Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 15
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 1 5
AKUREYRI
Enginn
kraftur,
bara kropp
„ÞAÐ ER enginn kraftur í
þessu, bara kropp,“ sagði Hail-
dór Gestsson sem ásamt Hreini
Sverrissyni var að landa í Sand-
gerðisbót um hádegi í gær. Þeir
voru með um 500 kfló og þótti
ekki sérlega mikið.
Óvenjumargir smábátar hafa
verið við veiðar innarlega í
Eyjafírði að undanförnu, eða
eftir páskastoppið m.a. frá
Grímsey, Ólafsfírði og Dalvík
og var Halldór allt annað en
ánægður með það. „Við erum
bara kaffærðir, trillukarlarnir
hérna á Akureyri, það er búið
að gjörspilla þessu fyrir okkur,
aðkomubátarnir eru að róa allt
inn fyrir Svalbarðseyri,“ sagði
Halldór. Hann sagði að mun
betur hefði fískast á sama tíma
í fyrra, „þetta getur varla ver-
ið aumara en núna“. Hann
nefndi að allt eins gott væri að
leigja bara kvótann, 87 krónur
væru greiddar fyrir kflóið um
þessar mundir, en þeir væru að
fá um 81 krónu trillukarlarnir
fyrir kflóið af slægðum fiski.
„Þetta er auðvitað algjör vit-
leysa, maður á bara að leigja
kvótann og hafa það gott
heima, heldur en að standa í
þessu brasi.“
Morgunblaðið/Kristján
FÉLAGARNIR Halldór Gestsson og Hreinn Sverrisson
landa úr Frosta í Sandgerðisbót í gærdag.
Mettúr hjá Sléttbaki EA, frystitogara ÚA
Aflaverð-
mætið rúmar
100 milljónir
SLÉTTBAKUR EA, frystitogari
Útgerðarfélags Akureyringa hf.
kom til heimahafnar nú í morg-
unsárið úr mettúr. Aflaverðmæti
skipsins er rúmar 100 milljónir
króna, eftir rúmlega 30 daga túr.
Þetta er langmesta aflaverðmæti
sem skipið hefur komið með að
landi en eldra metið var um 75
milljónir króna.
Afli Sléttbaks er um 400 tortn af
frosnum afurðum, eða um 620 tonn
upp úr sjó. Sléttbakur hefur áður
komið með meiri afla að landi, er
skipið var á úthafskarfaveiðum á
Reykjaneshrygg. Uppistaða aflans í
þessum túr er grálúða sem fékkst á
Hampiðjutorginu og þorskur sem
veiddist úti fyrir Norðurlandi.
Þetta er fyrsti alvöru túr Slétt-
baks, eftir að gerðar voru umfangs-
miklar breytingar á millidekld
skipsins hjá Slippstöðinni hf. á
Akureyri.
Svalbakur á Reykjaneshrygg
Kaldbakur EA, ísfisktogari ÚA,
kom til löndunar í gærmorgun eftir
9 daga túr. Skipið var með um 130
tonn af blönduðum afla, aðallega
þorsk, karfa og ufsa. Þá er Harð-
bakur EA væntanlegur til löndunar
nk. mánudag.
Frystitogarinn Svalbakur siglir
nú undir þýskum fána en skipið er í
leigu hjá Mecklenburger Hochsee-
fischerei, dótturfélagi ÚA í Þýska-
landi. Að sögn Sæmundar Friðriks-
sonar, útgerðarstjóra ÚA, er skipið
á úthafskarfaveiðum á Reykjanes-
hrygg og hafa veiðamar gengið
ágætlega.
-------------------
Aksjon
Miðvikudagur 29. apríl
21.00»-Níubíó - Rómeo blæðir
(Romeo is bleeding) í þessari óvenju-
legu sakamálamynd kemst spillt lög-
regla í hann krappan. Aðalhlutverk:
Gary Oldman, Lena Olin, Roy
Scheider, AnnabeJJa Sciorra og Jali-
ette Lewis. 1992. Stranglega bönnuð
börnum.
