Morgunblaðið - 29.04.1998, Síða 36
*36 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Gagnrýni í
fjölmiðlum
Málefnaleg gagnrýni snýst um inni-
hald og form, samhengi og samanburð
og opinn hug fyrir pví sem afneitar
samanburði og fæst ekki sett í
samhengi.
Samtök gagnrýnenda
efndu til málþings um
listgagnrýni í fjölmiðl-
um á degi bókarinnar,
sumardaginn fyrsta.
Parna voru samankomnir gagn-
rýnendur listgreinanna fjögurra,
tónlistar, myndlistar, leildistai- og
bókmennta, ásamt slangri af lista-
mönnum úr greinunum þó greini-
lega hallaði frekar á þá hliðina í
hópi áheyrenda. Skiljanlega, þar
sem umfjöllun um gagnrýni er
tæplega það sem þom listamanna
kýs að verja frítíma sínum við alla
jafna. Það þýðir þó ekki að lista-
menn fylgist ekki með gagnrýni
eða hafi enga skoðun á henni.
Samandregið álit listamanna á
gagnrýni virðist
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
felast í þein'i
frómu ósk að
gagnrýni sé
hvort tveggja í
senn málefnaleg
og jákvæð. Einhver kann að lyfta
brúnum og hugsa sem svo að það
sé auðvitað sjálfsagt að listamenn
vilji jákvæða gagnrýni, hvað ann-
að? En jákvæð gagnrýni í merk-
ingunni „Iofsamleg" er ekki til um-
ræðu hér. Það sem átt er við, er
hvort grundvallarafstaða gagn-
rýnandans til Iistgreinarinnar sem
hann fjallar um sé jákvæð eða nei-
kvæð. Að ekki sé talað um afstöðu
gagmýnandans til iðkenda list-
greinarínnar, listamannanna
sjálfra. Er hún jákvæð eða nei-
kvæð? Er hún kannski byggð á
persónulegum viðskiptum eða
tengslum gagnrýnandans við ein-
staklinga eða listastofnanir? Er
gagnrýnin m.ö.o. málefnaleg eða
persónuleg?
Þegar óskað er eftir málefna-
legri gagnrýni er að mínu viti ver-
ið að biðja um tvennt. Annars veg-
ar að gagnrýni beinist ekki að per-
sónu listamannsins heldur verki
hans og hins vegar að gagnrýn-
andinn styðji skoðun sína með
rökum byggðum á þekkingu.
Sjálfsagt telja allir gagnrýnendur
sig búa yftr þekkingu á því sem
þeir fjalla um. En hvað er ná-
kvæmlega átt við þegar talað er
um þekkingu gagnrýnandans? Er
átt við fræðilega og sögulega
þekkingu hans á listgreininni eða
er átt við praktíska þekkingu á
listsköpun? Oftast fer meira fyrir
því fyrrnefnda en hinu síðar-
nefnda. Hefur gagnrýnandinn
sjálfur einhverja reynslu af list-
rænni sköpun? Er hann listamað-
ur sjálfur? Þess eru vissulega
dæmi þó af einhverjum ástæðum
megi helst finna þá meðal mynd-
listar- og tónlistargagmýnenda.
Reyndar má færa rök fyrír því að
skilningur gagnrýnandans á sköp-
unarferlinu sjálfu sé alls ekki
nauðsynlegur þar sem viðfangs-
efni hans er fullskapað listaverkið;
honum er ætlað að skoða það og
túlka, setja það í einhvers konar
vitrænt samhengi eftir að lista-
maðurinn hefur skilað því af sér.
Vissulega má gera því skóna að
reynsla gagmýnandans af list-
rænni sköpun auki honum innsýn
og skilning á hlutskipti og starfi
listamannsins, geri hann jákvæð-
ari í þeirri merkingu sem lögð er í
hugtakið hér að ofan. Slík reynsla
kemur þó aldrei nema að almennu
gagni, hún nýtist ekki við túlkun á
sérstöku listaverki þar sem gagn-
rýnandinn er jafn ókunnugur og
hver annai’, því persónulega ferli
sem listamaðurinn gekk í gegnum
við sköpun verksins.
