Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn YFIRLITSMYND af sýningunni „tími/rými“ í Nýlistasafninu. Nýló tvítugt MYNPLIST Nýlistasafnið SAMSÝNING FÉLAGA Til 3. maí. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. FYRIR 20 árum hratt hópur lista- manna af stað merkilegu átaki til þess að bjarga frá skemmdum fjölda listaverka sem ekki höfðu hlotið náð fyrir augum íslenskra safnstjóra þótt einsýnt þætti að þau væru alltof merkileg til að enda til- vist sína á haugunum. Megnið af þessum listaverkum hafði séð dags- ins ljós í Gallerí SÚM, en það hóf göngu sjna á efstaloftinu - núver- andi SÚM-sal - í bakhúsinu við Vatnsstíg 3B, í janúarbyrjun árið 1969, þangað sem hið nýstofnaða Nýlistasafn flutti tíu árum síðar. Þannig tók Nýlistasafnið ekki að- eins við lyklunum að bakhúsinu úr hendi SÚM heldur var þess vænst að það stoppaði í gatið sem margir töldu að myndast hefði í íslenskri listasögu vegna skollaeymanna sem önnur listasöfn landsins skelltu við nýjustu liststraumum. Það var mik- ill hugur í mönnum því nú skyldi al- deilis sýna hvers íslenskir lista- menn væru megnugir þegar bjarga skyldi menningarlegum verðmæt- um sem illa reknar stofnanir huns- uðu. Og það var ekki setið við orðin tóm. Svo mikill var áhuginn fyrir hinu nýstofnaða safni að hver sem vettlingi gat valdið sótti þar um inn- göngu. Fjölmargir erlendir lista- menn sáu sóma sinn í að styrkja framtakið og leggja til verk eða fjármuni svo ævintýrið mætti verða sem glæsilegast. Fljótlega nálgaðist meðlimafjöldinn hundraðið, og nú eru vel á annað hundrað meðlima í Nýlistasafninu. Á 20 ára afmælinu getur safnið því státað af stöðugri hagsæld; fleiri félagsmönnum en nokkuru sinni fyrr og sístækkandi húsnæði. Þó er eins og þessi glæsilegu grasrótarsamtök séu ekki alveg í takti við það sem til var stofnað fyr- ir tveim áratugum. Sýningin „tími/rými“, sem hóf göngu sína 19. apríl, er til marks um vandann sem steðjar að þessu frábæra framtaki, nú þegar bamið ætti að vera að komast í tölu fullorðinna. Það má ekki túlka það svo að sýningin sé ekki góðra gjalda verð í smáatrið- um; öðru nær. Ef bera ætti saman obbann af því sem er til sýnis í Nýlistasafninu þessa dagana við það sem sást á samsýningum FÍM hér á árunum áður fer ekki milli mála að Vatnsstígurinn hefur vinn- inginn hvemig sem á dæmið er litið. En sem metnaðarfullt framlag lif- andi samtaka sem eitt sinn ætluðu að sýna landsmönnum hvers sam- takamáttur framsækinna lista- manna væri megnugur þá er „tími/rými“ varla bam í brók. Sýn- ingin er ekki annað en tækifæris- upphengi af jólabasarsortinni þar sem hver meðlimur reynir að toppa náungann í krónísku hugmyndap- uðri sem virkar nánast sem biluð grammafónsplata. Sama hræðilega tilfinningin grípur gesti og þá þegar þeir arka um galleríbásana á dæmi- gerðri listmessu til að komast að raun um að það sem þeir héldu að væri einstakt er óvart til í þúsund áþekkum tilbrigðum. Þá afhjúpar sýningin þetta und- arlega stefnuleysi sem eltir íslenska myndlist á röndum, hvort sem sam- tökin heita FÍM, SÍM, SÚM eða Nýlistasafnið. Allir verða alltaf að vera með þótt þeir hafi ekkert nýtt né sérstakt til málanna að leggja. Hræðslan við að viðkomandi sé að missa af einhverju - strætó eða heimsfrægð - rekur bestu menn til þátttöku, langt undir getu. Leiðinlegast af öllu er hvað þetta allt er hræðilega fyrirsjáanlegt. All- ir hafa bersýnilega kíkt yfir öxlina á náunganum til að fyrirbyggja að þar fyndist eitthvað sem gæti komið þeim eða okkur áhorfendum á óvart. í því sambandi er Fjölnis- mennskan söm við sig: Allir bera saman bækur sínar til að enginn sé á skjön við heildina. Það er hópur- inn sem gefur hverjum einstaklingi grænt ljós. Þannig er frónsk félags- intelligensía í hnotskum. Allir láta sér vaxa grön á sama tíma af hræðslu við að vera einum of öðru- vísi. Eins og nærri má geta fylgir eng- in sýningarskrá afmælisuppheng- inu. Reyndar