Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ EITT verka Katrínar. V atnslitamyndir á göngum Norræna hússins Bókin um Gerði Á GÓÐUM degi á því fræga veitingahúsi Café Select á Montparnasse í París um miðbik aldarinnar. Gerður Helgadóttir, Valtýr Pétursson, Elín Pálmadóttir, Guðmundur Elíasson og Thor Vilhjálmsson. KATRÍN H. Ágústsdóttir sýnir vatnslitamyndir á göngnm Nor- ræna hússins í Reykjavík dag- ana 30. apríl til 18. maí. Myndefni sitt sækir Katrín að þessu sinni í landslagsstemming- ar og Fóstbræðrasögu, þar sem Qallað er um dvöl Þormóðs Kol- brúnarskálds á Grænlandi og segir af vígaferlum hans þar. Katrín hefur í verkum sínum með vatnslitaækni aðallega fengist við myndefni byggð á landslagi og húsamótífum. Áður lagði hún stunda á batíktækni og valdi þá gamalt íslenskt þjóð- líf að myndefni. Sýningin í Norræna húsinu er níunda sýninga Katrínar á Tímarit • ÚT er kominn á vegum íslenska málfræðifélagsins 18. árgangur tímaritsins Islenskt mál og almenn málfræði (251 Ms.jundir ritstjórn Höskuldar Þráinssonar prófessors. Efni 18. árgangs er sem hér seg- ir: Aðalgeir Kristjánsson: Orðabók- arstörf Konráðs Gíslasonar. Eiríkur Rögnvaldsson: Frumlag og fall að fornu. Eivind Weyhe: Bendingar- munur í foroyskum málforum. Guð- rún Kvaran: Úr sögu íslenskrar málfræðiiðkunar. Kristján Ámason: Germönsk og rómönsk áhersla í færeysku og íslensku. Orð og orðfræði: Guðrún Kvaran: Um köngulær. Guðrún Kvaran og Stefán Karlsson: Ölfær og aulfær. Helgi Haraldsson: Norræn orðabók um orðabókafræði. Tegundir orða- bóka. Ritdómar: Handbók um málfræði (Guðný Ýr Jónsdóttir). Innforing í lingvistikk (Ellert Jóhannsson og Jóhannes Bjami Sigtryggsson). Frá íslenska málfræðifélaginu (Ari Páll Kristinsson). Frá ritstjóra (Höskuldur Þráinsson). íslenska málfræðifélagið var stofnað 1. desember 1979. Starf- semi þess er einkum fólgin í fræðslu um íslenska og almenna málfræði með útgáfu fræðilegs tímarits, fyrirlestmm, fundum og vatnslitamyndum, en liún hefur líka sýnt batík, olíuverk og tek- ið þátt í samsýningum. Verk Katrínar voru valin af sænsku sýningarnefndinni ásamt verk- um þriggja annarra íslendinga til þátttöku á samsýningunni Nordisk Akvarell 98 í Walde- marsudde í Svíþjóð og fer sú sýning víðar um Svíþjóð. Katrín vinnur einnig með sýningar- hópnum Akvarell Island. Sýningin á göngum Norræna hússins við Hringbraut verður opnuð kl. 16 fimmtudaginn 30. apríl og verður síðan aðgengileg öllum á þeim tíma sem húsið er opið. Sýningunni lýkur 17. maí. ráðstefnum. Fé- lagið er opið öll- um sem áhuga hafa á málfræði. Félagar í ís- lenska málfræði- félaginu teljast allir þeir sem greiða áskriftar- gjald af tímariti félagsins. íslenska mál- fræðifélagið hefur í áratug gengist fyrir ráðstefnuröð semkennd er við danska málfræðinginn Rasmus Christian Rask. Rask-ráðstefna er haldin ár hvert, Hinn 24. janúar sl. var haldin 12. Rask-ráðstefna mál- fræðifélagsins í Reykjavík. Auk j)essa eru haldnir á vegum íslenska málfræðifélagsins ýmsir smærri fundir og málþing, auk stakra fyrir- lestra nokkrum sinnum á hverju starfsári. Tímaritið íslenskt mál og aImenn málfræði fæst í Bóksölu stúdenta oghelstu bókaverslunum en einnig er hægt að kaupa það beint frá fé- laginu eða gerast áskrifandi (hjá Þóru Björk Hjartardóttur gjald- kera íArnagarði við Suðurgötu). Tímaritið er hið eina sinnar tegund- ar á íslandi og helsti fræðilegi vett- vangur málfræðinga hér á landi. 19. árgangur er væntanlegur síðar á þessu ári undir ritstjórn Höskuldar Þráinssonar prófessors. LIST OG HÖIVMJN Gerður. Ævisaga myndhöggvara ELÍN PÁLMADÓTTIR Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn 1998. Setning, filmuvinna, bók- band og prentun: Oddi hf. LISTAKONAN Gerður Helga- dóttir hefði orðið sjötug ellefta þessa mánaðar og í því tilefni, hefur bókin, sem Elín Pálmadóttir blaða- kona færði í letur og út kom 1985, verið endurútgefín. Skrifaði ég þá rýni um bókina og tel rétt að fara aðra leið er ég vek nú endurtekið athygli á henni, einnig í tilefni tíma- mótanna. í formála nýju útgáfunnar kemst höfundurinn svo