Morgunblaðið - 29.04.1998, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNB LAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Vandi
hins smáa
VANDI fylgir veg-
semd hverri, segir mál-
tækið, en víst er að mis-
munandi vandamál
tengjast hlutskipti
flestra. í Fiðlaranum á
þakinu segir Tevje eitt-
hvað á þá leið að það sé
engin skömm að vera
fátækur, - en það sé
heldur ekki beinn heið-
ur! Síðan syngur hann
um drauma sína ef hann
yrði ríkur.
Islenskri þjóð er m.a.
vegna smæðar ýmis
vandi á höndum. Byggð
í allstóru og hrjóstrugu
landi skapar vandamál
um leið og það býr til möguleika til
lífsbjargar. Pó er aðstaða manna
mjög misjöfn til lífsins gæða eftir
því hvar þeir bóa á landinu. Þannig
njóta íbúar fámennra staða e.t.v.
ríkulegra náttúrugæða, en hin ver-
aldlegu gæði eru e.t.v. ekki að sama
skapi aðgengileg. Það á meðal ann-
ars við verslun og þjónustu. Ástæð-
an er m.a. sú, að rekstrarforsendur
eru ekki til staðar fyrir verslanir
eða þjónustufyrirtæki, eða t.d. að
einokunarsölukerfi ríkisins með
áfenga drykki vill ekki fá þeirri
verslun sem þó þrífst á svæðinu sín-
ar vörur til sölumeðferðar, jafnvel
ekki brotabrot af almennu vöruúr-
vali einkasöluverslana sinna. Og
undir þessu situr fólk og borgar rík-
inu skatta og skyldur eins og allir
aðrir þegnar ríkisins. Enda má
spyrja: A sá maður nokkum rétt
sem kýs að búa í fámennri byggð?
Margt svipað má síðan finna þeg-
ar landið ísland er skoðað í alþjóð-
legu samhengi, og t.d. litið á við-
skiptamálefni. Vegna smæðar ís-
lands er magn allra viðskipta lands-
ins lítið á alþjóðlegan mælikvarða.
Þannig er litla ísland eins og út-
kjálkaþorp í samfélagi þjóðanna. Þó
að ágætt sé að selja því ýmsan varn-
ing, þá er sölumagnið svo lítið, að
ekki þykir ástæða til að elta ólar við
einhverja dynti Islendinga eða sér-
óskir. Það einfaldlega borgar sig
ekki. Betra er að láta viðskipti
þeirra róa ef þeir krefj-
ast sérstakrar þjón-
ustu, t.d. sérstakra
pakkninga eða merk-
inga.
Þessi staða, þ.e.a.s.
smæðin, veldur því að
erfitt er fyrir ísland að
gerast aðili að samning-
um þjóðanna þar sem
nær allar ákvarðanir
miðast við aðstæður og
hagsmuni hinna stærri.
Vissulega getur slíkt
stundum hentað Islend-
ingum, t.d. þegar út-
flutningur þeirra, sem
er lítill á erlendan
mælikvarða, á í hlut, en
þegar svo kemur að innflutningi
sem er agnarsmár, þá vandast mál-
ið. Dæmi um þetta er sú lítt dul-
búna viðskiptahindrun sem felst í
þein-i túlkun stjórnvalda, að vegna
aðildar íslendinga að EES og
skuldbindinga sem henni fylgja, þá
eigi aðeins að flytja inn og hafa til
sölumeðferðar á íslenskum neyt-
endamarkaði matvörur sem merkt-
ar ei'u samkvæmt tilskipunum Evr-
ópusambandsins.
Hefð er fyrir verulegum innflutn-
ingi matvæla frá Bandaríkjunuin til
íslands í umbúðum sem uppfylla
stranga þarlenda staðla, og hefur
svo verið mestan hluta aldarinnar.
Nú er sá innflutningur í uppnámi.
Ráðuneyti umhverfísmála hefur
íyrirskipað að frá 1. maí 1998 megi
ekki dreifa í heildsölu þannig pökk-
uðum vörum á íslandi, og frá 1.
