Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 17
Stjórn Japans í vanda
vegna efnahagslægðar
Metatvinnu-
leysi -fram-
leiðsla
minnkar
Tókýó. Reuters.
ATVINNULEYSIÐ í Japan jókst
úr 3,6% í 3,9% í mars og hefur
aldrei verið jafnmikið í 45 ár, sam-
kvæmt hagtölum sem birtar voru í
gær. Þetta eru slæmar fréttir fyrir
japönsku stjórnina, sem nýtur nú
lítilla vinsælda vegna efna-
hagslægðarinnar í Japan ef marka
má nýjustu skoðanakannanir.
Viðbrögð hagfræðinga við ýmsum
öðrum hagtölum voru blendin.
Nokkrir þeirra fögnuðu vísbending-
um um að einkaneyslan væri farin
að aukast lítillega en aðrir óttuðust
að áhyggjur neytenda af atvinnu-
leysinu myndu draga úr neyslunni
og iðnframleiðslunni.
Viðskiptaráðuneytið í Tókýó
sagði að iðnframleiðslan hefði
minnkað um 1,9% í mars miðað við
febrúar og spáði því að hún myndi
minnka um 2,5% í apríl en hækka
um 1,2% í maí.
Atvinnuleysið í mars var meira en
nokkru sinni fyrr frá árinu 1953
þegar mæliaðferðirnar, sem nú er
beitt, voru teknar upp. Atvinnuleys-
ið jókst einna mest í byggingariðn-
aðinum og iðnframleiðslunrti.
Hagfræðingar höfðu spáð því að
atvinnuleysið yrði 4% í lok ársins en
margir þeirra urðu þó hissa á því
hversu hratt það hefur aukist.
Vinsældir stjómarinnar hafa dvín-
að mjög að undanfómu vegna efna-
hagslægðarinnar. I skoðanakönnun
dagblaðsins Mainichi Shimbun sögð-
ust 50% aðspurðra ekki styðja stjóm
Ryutaro Hashimotos forsætisráð-
herra og kenndu honum um efna-
hagsvandann.
Hvatt til frekari aðgerða
Stjórnin kynnti á föstudag að-
gerðir til að blása lífí í efnahaginn
þar sem m.a. er gert ráð fyrir að
veita átta billjónir jena, andvirði
rúmra fjögurra billjóna króna, í op-
inberar framkvæmdir og lækka
tekjuskattana um fjórar billjónir
jena, tvær billjónir króna, á þessu
ári og því næsta.
Hagfræðingar segja að þessar að-
gerðir ættu að duga til að binda
enda á efnahagslægðina en hafa
hvatt til varanlegra skattalækkana
og ýmissa róttækra efnahagsum-
bóta.
Hashimoto er undir miklum þrýst-
ingi japanskra hagfræðinga og er-
lendra ráðamanna, sem vilja að
stjómin grípi til djarfari og skjótari
aðgerða til að blása lífí í efnahaginn.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem var í
Tókýó, virtist þó draga úr gagnrýni
Bandaríkjastjómar á efnahags-
stefnu japönsku stjórnarinnar og
lýsti aðgerðum hennar sem „djörfum
og mikilvægum skrefum fram á við“.
------♦-*-*------
Ritið Neyslu-
könnun 1995
komið út
HAGSTOFAN hefur gefíð út ritið
Neyslukönnun 1995. í ritinu er
skýrt ítarlega frá niðurstöðum
neyslukönnunar 1995. Þar er meðal
annars að fínna upplýsingar um út-
gjöld heimila sem flokkuð em eftir
útgjaldaflokkum, heimilisstærð, bú-
setu og tekjum.
1.375 heimili, alls staðar á land-
inu, tóku þátt í könnuninni. Safnað
var upplýsingum um öll útgjöld
heimila, bæði stór og smá. í skýrsl-
unni kemur meðal annars fram að
útgjöld heimilanna voru að meðal-
tali 2,3 milljónir á árinu en ráðstöf-
unartekjur þeirra reyndust vera
nánast þær sömu.
Ispakk-Hervald Eiríksson ehf. sameinast Valdimar Gíslasyni ehf.
Stefnt að lækkun vöruverðs
og’ breiðara þjónustusviði
GENGIÐ hefur verið frá samein-
ingu Ispakks-Hervalds Eiríksson-
ar ehf. við Valdimar Gíslason ehf.
Með sameiningu þessara fyrir-
tækja verður til sterk rekstrarein-
ing sem veitir viðskiptavinum sín-
um alhliða þjónustu, segir í frétt
frá fyrirtækjunum.
Starfsvettvangur fyrirtækjanna
hefur verið þjónusta við kjötvinnsl-
ur, sjávarútveg og verslanir, en
með sameiningunni fá stjórnendur
þeirra tækifæri til að auka þjónust-
una og breikka svið hennar, segir
einnig í fréttinni. Nafn hins sam-
einaða fyrirtækis er Valdimar
Gíslason ehf.
Starfa í matvælaiðnaði
Valdimar Gíslason ehf. hefur um
áratuga skeið selt vörur og tæki frá
mörgum þekktum framleiðendum á
sviði matvælaiðnaðar. Meðal vöru-
fiokka sem fyrirtækið hefur selt eru
áhöld, vélar og tæki fyrir fyrii-tæki í
kjötiðnaði og auk þess margs konar
krydd og íblöndunarefni fyrir kjöt-
vinnslur og matvælaiðnað o.fl.
Ispakk ehf. hefur einnig starfað
á þessum vettvangi, en það hefur
sérhæft sig í innflutningi og sölu
umbúða, vörumerkjakerfa og af-
greiðslukerfa, auk tengdra vara.
Helstu viðskiptavinir fyiirtækisins
era fyrirtæki í sjávarútvegi og
verslun.
Flytur í nýtt húsnæði
síðar á árinu
í fréttinni segir að með samein-
ingu þessara fyrirtækja verði til
traust fyrirtæki, sem hefur það að
markmiði að uppfylla gæðastaðla
nútímasamfélags og bjóða vörar á
hagstæðu verði og veita þjónustu í
samræmi við kröfur markaðarins.
Fyrirtækið mun síðar á þessu ári
flytja í nýtt 1.350 fermetra hús-
næði í Garðabæ, þar sem fyllstu
kröfum um meðferð aðfanga fyrir
matvælaframleiðslufyrirtæki verð-
ur mætt. Búist er við að velta hins
sameinaða fyrirtækis verði um 400
milljónir króna á þessu ári.
Stjómarformaður Valdimars
Gíslasonar ehf. er Valdimar Valdi-
marsson, framkvæmdastjóri er
Einar Þórhallsson, og sölustjóri er
Svavar Ólafsson. Starfsmenn fyrir-
tækisins era 16.
mHBHHpiPM!
Sæluland í sveitinni
Antík á Akureyri
Garðverkfærin
Eftirlætisstóllinn
5 690691 190002
Jl, D A
TL D)Í