Gagmýnendur hafa sömu þörf
og allir aðrir fyrir að finna tilgang
með starfi sínu. í fljótheitum má
telja upp nokkur tilbrigði við það
stef; sumir gagnrýnendur telja sig
fyrst og fremst þjóna lesend-
um/áheyi-endum sínum, aði-ir telja
sig þjóna listgreininni, enn aðrir
þjóna fyrst og fremst sjálfum sér,
þó líklega sjái flesth- hlutverk sitt
sem blöndu af þessu öllu þar sem
hlutföllin ráðast af persónu hvers
og eins. Einstaka gagmýnandi
verður hinsvegar sveskjulegur á
svip og telur sig þjóna lykilhlut-
verki í framgangi listgi'einarinnar;
án hans sé listin marklaust fálm út
í loftið. Slíkur gagmýnandi efast
ekki um tilgang sinn á þessari
jörð; hans er að leiðbeina og stýra,
vera ætíð strangur og alvai’legur,
beina barnslegum, dómgreindar-
litlum listamönnum á réttar braut-
ir í sköpun sinni, setja saman for-
múlur handa þeim að skapa eftir,
heimta sköpun í anda þess sem
fyrir er og bregðast ekki verri við
en ef eitthvað er gert sem er utan
eða ofan við skilning hans á því
hvað er list og hvað ekki. Gagn-
rýnandi með þetta viðhorf sér
sjálfan sig í miðju hinnar listrænu
deiglu, án hans væri kuldi og tóm.
Ranghugmynd þessa gagmýn-
anda um eigið hlutverk er fólgin í
þein-i fíiTu að ætla að listamenn
sæki sér innblástur til listrænnar
sköpunar í umsagnir hans um
verk þeirra. Listamennimir eiga
að líta til hans eftir forskrift, þeir
sem ki’ota persónulegt „bull“ fá
bágt fyrir, hinir sem fylgja for-
skriftinni fá stjörnur að launum,
tvær, þrjár eða fjórar eftir atvik-
um. Stjörnugjafagagnrýnandinn
gefur sér að til sé fullkomin list,
hið endanlega, eina og sanna,
„fimm stjörnu listaverk". Þessi
hugsun um list er fullkomin and-
stæða við raunverulega listsköpun
sem er sprottin af tilfinningu án
fyrhfram mótaðrar hugsunar um
endanlega útkomu, án eftirsóknar
eftir samanburði eða fullkomnun;
hin listræna upplifun felst í sköp-
unarferlinu sjálfu en ekki lista-
verkinu fullkláruðu.
Tveggjastjömugagmýnandinn
getur því aldrei átt raunvemlegt
efnislegt erindi við listamanninn
heldur þegar best lætur lent í
dagsljósinu um stund og þannig
haft tímabundin áhrif á almenna
umræðu um listgreinina. Eðli
málsins er þó með þeim heilbrigða
hætti að raunveruleg áhrif hans á
listræna þróun verða aldrei telj-
andi.
Marktæk gagnryni aftur á móti
tekst á við það hlutverk sitt að
fjalla um orðinn hlut, listaverk í
sinni endanlegu mynd og lýsa því
og túlka það. Málefnaleg gagmýni
snýst um innihald og form, sam-
hengi og samanburð og opinn hug
fyrir því sem afneitar samanburði
og fæst ekki sett í samhengi. Hinn
„póstmóderníski“ gagnrýnandi
gegnir hlutverki hins upplýsta
sérfræðings gagnvart upplýsinga-
þyrstum almenningi. I margskiptu
þjóðfélagi nútímans er slík miðlun
sérfræðiupplýsinga ekki aðeins
nauðsynleg heldur er hún löngu
viðurkennd staðreynd. Henni fylg-
ir líka mikil ábyrgð sem á að sinna
af jákvæðni og hlutlægni.
KOSNINGAR ‘98
Að loknum
Dag'slj óssþætti
Kristján
Benediktsson
neitar sinni eigin tillögu
og er á móti skipulag-
inu á Geldinganesinu,
vill flytja höfnina eitt-
hvað annað, kannski
upp á Kjalarnes. Ekki
kom fram hvort þar
hefði verið gerðar at-
huganir varðandi hafn-
arstæði og kostnað.
Betur að svo væri.
Vilhjálmur er alltof
reyndur stjómmála-
maður til að grípa í
svona hálmstrá í mál-
flutningi. Eða er mál-
efnafátæktin kannski
svona mikil hjá þeim D-
lista mönnum?
SENN líður að borg-
arstjórnarkosningum
eins og glögglega má
sjá á síðum Morgun-
blaðsins og víðar. Fylk-
ingar frambjóðenda
eru byrjaðar að takast
á bæði á fundum og í
fjölmiðlum. Einn slíkur
var í Dagsljósþætti í sl.
viku.
Prúðuleikararnir
I umræddum Dags-
ljósþætti vom mættir
fimm fulltrúar D-list-
ans og tveir fulltrúar
R-lista sem svara áttu
spurningum hinna.
Sjálfsagt muna margir eftir þátt-
um sem sýndir vom í sjónvarpinu
fyrir nokkrum áram og bára heitið
„Prúðuleikararnir". Þetta vora vin-
sælir og skemmtilegir þættir. Ekki
voru leikararnir þó ávallt sam-
kvæmir sjálfum sér né gáfulegt það
sem þeir lögðu til mála. Líklega
hefur það verið þess vegna sem
mér kom þessi þáttur í hug þegar
ég horfði á frambjóðendur D-list-
ans í umræddum Dagsljósþætti.
