Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðaráðstefna um kalda stríðið í Reykjavík Hlutverk Norðurlanda í stefnu risavelda rætt UMFANGSMIKIL sagnfræðiráð- stefna um Norðurlöndin og kalda stríðið verður haldin í Reykjavík í sumar með þátttöku helstu sér- fræðinga á þessu sviði frá Banda- ríkjunum, Norðurlöndunum, Rúss- landi og Austur-Evrópu. The Cold War Inter national History Project (Woodrow Wilson-stofnunin) í Washington, the London School of Economics og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, standa að ráðstefnunni, sem fer _ \) R L Q" fram dagana 24.-27. júní. q Dr. Valur Ingi- ^ mundarson sagn- fræðingur, sem á ' sæti í þriggja manna O undirbúningsnefnd G* ráðstefnunnar, sagði í sf- viðtali við Morgunblað- ** C [) stríðið um þessar mundir. Stofnun- in heldur ráðstefnur um allan heim, gefur út rit um nýjustu rann- sóknir á þessu sviði og styður við bakið á fræðimönnum og stofnun- um í Rússlandi og öðrum fyrrver- andi kommúnistaríkjum. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni í Reykjavík verða heimsþekktir sagnfræðingar, eins og þeir John Lewis Gaddis, prófessor við Yale- háskóla og Vladislav Zubok hjá National Security Archive í Washington. § ið að íjallað yrði um hið margþætta hlutverk, sem Norðurlöndin gegndu í stefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í kalda stríðinu. Afstaða Norðurlanda til NATO „Lögð verður áhersla á þá þætti, sem skildu Norðurlöndin að og hvað þau áttu sameiginlegt. Fjallað verður sérstaklega um afstöðu Norðurlandanna til NATO og hlut- leysisstefnunnar; stefnu þeirra í kjarnorkumálum; samskipti kommúnistaflokka á Norðurlönd- um við Sovétríkin á stjórnmála-, efnahags- og menningarsviðinu og endalok kalda stríðsins. Þá verður lagt mat á menningaráhrif kalda stríðsins á Norðurlöndum. Mark- miðið er að koma á framfæri nýj- ustu niðurstöðum um efnið, en undanfarin ár hafa komið út fjöl- mörg rit, sem hafa brugðið nýju Ijósi á það,“ sagði Valur. The Cold War International Hi- story Project er helsti vettvangur- inn fyrir skoðanaskipti um kalda Gaddis er kunn- asti sagnfræðingur Bandaríkjanna á þessu sviði og hefur skrifað fjölda bóka og greina um efnið,“ sagði Valur. Á síðasta ári kom út bók eftir Gaddis sem nefnist Now % A Q We Know: Rethinking Cold War History um stöðu rannsókna um kalda stríðið sem vakti mikla athygli og deilur. Það sama má segja um nýlega bók Vladislavs Zuboks, Inside the Kremlirís Cold War: From Stalin to Khruschev, en hún fjallar um ábyrgð Sovétmanna á upptökum og þróun kalda stríðs- ins. Að sögn Vals mun almenningur eiga greiðan aðgang að ráðstefn- unni sem haldin verður á Grand Hótel, og verður reynt að hafa dag- skrána sem fjölbreytilegasta með því að kanna mikilvægi Norður- landanna bæði frá sjónarhorni vestrænna ríkja og kommúnista- ríkjanna. Helstu sagnfræðingar Norðurlanda Á ráðstefnunni verða m.a. pall- borðsumræður um umdeildar kenningar þeirra Gaddis og Zu- boks, en margir hafa freistast til að kenna þær við nýjan „skóla“ í sagnfræðinni. Auk þess munu Reuters ÁRÓÐURSSTRÍÐ risaveldanna var í algleymingi eftir Reykjavíkur- fundinn 1986. Á afmæli rússnesku byltingarinnar í nóvember það ár báru menn borða með áletruninni „Nýtt friðarfrumkvæði Sovétmanna: Reykjavík 1986“. helstu sagnfræðingar á Norður- löndum sækja ráðstefnuna. „Ég get til dæmis nefnt þá Rolf Tamnes og Mats Berdal frá Noregi, en þeir hafa nýlega gefið út bækur um stefnu Norðmanna í kalda stríðinu, sem hlotið hafa mikla athygli. Ber- dal beinir sjónum sínum að hlut- verki Noregs í hernaðaráætlunum Bandaríkjanna og Atlantshafs- bandalagsins á Norður-Atlantshafi á 6. áratugnum, en Tamnes fjallar um stefnu Norðmanna á 7. og 8. ára tugnum. Enn fremur kemur Norðmaðurinn Sven Holtsmark hingað, en hann hefur skrifað mest um samskipti norskra kommúnista og Sovétríkjanna. Frá Danmörku koma m.a. Bent Jensen, sem skrif- að hefur mikið