Morgunblaðið - 29.04.1998, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNB LAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKATTAR
Á ÆYIKVELDI
SKÝRSLA um stöðu eldri borgara í OECD-ríkjum, sem ný-
lega var lögð fram á Alþingi, staðfestir, að á heildina litið
eru kjör fullorðins fólks hér á landi sízt lakari en í saman-
burðarríkjum. Ljóst er engu að síður að staða eldri borgara
er mjög mismunandi. Samtök þeirra telja og að aldraðir hafi
orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna skerðingar á tekju-
tryggingu og öðrum greiðslum úr tryggingakerfinu. Astæðan
sé sú að skerðing á bótum hefjist við alltof lágt mark.
Talsmenn samtakanna hafa og leitt rök að því að tekjur
aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóðum eigi að falla undir ákvæði
laga um skattlagningu fjármagnstekna. Morgunblaðið greinir
frá því í gær að Guðmundur H. Garðarsson, formaður Sam-
taka eldri sjálfstæðismanna, hafi farið fram á það við formann
Sjálfstæðisflokksins að kannað verði, hvort tveir þriðju eftir-
launa umfram skattleysismörk falli undir ákvæði laga um
skattlagningu fjármagnstekna, þ.e. 10% skatt í stað 39%.
Aðhaldssöm efnahagsstjórn og uppsveifla í þjóðarbúskapn-
um hafa leitt til hallalauss ríkisbúskapar tvö ár í röð, 1997 og
1998, í fyrsta sinn síðan 1985. Mikilvægt er að nýta tekjur rík-
issjóðs umfram útgjöld til að greiða niður opinberar skuldir.
Batann má einnig nýta til að létta skattbyrði, einkum þeirra
hópa sem sérstöðu hafa, eins og eldri borgara og ungs barna-
fólks sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið. I því sam-
bandi hefur m.a. verið rætt um hækkun skattleysismarka og
frítekjumarks tekjutryggingar, til að verja kjör aldraðs fólks
og draga úr neikvæðum áhrifum jaðarskatta.
Eldri borgarar eru nú um 27 þúsund talsins, eða tíundi
hluti þjóðarinnar, og hlutfall þeirra í íbúatölu landsins fer
stöðugt hækkandi. Líkur standa til, samkvæmt tilvitnaðri
skýrslu um stöðu aldraðra, að þeir verði fimmtungur þjóðar-
innar árið 2030. Þjóðfélagið verður að laga sig að þessari
breyttu aldursskiptingu þjóðarinnar, m.a. á sviði félags- og
heilbrigðisþjónustu. Hagkvæmast er að búa þann veg um
hnúta að aldraðir geti dvalið sem lengst á eigin heimilum. Til
þess þarf m.a. að gæta hófs og sanngirni í skattalegri meðferð
þess sparnaðar og þeirra tekna, sem fullorðið fólk hefur sér
til framfæris á ævikveldi.
DANIR LEGGJA
NIÐUR YINNU
TIL skamms tíma virtist sem Dönum hefði tekist að leysa
öll þau vandamál er einkenna vinnumarkaði flestra vest-
rænna ríkja. Deilur atvinnurekenda og launþega um kaup og
kjör heyrðu að margi'a mati sögunni til. Það mætti ekki síst
rekja til þess hversu útbreiddir vinnustaðasamningar væru
orðnir sem samningsform í Danmörku, sem stuðlaði að veru-
legum sveigjanleika á vinnumarkaði.
Þetta fyrirkomulag tryggði Dönum stöðugleika á vinnu-
markaði í rúman áratug og því kom það flestum í opna skjöldu
er samningar er nýlega tókust voru felldir í síðustu viku og
umfangsmikið verkfall hófst aðfaranótt mánudagsins. Sam-
göngur til og frá Danmörku hafa smám saman verið að lamast
og tómar verslanir hafa þótt minna á vöruskort stríðsáranna.