Þarna var að vísu saman komið hið
gjörvulegasta fólk og prúðmennsk-
an í besta lagi miðað við aðstæður.
Málflutningm’inn var hins vegar
vandræðalegur og á köflum óvand-
aður. Hann minnti stundum á mann
sem í falli grípur í það sem hendi er
næst án þess að vita hvort það komi
að nokkra gagni. Nokkur atriði
skulu hér tilfærð. Það skal tekið
fram að vitneskja mín byggist á þvi
sem lesa mátti út úr spumingum og
svöram í þættinum.
Aðalskipulagið
Vilhjálmur Vilhjálmsson var lengi
formaðui’ skipulagsnefndar. Undir
hans stjóm var samþykkt aðal-
skipulag. Þar var gert ráð fyrir að
byggt yrði á Geldinganesi. Þar átti
að vera höfn, íbúðar- og atvinnu-
svæði. Núverandi meirihluti endur-
skoðaði þetta skipulag. Nú bregður
hins vegar svo við að Vilhjálmur af-
Skuldir borgarinnar
Árni Sigfússon upplýsir að
skuldir borgarinnar hefðu á þessu
kjörtímabili aukist um allt að 5
milljarða króna. Þetta mun víst
rétt vera ef bæði borgarsjóðurinn
og fyrirtæki borgarinnar era tekin
Skuldir borgarsjóðs
hafa, að mati Kristjáns
Benediktssonar,
lækkað um 500 m.kr.
frá 1995.
saman. Hér þarf hins vegar nánari
skýringar við. Fram kom í þættin-
um að skuldir borgarsjóðs hefðu
verið 14,5 milljarðar í árslok 1995
en væra nú 14 milljarðar. Hefðu
sem sagt lækkað um 500 milljónir.
Skuldaaukningin liggur þannig öll
hjá fyrirtækjunum. Fyrst og
fremst hjá Hitaveitu vegna Nesja-
valla en einnig hjá Rafmagnsveitu
og Höfninni. Hér er um að ræða
skuldir vegna arðgefandi fram-
kvæmda sem munu ekki aðeins
standa undir þeim lánum sem tekin
hafa verið heldur skila arði er tím-
ar líða.
Hér er því ekki um eyðslulán að
ræða eins og þau sem borgarsjóður
hlóð á sig á árunum 1986-1994.
Perlan kostaði t.d. á sínum tíma
hátt í 2 milljarða króna þegar allt
er talið. Arlega þarf að greiða
hundruð milljóna í afborganir og
vexti af þeim lánum og að auki
veralegan styrk til veitingastarf-
seminnar. Mér fmnst að Arni og
reyndar Vilhjálmur líka ættu að
vera það heiðarlegir í málflutningi
sínum að skýra fyrir borgarbúum
af hverju skuldaaukningin stafar
án þess að hamra á tölum sem í
raun eru villandi.
Þáttur Guðrúnar
Guðrún Pétursdóttir heillaði
marga fyrir skeleggja framgöngu
þegar hún barðist gegn staðsetn-
ingu Ráðhússins á sínum tíma. Mér
fannst hún hins vegar ekki eiga
heima á þessum vettvangi.
Hún fékk það verkefni að skýra
tillögu þeirra D-lista manna um
greiðslur til mæðra sem annast
þörn sín heima. Borgarstjóri upp-
lýsti að kostnaður við framkvæmd
tillögunnar mundi nema 4 milljörð-
um á næsta kjörtímabili. Ekki kom
fram hjá Guðrúnu hvernig hugsað
væri að afla þess fjár. Varla er
hugmyndin að gera það með
skattahækkun. Þessi tillaga ber
vott um fljótfærnisleg vinnubrögð
og er til þess gerð að ganga í aug-
un á ákveðnum hópi fólks sem
vissulega þarf að líta til með sann-
gjarnar úrbætur. Spurningin er
hins vegar hvort ekki megi ná því
markmiði sem í tillögunni felst með
minni tilkostnaði.
Síðara málið sem Guðrún reifaði
fannst mér nokkuð skondið og hef-
ur víst komið fleirum en mér á
óvart. Hún gerði því skóna, ef svo
færi að vinstri flokkarnir samein-
uðust fyrir næstu alþingiskosning-
ar, að þá yrði leitað til Ingibjargar
Sólrúnar um að veita hinum nýja
flokki forystu. Aðrir mundu vart
koma til greina. Þessi orðræða
Guðrúnar var vitanlega hið mesta
hrós um Ingibjörgu og sýnir hvert
álit þeir Sjálfstæðismenn hafa á
henni sem stjórnanda.
