Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 29
Yið
LOKASÓKN Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði er hafin. Ég treysti því
að Hafnfirðingar feli Sjálfstæðis-
flokknum forystuhlutverk í stjórn
bæjarmála næstu fjögur árin, enda
er okkur sjálfstæðismönnum best
treystandi til að endurreisa orðstír
bæjarins. A fundi stuðningsmanna
flokksins í húsi tónlistarskólans í
kvöld mörkum við upphafið að enda-
sprettinum í baráttunni fyrir bættu
samfélagi í bænum okkar.
Því miður hefur að undanförnu
skort verulega á mai-kvissa stjórnun
bæjarins og einingu meðal fulltrúa
ríkjandi meirihluta. Það hefur skað-
að ímynd og traust bæjarfélagsins.
Þessu verðum við að breyta.
Framundan eru verkefni sem kalla á
öguð og vönduð vinnubrögð.
Fjármál og stjórnun bæjarins
endurskipulögð
Hafnarfjörður er því miður meðal
skuldugustu sveitarfélaga í landinu,
þrátt fyrh- að hér séu skattaálögur
með því hæsta sem þekkist. Sjálf-
stæðisflokkurinn mun leita leiða til
þess að lækka skuldir og gæta ýtr-
ustu ráðdeildarsemi í framkvæmd-
um, draga úr rekstrarútgjöldum
bæjarsjóðs, m.a. með útboðum ein-
stakra rekstrarþátta og einkavæð-
ingu. Flokkurinn mun stöðva skulda-
söfnun bæjarins og endurskipu-
leggja fjármál hans með endurfjár-
mögnun lána, lækkun vaxta, leng-
ingu lánstíma og þar með lækkun
greiðslubyi’ði. Með því einu að ná
tökum á fjármálum bæjarins verður
unnt að ráðast í nauðsynlegar fram-
kvæmdir í bænum á næstu árUm.
Sjálfstæðisflokkurinn mun síðar á
hefjum sigursókn
þessu ári kynna bæjar-
búum framkvæmda-
áætlun bæjarins til
næstu tíu ára og endur-
skipuleggja stjóm-
skipulag hans með það
að markmiði að ná fram
aukinni skilvirkni
stjórnsýslu sem leiða
mun til hagræðingar og
sparnaðar.
Skilyrði til atvinnu-
rekstrar bætt
Sjálfstæðisflokkurinn
mun kappkosta að bæta
hag fyrirtækja í bænum
og laða að nýja atvinnu-
starfsemi til þess að
treysta atvinnulif í Hafnarfirði.
Markmiðið er að skilyrði til atvinnu-
rekstrar í bænum verði jafn góð því
sem best gerist í öðrum sveitarfélög-
um. I þessu skyni mun Sjálfstæðis-
flokkurinn m.a. lækka fasteigna-
skatta á fyrirtækjum.
Sjálfstæðisflokkurinn mun leiða
bæjarfélagið af þeirri braut sem nú-
verandi stjórnvöld Hafnarfjarðar
hafa leiðst inn á og felst m.a. í því að
hygla einstaka fyrirtækjum á kostn-
að annarra. Sjálfstæðisflokkurinn
hafnar einnig fjárframlögum og
ábyrgðum bæjarsjóðs til einstakra
fyrirtækja.
Grunnskólinn cinsetinn
árið 2001
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
gera Hafnarfjörð að fyrirmynd ann-
arra sveitarfélaga í skólamálum og
verður auknu fé varið til þessa mála-
flokks á næsta kjörtímabili. Starf-
semi grunnskólanna
verður efld og það
markmið sett að þeir
verði einsetnir frá og
mep hausti 2001.
Asamt byggingu nýs
skólahúsnæðis verður
tryggt að forsendui’ ein-
setningar grunnskól-
anna standast og gert
ráð fyrir að íþróttasalir
verði við alla skólana.
Mætt verður þörfum
hvers og eins nemanda í
námi. Stuðlað verður að
auknu samstarfi íþrótta-
félaga og skóla, aðstæð-
ur skapaðar íyrir öflugt
félagsstarf nemenda og
unnið að bættum kjörum kennara.
Forvarnastarf verður aukið í
skólastarfinu og tekin upp samvinna
við foreldrafélög og frjáls félagasam-
tök þar um.
Móta þarf framtíðarstefnu bæjar-
ins í íþróttamálum og samræma
hana framtíðarsýn í skólastarfi í
bænum.
Dagvistarstyrkir
til foreldra
Það er til vansa fyrir Hafnarfjörð
hve lengi foreldrar barna þurfa að
bíða eftir dagvistarrými fyrir þau.