um afstöðu danskra menntamanna til kommúnismans og Sovétríkjanna, og Poul Villaume, sem fjallað hefur um sér- stöðu Danmerkur í NATO og lagt áherslu á andstöðu danskra stjórn- valda við stefnu bandalagsins í veigamiklum atriðum. Miklar deilur hafa orðið í Finn- landi um þátt Urho Kekkonens, fyrrverandi forseta Finnlands, í kalda stríðinu. „Sumir telja, að hann hafi gengið allt of langt í að friðþægja Sovétmenn, en aðrir telja honm það til tekna að hafa hagað samskiptum sínum við Sov- étríkin með þeim hætti, að Finnar héldu sjálfstæði sínu og þingræðis- kei-fi. Hanno Rautkallio hefur deilt hart á Kekkonen og hann mun verða meðal þeirra Finna, sem sækja ráðstefnuna. Þá mun Jussi Hanhimáki frá the London School of Economics fjalla um áhrif kalda stríðsins á norræna menningu, en eins og kunnugt er mótaði þessi heimsbarátta þjóðfélagsumræðu á Norðurlöndum í áratugi," sagði Valur. Staða Finna og hlutleysi Svía í ráði er að halda pallborðsum- ræður um stöðu Finnlands í kalda stríðinu og hlutleysisstefnu Svía í kalda stríðinu með þátttöku sér- fræðinga frá þessum löndum. Val- ur sagði, að allt frá því að sænsk stjórnvöld skipuðu hina svokölluðu hlutleysisnefnd fyrir nokkrum ár- um hefði átt sér stað mikil umræða í Svíþjóð um þátt landsins í kalda stríðinu. Komið hefði fram, að sænski herinn hefði verið háður bandarískri hergagnatækni og hann hefði verið í leynilegu sam- bandi við Bandaríkjamenn og Atl- antshafsbandalagið um varnir Sví- þjóðar, þótt Svíar hefðu aldrei hvikað frá hlutleysisstefnunni opin- berlega. Þá koma hingað tveir danskir höfundar að skýrslu dönsku öryggismálastofnunarinnar um kjarnorkuvopn, sem Banda- ríkjamenn komu fyrir á Grænlandi í lok 6. áratugarins. Málið olli miklu fjaðrafoki í Danmörku fyrir nokkru, enda gaf danski forsætis- ráðherrann Hans Hedtoft Banda- ríkjamönnum heimild til staðsetn- ingai' kjarnorkuvopna á Grænlandi í trássi við yfirlýsta stefnu danskra stjórnvalda. Þá sagði Valur, að stefnt yrði að því að fá aðra, sem létu að sér kveða í kalda stríðinu, til að taka þátt í umræðum á ráð- stefnunni. I rannsóknum sínum hefur Valur m.a. fjallað um samskipti Islands og Bandaríkjanna í kalda stríðinu, en bók hans um efnið, I eldlínu kalda stríðsins, kom út árið 1996. Valur sagði, að þrír sagnfræðinem- ar við Háskóla Islands, þau Þór- mundur Jónatansson, Rósa Magn- úsdóttir og Haraldur Þ. Egilsson tækju virkan þátt í undirbúningi ráðstefnunar. Áðrir sagnfræðinem- ar kæmu einnig að ráðstefnunni með margvíslegum hætti. Samfara ráðstefnunni verður efnt til ljós- myndasýningar um kalda stríðið í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Meðal styrktaraðila ráðstefn- unnar eru Woodrow Wilson-stofn- unin, Menningarsjóður Norður- landaráðs, American-Scandinavian Foundation, Fulbright-stofnunin, menntamálaráðuneytið og utanrík- isráðuneytið. Ráðstefnur og fundir, ehf. sjá um skráningu á ráðstefn- una og er hún þegar hafin. Meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGRÚN Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, kynnir markmið meðferðarúrræðisins „Karlar til ábyrgðar“. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hlýðir á og til hægri við hana eru sál- fræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson auk Konráðs Kristinssonar, starfsmanns RKÍ. „KARLAR til ábyrgðar“ er slagorð nýs meðferðarúrræðis fyrir karla, sem beita ofbeldi, og var ýtt úr vör í gær. Rauði Kross Islands, Skrif- stofa jafnréttismála, heilbrigðis- ráðuneytið og félagsmálaráðuneyt- ið standa að verkefninu sem starf- rækt verður í tilraunaskyni næstu tvö árin. Verkefninu er beint til karlmanna sem eru hneigjast til of- beldis og mun þeim standa til boða einstaklings- eða hópmeðferð til að takast á við vandamálið. Tveir sálfræðingar, þeir Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jóns- son, annast meðferðina en þeir hafa kynnt sér svipaða starfsemi í Noregi og