Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Ráðstefna um for-
varnir á Reyðarfirði
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
FEÐGARNIR með flöskuskeytið.
Flöskuskeyti
Reyðarfírði - Nýlega fékk Ólafur
Gunnarsson, nemandi í 8. bekk á
Reyðarfirði, bréf frá Noregi. Fjöl-
skylda á eyjunni Selvær við Nor-
egsstrendur, rétt norðan heim-
skautsbaugs, var að svara flösku-
skeyti sem fannst þar í fjöru.
Selvær (íb. 90) er í eyjaklasa
sem myndar sveitarfélagið
Træna (íb. 500), kennt við
stærstu eyjuna, þar sem fom-
leifafræðingar hafa fundið mann-
vistarleifar frá steinöld. Á Træna
em sérkennilegir klettar sem em
þekkt siglingamerki. Eyjarnar
liggja nokkra norðar en Sandnes
þar sem bjó Þórólfur Kveldúlfs-
son föðurbróðir Egils Skalla-
grímssonar. Segir sagan að
Þórólfur hafi haft menn sína í
sfldveri og skreiðfíski. Selver
vom nóg og eggver.
Faðir Ólafs hafði hent flösku-
skeytinu í sjóinn af togaranum
Snæfúgli SU 20, 2. júlí 1996. Var
hann staddur í Víkurál út af
Vestfjörðum (65°36 N, 28°26W).
Þá var þar sól, hiti 6° og NA 6.
Bréfið hafði verið skrifað með
blýanti og sett í kókflösku. Eftir
svo langan tíma í sjó var skriftin
á bréfinu orðin nokkuð upplituð
en þó skiljanleg þannig að nú
hafa hafist bréfaskriftir milli
þessara staða.
Þeir feðgar hafa nú sent fleiri
flöskuskeyti og vonast eftir svör-
um.
Reyðarfírði - Föstudaginn 24. apríl
var á Reyðarfirði haldin ráðstefna
um forvamir. „Við getum betur“
var yfirskriftin og var hún á vegum
verkefnisins „ísland án eiturlyfja" í
samvinnu við sveitarfélög á Austur-
landi og Landssamtökin Heimili og
skóli.
Markmiðið er að leita leiða til að
sameina krafta þjóðarinnar í barátt-
unni gegn ólöglegum fíkniefnum,
hefta innflutning, efla forvamir og
skipuleggja aðgerðir og verkefni
sem hafa þetta að leiðarljósi. Ráð-
stefnan var öllum opin og þátttaka
ókeypis. Hana sóttu um 70 manns,
starfsfólk skóla, leikskóla, félags-
miðstöðva, foreldrar, unglingar og
aðrir þeir sem láta sig iþess málefni
varða.
Ráðstefnustjóri var Ágúst Ólafs-
son, fréttamaður á Egilsstöðum.
Framsögu höfðu Dögg Pálsdóttir,
formaður verkefnisstjómar, Þórólf-
ur Þórlindsson prófessor um fíkni-
efnaneyslu unglinga, Hermann
Valsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
um forvamarverkefni á Egilsstöð-
um og Fellabæ, Friðrik, Guðmann
og Þórhallur Þorvaldssynir kennar-
ar um forvamarstarf og félagsmið-
stöðvar og Einar Sveinn skólastjóri
um vinahópinn innan grunnskólans.
Að síðustu var upplestur Guðjóns
Sveinssonar rithöfundar; Ört renn-
ur æskublóð.
Þá var tekið til starfa í málstofum
þar sem ræddir voru þrír mála-
flokkar: Tekur skipulagning með-
ferðarúrræða til þarfa unglinga?,
Saman emm við sterk - samstarf
foreldra og skóla - kynning á for-
eldrasamningum og Unglingar og
forvamir.
Miklar umræður urðu um þessi
mál, m.a. hverjar væra hugmyndir
unglinga um forvamarstarfið og
hvað þyrfti að gera til að koma í veg
fyrir fíkniefnaneyslu bama og ung-
linga. Auka þarf þekkingu almenn-
ings á einkennum eiturlyfjaneyslu
unglinga, þ.e. breytingum á hegðun
og venjum, líkamlegum breyting-
um, félagslegum vandamálum,
áhöldum sem notuð era, dreifingu
efnanna og hvemig á að bregðast
við ef vart verður við eitthvað óeðli-
legt. Samstaða og samvinna í bar-
áttunni gegn fíkniefnum er besta
vömin. Allir eiga að láta sig þetta
mál varða og standa vörð um unga
fólkið.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason
STÚLKUR úr módelsamtökunum „ísmódel" í Stykkishólmi sýndu fatahönnun frá Spaksmannsspjörum undir
sljórn Erlu Bjargar Benediktsdóttur.
Fjölbreytt dagskrá
á vorvöku Emblu
Stykkishólmi - Emblu-konur í
Stykkishólmi kvöddu veturinn með
því að bjóða upp á fjölbreytta dag-
skrá í Stykkishólmskirkju síðasta
vetrardag. Það er orðinn fastur lið-
ur í starfi þeirra að standa fyrir
vandaðri skemmtun þennan dag.