Ástæða verkfallsins virðist ekki síst vera sú að öflug sam-
tök atvinnurekenda, Dansk Industri, vildu í síðustu samning-
um víkja frá vinnustaðasamningsforminu og gera þess í stað
umfangsmikla allsherjarsamninga fyrir iðnfyrirtæki, til að
koma í veg fyrir að einstaka greinar semdu um verulega betri
kjör en aðrar. Þá vekur það jafnframt athygli að það var ekki
ágreiningur launþega og atvinnurekenda um launagreiðslur,
sem var kveikjan að verkfallinu í Danmörku. Það strandaði
ekki á kröfum um kauphækkanir, heldur fleiri frídaga til við-
bótar við þær fimm orlofsvikur, sem danskir launþegar eiga
nú þegar rétt á. Að auki virðist það hafa skipt miklu máli að
launþegasamtökum misbauð framkoma Dansk Industri í
samningaviðræðunum.
Átökin á danska vinnumarkaðnum eru ekki síst fróðleg í
ljósi þess að Islendingar hafa á undanförnum árum horft til
Danmerkur varðandi skipulag kjarasamninga og talið að þar
gæti verið að finna fyrirmynd fyrir ísland. Verkfallið í Dan-
mörku breytir ekki miklu þar um. Líklega verður aldrei með
öllu hægt að koma í veg fyrir vinnudeilur í frjálsum þjóðfélög-
um. Hins vegar verður lærdómsríkt að sjá hvernig og hversu
skjótt Danir leysa þessa deilu, ekki síst í ljósi þess að danska
stjórnin hefur margsinnis lýst því yfir að hún muni ekki
stuðla að lausn deilunnar með pólitískum hætti.
Nýtt frumvarp til leiklistarlaga til umfjöllunar í menntamálanefnd Alþingis
Ráðningartími þjóðleik-
hússtjóra veldur titringi
Talsverðrar óánægju gætir í röðum leikhús-
fólks með hið nýja frumvarp til leiklistarlaga
sem menntamálaráðherra lagði fram á Al-
þingi í desember sl. Frumvarpið hefur verið
til umfjöllunar hjá menntamálanefnd Al-
þingis og hafa athugasemdir streymt inn,
sumar býsna hvassyrtar. Hávar Sigurjóns-
son kynnti sér í hverju þær eru fólgnar.
EITT ákvæði hins nýja frum-
varps til leiklistarlaga hefur
fyrst og fremst valdið titr-
ingi en það fjallar um breyt-
ingar á ráðningartíma þjóðleikhús-
stjóra og breytt fyrirkomulag við
skipan þjóðleikhúsráðs. Einnig er
greinileg óánægja með kafla frum-
varpsins er lýtur að annarri leiklist-
arstarfsemi, svo og fyi'irhugaðar
breytingar á skipan og starfsemi leik-
listaiTáðs.
Aðrir benda á kosti frumvarpsins
og segja það mjög til bóta, það leysi
af hólmi úrelt lög um Þjóðleikhúsið,
geri löngu tímabærar breytingar á
skipan leiklistarráðs, sé markvisst og
án málalenginga um smáatriði.
Talsmenn stéttarfélaga leiklistar-
fólks og forsvarsmenn annarra hags-
munahópa hafa einnig lýst óánægju
sinni með að ekki skyldi leitað álits
þeirra meðan frumvarpið var á undir-
búningsstigi, fáir hafí t.a.m. séð
frumvarpið íyrr en um það bil sem
það var lagt fram á Alþingi. Stjórn
Félags íslenskra leikara gengur
reyndar svo langt í athugasemdum
sínum að telja frumvai'pið „...í megin-
atriðum svo gallað að réttast væri að
vinna það að stórum hluta upp aftur.“
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra vildi ekki tjá sig efnislega á
þessu stigi um þær athugasemdir
sem komið hefðu fram við frumvarp-
ið, hann teldi eðlilegt að bíða þar til
menntamálanefnd hefði lokið störfum
sínum og skilað áliti.
Ráðningartími þjóðleikhússtjóra
Ótti leikhúsfólks við breytingar á
núverandi fyrirkomulagi um ráðn-
ingu þjóðleikhússtjóra er greinilegur
og taka sumir gagnrýnendur frum-
varpsins svo djúpt í árinni að telja
það klára afturför. í frumvai-pinu er
gert ráð fyrir að þjóðleikhússtjóri
skuli skipaður til fimm ára í senn að
fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs.