R-listann hefur ekki skort með-
byr í kosningabaráttunni til þessa.
Eg held hins vegar að með þessu
útspili sínu hafi Guðrún hleypt
þeim vindi í seglin hjá listanum
sem örugglega muni duga honum
til sigurs í kosningunu.
Höfundur er fyrrv. borgarfulltrúi.
Akureyri í úrvalsdeild
HINN 23. maí nk.
verða valdir til foi’ystu
11 einstaklingar til að
fara með forræði sam-
eiginlegra mála okkar
Akureyringa næstu
fjögur árin. Miklu máli
skiptir að væntanlegir
bæjarfulltrúar hafí
skýran vilja íbúanna í
farteskinu þegar þeir
leggja til atlögu við þau
miklu verkefni sem
bíða næstu bæjar-
stjórnar Akureyrar.
í fallhættu
Líkja má sveitarfé-
lögum við íþróttafélög
þar sem keppnin snýst um að laða
til sín fólk með því að bjóða bestu
búsetuskilyrðin. Akureyri hefur
alla burði til að vera meðal sveitar-
félaga í úrvalsdeild og á ekki að
þurfa að sjá á eftir íbúum sínum yf-
ir til keppinautanna, þ.e. til ann-
arra sveitarfélaga.
Staðan í deildinni er okkur hins
vegar ekki að skapi því höfuðstað-
ur landsbyggðarinnar, Akureyri,
er í fallhættu. Slakt gengi í deild-
inni endurspeglast best í saman-
burði við sambærileg sveitarfélög.
Ái’in 1994-1997 fjölgaði í Kópa-
vogi um tæplega 3.000 manns eða
um 14% en á sama tíma fjölgaði
Akureyringum aðeins um 150 ein-
staklinga eða 0,9%. Hvað veldur?
Lítið hefur farið fyrir andófi
Kristján Þór
Júlíusson
bæjarstjórnar Akur-
eyrar gegn þessari öf-
ugþróun. Fráfarandi
meirihluti bæjar-
stjórnar virðist ekki
hafa gert sér grein
fyrir þvl að vöxtur
sveitarfélagsins bygg-
ist á árangri í sam-
keppni við önnur sveit-
arfélög um fólk. Yilja
menn falla úr úrvals-
deild?
Kjörtímabil
glataðra tækifæra
Senn er á enda það
keppnistímabil sem
skoða ber sem kjör:
tímabil hinna glötuðu tækifæra. í
því sambandi má sérstaklega nefna
nokkur dæmi: Klúður við sölu á
hlut bæjarins í UA og Krossanesi,
ákvarðanir um gjaldskrár leik-
skóla, ráðningar í störf hjá bæjar-
félaginu, skortur á byggingalóðum,
launastefna bæjarins, málefni
grannskólanna, málefni safna,
o.s.frv., o.s.frv. Fráfarandi meiri-
hluti hefur þvert á gefín loforð
drepið allt í dróma og nú ríkir hér
kyi-rstaðan ein, leikmenn meiri-
hlutans ná ekki að hrinda sókn
andstæðinganna, leikaðferðin skil-
ar ekki árangri.
Breytum um leikaðferð
Sjálfstæðismenn á Akureyi’i vilja
að kjörnir bæjarfulltrúar axli
ábyrgð á gjörðum sínum, þeir búi
yfir hagnýtri þekkingu og standi
við orð sín. Þeir mega aldrei gera
upp á milli bæjarbúa vegna skoð-
ana þeirra eða kynferðis. Við mun-
um stöðva vanhugsaðar skyndiá-
kvarðanir í hagsmunamálum íbú-
anna og hafa fullt samráð við íbúa í
hverfum bæjarfélagsins.
Við ætlum að vera í betra sam-
bandi við bæjarbúa, alltaf, en ekki
Sjálfstæðismenn á
Akureyri, segir Krist-
ján Þór Júlíusson, vilja
snúa vörn í sókn
bara fyrir kosningar. Við munum
breyta stjórnsýslu bæjarfélagsins
og opna stjórnkerfi þess fyrir hin-
um almenna íbúa og gefa honum
kost á að hafa áhrif á ákvarðanir
bæjarstjórnar. Við munum nýta afl
Akureyrarbæjar til þess að hafa
framkvæði að því að skapa störf í
bænum. Það verður ekkert at-
hafnalíf án athafna.
Við viljum skipta út leikmönnum
og þjálfara og gjörbreyta um leik-
aðferð. Við viljum snúa vörn í sókn.
Sjálfstæðismenn á Akureyri vilja
kraft í stað kyrrstöðu.
Höfundur skipnr 1. sæti D-lista
Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórnar-
kosningvnum á Akureyri
23. maí nk.