Morgunblaðið - 29.04.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Golli
f AUSTURBÆJARSKÓLA var efnt til grillveislu að loknum samræmdum prófum.
Sex kindur
skotnar í Tálkna
SEX kindur voru skotnar í fjallinu
Tálkna á Tálknafirði um síðustu
helgi en grunur leikm- á að féð sé
riðuveikt. Bjöm Óli Hauksson, sveit-
arstjóri í Tálknafirði, segir að haus-
amir hafi verið sendir til Tilrauna-
stöðvar Háskóla Islands í meina-
fræði á Keldum til rannsóknar.
Utigangsfé hefur safnast saman í
Tálkna og haldið þar til í um fimmt-
án ár. Féð er styggt og erfitt hefur
reynst að ná því úr fjallinu. Björn
Óli segir að fénu hafi verið smalað á
svæði neðst í fjallinu í geil og það
skotið þar. Hann segir að nokkrar
kindur hafi auk þess fundist dauðar
í fjallinu. Skrokkarnir hafi verið
fjarlægðir og brenndir. Hann telur
ekki margar kindur eftir í fjallinu
núna, í mesta lagi fimm.
Niðurstöður í næstu viku
Sigurður Sigurðarson, dýralækn-
ir á Keldum, segir að verið sé að
rannsaka sýni úr fénu með tilliti til
hugsanlegrar riðu. Niðurstöður eru
væntanlegar úr rannsókninni í
næstu viku. Sigurður segir að í
hópnum hafi verið ein mörkuð kind
sem hafi slæðst inn í hann. Kind-
urnar séu ekki öðruvísi en aðrar
kindur. I hópnum hafi verið stór,
krapphyrndur hrútur og vom hom-
in farin að vaxa inn í höfuðið á hon-
um. Allt hafi þetta verið ungt fé, það
elsta þriggja vetra. „Ég er ekki viss
um að það verði miklu eldra en það
þarna í Tálknanum. Það er mikið
álag á féð þarna og sjálfsagt ferst
talsvert af því,“ sagði Sigurður.
Hann segir að mjög sterkar vís-
bendingar hafi verið um riðu í fénu
og telur nauðsynlegt að fénu verði
öllu fargað í fjallinu. Riðu hafi ann-
ars ekki orðið vart á Vestfjörðum í
tíu ár.
Morgunblaðift/Jón Stefánsson
UNGLINGARNIR í Hjallaskóla héldu í óvissuferð ásamt nokkrum
foreldrum og kennara og var ferðinni heitið á Langjökul.
Boðið npp á óvissu-
ferð og grillveislu
Könnun um viðhorf foreldra til grunnskóla
Meirihluti vill auka
sjálfstæði skólanna
Úr könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Samfok
um viðhorf foreldra í Reykjavík til málefna grunnskóla
Ert þú fylgjandi, hlutlaus eða andvígur því að auka sjálfstæði skóla
(að einstakir skólar ráði meiru um sín málefni
- stjórnunarlega, faglega, fjárhagslega) ?
Frekar fylgjandi
Fundur SAMFOK með borgarstjóra-
efnum R- og D-lista
Bestu grunnskólarn-
ir verði í Reykjavík
FORELDRAR unglinganna í
Hjallaskóia buðu í óvissuferð að
loknum samræmdum prðfum en
síðasta prófið, sem var danska, var
í gær. í Austurbæjarskðla efndu
nemendur til grillveislu og sóttu
hana auk 10. bekkinga nemendur í
8. og 9. bekk og jafnvel yngri. Svo
virðist sem almenn ánægja hafi
verið með.prófin að þessu sinni
bæði meðal nemenda og kennara.