Síðar í sömu gi'ein segir: ,Ætíð skal
auglýsa embættið laust til umsóknar
ef sami maður hefur gegnt því tvö
eða fleiri tímabil." Þetta er veigamikil
breyting því samkvæmt núgildandi
Þjóðleikhúslögum getur sami ein-
staklingur ekki gegnt embættinu
lengur en í átta ár, þ.e. tvö fjögurra
ára tímabil. Hefur leikhúsfólk al-
mennt verið ánægt með þessa skipan
mála og greinilegt að margir óttast
þaulsætni sama einstaklings \ emb-
ættinu. I athugasemdum FLI (Fé-
lags leikstjóra á Islandi) segir m.a:
Stjórnin (FLI) telur nauðsynlegt að
halda takmörkum á heildarráðning-
artímanum, þannig að hann verði
ekki lengri en tvö tímabil. Eðli þessa
starfs er að þjóðleikhússtjóri fái mikil
völd og það hefur í för með sér að
smekkur og skoðanir þessa eina
manns ráða verkefnavali og manna-
ráðningum. Núverandi fyrirkomulag
á takmörkun ráðningartímans trygg-
ir að slík einokun á smekk og vali
listamanna ráði ekki nánast heilan
mannsaldur.“
Stjórn Leiklistarsambands Islands
tekur í sama streng og segir í athuga-
semdum sínum: „Leik-
listarsambandið telur, að
í litlu samfélagi þar sem
atvinnumöguleikar í list-
greininni eru takmark-
aðir, geti það reynst
vafasamt að listrænn stjórnandi sitji
lengur en 10 ár í embætti. Ef þessi
tími verður lengri, þá vex upp heil
kynslóð nýira leiklistarmanna án
þess að skipt sé um þjóðleikhústjóra.
Leikhúsfólk hefur um árabil barist
fyrir því að sett yrðu tímamörk um
ráðningu stjórnenda listastofnana, og
fagnaði því mjög þegar 8 ára reglan
(nú 10 ár) var sett með núverandi
lögum um þjóðleikhús. Það væri því
mikil afturför ef þessi tímamörk féllu
í raun niður.“
Stjórn FIL (Félag íslenskra leik-
ara) tekur undir þessi sjónarmið og
segir jafnframt „...að það geti verið
mjög hættulegt fyrir listina í landinu
ef einn og sami einstaklingur situr
lengur en 10 ár í svo mótandi og
veigamiklu starfi. Um Þjóðleikhús
okkar verða að fá að leika ferskir
vindar þar sem ný listræn sjónarmið
fá að blómstra.“
Núverandi þjóðleikhússtjóri, Stef-
án Baldursson, er á annarri skoðun
og segir það „... mjög til bóta að af-
nema hámarksráðningartíma þjóð-
leikhússtjóra, enda mun það hvergi
þekkjast í heiminum að slíkur kvóti
sé settur á ráðningu leikhússtjóra.
Störf hans eru lögð í dóm í lok hvers
fimm ára ráðningartímabils og því
hægðarleikur að endurráða ekki við-
komandi, séu menn óánægðir með
frammistöðu hans. Þá er sömuleiðis
skynsamlegt ákvæði um að eftir tvö
samfelld ráðningartímabil sé skylt að
auglýsa starfið, þannig að öllum verði
ljóst hvert framboð er á fólki til
starfans."
Þórarinn Eyfjörð, formaður
Bandalags atvinnuleikhópa, (BAAL)
segist hafa verið einn þeirra sem
studdi núverandi þjóðleikhússtjóra
þegar hann gerði þær breytingar
sem hann taldi nauðsyn-
legar á starfsmannahaldi
Þjóðleikhússins í upphafi
starfs síns. „Eg var sam-
mála þeim rökum sem
hann setti fram þá um
nauðsynlega endurnýjun og hreyf-
ingu. Eg er enn sömu skoðunar. Því
tel ég nauðsynlegt að takmarka
starfstíma þjóðleikhússtjóra hverju
sinni."
Skipan þjóðleikhúsráðs
Núverandi skipan ráðsins er með
þeim hætti að stjórnmálaflokkarnir
fjórir eiga hver sinn fulltrúa og stofn-
unin þann fímmta. I frumvarpinu er
gert ráð fyrir að menntamálaráð-
herra skipi þrjá fulltrúa og Leiklist-
arsamband Islands tilnefni tvo. Þá sé
einn áheyrnarfulltrúi úr röðum
starfsmanna leikhússins. „Þetta er sú
breyting frá núgildandi lögum sem
ég efast helst um að sé til bóta,“ segir
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri.