september 1998 megi aðeins „rétt
merkt“ matvæli vera til sölu í versl-
unum. Þetta skapar innflytjendum
vanda, því vegna smæðar þjóðar-
innar og hins litla magns sem hing-
að er flutt frá Bandaríkjunum,
venjulega á þriðjungi hagstæðara
verði en vörur frá Evrópulöndum,
þá fást framleiðendur ytra ekki til
að sérpakka vörum í evrópskar um-
búðir nema fáeinum vörum sem
seljast hér í nægilegu magni. Þetta
er vegna þess að þeir selja ekki
mikið til meginlands Evrópu af
þessum vörum m.a. vegna mikils
Sigurður
Jónsson
flutningskostnaðar. íslenskir inn-
flytjendur verða því að láta útbúa
merkimiða og líma yfir umbúðimar
á hverju stykki sem innflutt er eða
að hætta innflutningi. Yfirlímingu
fylgir verulegur kostnaður og hefur
verið áætlað að hækkun sem af
þessu leiðir í vöruverði íyrir ís-
lenska neytendur geti numið 200-
300 miljónum króna á ári. En auk
þess mun þetta draga úr áhuga
manna á því að flytja vörur inn frá
Bandaríkjunum, sem þó framleiða
mest og skila líklega bestu gæðum í
neysluvörum í heiminum. Þannig
getur regluverkið sem byggir á
hagsmunum stærri þjóða en Islands
orðið til þess að við fáum ekki notið
legu landsins og upplifum vanda
hins smáa.
Neytendur munu ekki
þakka stjórnmála-
mönnunum, segir
Sigurður Jónsson, ef
þekktar gæðavörur
hverfa af markaði.
Kaupmannasamtök íslands fengu
samtök matvörukaupmanna í Nor-
egi og Svíþjóð með sér á síðasta ári
til að skrifa undir sameiginlega
áskorun til ríkisstjórna sinna vegna
ESB tilskipana um umbúðamerk-
ingar matvöru í löndunum. Ríkis-
stjórnirnar voru hvattar til að láta
einskis ófreistað til að finna leiðir til
að evrópsku reglurnar útilokuðu
ekki vörur t.d. frá Bandaríkjunum.
Því miður virðist þetta ekki hafa
dugað til að fundin væri lausn á
málinu, en við verðum að vona að
stjórnvöld leggi nú allt kapp á að
finna leiðir til þess að áfram verði
hægt að kaupa hér bandarískar og
vonandi brátt einnig kanadískar
gæðavörur á góðu verði.
Neytendur munu ekki þakka
stjórnmálamönnunum ef þekktar
gæðavörur sem skapað hafa sér
sess meðal neytenda hverfa af
markaði vegna reglna frá Mið-Evr-
ópu sem ekki taka neitt tillit sér-
stöðu okkar. Kaupmenn og neyt-
endur skora á þá að finna leiðir til
að viðurkenna umbúðareglur fleiri
en ESB landa, enda verði ekki slak-
að neitt á skynsamlegum gæðakröf-
um.
Höfundur er framkvæmdasijóri
Kaupmannasamtaka fslands.
Tónlistarhús
í Kópavogi
í KÓPAVOGI er að
rísa tónlistarhús, að
sönnu glæsilegt mann-
virki. Fyrsta tónlistar-
húsið sem reist er á Is-
landi og rís undir nafni -
djásn sem er vitnis-
burður metnaðar og
framsýni íbúa Kópa-
vogs. Mikil eindrægni
og samstaða hefur verið
með stjórnmálaöflunum
í Kópavogi um tónlist-
arhúsið. Þar hafa allir
lagst á eitt.
Sérstakt félag var
stofnað um tónlistar-
húsið. Bæjarsjóður
leggur fram 67,5% af
byggingarkostnaði, Tónlistai’skól-
inn í Kópavogi 27,5% og vonir
standa til að aðrir aðilar leggi fram
10%. Skóflustunga að húsinu var
tekin í júni 1997. Framkvæmdum
miðar vel og það er senn fokhelt. Á
útmánuðum fór nefnd um Tónlist-
arhúsið þess á leit við undirritaðan
að stýra fjármögnun hússins. í
nefndinni eiga sæti fulltrúar stjórn-
málaaflanna í Kópavogi.
Engin markviss kynning hafði
farið fram á Tónlistarhúsinu og því
var lögð fram áætlun til kynning-
ar. Leitað yrði samstarfs við Ríkis-
útvarpið um tónleika í beinni út-
sendingu. Sú áætlun var samþykkt
af öllum fulltrúum stjórnmálaafl-
anna. Ríkisútvarpið féllst á að vera
með beina útsendingu frá tónleik-
um og margir ástsælustu tónlistar-
menn þjóðarinnar féllust með
glöðu geði á að koma fram á tón-
leikunum, sem voru haldnir sunnu-
dagskvöld 19. apríl og voru Kópa-
vogi til mikils sóma, svo sem alþjóð
varð vitni að.