Farið á Langjökul
Nokkrir foreldrar unglinganna
í Hjallaskóla tóku að sér að fara
með nemendur í óvissuferðina
ásamt einum kennara og var hald-
ið að Húsafelli í Borgarfirði. í
gærkvöldi var Surtshellir skoðað-
ur en í morgun átti að leggja á
Langjökul með snjðbflum og á
sleðum. „Þessi ferð er alfarið á
vegum foreldranna," sagði Stella
Guðmundsdóttir skólastjóri
Hjallaskóla. „Þetta er mjög gott
framtak hjá þeim og fóru 50 nem-
endur af 63 í ferðina." Ferðina
styrktu ýmis fyrirtæki með mat
og skólanefndin og foreldrafélag-
ið. „Með þessu er verið að reyna
í SVARI bankaráðs íslandsbanka
við erindi Guðmundar Árna Stef-
ánssonar alþingismanns, sem óskaði
eftir upplýsingum um risnu, bif-
reiða- og ferðakostnað bankastjóra
og starfskjör bankastjóra og að-
stoðarbankastjóra íslandsbanka,
kemur fram að íslandsbanki er rek-
inn á öðrum grunni en ríkisbankar
eða sem hlutafélag í eigu 6.300 hlut-
hafa og skráður á hlutabréfamark-
aði.
Bankaráðið telur óviðeigandi að
að koma inn hjá unglingunum að
það sé skemmtilegra að fara í
svona ferð en í miðbæinn," sagði
hún.
Stella sagði að prófin hefðu
gengið nokkuð vel nema í dönsku,
þar hefði hlustun verið of hröð:
„Nemendum fannst dönskuprófið
svolítið tyrfið. En próf í stærð-
fræði og íslensku gengu vel.
Enskuprófið var að vísu nokkuð
langt og áttu þau duglegustu í
vandræðum með að ljúka því en
þeim fannst prðfið sjálft ágætt.“
„Krakkarnir óskuðu eftir leyfi
til að halda grillveislu að loknu
prófi og þau voru hér í portinu
með tónlist og grill í hádeginu og
fram eftir degi,“ sagði Guðmundur
Sighvatsson skólastjóri Austurbæj-
arskóla. Sagði hann að nemendur
hefðu verið ánægðir með prófin og
teldu þau hafa verið aðgengileg en
kvörtuðu þó undan dönskuprófinu.
Guðmundur sagði erfitt að meta
hvort prófin hefðu verið léttari nú
en oft áður. Innan um væru oft
misjafnlega sýnilegar gildrur. „En
ég held að þessi próf hafi verið vel
úr garði gerð,“ sagði hann.
bankinn sé dreginn inn í umræðu um
vandamál stærsta keppinautarins og
að þannig sé reynt að tengja íslands-
banka máli honum óviðkomandi.
Bent er á í svari ráðsins að í hlutafé-
lagalögum sé sérstaklega fjallað um
upplýsingamál hlutafélaga og að
samkvæmt þeim hafi stjóm og
stjórnendur hlutafélaga upplýsinga-
skyldur gagnvart hluthöfum á hlut-
hafafundum. Ríkisfyrirtæki hafi
upplýsingaskyldu gagnvart Alþingi.
Það séu leikreglur sem Alþingi hafi
í KÖNNUN á viðhorfum foreldra í
Reykjavík til málefna grunnskól-
ans, sem Félagsvísindastofnun
gerði fyrir Samfok, kemur fram að
um 70% foreldra eru frekar eða
mjög fylgjandi því að auka sjálf-
stæði skóla, að einstakir skólar ráði
meiru um sín málefni, stjórnunar-
lega, faglega og fjárhagslega.
Könnunin var gerð seint í mars
og alls fékkst 501 svar af þeim 700
sem komu í úrtakið. í könnuninni
segir einnig að meirihluti foreldra,
60,5%, er frekar eða mjög ánægður
með hvernig komið er til móts við
þarfir barnsins í námi en um þriðj-
ungur er frekar eða mjög óánægð-
ur. Um 43% foreldra eru mjög eða
frekar ánægð með aðstöðu barns-
ins til að nærast í skólanum og
svipað hlutfall er mjög eða frekar
óánægt. Þar kemur einnig fram að
rúm 40% foreldra eru frekar eða
mjög ánægð með hve vel er fylgst
með barninu í skólanum en tæp
40% eru frekar eða mjög óánægð.