„Varðandi bein tengsl þjóðleikhús-
ráðs við stjórnvöld, virðist núgildandi
fýrirkomulag lýðræðislegra og hefur
gefíst mjög vel í reynd. Stjórnmála-
flokkamir hafa tilnefnt í þjóðleikhús-
ráð fagfólk, þ.e. listamenn úr leikhús-
heiminum eða úr öðrum listgreinum,
sem tengjast leikhúsinu og hafa þetta
reyndar stundum verið listamenn,
sem jafnframt hafa haft afskipti af
stjórnmálum og setið á þingi um
lengri eða skemmri tíma.“
Undir þetta sjónannið taka stjórn
Leiklistarsambandsins, stjórn félags
leikara og stjórn félags leikstjóra.
Öllum ber þeim saman um að telja
nauðsynlegt að þjóðleikhúsráð teng-
ist Alþingi með þeim beina pólitíska
hætti sem nú er og að leikhúsráðið sé
skipað fólki „...sem ekki hefur bein
tengsl inn í aðrar leiklistarstofnanir,"
eins og segir í athugasemdum stjórn-
ar Leiklistarsambandsins. Þar er
klykkt út með eftirfarandi: „Aðalat-
riðið er að núverandi fyrirkomulag
hefur reynst með ágætum." „Öðruvísi
mér áður brá...,“ sagði
einn viðmælandi úr röð-
um stjórnmálamanna,
„...að leiklistarfólk sé að
biðja um pólitísk afskipti
með þessum hætti.“ í
ýmsum athugasemdum við frumvarp-
ið er bent á að þar sé alls ekki gert
ráð fyrir að pólitískum afskiptum
ljúki, heldur verði þau einsleitari, þar
sem áhrif menntamálaráðherra á
hverjum tíma verða afgerandi í þjóð-
leikhúsráðinu með skipan þriggja af
fímm fulltrúum.
Þjóðleikhúsið eitt
er nefnt á nafn
Mikil óánægja er með þá ráðstöfun
að nafngreina enga leiklistarstofnun
aðra en Þjóðleikhúsið í frumvarpinu.
I gildandi lögum er kveðið á um að
ríkið skuli styðja Leikfélag Reykja-
víkur, Leikfélag Akureyrar, Banda-
lag íslenskra leikfélaga, ásamt stuðn-
ingi við aðra leiklistarstarfsemi og
óperustarfsemi. I frumvarpinu er
þetta orðað með eftirfarandi hætti:
„Auk framlaga til Þjóðleikhússins
veitir Alþingi árlega fé í fjárlögum til
stuðnings annarri leiklistarstarfsemi
bæði atvinnumanna og áhugaleikfé-
laga.“ Stjórn Leikfélags Reykjavíkur
brást hart við og mótmælti harðlega:
„Það verður því að teljast með ólík-
indum að hér skuli komið fram nýtt
frumvarp til leiklistarlaga, án þess að
minnst sé þar einu orði á Leikfélag
Reykjavíkur. Þetta er meiri breyting
en virðist í fljótu bragði - það segir í
raun að LR sem nefnt hefur vei’ið
„vagga íslenskrar leiklistar" á sér
ekki lengur neina stoð í lögum.“
Stjóm Leiklistarsambandsins tek-
ur undir þessar áhyggjur Leikfélags-
fólks og þykir „miklu varða að Leikfé-
lag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyr-
ar og íslenski dansflokkurinn eigi sér
stoð í leiklistarlögum." „Með þessu er
í raun verið að gefa valdhöfum hverju
sinni algerlega frjálsar hendur með
stuðningi við einstakar greinar og
einstaklinga eða hópa innan hverrar
greinar. Fjái-veitingar og stuðningm'
geta því orðið háðar duttlungum og
smekk fjárveitingavaldsins hverju
sinni,“ segir stjóm BAAL í athuga-
semdum sínum. Talsmenn frumvarps-
ins telja þetta atriði einmitt til helstu
kosta þess og að með því fái mennta-
málaráðuneytið frjálsari hendur til að
styðja við aðra aðila en Þjóðleikhúsið
enda segir í frumvarpinu: ,Að því
leyti sem framlög til einstakra aðila
eru ekki ákveðin í fjárlögum hverju
sinni annast mennntamálaráðuneytið
úthlutun þess fjár sem veitt er sam-
kvæmt þessari grein.“
Leiklistarráð lagt niður
Hvað Leiklistarráð varðar vilja
flestir ganga skrefi lengra en gert er í
frumvarpinu og leggja leiklistarráð
alveg niður og fela stjórn Leiklistar-
sambandsins þau verkefni sem fram-
kvæmdastjóm Leiklistarráðs hefur
annast. Undanfarin ár hefur megin-
verkefni framkvæmdastjórnar leik-
listamáðs verið að úthluta styrkjum
og starfslaunum til atvinnuleikhópa
og vera faglega ráðgefandi við
menntamálaráðuneytið varðandi mál-
efni leiklistar. I frumvarpinu er þetta
hlutverk skilgreint enn frekar og felld
út önnur ákvæði, sem aldrei hafa ver-
ið uppíyllt, um verksvið leiklistamáðs.