að orði: „á undan- förnum árum hefi ég orðið þess vör að mörgum, einkum ungu listafólki, leikur hugur á að vita meira um Gerði, líf hennar og vinnubrögð og því mikið um bókina spurt“. Er Elín þá að vísa til þess, að bókin varð metsölubók á sínum tíma, og ófáan- leg allar götur síðan. Þetta er vafalítið mikið rétt, og hvort sem millikynslóðum líkar það betur eða verr, er risin upp ný kyn- slóð, tölvukynslóðin svonefnda, er krefst ítarlegri, skilvirkari og hlut- lægari upplýsinga en til þessa hafa legið á lausu um gang sögunnar. Hefur allt á milli handanna til að slíkt megi takast, en rekur sig á að upplýsingaflæðið liggur ekki á lausu, er einhæft og af skomum skammti, litað þeirri hlutdrægni sem er helstur fylgifiskur fámennis og einangrunar. í millitíðinni hefur svo komið út önnur bók um Gerði er fjallar aðal- lega um list hennar, en ég hef hana því miður ekki milli handanna til samanburðar. Að bók um ævi myndlistarmanns verði metsölubók hér á landi er ekki jafn fátítt og fagleg rit um list þeirra, sé horft til allra bókastaflanna sem til sölu eru á tilboðsverði á bóka- mörkuðum og listasöfnum. Hið síð- ara segir okkur að einhverju hljóti að vera áfátt í útgáfustarfsemi bóka um myndlistarmenn, en einnig að hér megi fræðsluyfirvöld hta i eigin barm, en hvorutveggja er mál út af fyrir sig. Bók Elínar um Gerði er engin einslit og fræðileg listaverka- bók, heldur almenn frásögn af ævi hennar og hstferil. Skráð af nánustu vinkonu Gerðar til margra ára og einum liprasta penna er ritað hefur í dagblað á Islandi. Hinar miklu vin- sældir Elínar sem blaðakonu hafa vitanlega haft sitt að segja um gengi bókarinnar, en líf listakonunnar, er lést langt um aldur fram, aðeins 47 ára gömul, var einnig mikið og for- vitnilegt ævintýri. Þetta tímabil sem Gerður lifði er eitt hið merkasta og umbrotamesta í íslenzkri myndhstarsögu, en með einstaka undantekningum hefrn- minna en efni standa til verið fjallað um kynslóðina sem kom á eftir fyrstu brautryðjendum módemism- ans, eins og hann þróaðist eftir heimsstyrjöldina síðari; Svavari Guðnasyni, Þorvaldi Skúlasyni og þeim Septembermönnum. Var þó ekki síður um vegbrjóta að ræða þótt fallið hafi um stund í skugga hinna fyrstu fyrir hlutdræga og hnökrótta sögutúlkun líkt og oft vill verða. Trúlega er erfitt fyrir yngri kynslóðir að setja sig í spor Gerðar, einnig allra þeirra sem lögðu út á listabrautina um miðbik aldarinnar, því engir styrkir né námslán lágu á lausu svo menn urðu að treysta á mátt sinn og megin. Var meira að segja þjóðsaga lengi, þegar því sem svarar hálfum útskriftarhópi í myndlist frá MHÍ árlega er svo er komið, var samtímis við Listaka- demíuna í Kaupmannahöfn, fyrir réttru hálfri öld, þótti undur og stór- merki. Að vera tekinn inn í lista- skóla erlendis var einnig meira mál en nú tíðkast, farið eftir allt öðrum og strangari reglum og taldist til af- reka og uppsláttar í sjálfu sér í sum- um tilvikum. Loks urðu menn að vinna sig upp stig af stigi eftir að skólanámi lauk og snöggtum minna mál að vera ungur að árum, harla lítill hávaði í kringum það og enginn sleginn til riddara fyrir það eitt. Veröldin var stærri og forvitni- legri, vegalengdir meiri, og svo margt ókannað sem nú má nálgast í uppsláttarbókum eða á tölvuskján- um á einu vettvangi. Er mér í fersku minni hve stórkostlegt ævin- týri það var að koma til Parísar í fyrsta skipti vorið 1952, veitast að skoða söfn og listsýningar í brennidepli heimslistarinnar. Má vera mikið álitamál hvort fleiri en þá myndu leggja út á listabrautina í dag við sömu aðstæður, jafnvel þótt margir þeir múrar er þá þurfti helst að brjóta séu fallnir, fordómar fæm, umburðarlyndið meira og gatan því greiðari. Hver sá er kynnast vill tímunum fær nokkurn þverskurð þeirra í bók Elínar, þar sem eðlilega er lögð áhersla á Gerði sem myndhöggvara. Seinni tíma uppstokkanir á list hennar gefa raunar til kynna afar fjölþætta sköpunargáfu og að lista- konan var ekki síður yfirburða- manneskja á tvívíða sviðinu. Um það eru samklippur hennar og forteikn- ingar að verkefnum á sýningu