Á dagskránni söng Auður Gunn-
arsdóttir sópransöngkona við undir-
leik Jónasar Ingimundarsonar.
Nemendur úr Tónlistarskóla Stykk-
ishólms fluttu lög á þverflautu, gítar
og harmoníku. Þá flutti Anna Dís
Rudólfsdóttir félagsfræðingur er-
indi um mótun hins íslenska kven-
leika. Þar liggja að baki rannsóknir
á minningargreinum um konur á
tímabilinu 1922-1992 og viðtöl við 18
konur um viðhorf þeirra til stöðu
kvenna. Það kom fram að hér áður
fyrr vora konur mjög til baka
haldnar og sýndu mikla fómarlund.
Þær hugsuðu fyrst um þarfir ann-
arra og vora hinn trausti bakhjarl.
En viðhorfin hafa breyst. Nú leggja
konur áherslu á, varðandi uppeldi
bama sinna, að dætumar fái tæki-
færi til að menntast og synimir læri
og venjist heimilisstörfum.
Að loknu erindi Önnu Dísar var
komið að tískusýningu. Nýstofnuð
módelsamtök í Stykkishólmi „Is-
módel“ sýndu íslenska fatahönnun
frá Spaksmannsspjöram. I samtök-
unum, er stofnuð vora í vetur, era
unglingar í Stykkishólmi sem hafa
fengið þjálfun í framkomu undir
stjórn Erlu Bjargar Benediktsdótt-
ur.
Að lokum buðu Emblu-konur upp
á kynningu á sjávarréttum úr
Breiðafirði. Fyrirtækin Sigurður
Agústsson, Rækjunes hf. og Nora
hf. lögðu til hráefnið, en konumar
útbjuggu fjölbreytta og Ijúffenga
rétti sem gestir kunnu vel að meta.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
UNNIÐ við steypulagningu á nýju brúnni yfir Gígjukvísl
á Skeiðarársandi.
Hluti Gígjubrúar steyptur
HnappavöIIum - HAFIST var handa
við að steypa hluta af brúargólfi í
hina nýju brú sem Armannsfell hf. er
að byggja yfir Gígjukvísl á Skeiðar-
ársandi að morgni 24. apríl en gamla
brúin hvarf eins og kunnugt er í
hlaupinu stóra 5. nóvember ‘96.
Nýja brúin verður 300 metra löng
og öll n\jög rammger. Sá hluti sem
steyptur var núna er 128 metrar og í
hann fóru 1.200 rúmmetrar af steypu,
platan er 8 metra breið og 210 sm á
þykkt þar sem hún er þykkust. Þetta
mun vera mesta steypa sem steypt
hefur verið í einu að minnsta kosti ut-
an Reykjavíkur. Það tók fjörutíu
manns, sem unnu á vöktum allan sól-
arhringinn, milli 40 og 50 klst. að
steypa þetta magn og notuðu þeir á
milli 400 og 500 tonn af sementi sem
keyrt var í tankbílum austur jafnt að
nóttu sem degi. Það er B.M. Vallá
sem býr til steypuna í alla brúna og
era þeir með steypustöð á staðnum.
Grindavík
Upp-
skeru-
hátíð
UMFG
Grindavík - Uppskeruhátíð
körfuknattleiksmanna og kvenna í
Grindavík var haldin nú á dögun-
um í Festi í Grindavík. Það var
Helgi Jónas Guðfínnsson sem var
valinn bestur körfuknattleiks-
mannanna og Guðlaugur Eyjólfs-
son sá efnilegasti. Hjá konunum
var Anna Dís Sveinbjömsdóttir
valinn sú besta en Sólveig Gunn-
laugsdóttir sú efnilegasta.
Karlalið UMFG hreppti þrjá
titla í vetur, þ.e. þeir urðu Reykja-
nesmeistarar, bikarmeistarar og
deildarmeistarar, en hefðu að sjálf-
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
ÞAU bestu og efnilegustu, frá vinstri: Sélveig Gunnlaugsddttir,
Anna Dís Sveinbjömsdéttir, Guðlaugur Eyjélfsson
og Helgi Jénas Guðfinnsson.
sögðu gjarnan viljað taka Islands-
meistaratitilinn líka. Aðspurður
um veturinn sagðist Helgi Jónas
vera ánægður með veturinn og þá
sérstaklega framan af, en ekki al-
veg búinn að jafna sig á því að vera
sleginn út úr úrslitakeppninni eða
eins og hann orðaði það: „Það hefði
verið skemmtilegi'a að vera kosinn
besti leikmaður UMFG ef við hefð-
um unnið Islandsmeistaratitilinn.
Við klúðruðum þessari úrslita-
keppni algjörlega."
Hjá kvenfólkinu gekk ekki jafn
vel en þær urðu þó meistarar
meistaranna. Um veturinn sagði
Anna Dís: „Árangur okkar hefði
mátt vera betri, þjálfaraskiptin
settu strik í reikninginn en við er-
um ungar og framtíðin því björt“.