minnist ég þess ekki að hafa séð veglega útgáfu frá Nýlistasafninu. Að því leytinu er það einstakt meðal vestrænna sam- tímalistasafna. Sú séríslenska hefð að fylgja engri list eftir, hvorki í ræðu né riti, en sveipa hana þess í stað tilgerðarlegri dulúð, ruglar margan landann í ríminu. Af upp- lýsingaskortinum dregur almenn- ingur þá villandi ályktun að þar fari afar róttækur félagsskapur sem iðki mjög sértæka og framsækna neðan- jarðarlist. En bregði landinn sér inn á virðu- legar stofnanir á borð við MoMA í New York; Modema Museet í Stokkhólmi; ICA í Lundúnum; ARC í París, eða aðra ámóta staði í hin- um vestræna heimi kemst hann fljótlega að raun um það að munur- inn á Nýló og áðurnefndum stofn- unum er ekki listin sjálf heldur mannhafið, skipulagið og upplýs- ingastreymið. Erlendis er nefnilega allt gert til að koma almenningi á sporið um þróun listar líðandi stundar í staðinn fyrir að villa um fyrir honum og fylla hann óþarfa tortryggni og efasemdum um eigin dómgreind. Hvort unglingurinn Nýló ber gæfu til að leggja af heimóttarskap- inn, spretta úr grasi og verða að al- mennilega opnu upplýsingasetri verður tíminn að leiða í ljós. Það er alltaf eitthvað átakanlegt við gras- rót sem ekki þorir að spretta eðli- lega. Við fylgdumst með því í haust hvemig Samtökin um kvennalista brenndu sig á bókstafstrú hrein- stefnunnar án þess að hafa nokkurn tíma komist í raunverulega áhrifa- stöðu. Vonandi ber Nýlistasafnið gæfu til að söðla um áður en lögmál tregðunnar gerir það að úreltu þingi áður en það fékk að blómstra. Halldór Björn Runólfsson Lífshlaup í metratali Björg Ingadóttir sýndi nýlega í Kaup- mannahöfn verk, sprottið af uppruna henn- ar, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði af. „IDENTITET", Sam- semd, var yfirskriftin á sýningu Bjargar Inga- dóttir nýlega í Galleri North andspænis Vorr- ar frúar kirkju í Kaup- mannahöfn. Sýningin í öðrum af tveimur söl- um gallerísins saman- stóð af um hálfsmetra hárri og 14 m langri myndræmu, sett sam- an af fjölskyldumynd- um í tímaröð. Hér er Björg, sem hingað til hefur unnið með papp- ír, óneitanlega komin mjög á önnur mið en áður og það var einmitt ætlunin. Eftir að hafa unnið með pappír undanfarin ár segist Björg hafa verið orðin þreytt á þeirri vinnu, fannst hún orðin stöðnuð og vildi vinda sér í eitthvað allt annað. Eftir langa umhugsun komst hún að þeirri niðurstöðu að það væri spennandi að gera verk, sem væri persónulegt. Upphaflega hug- myndin segir hún að hafi verið flókin í framkvæmd, en svo varð henni ljóst að þetta sáraeinfalda form, ein ræma ljósmynda, hent- aði best, þegar ætlunin væri að veita áhorfand- anum innsýn í líf sitt. Og það vantaði ekki efniviðinn, því Björg á stóra fjölskyldu og gnægð mynda af henni til. Sjálf segist hún hafa fengið mikið út úr því að grafa upp gaml- ar myndir, skoða þær og velta samhengi þeirra fyrir sér. Á myndunum bregður einnig fyrir vinum, sem hafa haft þýðingu fyrir Björgu og stöðum, sem haft hafa áhrif á hana. Björg hefur verið víða, búið í Hollandi, Frakklandi og nú síðast í Danmörku og segir að í lífí sínu gæti áhrifa allra þessara staða, líkt og fram kemur á mynd- unum. Þó sýningin sé sett upp í Höfn segir Björg að sig langi til að fara með hana til íslands og fá tækifæri til að setja hana upp þar. Þá er Björg Ingadóttir henni efst í huga ánægjan yfir að geta sýnt vinum og vandamönnum sýninguna, en einnig almennt að fá tækifæri til að sýna á Islandi, þar sem hún hefur ekki sýnt áður. Hún segir það einnig hafa aðra þýðingu fyrir sig að sýna á íslandi, að fara heim með sýningu, þar sem hún búi þar ekki og samhengið því ann- að. Margar myndanna hefur hún fengið sendar frá Islandi einmitt af því hún býr úti. íslenskt og erlent sjónarhorn Hið íslenska sjónarhorn á slíka sýningu er vísast í fyrstu fólkið og viðfangsefni þess, en við nánari at- hugun býður verk Bjargar