Núverandi leiklistamáð er skipað 34
fulltrúum atvinnu- og áhugaleiklistar-
innar í landinu en í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að leiklistamáð verði
skipað 5 mönnum, þremur tilnefndum
af Leiklistarsambandinu, einum til-
nefndum af Bandalagi áhugaleikfé-
laga og einum af menntamálaráð-
hema. Tillögur Leiklistarsambands-
ins eru skýi-ar í þessu efni: „Leiklist-
arráð verði lagt af en stað þess velji
fulltrúaráð (ekki stjórn) Leiklistar-
sambandsins 3 menn í úthlutunar-
nefnd, Bandalag íslenskra leikfélaga
velji einn og einn sé skip-
aður af ráðhema án til-
nefningar. Stjórn Leik-
listarsambandsins veiti
umsögn um þau mál er
varða leiklist í landinu og
menntamálaráðuneytið vísar til ráðs-
ins.“ Um þessa framtíðarskipan mála
virðast allir hagsmunaaðilar sam-
mála, enda sitja í Leiklistarsamband-
inu „...fulltrúar allra þeima stofnana
og félaga sem leggja stund á leiklist
hér á landi og þar er því saman komin
mikil og víðtæk reynsla, þekking og
kunnátta. Sambandið er jafnframt
tengiliður íslenska leiklistarheimsins
við Nomæna leiklistarsambandið og
Alþjóðaleikhúsmálastofnunina," segir
Stefán Baldursson, þjóðleikhússtjóri
og fyrrverandi formaður Leiklistar-
sambandsins.
+
Leikarar vilja
láta semja nýtt
frumvarp
Leikfélag
Reykjavíkur ekki
nefnt á nafn
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 33.
Veitt einkaleyfi á íslandi 1980-97
Áfrýj unarnefndir
- tískubóla
eða réttarbót?
Við lestur bókarinnar Einkaleyfaréttar, sem
kom út fyrir skemmstu, fór Páll Þórhallsson
að hugleiða hvort nógu mikils samræmis
væri gætt þegar löggjafínn ákveður að setja
á fót svokallaðar áfrýjunar- og kærunefndir.
FYRSTA íslenska lögfræðirit-
ið um einkaleyfarétt, eftii' þá
Jón L. Arnalds hæstaréttar-
lögmann og Þorgeir Örlygs-
son prófessor, kom út nú í vetur. „Það
er umhugsunarvert fyrii- Islendinga
að yfírgnæfandi fjöldi einkaleyfa hér á
landi er til erlendra aðila. Ástæður
þessa eru m.a. þær, hve úrelt íslensk
einkaleyfalöggjöf vai- lepgst framanaf
og einnig vanþekking Islendinga við
að nýta sér einkaleyfakerfið sér til
ávinnings. Hér á landi hafa menn ekki
gert sér nægilega grein íyrir mikil-
vægi einkaleyfaverndar. Grandvöllur
þess að fyrirtæki fjárfesti í hugviti er
oftast byggður á einkarétti til nokk-
urs tíma. Hugvitið er að verða stór
þáttur í útflutningsvei-ðmætum
margi-a þjóða. I dag kaupa Islending-
ar meira hugvit erlendis frá en þeir
selja. Auðvitað væri hið gagnstæða
æskilegt, en forsenda þess er þekking
á einkaleyfalöggjöfínni og nýting
þeirra réttinda, sem hún veitir. ís-
lendingar eru langt á eftir nágranna-
þjóðunum í því að hagnýta sér mögu-
leikana á þessu réttindasviði og gera
úr þeim fjármuni. Þetta gildir, þótt
miðað sé við höfðatölu," segir í for-
mála höfunda.