þeirri sem nú stendur yfir í Gerðarsafni (til 24. maí) til vitnis um, svo ekki verður um villst. Auðvelt að komast á þá skoðun, að þetta svið hefði hún mátt rækta mun betur, en um leið ber að vekja athygli á að hér er um eins manns verk að ræða, að ger- andinn vann þetta allt sjálfur og var hér ekki einhamur. Listakonan vann líka á stundum við aðstæður sem fæstir létu bjóða sér í dag og vafalít- ið hefur hún viljað sinna frjálsri list- sköpun meira, en varð að taka að sér verkefni til að geta einbeitt sér al- farið að listsköpun. Telst skaði, því hún var vafalítið mestur teiknari ís- lenzkra myndhöggvara og hefði efa- laust náð langt í þeirri grein og graf- íklistum einnig, líkt og norrænir starfsbræður hennar og samtíðar- menn svo sem Robert Jacobsen og Svend Wiig Hansen. Eftir því sem frá líður og maður fær meiri yfirsýn yfir list Gerðar gerir maður sér æ ljósari grein fyrir því hve bundin hún var verkefnum sínum, þó var það gæfa listakonunnar að þurfa ekki að leita til hjáleitari starfa svo sem kennslu eins og svo margir fé- lagar hennar. Fram kemur einnig hvernig Gerður leitaðist við að víkka út tjásviðið og gera útfærslu verk- efna sinna sem fjölþættasta sem var í samræmi við hið ríka tjáeðli sem með henni bjó. Þar var hún einungis að rækta skyldur við sköpunareðli sítt og löngun til svipmikilla átaka, sver sig hér í ætt við marga gilda listamenn tímanna. Til viðbótar kom hún frá einangraðri eyju úti á Dumbshafi og hafði til ungra og ómótaðra hefða að sækja, þá verður hið stóra svo stórt, eitthvað svipað lostgæti börnum. Þetta hefur raun- ar einkennt íslenzkar núlistir allar götur til dagsins í dag með stöðug- um uppstokkunum og er vísast skortur á akademískri hefð, telst hvorutveggja styrkur og veikleiki. Gerður Helgadóttir náði svo langt að komast í framvarðasveit í París, og verða fyrsti íslendingur- inn sem útfærir opinber verkefni víða um álfuna og til þess þurfti að rjúfa marga múra, gerðist einungis fyrir mikinn dugnað og afburða hæfni. Af þessu mikla og einstæða ævin- týri hermir bókin, frá æsku Gerðar og námi hér heima til hins ótíma- bæra andláts. Öll er hún í hinum vel þekkta og kliðmjúka frásagnarstfl blaðakonunnar, og vel að merkja er Elín Pálmadóttir eina manneskjan sem var fær um að greina frá at- burðarásinni á þennan hátt, sem gefur bókinni mikið og einstætt heimildagildi. Opnar lesandanum dyr að persónu listakonunnar. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur • SJALDGÆFT FÓLK er heiti á nýjustu ljóðabók Sig- mundar Ernis Rúnarssonar, sem bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér. Bókin, sem er 101 blaðsíða á lengd, skipt- ist í fimm kafla og fjallar öðr- um þræði um náttúru manns og konu og náttúru manns og lands. Nafn sitt sækir bókin til heitis lokakafla síns sem er nokkuð samfelldur óður til þeirra svæða landsins sem fólk héfur yfirgefið. Nú eru 18 ár frá því Sig- mundur Ernir sendi fyrst frá sér ljóðabók. Á þeim tíma sem liðinn er hefur hann sent frá sér þrjár ljóðabækur. Þá hefur Sigmundur á sama tíma sent frá sér eina hljóm- plötu með söngtextum og ljóð- skreytt tvær bækur, haldið ljóðasýningu, auk þess að sinna prósaskrifum. Sjaldgæft fólk er unnin í Prentsmiðjunni Grafík hf. Jón Ásgeir í Aðaldal gerði kápu. • ARNÓR Hannibalsson hefur þýtt á íslenzku úr rúss- nesku hið mikla verk Fjodors Dostoévskís, Hinir óðu. Dostoévskí skrifaði þessa skáldsögu á árunum um og upp úr 1870. Kveikjan að verkinu var dómur, sem kveðinn var upp yfir Nétsjaév nokkrum, sem var leiðtogi fiokks byltingar- manna, en sá að hann þurfti á því að halda að drepa einn flokksmanna sinna til þess að raðir flokksins héldust þétt saman. Dostoévskí lýsir hinu innra röksamhengi byltingarinnar og þeirrar kenningar sem byltingarmennimir báru fyrir sig og sóttu til Karls Marx. Dostoévskí reyndist forspár um margt. Þegar byltingin reið yfir Rússland 1917 kom í ljós að hann hafði lýst eðli byltingarinnar rétt. Bókin er 673 bls. Hún fæst í Bóksölu stúdenta við Hring- braut. Höskuldur Þráinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.