu festist í bifreið sinni.
Umferð um Gullinbrú tepptist
um ríflega tveggja tíma skeið
vegna árekstursins. Samkvæmt
upplýsingum lögreglu voru meiðsli
tveggja minniháttar en þriðji ein-
staklingurinn fékk áverka á höfuð.
Allir voru hinir slösuðu fluttir á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
en einn fékk að fara til síns heima
fljótlega. Karlmaðurinn sem fékk
höfuðáverka átti að vera til eftirlits
á sjúkrahúsinu næstu daga sam-
kvæmt upplýsingum þaðan en bú-
ist var við að kona sem slasaðist
fengi að fara fyrr.
Tildrög árekstursins eru óljós og
í rannsókn að sögn lögreglu.
----------------
Orri frá Þúfu
fer ekki á
landsmót
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stóð-
hesturihn Orri frá Þúfu verði ekki
sýndur til heiðursverðlauna fyrir
afkvæmi á landsmótinu sem haídið
verður á Melgerðismelum í Eyja-
firði í sumar. Þetta var ákvörðun
félagsfúndar hjá Orrafélaginu sem
haldinn var í fyrrakvöld.
Það kemur því að öllum líkindum
í hlut eigenda Pilts frá Sperðli að
veita viðtöku Sleipnisbikamum
sem er ein eftirsóttasta viðurkenn-
ing landsmótanna.
■ Afkvæmasýningu Orra /45
Gert að sæta vararefsingu vegna hárrar fjársektar
Handtekinn tveimur
dögum fyrir fyrningu
Lyfja og Lyfjakaup Hagkaups
hefja beinan innflutning
10-30% ódýrari
lyf frá Norður-
löndum
LYFJA og Lyfjakaup sem rekur
lyfjaverslanir Hagkaups hafa nú haf-
ið eigin innflutning á lyfjum frá
Norðurlöndunum. Um er að ræða
sömu lyf og eru á markaði á íslandi.
Með þessum innflutningi fást ýmis
lyf 10-30% ódýrari en hjá lyfjaheild-
sölum hér á landi, að sögn fram-
kvæmdastjóra Lyfju og Lyfjakaups.
Lyfja tók til starfa fyrir tveimur
árum, eftir að lyfsala var gefin frjáls.
Fyrirtældð rekur nú tvö apótek, við
Lágmúla í Reykjavík og á Setbergi í
Hafnarfirði. Eigendur fyrirtækisins,
Ingi Guðjónsson og Róbert Melax,
eiga auk þess hlut í Lyfjakaupi sem
rekur þrjár lyfjabúðir í tengslum við
verslanir Hagkaups.
„Lyfja reið á vaðið með lækkun
lyfjaverðs og afslætti af lyfseðils-
skyldum lyfjum. Þrátt fyrir það að
stjórnvöld lækkuðu álagningu lyfja á
smásölustigi á síðasta ári og juku
jafnframt hlutdeild sjúklinga í lyfja-
kostnaði höfum við aukið afslætti til
neytenda. Til þess að mæta því höf-
um við aukið hagræðingu í rekstri,"
segir Ingi Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Lyfju. Hann segir að
lyfjaheildsölur sem flytja inn erlend
frumlyf hafi ekki veitt afslætti og
með beinum innflutningi væru fyrir-
tækin að skapa svigrúm til enn frek-
ari lækkunar smásöluverðs.
Hingað til hafa lyfjaframleiðendur
og umboðsmenn þeiiTa í einstökum
löndum ákveðið dreifileiðir. Markað-
imir hafa verið lokaðir og verðlagn-
ing því verið mismunandi auk þess
sem sveiflur í gengi gjaldmiðla hafa
áhrif á verðlagið. Róbert Melax,
framkvæmdastjóri Lyfjakaups, segir
að þetta hafi breyst með gildistöku
samningsins um Evrópska efnahags-
svæðið. Nú sé unnt að kaupa lyf
framhjá umboðsmönnum. „Við kaup-
um lyf frá heildsölum á því Norður-
landanna þai' sem þau eru ódýrust,"
segir Róbert. Hann telur að þetta sé
í fyrsta skipti sem þetta er gert, ekki
aðeins hér á landi heldur á Norður-
löndunum. Segir að þeir félagamir
reki það stór apótek að þetta sé þeim
mögulegt.
Róbert og Ingi leggja á það
áherslu að þeir séu að kaupa ná-
kvæmlega sömu lyf og innlendir
lyfjaheildsalar hafa á boðstólum.
Verð er nokkuð mismunandi milli
landa, sumar tegundir lyfja eru
ódýrari hér en margar er hægt að
kaupa inn á lægra verði á hinum
Norðurlöndunum. Þeir segjast
sækja lyfin þangað sem þau era
ódýmst og segja að munurinn á inn-
kaupsverði sé gjaman á bilinu 10-
30%.