Með byggingu nýrra dagvistarstofn-
ana munu sjálfstæðismenn tryggja
að öllum börnum í Hafnarfirði, frá
tveggja ára aldri, bjóðist pláss á
slíki’i stofnun frá 1. september árið
2000. Verður fyrsta ski-efið að þessu
leyti stigið nú í haust með byggingu
leikskóla á Hvaleyrarholti og stækk-
un leikskólans á Hörðuvöllum.
Undanfarið hefur skort
verulega á markvissa
stjórnun Hafnarfjarð-
ar, segir Magnús Gunn-
arsson, og endurreisa
þarf orðstír bæjarins.
Uns því markmiði verður náð sem
að ofan er lýst, verður foreldrum
allra bai’na sem ekki fá pláss fyrir
þau á leikskóla, greiddur mismunur-
inn á dagvistargjöldum og þeim
kostnaði sem hlýst af vistun bai-n-
anna hjá dagmæðrum.
Samstarf í skipulags- og
byggingamálum
Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga
náið samstarf við bæjarbúa á sviði
skipulags- og byggingamála og leita
á hverjum tíma hagkvæmustu lausna
í málefnum sem varða þennan mála-
flokk. Sjálfstæðismenn munu
tryggja að Hafnfirðingum og þeim
sem til bæjarins vilja flytjast, standi
ávallt til boða hentugar byggingalóð-
ir og húsnæði. Næsta stóra bygg-
ingasvæði Hafnfirðinga verður As-
land og hefur Sjálfstæðisflokkurinn
einsett sér að þar verði lóðir til út-
hlutunar um mitt næsta ár. í beinu
framhaldi af upphafl byggingafram-
kvæmda á þessu sviði verður hafíst
handa við uppbyggingu Ásvalla.
Eitt brýnasta hagsmunamál Hafn-
flrðinga í samgöngumálum er að
byggður verði nýr vegur sem léttir
umferð af Reykjanesbraut um Hafn-
Magnús
Gunnarsson
Ný sveitarstj órnarlög-
- Atlaga að almannarétti
í FRUMVARPI sem
ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar hefur lagt
fram er gert ráð fyrir
að miðhálendinu verði
skipt upp milli örfárra
sveitarfélaga og sveit-
arstjórnum í þeim
sveitarfélögum verði
veitt öll völd á öræfum
landsins sem er um það
bil helmingur alls Is-
lands. Þetta geta jafn-
aðarmenn ekki fallist á.
Ekkert getur réttlætt
að lögbinda svo afdrifa-
ríkt ákvæði. Það virðist
ríkisstjómin samt ætla
að gera í bullandi
ágreiningi við þjóðina. Þjóðarauð-
lind sem felst í ósnortnum víðlend-
um hálendisins - söndum, jöklum,
hraunum og gi’óðurvinjum, á að
vera sameign allrar þjóðarinnar og
Alþingi ber að tiyggja þjóðarsátt
um stjórn og skipulag svæðisins. Al-
þingi ber einnig að tryggja að meiri
hluti þjóðai’innar, eða þau 70% íbúa
landsins sem búa á SV-hluta lands-
ins, komi að stjórn og skipulagi
þessa sameiginlega svæðis.
Atlaga að almannarétti
Fólkinu í landinu þykir vænt um
öræfi landsins og nýtir þau í æ rík-
ari mæli til gönguferða, útreiða,
sleða- og skíðaferða. Menn sjá í ör-
æfum landsins aukna möguleika til
lífsfyllingar. Auðvitað er eðlilegra
að fleiri en íbúar þeirra sveitarfé-
laga sem liggja að miðhálendinu
standi að mótun og skipulagningu
þessa svæðis. Ailir landsmenn verða
að geta treyst því að almannaréttur
ráði ferðinni, til dæmis réttur al-
mennings til umferðar um landið,
en ekki hagsmunir einstakra sveit-
arfélaga. Landeigendur og sveitar-
félög hafa í mörgum tilvikum beitt
útivistarfólk valdi og þrengt að
ferðaþjónustunni. Að mati margra
hafa árekstrar af þessu tagi aukist
hin síðari ár með meiri umferð utan
byggða. Tillaga um
skiptingu miðhálendis
milli fárra sveitarfé-
laga er gróf atlaga að
almannarétti í þessu
landi. I þessu felst ekk-
ert vantraust á sveitar-
félögin, enda hafa jafn-
aðarmenn verið frum-
kvöðlar í að efla sveit-
arfélögin með flutningi
valds frá ríki til sveit-
arfélaga varðandi mál-
efni sem snúa að sveit-
arfélögunum sjálfum.
