Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ný skipan raforkumála í EFTIRFARANDI orðum felst einlæg áskorun til Alþingis, hvers einasta þing- manns, um að gefa nýju skipulagi raforkumála nú eins mikinn gaum, eins mikið af tíma sín- um, og þeim er frekast unnt. Mjög mödlvæg til- laga um mál þetta er á dagskrá Alþingis, þess er nú situr, og skilst mér að afgreiða eigi málið fyrir þinglok. Iðnaðarráðherra mælti fyrir þingsályktunartil- lögu um rnáhð 20. nóv- ember s.l., og hefur iðnaðamefnd síðan haft það til meðferðar. En skammt er nú til loka þings. Því miður óttast ég að hinn al- menni þingmaður hafí ekki haft tóm til átta sig á því, hve miklar breytingar felast í hinni nýju stefnumótun í raforkumálum, enda önnur tímafrek mál verið á borðum þingmanna í vetur. Kannski er komin upp sú gamalkunna og hvimleiða staða, að þingmenn neyðist til að afgreiða umfangsmik- ið og mikilvægt mál á óeðlilega skömmum tíma. Vera má, að iðnaðar- nefnd sé treyst til að hafa unnið verk sitt svo vandlega, að það dugi Alþingi til að af- greiða málið umræðu- lítið. Ég þykist vita að nefndin hefur lagt mikla vinnu í umfjöllun um málið. En lái mér hver sem vill: Mig grunar að almennt hafí alþingismenn fæstir haft tíma til að afla sér jafnmikillar fræðslu og þekkingar á sviði raf- orkuveitna og á sviði annarra greina, svo sem sjávarútvegs og landbúnaðar. Myndunum sem hér birtast er ætlað að vekja athygli á tvennu: Núverandi umfangi orkubúskap- ar í samanburði við aðrar atvinnu- greinar. Gífurlegri aukningu raforkubú- skaparins um þessar mundir og á næstu árum. Það fer heldur ekki milli mála, að auknar þjóðartekjur og hag- Aðalsteinn Guðjohnsen vöxtur verða að verulegu leyti sótt í skynsamlega nýtingu orkulind- anna. Skal þó engri rýrð varpað á aðra vaxtarbrodda, svo sem þjón- ustu við ferðamenn og útflutning hugvits. Tillagan um framtíðarskipan raf- orkumála, sem þingmönnum er nú ætlað að samþykkja, er annars vegar byggð á samkomulagi eig- enda Landsvirkjunar og hins vegar í þessari grein felst áskorun til Alþingis, segir Aðalsteinn Guðjohnsen, um að gefa nýju skipulagi raf- orkumála eins mikinn gaum og eins mikinn tíma og frekast er unnt. á tiliögum og hugmyndum ráðgjaf- arnefndar fjölmargra aðila úr þjóð- félaginu. Hvort tveggja lá fyrir í október 1996. Ljóst er að hér er annars vegar um að ræða ákvörðun um tiltekna aðgerð, hins vegar ítarlega stefnu- yfirlýsingu 1 kjölfar kannana. Það er kunnugt af umsögnum ýmissa aðila, sem birst hafa í fjölmiðlum, að margir telja meginefni tillögun- ar það, að gera skuli hinar og þess- ar athuganir, sem tekið geti lang- an tíma, en minna fari fyrir sjálf- Skipting fjármunaeigna atvinnuvega 1996 Vcrsiun, gistibús o.fl. 15,7% Sjávarút\cgur 17,4% Iðuadur 14,7% LaBdbúuadur 10,1% SamgSngar 143% Aunaó 103% Hcimiid: ÞjAAinpitarnii Orkubúskapur rafwrluiftrirUH.i. iJTt- (úUrrNitD 17.0% sögðum og tímabærum breyting- um á sjálfu skipulaginu. í umsögn- um flestra aðila munu einkum gerðar athugasemdir við það, hve langan tíma nýskipan þessi mun taka. Vandinn sem við blasir virðist því sá, hve hratt sé hægt að fram- kvæma nauðsynlegar breytingar. Reynsla annarra þjóða, þar á með- al grannþjóða okkar, er sú að svifa- sein opinber afskipti geti skaðað möguleika okkar til að orkuvinnsla og markaðsvæðing orkunnar skili íbúum landsins því sem þeim ber. • Umhverfis- og orkumál verða í allri umræðu að komast á vitrænt stig. Það dugar ekki að ræða um- hverfismál á tilfinninganótum, né orkuframkvæmdir á tækni- og fjár- hagsforsendum - einum saman. • Nýskipan raforkumála skipar mikinn sess í þjóðarbúskapnum og vaxtarbroddur raforkubúskaparins er feikilegur. • Áskorunin til Alþingis, þing- manna allra, stendur óhögguð: að þeir afli sér nægrar fræðslu og gefi sér nægan tíma til að geta tekið skynsamlega ákvörðun um farsæla lausn á þessu mikilvæga máli þjóð- arinnar. Höfundur er rafmagnssljtíri. rapmii rekkar Bofta- og skrúfufrftt kerfi Rekkar fyrir vtirubretti OG lausar vörur Auðveldir í