Morgunblaðið - 29.04.1998, Side 20

Morgunblaðið - 29.04.1998, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Enginn árangur í Afganistan FULLTRÚAR stjórnarandstöð- unnar í Afganistan ganga á samningafund með Talebönum í Islamabad í Pakistan í gær, þriðja dag friðarviðræðna Afgana. Enginn árangur hefur enn orðið af viðræðunum, sem Bill Richardson, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hóf, þar sem ekki hefur náðst samkomulag um hverjir taki þátt í þeim. Taleban- ar, sem eru bókstafstrúar og ráða stærstum hluta Afganistan, kreíjast þess að einungis kenni- menn seljist að samningaborði en það vill stjórnarandstaðan ekki sætta sig við. Netanyahu krefst tilslakana af hálfu Palestínumanna Yiðbúinn „fordæm- ingu heimsins“ Jerúsalem í gær er hann kom frá Kaíró þar sem hann hafði átt fund með Hosni Mubarak, Egyptalands- forseta. Netanyahu kvaðst myndu gera allt sem hann teldi nauðsynlegt til þess að „raunverulegur friður“ kæmist á, friður sem ísrael gæti unað við. Netanyahu og Arafat munu hvor í sínu lagi eiga fundi með Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í London á mánudag, og sagði Netanyahu í gær að það væri „hvorki sanngjamt né raunhæft“ að ætlast til þess að Israelar létu undan en Palestínu- menn fengju að „taka því rólega og bíða þess að tilslakanirnar taki gildi". Friðarumleitanir fóru út um þúf- ur í mars í fyrra þegar Israelsstjórn leyfði byggingaframkvæmdir í land- námi gyðinga í Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn ætla að verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns. Sjálfsmorðssprengjuárásir öfga- sinnaðra Palestínumanna er orðið hafa fjölda manns að bana í ísrael hafa gert illt verra. Samkvæmt samkomulagi sem ísraelar og Palestlnumenn gerðu með sér í Ósló 1993 á endanlegur friðarsáttmáli að liggja fyrir 4. maí 1999. Yasser Arafat, forseti Palest- ínumanna, hefur sagt að sáttmálinn verði að fela í sér ákvæði um sjálf- stætt ríki Palestínumanna. A mánu- dag sagði Netanyahu að hann myndi aldrei leyfa að Palestínuríki yrði stofnað því slíkt myndi stefna öryggi ísraels í hættu. „Við getum ekki og megum ekki samþykkja að stofnað verði nýtt ír- an eða írak á hlaðinu hjá okkur,“ sagði Netanyahu. Jerúsalem. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að það væri undir Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, komið að höggva á hnútinn í deilunni fyrir botni Mið- jarðarhafs og sagðist ekki myndu hætta öryggi Israels til að ná sam- komulagi. Kvaðst Netanyahu reiðu- búinn að taka á sig fordæmingu allrar heimsbyggðarinnar fremur en tefla Israelsríki í tvísýnu. Bandaríkjamenn leggja til að ísraelar dragi herlið sitt til baka frá 13% lands á Vesturbakkanum, en ísraelar segja að ekki komi til greina að láta af hendi meira en 9% því slíkt myndi grafa undan öryggi landsins. „Láti ég ekki undan þessum kröf- um, verð ég þá kallaður Þrándur í Götu friðarins? Velkist ekki í vafa: Alveg örugglega, alveg örugglega. Það munu allir benda á mig. Og hvað með það?