Utgáfa bókarinnai- verðm væntan-
lega hvatning fyrir íslenska hugvits-
menn að leita einkaleyfís á uppfínn-
ingum sínum. I Einkaleyfarétti, sem
gefinn er út af bókaútgáfu Orators, er
almennt yfirlit yfir einkaleyfarétt, þar
eru birt lög um einkaleyfi nr. 17/1991
ásamt síðari breytingum og þær
reglugerðir sem við eiga. ítarlegar
skýringar eru við einstök ákvæði lag-
anna. Alls er bókin 446 síður.
Mismunandi reglur
Við lestur bókarinnar vöknuðu hjá
mér hugleiðingar um áírýjunarnefnd í
einkaleyfamálum sem mig langar til
að deila með lesendum. Samkvæmt
einkaleyfalögum, lögum um vöru-
merki og lögum um hönnunarvernd
skal starfa áfrýjunarnefnd sem tekur
við kærum vegna ákvarðana skrán-
ingaryfirvalda. Það er bagalegt að
mismunandi reglur gilda um nefndina
eftir því hvort um vörumerkja-, einka-
leyfa- eða hönnunarverndarmál er að
ræða. Verður ekki séð að nein sérstök
rök standi til þess heldur hefur þetta
einfaldlega atvikast svona vegna þess
að reglur era um nefndina í þrennum
lögum sem ekki eru sett á sama tíma.
Hyggist menn þannig bera ákvarð-
anir nefndarinnar undh' dómstóla
hafa þeir ekki nema tvo mánuði til
þess í málum samkvæmt 25. gr. einka-
leyfalaga nr. 17/1991. Þrjá mánuði
hafa þeir hins vegar þegar um vöru-
merkjamál er að ræða, skv. 63. gr.
vörumerkjalaga nr. 45/1997. í hönn-
unarverndarlögum nr. 48/1993 bregð-
ur svo við að ekkert almennt ákvæði
er þar að finna um málshöfðunarfrest
vegna ákvarðana áfrýjunarnefndar í
þeim málaflokki. Þó er sérstakt
ákvæði þar um tveggja ára málshöfð-
unarfrest til að hnekkja skráningu!
Ennfremur má nefna að það er
aldrei skylt að bera vörumerkja- og
hönnunarverndarmál undir nefndina
áður en farið er fyrir dómstóla en það
er í sumum tilvikum skylt í einka-
leyfamálum, sbr. 25. gi'. 1. nr. 17/1991.
Ekki verður séð hvaða rök eru fyrir
þessum mun.
Þetta misræmi er auðvitað óþægi-
legt fyrir aðila sem vinna að þessum
málum og ástæðulaust. Einnig má
segja að tveggja mánaða og þriggja
mánaða frestur til að bera mál undir
dómstóla sé alveg í stysta lagi. Oft er
um erlenda aðila að ræða sem gerir
það að verkum að svigrúm til að meta
hvort rétt sé að fara í dómsmál er
ákaflega knappt.
Aðildarreglur
Ekki hafa spunnist mörg dómsmál í
kjölfar úrskurða áfrýjunarnefndar-
innar og ekki skapast skýi-ar reglpr
um aðild að þeim og kröfugerð. Eg
staldraði þó við það sem segir í bók-
inni á bls. 163: „Hafí áfrýjunarnefnd
tekið ákvörðun, skal eftirfarandi mál-
sókn beinast að nefndinni en ekki
Einkaleyfastofunni. Meginástæða
þessa er sú, að áfrýjunarnefnd kann
að hafa komist að gagnstæðri niður-
stöðu við Einkaleyfastofuna og í slík-
um tilvikum væri það óheppilegt, ef
jafnan þyrfti að stefna skrifstofunni
líka. Andmælandi og aðrir, sem hafa
nægilegra hagsmuna að gæta, geta
með meðalgöngu gerst aðilar að mál-
inu í samræmi við almennar reglur
þar um.“
Sú ályktun að alltaf verði að stefna
áfrýjunarnefndinni verður ekki byggð
á lagatextanum en hún á sér stoð í at-
hugasemdum með frumvarpi til einka-
leyfalaga. Þetta virðist þó ekki liggja
beint við þegar tveir aðilar eru að
málinu fyrir einkaleyfaskrifstofunni,
sá sem æskir skráningar og andmæl-
andi. Til hliðsjónar má nefna dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. des-
ember 1997, sem var að vísu í vöru-
merkjamáli en ekki í einkaleyfamáli.