uppsetningu Hagstætt verð Leítið tílboða ÍSOÍdehf. Umbods- & heihiv&rshm Faxafeni 10 • 108 Reykjavik Sími5811091 • Fax 553 0170 Stækkun þjóðgarða í Þing- eyjarsýslum? - Nei takk NÝLEGA voru kynntar hugmyndir stofnana ríkisvaldsins um þjóðgarðinn í Jök- ulsárgljúfrum. Sam- hljómur Náttúruvemd- arráðs og Náttúru- verndar ríkisins var með þeim ágætum að vert er að gefa gaum hvað hér er á seyði. I upphafi ættu allir sem unna náttúrunni að velta fyrir sér hvað það þýðir að stofnanavaldið er komið á kreik. Það þýðir einfaldlega valdaafsal sveitar- stjóma og eigenda. Það þýðir boð og bönn. Það táknar skert aðgengi. Það er sár reynsla annarsstaðar, þar sem menn hafa trúað þessum stofnunum fyrir landi og „vernd“, að fagurgali stofnananna er innantómt hjal stofnanaafskiptafíkla. Sporin hræða Saga þjóðgarðsins í Jökulsár- gljúfrum og framgangur stofnana- dellunnar þar, er víti til vamaðar. Vert er að minnast þess að aðgengi að fegurstu stöðum gljúfúrsins er mjög takmarkað vegna undarlegra „vemdar“aðgerða stofnana. Vegur var fluttur svo langt frá Hólmatungum að þang- að komast ekki nema fílefldir gongugarpar. Er sárt að sjá eldra fólk sem ekki er frátt á fæti sitja eftir í rútum og horfa á eftir frísku liði landvarða sem sam- viskusamlega passar að sem fæstir komist á fyrirheitnu staðina. Það sem ekki er bannað, er þá bara ekki leyft Skemmst er að minnast þess er slegið var upp í fjölmiðlum að fólk á hestum hefði valdið spjöllum í þjóðgarðinum. Þegar starfsmenn stofnana vora spurðir hvaða spjöll hefðu verið unnin, var svarið að hófaför sæjust í göngustígum. Hófaför sæjust í göngustígum! Þarna var aðeins á ferð fólk sem vildi njóta náttúra landsins á sinn hátt. Það er bann- að! Uppblástur og jarðvegseyðing hefur verið gríðarleg innan þjóð- garðsins en þessar undarlegu nátt- úrulausu stofnanir era á móti öll- Besta náttúruverndin er sú, segir Sigurjón Benediktsson, að fólk sé sem mest úti í náttúrunni. um landgræðslu- og jarðvegs- vemdaraðgerðum. Eyðimörkin má því stækka óhindrað innan þjóð- garðsins. Kemur þar enn upp sú firra að éitthvað sé til sem heiti „séríslenskar jurtir“ enda hefur komið grænt ljóst á að hefta fok með fræjum smára og beitilyngs en slíkt er einfaldlega ekki hægt. í mörg ár hafa aðilar í ferðaþjón- ustu óskað eftir að gera rútufæran veg það nærri Dettifossi að sem flestir eigi möguleika á að sjá þetta náttúruundur. Þó þarna hafi orðið slæm slys vegna ömurlegs aðgeng- is, má ekkert gera fyrir stofnana- liðinu. Til hvers eru þessir þjóðgarðar eiginlega? Og fyrir hverja? Ekki fengu golfáhugamenn að nýta sér tún í nágrenni Ásbyrgis til að iðka sitt áhugamál. En nátt- Siguijón Benediktsson úruundrin í stofnununum hafa rif- ið upp víðiskjólbelti vegna þess að víðirinn slysaðist til að vera kall- aður Alaskavíðir. Sömu aðilar hafa krafíst þess að sígræn tré og lerki sem plantað hefur verið í Ásbyrgi verði upprætt. Það eina sem ligg- ur að baki undarlegum stofnana- hugmyndum um stækkun þjóð- garða er misskilin „vernd“. Nátt- úruvernd ríkisins hefur engan áhuga á að friða land fyrir grasbít- um, nei, aðalatriðið er að mann- fólkið hvorki geti né megi njóta lands. Stofnanaliðið vill ekki að al- menningur njóti lands og náttúra. Það verður leyfílegt að njóta lands á forsendum misskilinnar náttúru- verndar sem hamlar aðgengi, tak- markar not, krefst pappírs og leyfa. Besta náttúruverndin er að fólk sé sem mest úti í náttúrunni. Það er alvöru náttúruvernd að auðvelda aðgengi, fræða og upp- lýsa, og að fólk geti notið þess á sínum forsendum, á sinn hátt. Það er frelsi. Maðurinn er hluti af náttúrunni. Um blýanta og nag Það er sorglegt að upplifa það að maður vonar á hverjum degi að op- inberir starfsmenn þessara stofn- ana finni sér nú góðan blýant á hverjum morgni og nagi hann allan daginn og geri ekkert annað. Hugsi alls ekkert um náttúra landsins, bara um blýantinn sinn. Þá er okkur og náttúranni vel borgið. Höfundur er tannlæknir á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.