“ sagði Netanyahu í Reuters Á öðrum degi verkfallsins í Danmörku færist lömun þjóðfélagsins nær V1 i '■ERKFALLIÐ er eins og bú- ast má við helsta samtalsefni Dana þessa dagana og í búð- um og á götum úti taka ókunnugir tal saman til að miðla reynslusögum. Andrúmsloftið í Kaupmannahöfn er því ekki fyrst og fremst þrúgandi, heldur líflegt með óvenjumikinn fjölda fólks á öllum aldri á götum úti í vorveðrinu, enda um 560 þúsund manns í verkfalli. Verkfallslífið er líf eins og annað líf, en verkfallið er þegar farið að breyta gangi hins dag- lega lífs svo um munar og þar eru það samgöngumar, eða öllu heldur skortur á þeim, sem hafa lamandi áhrif. í gær voru það helst fréttir um lyfjaskort í lyfjabúðum, sem vöktu áhyggjur, en síðdegis bárust fréttir um undanþágur til lyfjaflutninga, sem ætti að leysa vandann. Lyfjabúðirnar eru háðar atvinnu- bílstjómm, sem flestir eru í verk- falli. I gær voru ýmsar búðanna farnar að kvarta yfír lyfjaskorti. Fréttir bárust einnig um að fólk væri farið að hamstra lyf og því duga venjulegar birgðir væntanlega skemur en ella. Sótt hefur verið um undanþágur, en þær hafa enn ekki verið veittar. Carsten -------------- Koch heilbrigðismálaráð- herra hvatti í gær verk- fallsaðila til að fínna lausn, svo verkfallið stefndi ekki sjúklingum í hættu, en sá vandi virtist leystur í gær með undanþágum til bflstjóra lyfjafyrirtækja. Lestir ganga / í gær minnkaði flugumferð pfn Kastmp enn og var nú aðeins tiu prósent af því, sem búast mætti við á þessum tíma árs og samá á við um hinn stóra flugvöllinn í Danmörku, Billund, sem einnig er alþjóðaflug- Lyfjaskortur og lamaðar •• samgongur Verkfallslífið er líf eins og annað líf, en á hverjum degi bætast ný vandamál við, skrifar Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn. Tjón af völd- um verkfalls- ins þegar orð- ið töluvert völlur. Vorið er vinsæll tími til ráð- stefna og funda og öllu slíku hefur nánast undantekningalaust verið af- lýst þessa vikuna. Þar sem þetta er góð vertíð fyrir hótelin munu mörg þeirra verða illa úti, auk þess sem allnokkur þeirra hafa þegar lokað vegna verkfallsins. /7 Venjulegir Danir nota innanlandsflug ekki mildð, þar sem það er dýrt, held- ur er það fólk í viðskipta- erindum, sem heldur því uppi. Þegar flugið leggst ~~7~ niður dregur því mjög úr viðskipta- ferðum, því lestarferðir koma þar / ekki í staðinn. Það tekur hálftíma að fljúga til Árósa, en lestarferð þangað tekur rúmar fjórar klukkustundir, svo dagsferð þangað er vart fysileg. Fólk kemst enn til vinnu Lestirnar ganga og eins flestar jámbrautarfeijur, en hins vegar hafa margar ferjuleiðir lokast og um leið einangrast fjöldi eyjanna. Lestir í Kaupmannahöfn ganga, en aðeins um helmingur strætisvagnanna og það munar um minna á götunum, svo umferðin er róleg. Ekki hafa enn borist fréttir af fólki, sem ekki kemst í vinnuna, en þegar bens- ínskortur fer að segja til sín mun fólk, sem til dæmis býr utan Kaup- mannahafnar fjarri lest- _________ arstöðvum, en vinnur í borginni, eiga óhægt með að komast í vinnuna. Vegna bensínhamsturs hefur lög- reglan beðið fólk að hafa varann á sér. í sambýlishúsi nokkru fundu íbú- amir bensínlykt úr kjallaranum og kölluðu á lögregluna, sem fann 110 lítra af bensíni þar í lekum og tærð- um brúsum. Aðeins hefði þurft neista til að húsið hefði sprungið í loft upp. Sótt um und- anþágur, en þær enn ekki veittar Margir smábarnaforeldrar munu frá og með deginum í dag þurfa að finna aðra gæslu en leikskólana, því þeim fyrstu verður lokað 1 dag vegna þess að ekki fæst þrifið