„Þessi beini innflutningur veitir
okkui- svigrúm til að lækka lyfja-
verðið enn frekar," segja Ingi og Ró-
bert. Innflutningurinn er þegar haf-
inn.
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur fellt þann úrskurð að ákvörðun
lögreglu Um að færa rúmlega
fimmtugan veitingamann í Reykja-
vík til afplánunar vararefsingar
vegna 4,3 milljóna króna fjársektar
skuli standa. Veitingamaðurinn
kærði ákvörðun lögreglu 16. apríl
síðastliðinn, en hann var handtek-
inn 14. apríl sl. og hóf þegar að af-
plána ellefu mánaða langa vara-
refsingu.
Greiðslufrestur
bættist við
Maðurinn taldi refsingu sína
fymda þar sem fimm ár voru liðin
frá því dómur féll. í úrskurði ráðu-
neytisins kemur fram að dómur
Hæstaréttar féll 19. mars 1993 og
þar var manninum gert að greiða
5,5 miHjónir króna innan fjögurra
vikna, ellegar kæmi ellefu mánaða
fangelsi í stað sektarinnar. Fjög-
urra vikna fresturinn hafði mnnið
út 16. apríl 1993 og miðist fimm ára
fymingartími við þann dag, liggi
fyrir að fymingarfrestur sektar-
refsingar og þar með vararefsingar
hafi rannið út hinn 16. apríl 1998.
Hæstiréttur dæmdi veitinga-
manninn 19. mars 1993 í níu mán-
aða fangelsi fyrir að skila ekki
söluskatti og staðgreiðslu skatta,
auk þess að greiða sekt að upphæð
5,5 milljónir króna til ríkissjóðs, en
sæta ellegar vararefsingu sem
ákveðin var ellefu mánuðir. Maður-
inn hóf afplánun fangelsisrefsing-
Samdi um að
greiða lögreglu
75 þúsund á
mánuði
arinnar í lok ágúst 1993 og afplán-
aði hana til loka nóvember sama
ár. Fyrr það ár, eða í apríl, var lög-
reglu í Reykjavík falið að birta
manninum dóminn og innheimta
sektina og sakarkostnaðinn. Hon-
um var birtur dómurinn mánuði
eftir að hann var látinn laus, eða í
desember 1993.
Tæpum þremur áram síðar, eða
23. ágúst 1996, var gerður samn-
ingur milli veitingamannsins og
lögreglustjórans í Reykjavík um
greiðslu dæmdrar sektar og sakar-
kostnaðar. í samningnum segir að
sekt ásamt sakarkostnaði nemi
5.862.689 krónum og skuli embætti
lögreglustjórans í Reykjavík inn-
heimta skuldina.
Átti að greiða 75 þús.
á mánuði
Samdi veitingamaðurinn um að
1. september 1996 skyldi hann
greiða 75 þúsund krónur upp í
skuldina og sömu fjárhæð mánað-
arlega út árið 1997, samtals 1,2
milljónir króna. Eftirstöðvarnar,
4.662.689 krónur, skyldi maðurinn
tryggja með veði eða ábyrgð eigi
síðar en 1. janúar 1998, og greiða
með sama hætti þar til skuldin
væri að fúllu greidd. Miðað við
þessa greiðsluáætlun embættis
lögreglunnar í Reykjavík hefði
maðurinn verið 62 mánuði að
greiða skuldina, þar af um 60 mán-
uði eftir að hún var fyrnd. Þessi
innheimtuaðferð mun vera í and-
stöðu við fyrirmæli dómsmálaráðu-
neytisins um innheimtu sekta,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. í því sambandi er bent á
m.a. að áminning sú sem sýslu-
manni á Akranesi var veitt í byrjun
mars fyrir að hafa gert samkomu-
lag um greiðslu sektar, byggðist á
því að samkomulagið hefði ekki
verið í samræmi við gildandi lög
'sem kveða á um innheimtu sekta
innan árs frá endanlegum dómi.
Taldi fyrningartíma liðinn
Veitingamaðurinn lét aldrei um-
samda tryggingu í té og mun hafa
farið til útlanda í ársbyrjun og
dvalist í London um hríð. Hann
kom til landsins skömmu áður en
hann var handtekinn, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Hann
mun þá hafa talið að fyrningartím-
inn væri liðinn.
Tveimur dögum eftir handtök-
una, 16. apríl síðastliðinn, sendi
maðurinn og síðar lögmaður hans
dómsmálaráðuneytinu síðan áður-
nefnda stjórnsýslukæra, þar sem
hann gerði kröfu um að vera þegar
látinn laus úr afplánun vararefs-
ingar.