Samræmt skipulag
Nauðsynlegt er að
skipulagning miðhá-
lendisins byggist á heildarsýn svo
gætt verði samræmis á öllu svæðinu
en þann þátt geta einstök sveitarfé-
lög ekki ti’yggt. Þær hugmyndir hafa
heyi’st að í farvatninu séu tillögur til
að sætta ólík sjónamið innan ríkis-
stjórnai-flokkanna. Hugmynd um að
skipa nefnd með fulltrúum lands-
hlutasamtaka sem fjalla á um svæð-
isskipulag á miðhálendinu, en ganga
að öðru leyti þá leið sem frumvarpið
leggur til, þ.e. að miðhálendið skipt-
ist milli nærliggjandi sveitarfélaga
sem fara með aðal- og deiliskipulags-
rétt, er ekki nægjanleg aðgerð til að
tryggja samræmt skipulag á miðhá-
lendinu. Stjómskipuleg staða svæð-
isskipulags er miklu veikari en aðal-
skipulag sem er eitt helsta stjórn-
tæki sveitarstjóma til að koma sín-
um pólitísku áhersluatriðum í fram-
kvæmd enda speglar aðalskipulag
gjarnan framtíðarsýn stjórnvalda.
Svæðisskipulag byggist á heimild en
ekki skyldu og því er ætlað að verða
leiðbeinandi við aðalskipulag hvers
sveitarfélags. Svæðisskipulag kemur
aldrei til með að takmarka heimild
sveitarstjóma til aðalskipulags og
því síður deiliskipulags. Það eru því
ólík sjónai-mið og mismunandi hags-
munir einstakra sveitarfélaga sem
munu ráða ferðinni á miðhálendinu í
framtíðinni.
Tillaga um skiptingu
miðhálendis milli fárra
sveitarfélaga, segir
Rannveig Guðmunds-
dóttir, er gróf atlaga
að almannarétti í
þessu landi.
Verkefnin sem flytjast
Mikill hluti auðlinda þjóðarinnar
liggur á hálendi Islands og engin
stefna hefur verið mótuð um nýt-
ingu þessara auðlinda. Stefnumörk-
un í orkumálum s.s. ákvörðun um
hámarksnýtingu vatns- og varma-
orku, sem og stefna í ferðamálum á
miðhálendinu og ákvörðun um stað-
setningu þjóðgarða, hefur ekki ver-
ið mótuð af yfirvöldum. Sem dæmi
um hvaða verðmæti eru á ferðinni
er orkuþátturinn sem menn eru að
fjalla um álíka að verðmæti og öll ís-
lensku fískimiðin eru í dag. Þetta
eru allt verkefni sem færðust yfir til
sveitarfélaganna við skipulagningu
hálendisins. Vegalagning, mann-
virkjagerð, afmörkun virkjunar-
svæða, verndunarsvæða og ákvörð-
un um þjóðgarða eru þættir sem
ákvarðaðir verða í aðalskipulagi
sveitarfélaganna svo og uppgræðsla
landsvæða, beitarafnot, umferð yfir
viðkvæm svæði og svo framvegis.
Þetta eru verkefni sem snúa að
landinu öllu og engin rök til þess að
fámenn sveitarfélög fari með
ákvörðunai’vald á þessu sviði.
Réttlæting á því að sveitarfélög
fari með valdið og ábyrgðina
Stundum hefur nálægð sveitarfé-
lags við öræfi landsins, sérstök
þekking heimamanna eða langvar-
andi nýting þeirra á svæðinu verið
notuð sem rök fyrir því að stað-
bundin stjórnvöld væru betur en
aðrir til þess fallin að fara með
Rannveig
Guðmundsdóttir
stjórn þessara svæða. Þetta er ekki
rétt því stór hluti þeirra svæða sem
frumvarpið gerir ráð fyrir að skipt
verði upp milli þeirra er oft í óra-
fjarlægð frá viðkomandi sveitarfé-
lögum. Um er að ræða víðfeðm
svæði sem lítil sem engin umferð
hefur verið um frá upphafi byggðar
og er vert að nefna í því sambandi
allt Odáðahraunið, svæðið norðan
Vatnajökuls, Sprengisand, Nýjadal,
Veiðivatnasvæðið og svæðin fyrir
norðan Tungnárjökul svo og alla
jökla landsins, þ.m.t. sjálfan Vatna-
jökul. Þessir hlutar landsins opnuð-
ust mönnum ekki fyrr en um miðbik
þessarar aldar og þá fyrir tilstilli
áhugamanna um útivist enda eru
örnefni á þessum stöðum sjaidan
eldri en hálfrar aldar gömul. Bænd-
ur nýttu þessi svæði ekki og lítil
sem engin umferð var um þessi víð-
feðmu svæði, enda engar þekktar
þjóðleiðir. Það er því hvorki þekk-
ing sveitarfélaganna á þessum
svæðum, nálægð við þau né
langvarandi nýting umfram aðra
sem rökstutt getur kröfu þeirra um
algjör umráð óbyggðanna. Þ\’ert á
móti hefur áhugafólk um útivist úr
þéttbýlinu verið hvað ötulast við að
nýta þessar víðáttur. Langvarandi
heimild til búfjárbeitar á afréttum
skapar heldur engan eðlilegan
grundvöll að stjórnsýsluyfirráðum í
nútímaskilningi, enda er það óeðli-
legt að afréttarrétthafinn sjálfur
fari með þann þátt skipulagsmála
sem ákvarðar t.d. gi’óðui’vernd sem
felst í beitarfriðun.