Á tónleikunum voru allir bæjar-
fulltrúar Kópavogs. Þeir mættu á
tónleikana til þess að sýna í verki
órofa samstöðu um Tónlistarhúsið
og útsendinguna, sem var einstök
kynning fyi’ir Kópavog. Að loknum
tónleikunum ríkti gleði og ánægja
með vel heppnað kvöld.
Það kemur því á óvart að efsti
maður á K-lista í Kópa-
vogi skuli reyna að
gera útsendingu Ríkis-
útvarpsins tortryggi-
lega í viðtali á Bylgj-
unni. Ekki síst í ljósi
þess að bæjarfulltrúar
minnihlutans og bæjar-
stjóraefni K-listans
voru á tónleikunum og
sýndu samstöðu sína.
Þessar línur eru
settar á blað til þess að
skýra málavöxtu. Til
þess að skýra frá ein-
drægni og samstöðu
stjórnmálaaflanna í
Kópavogi um tónlistar-
húsið. Það er sorglegt
að þess sé freistað að gera tor-
tryggileg verk, sem unnin eni í
góðri trú.
Þegar ég heyrði af boðuðu viðtali
á Bylgjunni setti ég mig í samband
við dagskrárgerðarfólk og bauð
Það kemur því á óvart
að efsti maður á K-lista
í Kópavogi, segir Hall-
ur Hallsson, skuli
reyna að gera útsend-
ingu Ríkisútvarpsins
tortryggilega í viðtali
á Bylgjunni.
fram upplýsingar um málið. Því
var hafnað. Dagskrárgerðarmaður
Bylgjunnar gaf til kynna í spurn-
ingu að bæjaryfirvöld i Kópavogi
hefðu setið á upplýsingum. Ög það
þrátt fyrir að Bylgjan hefði hafnað
upplýsingum frá undirrituðum,
sem hafði alla þræði í hendi sér -
hafði gengið frá samningum og
vissi allt um málið! Hvað vakir fyr-
ir mönnum sem standa svona að
verki?
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hallur
Hallsson
Meðal annarra orða
Spilling og ábyrgð
Hin endanlega ábyrgð í þessu máli og svo mörgum
öðrum, segir Njörður P. Njarðvík, er hjá stjórn-
málamönnunum, valdamönnum þjóðarinnar.
EINHVERJUM fínnst það ef til vill
að bera í bakkafullan lækinn (eða
ána í þessu tilviki) að ræða frekar
um málefni Landsbankans og stjórnenda
hans. En hvort tveggja er, að það mál er
engan veginn útrætt, og svo er ætlun mín að
víkka þá umræðu eilítið.
Vitað er að laxveiði getur orðið þvílík
ástríða að einna helst má jafna til hreinnar
fíknar eða sjúkdóms. Og hjá sumum kallar
hann einnig á viðeigandi drykkjarfóng af
sterkara tagi. Ef til vill ætti að kalla þennan
sjúkdóm veiðni. Út frá þeim hugleiðingum
varð til þessi vísa:
Flestir munu óttast eyðni
enda vantar meðul ný,
en geti menn svo greinst með veiðni
gagnar ekkert móti því.
En kannski er tæpast rétt að hafa þetta í
flimtingum þótt óneitaniega sé margt und-
arlegt í þessu dæmalausa máli. Haft hefur
verið á orði að boð í laxveiðar séu hentug til
að „greiða fyrir viðsldptum". Spurningin er
þá hvort þetta fer ekki að nálgast ískyggi-
lega það sem á tæpitungulausu máli nefnist
mútur, en á snyrtilegu nútímamáli „ólög-
mætir viðskiptahættir". Fróðlegt væri að
vita hvort til sé dálkur sem heitir „laxveið-
ar“ í ársreikningum virðulegra ríkisbanka
annars staðar. Eg hygg að flestir muni
álykta sem svo, að til slíkra veiða sé því mið-
ur stofnað til að svala eigin veiðifíkn án þess
að opna eigin buddu. Buddu, sem ætti að
vera sæmilega full miðað við launakjör
bankastjóra.
Nú eru þessir bankastjórar farnir úr
bankanum og hafa mátt þola harkalegt um-
tal, háð og spott. Og þykir sumum að mál sé
að linni. En því miður er málið ekki svo ein-
falt. Það heldur nefnilega áfram að vekja
áleitnar spurningar. Þær spumingar snúast
um spillingu og ábyrgð.
að var Jóhanna Sigurðardóttir sem
fletti ofan af þessu sukki með fyrir-
spum á Alþingi um laxveiðar og risnu.