þar og sorpið er heldur ekki sótt, sem er ekki auðvelt þar sem bleyjurnar hrannast upp. Þessi staða gæti hald- ið einhverjum foreldrum heima. Bændur eiga erfíða tíma þessa dagana, bæði sökum yfirvofandi fóð- urskorts og eins af þvi þeir koma sláturdýrum ekki frá sér. Dýra- verndunarfélög hafa slegist í lið með bændum og hvetja til að veittar verði undanþágur svo verkfallið bitni ekki á ferfætlingunum. Blómabændur sjá fram á millj- arðatap, því blómin, sem ekki kom- ast á markaðinn, geymast ekki og vorið er mesti sölutími þeirra, bæði sökum mæðradagsins og eins þar sem fólk er að kaupa jurtir í garðana sína. Fréttir og hörgulvara á Netinu Á hverjum degi berast fréttir um nýja vanda og þær heyrir fólk að- eins í gegnum útvarp og sjónvarp, --------- sem hafa fjölgað frétta- tímum sínum, eða les þær á alnetinu, sem nú er eini miðill dagblaðanna, utan hvað Jyllands-Post- en kemur út. Þar er “skipulagið annað en á hinum blöðunum, ekkert verkfall þar og salan eftir því. En alnetið er líka fréttamiðill almennings og stað- urinn til að finna ger, hveiti og aðra hörgulvöru. Ýmsir senda þangað ábendingar um hvar finna megi hana eða segjast hafa misst glóruna í æsingnum, keypt of mikið og vilja nú selja eða gefa af umframbirgðun- Lýsa ábyrgðá Palme- morði HÁTTSETTUR leiðtogi kúrdískra samtaka, PKK, sem tyrknesk yfirvöld tóku hönd- um fyrr í mánuðinum, fullyrðir að skæruhðasamtökin, sem hann stjórnar, beri ábyrgð á morðinu á Olof Palme 1986, að því er tyrkneska blaðið Sabah greindi frá í gær. Leiðtoginn, Semdin Sakik, va,r handtekinn í norðurhluta íraks. Hann sagði að æðsti leiðtogi PKK hefði gefið fyrirmæli um morð- ið í hefndarskyni við þá ákvörðun sænskra stjórnvalda að framselja átta uppreisnar- menn PKK. Gerðu tyrknesk yfirvöld sænska sendiherran- um grein fyrir þessum fullyrð- ingum á fundi í gær. 40 myrtir í Alsír FJÖRUTÍU manns voru myrtir í fyrrinótt í þorpi í suð- urhluta Álsír, að því er örygg- issveitir stjórnvalda þar greindu frá í gær. Ekki kom fram hvort um hefði verið að ræða óbreytta borgara eða hermenn, og ekki var tekið fram hverjir bæru ábyrgð á verknaðinum. Dauðaddmar í Nígeríu HE RDÓMSTÓLL í Nígeríu dæmdi í gær fyrrverandi næstæðsta mann ríkisins og fjóra aðra til dauða fyrir til- raun til að ræna völdum. Ola- dipo Diya yfirhershöfðingi og samverkamenn hans reyndu að steypa herstjóm Sani Abaeha. Tuttugu og sex voru ákærðir, sjö dæmdir í fangelsi og 14 sleppt lausum. Cherie Blair á Netið CHERIE Blair, eiginkona for- sætisráðherra Bretlands, hyggst birta dagbók sína á eig- in heimasíðu, er tengd verður heimasíðu forsætisráðu- neytisins. Verður þar birtur listi yfir það sem forsætisráð- Cherie Biair herrafrúin tekur sér fyrir hendur, t.d. op- inberar heimsóknir og góð- gerðarstörf. Sjúklingar tilraunadýr NORSKIR og bandarískir vís- indamenn gerðu tilraunir með tengsl geislavirkni og ófrjó- semi á geðsjúklingum á norsk- um sjúkrahúsum á sjötta og sjöunda áratugnum, að því er Dagbladet greindi frá í gær. Fólk, sem talið var andlega vanheilt eða geðveikt, var not- að sem tilraunadýr í prófunum á líf- og erfðafræðilegum áhrif- um röntgengeisla, m.a. til vön- unar. Tilraunirnar fóru fram með leynd á þrem sjúkrahús- um í Ósló. \ í > I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.