Flestir te|ja viðveru kennara
hæfilega
Flestir foreldrar voru mjög eða
frekar ánægðir með upplýsinga-
streymi frá skólanum til foreldra en
um fimmtungur frekar eða mjög óá-
nægður. Flestir foreldrar telja við-
veru kennara í grunnskólum hæfi-
lega en tæpur helmingur telur hana
heldur of litla eða allt of litla.
Flestir foreldrar, 63%, telja að
með tilkomu foreldraráða í grunn-
skólum hafi áhrif foreldra á skóla-
starf aukist frekar mikið. 65,4% for-
eldra telja að það sé mjög eða frek-
ar æskilegt að auka áhrif foreldra á
skólastarfið. Um fjórðungur telur
það frekar eða mjög óæskilegt.
sett. Því sé óeðlilegt að einstök
hlutafélög í einkaeigu eða einkafyrir-
tæki og einstaklingar almennt séu
krafin um upplýsingar af þingmönn-
um eða þingnefndum.
Gumundur Árni segir í fréttatil-
kynningu að það séu honum von-
brigði að bankaráðið hafi valið að
svara ekki fyrirspurnunum og neitað
að gefa almenningi upplýsingar um
þennan rekstrarþátt bankans. Að
hans mati sé rökstuðningur banka-
ráðs veigalítill.
INGIBJORG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Ámi Sigfússon
oddviti Sjálfstæðisflokksins kynntu
í gær hugmyndir sínar að framtíð-
arþróun grunnskólanna í Reykja-
vík. Yfirskrift fundarins var „Kjós-
um metnað og betri skóla“ og var
hann haldinn af Samfok, Sambandi
foreldrafélaga og foreldraráða í
skólum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór
yfir áherslur Reykjavíkurlistans á
síðustu árum í málefnum grunn-
skólanna, þá sérstaklega s.l.
tveggja ára, eða frá því að Reykja-
víkurborg tók við grunnskólunum.
Hún sagði að ef eitthvað væri verð-
ugt málefni kosninganna þá væri
það einna helst skólamálin, því í
þeim fælist framtíð okkar og barna
okkar. Ingibjörg sagði að einsetn-
ing grunnskóla í borginni væri
langt komin en þó vantaði mikið
húsnæði til að hún gæti orðið að
veruleika. Hún be'nti einnig á mik-
ilvægi endm-- og símenntunar
kennara. „Ríkið greiðir milli 12 og
13 milljónir á ári í símenntun kenn-
ara og ber skylda til samkvæmt
lögum. Fræðslumiðstöð Reykjavík-
ur greiðir hins vegar 16,8 milljónir
á ári í símenntun, en ber þó ekki
skylda til,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Ami Sigfússon kvaðst í upphafi
ræðu sinnar hafa orðið undrandi á
að sjá loforð Reykjavíkurlistans
um einsetningu grunnskólanna.
„Þetta eru metnaðarlaus loforð,"
sagði Árni á fundinum í gærkvöldi,
„því lög kveða á um að tryggja eigi
einsetningu hið fyrsta.“ Arni fór
yfir stöðu skólamála eins og þau
blöstu við þegar D-listinn hvarf frá
völdum borgarinnar árið 1994 og
kannaði hvað hefði orðið um þau á
kjörtímabili R-listans. Niðurstaða
hans var sú að sumt hefði gengið
upp og sumt ekki, hann sagði að
tölvubúnaður væri að úreldast, en
einsetning hefði gengið ágætlega.
Hann fullyrti að Reykjavík hefði
verið í forystu í skólamálum árið
1994 og setti fram níu lykilatriði
sem hann taldi nauðsynleg til að
endurheimta þá forystu.
Ingibjörg og Árni voru beðin um
að lýsa í einni setningu framtíðar-
sýn sinni á grunnskólann í Reykja-
vík, yrði þeirra flokkur við völd, og
voru þau nokkuð sammála.
„Grunnskólar borgarinnar verða í
hópi bestu skóla innan lands og ut-
an við upphaf aldarinnar,“ sagði
Ingibjörg, og Ámi fullyrti: „í stað
þess að tala um betri skóla þá mun-
um við bjóða bestu skólana."
Bankaráð fslandsbanka svarar Guðmundi Árna
Rekinn á öðrum grunni en ríkisbankar