Aðilar voru Freyja hf. og Pétur Guð-
mundarson hrl. fyrir hönd Société des
Produits Nestlé S.A. Hvorki vöru-
merkjaskrárritari né áfrýjunarnefnd-
in vora aðilar að málinu þótt ágreinin-
ingurinn hefði farið fyrir þá aðila
báða.
Álitaefni af þessu tagi eru ekki
bundin við þetta svið heldur er um að
ræða mjög raunhæft almennt vanda-
mál, vegna fjölgunar úrskurðaraðila í
stjórnsýslunni. Svo virðist sem Hæsti-
réttur hafi tekið þá stefnu upp á
síðkastið að vísa frá dómi kröfum á
hendur áfrýjunarnefndum og öðrum
endanlegum úrskurðaraðilum í stjórn-
sýslunni. Má nefna sem dæmi dóm
Hæstaréttar í máli Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma gegn sam-
keppnisráði og áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála sem kveðinn var upp 17.
febráar 1997. Þar var kröfum á hend-
ur áfrýjunarnefnd vísað frá með
svohljóðandi úrskurði: ,Áfrýjunar-
nefnd samkeppnismála, sem gegnh’
hlutverki úrskurðarnefndar á mál-
skotsstigi innan stjórnsýslunnar, hef-
ur hins vegar enga þá lögvarða hags-
muni af úrlausn þessa máls, sem leitt
geta til aðildai' hennai' að því. Er held-
ui’ engin réttarfarsnauðsyn á að gefa
nefndinni kost á að láta til sín taka
dómsmál, sem höfðað er til ógildingar
á úrskurði hennar."
Jafnræðisreglur
En það eru önnur ákvæði sem
varða áfrýjunarnefndina sem eru ekki
síður umhugsunarverð og gætu hugs-
anlega varðað við stjórnarskrána.
Þannig er mönnum gert að greiða svo-
kallað áfrýjunargjald skjóti þeir mál-
um til nefndarinnar. Ráðherra er falið
að setja reglur um gjaldið. Samkvæmt
14. gr. reglugerðar nr. 673/1996 er
gjaldið að hámarki 80.000 kr. Eftir því
sem formaður nefndarinnar, Erla S.
Ái'nadóttir hæstaréttarlögmaður, seg-
h' er þetta gjald alltaf tekið fullum fet-
um.
Fyrsta spurningin er sú hvort þetta
sé þjónustugjald eða skattur. Fjár-
hæð gjaldsins og sú staðreynd að í
eldri vörumerkjalögum, nr. 47/1968,
sagði beram orðum að kostnaður af
starfí nefndarinnar greiddist úr ríkis-
sjóði, bendir til að um skatt sé að
ræða. Ef það er rétt stenst skattlagn-
ingin trauðla gagnvart 1. mgr. 77. gr.
stjórnarskrárinnar þar sem segir að
ekki megi fela stjórnvöldum ákvörðun
um hvort leggja skuli á skatt, breyta
honum eða afnema hann.
I öðru lagi hljóta að koma til skoð- *•
unar ákvæði 65. gr. stjórnarskrárinn-
ar þar sem segir að allir séu jafnir fyr-
ir lögum. Sú regla felur í sér að ekki
megi mismuna mönnum nema til þess
séu efnislegar og gildar ástæður. Nú
skipta kæra- og úrskurðarnefndir á
borð við umrædda áfrýjunarnefnd
tugum í íslensku stjórnkerfí og það
heyrh' til algerra undantekninga ef
mönnum er gert að greiða gjald fyrir
að skjóta málum til þeiiTa. Þess vegna
er einnig hæpið að gjaldtakan standist
út frá þessu sjónarmiði.