Svíþjóð. Á kynningar- fundi sem haldinn var vegna verk- efnisins kom fram í máli Einars Gylfa Jónssonar að meðferðin hér- lendis yrði með svipuðu sniði og tíðkast hefur í Noregi og Svíþjóð. Verkefnin þar benda til þess að milli 60%-80% þeirra sem sækja meðferðina nái árangri. I Noregi hefur meðferðarúrræði veríð starf- rækt í nokkum tíma og gefíð góða raun. Um 130 manns fara í gegnum meðferðina samtímis og er með- ferðaraðstaðan fullnýtt hverju sinni. Meðferðin gerir ráð fyrir því að karlmenn leiti sér sjálfviljugir að- stoðar til að losna úr viðjum ofbeld- isbeitingai’. Einar Gylfi Jónsson benti á að mikið af karlmönnum sem sækja meðferð eigi erfitt með að taka fyrsta skrefið þar sem þetta gæti verið í fyrsta skipti sem þeir tali opinskátt um vandamál sín. Hann sagði að vitaskuld væri fyllsta trúnaðar gætt í viðtölunum. Þörf á stöðugri áminningu Aðstandendur verkefnisins kváðust ekki vera hræddir um að þeir næðu ekki athygli manna sem beittu ofbeldi. Reynslan í ná- grannalöndunum sýndi að ásókn i meðferðina væri stöðug og aðstað- an fullnýtt á hverju tímabili. Ingólfur V. Gíslason benti þó á að þörf væri á stöðugri áminningu um vandann til þess að karlmenn hefðu frumkvæði til þess að byrja að vinna í sínum málum. Um 1.100 konur verða árlega fyrir ofbeldi frá hendi maka eða fyrrverandi maka. Rannsóknir sýna að beiti maður eiginkonu eða sambýliskonu oíbeldi eru helm- ingslíkur á að hann geri það aftur. Því er brýn nauðsyn að karlmönn- um sem beita konur ofbeldi verði gefinn kostur á meðferð vegna þessa veikleika, að sögn Einars Gylfa Jónssonar sálfræðings, en rannsóknir sýni að menn beiti of- beldi þegar þeim finnist þeir vera að missa tök á lífi sínu. Með því að beita aðra ofbeldi finnst þeim þeir hafa öðlast stjórn á ný. Nýleg könnun leiddi í ljós að fjórir af hverjum tíu Islendingum þekkja persónulega einn eða fleiri sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu sambýlis- eða eiginmanns. Með til- komu meðferðarinnar getur fólk nú gert öðrum greiða með því að benda á hvað hægt er að gera í málinu, hvert einstaklingar eigi að snúa sér. „Það þarf vart að fara mörgum orðum um þann vanda og þær ómældu þjáningar sem ofbeldi veldur. Þetta er í fyrsta sinn sem verkefni af þessu tagi lítur dagsins ljós hér á landi og við vonum svo sannarlega að það komi að gagni og verði til þess að lina þjáningar bæði þeirra sem beita ofbeldi og þeirra sem verða fyrir því,“ sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross Islands, á fund- inum. Fordómalaus og opin umræða nauðsynleg Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði að mikilvægt væri að opna umræðu um þessi mál því heimilisofbeldi væri svo sannarlega best geymda leyndarmál samfé- lagsins. „Það er það síðasta sem sjúklingur segir manni, ef hann er beittur ofbeldi heima fyrir,“ sagði Ingibjörg, sem starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur. Ingibjörg sagði jafnframt að ef verkefnið gæfi góða raun og sýndi fram á ár- angur yrði tilraunatími þess án efa framlengdur úr þeim tveimur ár- um sem hann er nú. Karlanefnd Jafnréttisráðs hefur séð um undirbúning að verkefninu en Rauði kross Islands sér um framkvæmd þess. Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur og starfsmaður karlanefndar Jafn- réttisráðs, sagði að töluvert hefði verið um það að karlar hefðu hringt og leitað aðstoðar vegna of- beldishneigðar, sérstaklega þegar Jafnréttisráð hefði staðið fyrir átaki gegn heimilisofbeldi árið 1995. Gróflega áætlaður kostnaður við verkefnið er 2,5 milljónir króna, fjármagnað að hluta til af heilbrigð- isráðuneytinu, félagsmálaráðuneyt- inu og Rauða krossi íslands. Með- ferðin gerir ráð fyrir klukkustund- ar viðtali á viku sé um einstaklings- meðferð að ræða og kostar það 1.500 krónur, en gert er ráð fyrir einni og hálfri klukkustund á viku ef um hópmeðferð að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.