Miðliálendið sérstök
stjórnsýslueining
Við jafnaðarmenn höfum lagt til á
Alþingi að miðhálendið verði sér-
stök stjórnsýslueining sem lýtur
einni stjórn með aðkomu fulltrúa
allra landsmanna. í tillögunni er
miðað við að mörk þess verði dregin
milli heimalanda og afrétta en um
þau mörk hefur náðst samstaða hjá
sveitarfélögum sem liggja að miðhá-
lendinu.
Það er afdráttarlaus skoðun jafn-
aðarmanna að líta beri á miðhálend-
ið sem eina stjórnsýslu- og skipu-
lagslega heild undir einni landskjör-
inni stjórn með aðkomu sveitarfé-
laganna.
Höfundur er þingmaður jafnaðar-
manna.
arfjörð, með lagningu brautarinnar í
stokk og/eða byggingu nýs ofan-
byggðavegar. Mun Sjálfstæðisflokk-
urinn beita sér fyrir því af fullum
þunga. Einnig þarf að flýta vegteng-
ingu Hvaleyrarholts við Reykjanes-
braut.
Verndum hafnfirskt
umhverfi
I umhverfismálum leggur Sjálf-
stæðisflokkurinn áherslu á vemdun
umhverfisins og fegrun þess. í bæn-
um eru fjölmargar náttúruperlur
sem ber að vemda. Ospillt náttúra er
auðlind sem skylt er að varðveita.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á að kostir hafnfirsks um-
hverfis fái sem best notið sín við
uppbyggingu útivistai’svæða. Trjá-
gróður verði notaður til fegrunai’ og
skjólbelti ræktuð þar sem því verður
við komið.
Hafnarfjörður er skammt á veg
kominn í fráveitumálum samanborið
við nágrannasveitarfélögin. Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur áherslu á að
svo fljótt sem auðið er verði ráðist í
byggingu mannvirkja sem fylgja út-
rásum fyi’ir frárennsli bæjarins.
Þjónusta við aldraða bætt
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á öflugar heilbrigðisstofnan-
ir í bænum. Flokkurinn mun standa
vörð um St. Jósefsspítala, sem þjón-
að hefur bæjarbúum í yfir sjötíu ár,
og styðja eflingu og stækkun hans.
Sjálfstæðisflokkurinn mun stuðla
að aukinni heimahjúkrun og heimil-
ishjálp til handa öldruðum. Flýtt
verður uppbyggingu á Sólvangi og
aðbúnaður sjúklinga bættur enn
frekar. Stuðlað verði að stækkun
Hrafnistu með samstarfi við þá
stofnun.
Þjónustuíbúðh’ fyrir aldraða verða
byggðar í þeim bæjarhlutum þar
sem best má koma til móts við þai’fir
þeirra.
Treystum Sjálfstæðis-
flokknum til forystu
Við Hafnfirðingar göngum til
kosninga 23. maí næstkomandi, mik-
ilvægustu kosninga í bænum um ára-
tugaskeið. Þá ræðst hvort tekst að
snúa bæjarfélaginu af þeirri óheilla-
braut sem núverandi bæjai’yfirvöld
hafa fetað.
Ég er sannfærður um að stefnu-
mál sjálfstæðismanna falla Hafnfh’ð-
ingum vel í geð og hvet kjósendur til
þess að gefa okkur tækifæri til að
hrinda þeim í framkvæmd.
Höfundur er oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði.
Með allt
á hreinu!
MO-EL rafeindastýrð
hreinlætistæki, þar sem
höndin snertir ekki.
Blöndunartæki kr. 18.500,-
Handþurrka kr. 13.787,-
MA37 Fyrir heimilid
-v,cl og vinnustaðinn
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 533 2800