Hafði enginn annar áhuga á þessu máli? Það
hafði þó áður borið á góma, þótt að vísu væri
í hálfgerðum hvíslingum manna á milli. Vissi
bankaráðið í raun og vem ekkert um þetta?
Eigum við að trúa því? Fram hefur þó komið
að fulltrúi kvennalistans í ráðinu (hún
„Kristín litla“, eins og Sverrir Hermannsson
orðaði það svo smekklega) hafl lagt til að
allri laxveiði væri hætt á vegum bankans.
Vakti það engar umræður í ráðinu? Þótti
öðrum í bankaráðinu eðlilegt að Landsbank-
inn stundaði laxveiðar? Fannst bankaráðs-
mönnum engin ástæða til að kanna málið
frekar? Tóku þeir kannski þátt í þessu sjálf-
ir? Almenningur, þjóðin, sem ennþá er eig-
andi þessa banka (þótt liggi í loftinu að hann
verði seldur einhverjum einkavinum ráða-
manna eins og fleiri eignir þjóðarinnar),
hlýtur að gera kröfu til þess að þáttur
bankaráðsins sé kannaður rækilega.
Einnig hefur komið fram að endurskoð-
andi hafi varað bankastjóra við að kaupa
veiðileyfi fyrir bankann af sjálfum sér. Hví í
ósköpunum skýrði hann ekki bankaráðinu
frá þessu? Þótti honum sem enaurskoðanda
nægilegt að vara við áframhaldi á svo aug-
sýnilega siðlausum kaupum? Var hann að
starfa sérstaklega fyrir Sverri Hermanns-
son en ekki bankann? Er slíkur maður fær
um að vera endurskoðandi?
yrir tæpum fjórum mánuðum var
rekstrarformi Landsbankans breytt.
Þá endurréð viðskiptaráðherra þá
þrjá bankastjóra, sem nú hafa neyðst til að
segja af sér. Og sumir bankaráðsmanna
voru sömuleiðis endurskipaðir. Vissi við-
skiptaráðherra ekki neitt, yfirmaður allra
bankamála í landinu? Voru þessir menn þá
vammlausir sem nú hafa neyðst til að taka
pokann sinn eftir eina fyrirspurn á Alþingi?
Og eru þeir bankaráðsmenn nú hæfir sem
hafa setið þegjandi og aðgerðalausir árum
saman? Eru menn ekki einfaldlega að reyna
að varpa af sér ábyrgð sem þeir eru skipaðir
til að axla?
Víðbrögð viðskipta- og bankamálaráð-
herra eru furðuleg. Hann hefur ítrek-
að sagt opinberlega að takmarka
verði umræðu um Landsbankamálið við
skýrslu Ríkisendurskoðunar. Hvernig getur
hann látið sér detta í hug að hann hafí eitt-
hvert vald til að takmarka umræðu manna?
Þetta mál er miklu víðtækara en svo að það
takmarkist við einhverja eina tiltekna
skýi-slu. Bankamálaráðherra verður að
þola, að menn spyrji sig og hann að því,
hvort viðbrögð hans í þessu máli stafi af því
að hann hafi verið neyddur til þeirra en
ekki af því að hann hafí viljað bregðast við.
Spilling er nefnilega ekki tæknilegt atriði í
skýrslu, heldur hugarástand, - eins og
reyndar flest sem skiptir miklu máli. Um
það snýst hugsun mín. Er bankamálaráð-
hei'ra að losa sig við þrjá bankastjóra til
þess að allt annað geti haldið áfram eins og
ekkert hafi í skorist, - eða - er hann reiðu-
búinn að taka á spillingu í opinberu lífi á ís-
landi?
I raun og veru er þetta mál allt saman
eins og eitt einkenni alvarlegs sjúkdóms,
sem herjar á allt samfélag okkar. Þótt þetta
einkenni hveifi eitt og sér læknast ekki
sjúkdómurinn. Hin endanlega ábyrgð á
þessu máli og svo mörgum öðrum er hjá
stjórnmálamönnum, valdamönnum þjóðar-
innar. Það er engin ástæða til að hrópa
húrra fyrir þeim þegar þeir eru neyddir til
að bregðast við spillingu. Það skal ekki gert
fyrr en þeir taka sjálfviljugir á spillingu og
hætta henni sjálfir. Og þegar þeir taka á
stærsta spillingarmáli íslenskra stjórnmála,
- því spillingarmáli að afhenda fáeinum ein-
staklingum auðlindir hafsins - þá verður
ástæða til að kaupa sér hatt til að taka ofan.
En ekki fyrr.
Höfundur er prófessor i íslenskum bók-
menntum við Háskóla Islands.