upp á fleiri athugunarefni. Myndirnar gefa skemmtilega innsýn inn í þró- un fjölskylduljósmynda, hverju er tekið mynd af og hvemig, auk tæknilegra atriða. Síðar á árinu sýnir Björg í Land- skrona og Váxsjö í Svíþjóð og mun einnig sýna ásamt Steinunni Helgu Sigurðardóttur í Galleri 21 í Málmey, sem í ár verður með sýn- ingar frá öllum Norðurlöndunum. Þær Steinunn Helga hafa ekki sýnt saman áður, en oft rætt um það. Verk þeirra eru hugmyndalega skyld, því báðar vinna með minn- ingar á einhvem hátt. Minningar, sem sprottnar em af íslensku ætt- emi þeirra. Frönsk ljóð 98 SAMKEPPNI í flutningi ljóða á frönsku fór fram laugardagsmorgun- inn 18. apríl í Norðurkjallara MH. Alls tóku þátt 17 nemendur frá 8 framhaldsskólum, MH, MR, FB, MS, Kvennó, ME, FB Akranesi og FB Keflavík. Buðu nemendumir til ljóðaveislu þar sem flutt voru ljóð eftir höfunda eins og Rimbaud, Verlaine, Apoll- inaire, Prévert, Cendrars, Béalu og Tardieu. Ekki var eingöngu treyst á mannsröddina, sjávartromma söng sitt lag við ljóð Verlaine „Eut fortes". Allir þátttakendur hlutu bóka- verðlaun frá franska sendiráðinu sem stóð að keppninni ásamt Félagi frönskukennara. í dómnefnd voru Catherine Eyj- ólfsson þýðandi, Guðrún Kristins- dóttir leikari, Sigurður Pálsson rit- höfundur og formaður dómnefndar og Sigrún Ólafsdóttir MR. MOSFELLSKÓRINN fagnar 10 ára aftnæli á þessu ári og af því tilefni verða árlegir tónleikar haldnir í Is- lensku óperunni, fimmtudaginn 30. aprfl kl. 20.30. í tilefni afmælisins er dagskrá tónleikanna þverskurður af efnis- skrá sfðustu 10 ára. Einsöngvarar sem hafa sungið með kórnum á liðnum árum koma eimiig fram á þessum tónleikum. FRANSKI menningarfuiltrúinn Victor Chemer afhendir Sig- rúnu Ólafsdóttur í MR 1. verð- laun í samkeppninni. Hún flutti tvö Ijóð eftir Paul Verlaine: Le ciel est par-dessus le toit og Chanson d’automne. Að launum hlaut hún hálfsmánaðar sumar- ferð sem franska sendiráðið býður henni í, til Parísar og Korsfku. Efnisskrá er fjölbreytt og hressi- leg og spannar ýmsar tónlistarteg- undir, t.d. hefðbundin íslensk lög, diskósyrpu, gospel, popp, swing og fleira. Stjórnandi kórsins frá upp- hafi er Páll Helgason. Einsöngvar- ar em Ann Andreasen, Bjarni Ara- son og Þorvaldur Halldórsson. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30 og miðar eru seldir við innganginn og kosta 1.200 kr. „Söngur með kvöld- kaffínu“ VÖRÐUKÓRINN býður upp á „söng með kvöldkaffinu" í félagsheimilinu Árnesi, Gnúp- verjahreppi, föstudagskvöldið 1. maí kl. 21. I Vörðukómum eru um 45 félagar og er kórinn á förum til Færeyja nú í byrjun maí. Kórinn mun halda tónleika í Þórshöfn oog Fuglafirði og taka þátt í hinni árlegu Kór- stevnu sem nú fer fram í Fuglafirði. Á efnisskrá kórsins eru ís- lensk og erlend lög við lög og þjóðlög. Sérstök áhersla er lögð á flutning laga við texta nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness, píanóleikari er Jörg Sondermann og einnig syngur Ásta Bjamadóttir sópran nokkur lög. Stjórnandi er Margrét Bóasdóttir. Rússar hætta við „Söngva Satans“ Moskvu. Reuters. RÚSSNESKUR bókaútgef- andi hefur hætt við að gefa út bók Salmans Rushdies, „Söngvar Satans“ í Rússlandi. Ástæðan er sú að útgefandinn vill ekki móðga múslima og ekki hætta á að einhveijir þeirra drepi hann. Höfðu út- gefandanum borist hótanir um „mjög alvarlegar afleið- ingar“ yrði bókin gefin út í maí eins og til stóð. Klerkastjómin í íran lýsti Rushie réttdræpan vegna bókarinnar fyrir níu ámm og hefur hann farið huldu höfði síðan. Dauðadómurinn nær einnig til allra þeirra er stuðla að útgáfu bókarinnar. Hvetur Limbus-útgáfan í Sankti Pét- ursborg rússnesk stjómvöld til að gera sitt til að dauða- dómurinn verði afturkallaður. MOSFELLSKÓRINN verður með afmælistónleika í íslensku óperunni á fimmtudaginn. Afmælistónleikar Mosfells- kórsins í Islensku óperunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.