Listasumar
í sjötta sinn
Morgunblaðið/Kristján
FJÖLBREYTT dagskrá Listasumars sem haldið verður í sjötta sinn
á Akureyri var kynnt í Ketilhúsinu í Grófargili í gær. Finnur Magn-
ús Gunnlaugsson, starfsmaður Gilfélagsins, heldur á dagskránni en
að baki honum situr Guðmundur Ármann, fulltrúi Myndlistarskól-
ans á Akureyri.
LISTASUMAR verður haldið á
Akureyri sjötta sumarið í röð og
stendur það frá 24. júní til 29.
ágúst, frá Jónsmessu og að afmæli
Akureyrarbæjar. Dagskráin er
fjölbreytt, tónlist, myndlist, bók-
menntir, fyrirlestrar og fleira. Gil-
félagið, sem er samtök áhugafólks
um uppbyggingu menningar- og
listamiðstöðvar í Grófargili, stend-
ur að Listasumri í samstarfi við
m.a. Norrænu upplýsingamiðstöð-
ina, Norræna félagið, Sumartón-
leika á Norðurlandi, Jassklúbb
Akureyrar, Minjasafnið á Akur-
eyri og ýmsa þá sem standa fyrir
rekstri í Grófargili, gallerí, sýning-
arsali, kaffihús og Myndlistarskól-
ann á Akureyri.
Fjöldi myndlistarsýninga verður
á Akureyri í sumar, fjölbreyttir
tónleikar, Ijóðaupplestur og leik-
sýningar. Ymsir fastir liðir sem
hafa skipað sér sess á Listasumri
verða einnig í boði í sumar, m.a.
söngvökur tvisvar í viku í Minja-
safnskirkjunni og heitir fimmtu-
dagar með ýmsum djasssveitum í
Deiglunni. Þeir sem þátt taka í
Listasumri eru akureyrskir lista-
menn og einnig listamenn annars
staðar af landinu auk erlendra
gesta.
Þjóðlagadagar
Meðal atriða sem í boði verða í
sumar má nefna að dagana 23. til
28. júlí verða Þjóðlagadagar á
Akureyri, með námskeiði í vikivök-
um og þjóðdönsum, tónleikum og
málþingi um stöðu íslenska þjóð-
lagsins í fortíð, nútíð og framtíð.
Sumartónleikar á Norðurlandi
verða haldnir í tólfta sinn, fimm
tónleikar verða í Akureyrarkirkju
og jafnmargir í Reykjahlíðarkirkju
við Mývatn auk tónleika í öðrum
kirkjum í Eyjafjarðar- og Þingeyj-
arsýslum. A síðustu ellefu árum
hafa 360 tónlistarmenn frá 16
þjóðlöndum komið fram á 163 tón-
leikum í 12 kirkjum íyrir um 11
þúsund áheyrendur, þannig að
ljóst má vera að Sumartónleikar á
Norðurlandi hafa sannað gildi sitt.
Nú í sumar koma fram Björg Þór-
hallsdóttir og Bjöm Steinar Sól-
bergsson, Pétur Jónasson gítar-
leikari, Gunnar Kvaran og Haukur
Guðlaugsson, stúlknakórinn Cant-
ica frá Danmörku og Duo Lewark-
Portugall frá Þýskalandi ásamt
Margréti Bóasdóttur.
Á vegum Sumarháskólans á
Akureyri verða haldin námskeið
og boðið upp á fræðslu- og ævin-
týraferðir, fluttir verða fyrirlestr-
ar, m.a. um sjávarspendýr og nýt-
ingu þeirra, þjóðtrú, sögu Akur-
eyrar og Jónas Hallgrímsson.
BMW 3 línan
FRAMÚR-
SKARANDI
BMW 3 linan með spólvöm / læstu drifi l
@ & \
B&L Suðurlandsbraut 14, sími 575 1210
JC2 E ■ £ £ £ ll.is
Finnstþérílagiað
taka Geldinganes,
eitt besta íbúðasvæði
borgarinnar, undir
iðnaðar- og gámasvæði?
R-lístinn hefur hafið sprengingar og
grjotnam a Geldinganesi og afleið'ingin
mun verða eitt mesta umhverfisslys
i sögu borgarinnar.
í)
-filrifcCt/l'iai lí