I þriðja lagi vakna sérstakar spurn-
ingar í því tilviki þar sem mönnum er v
gert að leita til nefndarinnar áður en
þeir bera ágreiningsmál undir dóm-
stóla, nánar tiltekið á grandvelli 25.
gi'. einkaleyfalaganna nr. 17/1991. Þá
er í húfí réttur manna til að leita til
dómstóla skv. 70. gr. stjórnarskrár-
innar og 6. gr. mannréttindasáttmála
Evrópu. Getur það staðist að leggja
þessa sérstöku fjárhagslegu hindran
fyrir þá sem lenda í vissum einka-
leyfamálum? Þeir þurfa í raun að
greiða 80.000 kr. aukagjald til að ná
fram úrlausn fyrir dómstólum. Þess
má geta að almenn málagjöld til dóm-
stólanna, sem alltaf verður að greiða,
eru ekki nema óveruleg í samanburði
við þetta.
*
Sjaldnast kannað
Auðvitað kunna einhverjir að segja
að fyrirtæki sem á annað borð era að
fást við einkaleyfi muni ekki um þenn-
an pening. En allir eiga að njóta jafn-
ræðis fyrir lögum, hvort sem það eru
einstaklingar eða fyi'irtæki. Ég hygg
líka að nánari skoðun myndi leiða í
ljós að allt of lítið samræmi er al-
mennt í reglum um áfrýjunar- og
kærunefndir, en þeim hefur fjölgað
mjög ört á undanfornum árum, eru
mjög í tísku á Alþingi ef svo má að
orði komast. Sjaldnast virðist fara v
fram könnun á því hvort þörf sé á slík-
um nefndum yfirleitt áður en þær eru
settar á fót. Hygg ég reyndar að um-
rædd áfrýjunarnefnd í einkaleyfa-,
vörumerkja- og hönnunai'verndarmál-
um geti átt meiri tilverarétt en marg-
ar aðrar vegna þess hversu sérhæft
svið er um að ræða.
Undanfarin ár hefur réttarstaða
borgaranna gagnvart stjórnvöldum
gerbreyst til batnaðar. Ég hygg að
fögur áform búi einnig að baki fjölgun
nefnda af þessu tagi. Hins vegar
stefnir í hálfgert óefni þegar slíkar
nefndir eru stofnsettar án þess að
verksvið þeirra og hlutverk sé skil-
greint nógu vel. Höfum við líka nógu
mörgum færum lögfræðingum á að •«
skipa til að manna allar þessar nefnd-
ir? Fjölgun nefndanna ber vott um
óánægju með þá lausn, sem er aðal-
reglan, að endanlegt úrskurðarvald í
stjórnsýslunni sé í höndum viðkom-
andi ráðherra. Ef sú óánægja á við
rök að styðjast væri þá ekki að sumu
leyti eðlilegra að hafa einn stjórn-
sýsludómstól sem tæki við kærum
vegna stjórnsýsluákvarðana og þaðan
mætti svo skjóta málum beint til
Hæstaréttar? Að minnsta kosti er
ekki vanþörf á því að stjórnvöld móti
stefnu í þessum málum, því með
hverri nýrri kærunefnd sem sett er á
laggirnar fyrirhyggjulaust verður erf-
iðara að vinda ofan af kerfinu og fá
eitthvert samræmi í hlutina.
Eins og kerfið er núna lenda menn
oft í því að bíða árum saman eftir end-
anlegri úrlausn innan stjórnsýslunnar
á meðan tveir til þrír aðilar fjalla um
hver upp af öðrum. Það hefur nefni-
lega sýnt sig að málshraðinn í stjórn-
sýslunni er ekki endilega meiri en hjá
dómstólunum en það hafa verið ein
rökin fyrir því að fjölga kærumögu-
leikum innan stjórnsýslunnar. Þegar
lokaúrskurður er kominn getur sá að-
ili sem er óánægður með niðurstöðuna
leitað til dómstóla, fyi-st héraðsdóms
og síðan Hæstaréttar. Engar heimild-
ir eru almennt til að úrskurða máls-
kostnað í málum, sem leyst er úr inn-
an stjórnsýslunnar, og því þurfa aðil-
arnir að bera sjálfir sinn lögmanns-
kostnað ef því er að skipta jafnvel þótt
á daginn komi að þeir hafi haft á réttu
að standa gagnvart ríkisvaldinu og
málskot hafi ekki verið að ófyrh'synju.
Er þetta kerfi ekki orðið óþarflega
viðamikið og kostnaðarsamt án þess f
að réttaröryggi hafi aukist til muna?