Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 37
•t
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 3'Sf
KOSNINGAR ’98
* *
Utvarp Olína
KONA er nefnd
Olína Þorvarðardóttir.
Hún er á launaskrá hjá
okkur, lesendur góðir,
sem pistlahöfundur á
Ríkisútvarpinu. Sem
sannur aðdáandi R-list-
ans misnotar hún að-
gang sinn að ríkisfjöl-
miðlinum og flytur
hreinræktaðar kosn-
ingaauglýsingar þegar
henni er hleypt í loftið.
Það virðist ekki þvæl-
ast íyrir henni að sið-
ferðilegar skyldur fylgi
aðgangi að ríkisfjöl-
miðli.
Þegar ég hlustaði á auglýsinga-
tíma Olínu á þriðjudaginn fyrir
viku, datt mér Richard gamli
Nixon í hug. „Let them deny it,“
sagði hann, þegar hann laug uppá
andstæðinga sína. Láttu þá neita
því. Ráð fyrir rökþrota menn, - og
konur, sem treysta því að fólk
nenni ekki að elta ólar við Olínur.
En ég nenni því, ekki síst vegna
þess að Olína ruglaði af fágætri
heift um mig persónulega í þessari
auglýsingu. Það kom mér nokkuð á
óvart, því ég hef talað sérstaklega
fyrir rétti foreldra, einkum þeirra
sem eiga mörg böm eins og Ólína.
Guðrún
Pétursdóttir
Hvað hef ég unnið mér
til óhelgi? Jú, ég styð
fjölskyldustefnu Sjálf-
stæðisflokksins, sem
R-listinn á ekkert svar
við. Sjálfstæðisflokkur-
inn vill gefa foreldrum
raunhæfan kost á að
velja milli leikskóla og
annarra úrræða. Það
er sjálfsagt að bjóða
þeim leikskólavist sem
vilja, allan daginn eða
hluta úr degi. En það
er jafn sjálfsagt að
virða það, að sumt fólk
kysi fremur önnur úr-
ræði ef það ætti þeirra
kost. Til er fólk sem kysi að vera
heima hjá ungum börnum sínum,
allan daginn eða hluta úr degi, ef
það hefði efni á því. R-listinn kem-
ur ekki til móts við svona fólk. Þeir
sem ekki þiggja vistun á leikskóla
fá ekkert, - og þeir sem aðeins
kjósa að hafa barn sitt á leikskóla
hluta úr degi eru látnir mæta af-
gangi, - settir aftast á biðlistann.
R-listinn ætlar að byggja leik-
skóla fyrir öll börn frá 1 til 5 ára.
Þetta er gífurlegt átak og kostar
mikið fé. Hálfa aðra milljón kostar
að byggja yfir hvert bam og borgin
niðurgreiðir rekstarkostnað um
tæplega þrjátíu þúsund krónur á
mánuði vegna hvers bams. Það
tekur langan tíma að hrinda þessu
átaki í framkvæmd, sem sést á því
að þrátt fyrir kosningaloforð um að
biðlistum yrði útrýmt á þessu kjör-
timabili, bíða enn á milli eitt og tvö
þúsund böm eftir plássi. Borgin
býður foreldrum þeirra engin úr-
Virðing og þakklæti til
leikskólanna fer ágæt-
lega saman við þá
stefnu, segir Guðrún
Pétursdóttir, að bjóða
foreldrum val.
ræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur
til að önnur leið verði reynd, sem
getur leyst biðlistavandann hratt
og vel. Hún er sú, að foreldrum
verði gert fjárhagslega kleift að
velja önnur úrræði en leikskóla all-
an daginn með því að fá sjálfir til
ráðstöfunar það fé sem ella hefði
farið í niðurgreiðslu á leikskóla-
plássi. Fyrir 8 tíma vistun nemur
þessi greiðsla 25 þúsund krónum á
mánuði, en 12.500 ef foreldrar
kjósa 4 tíma leikskólavistun. Til
viðbótar spara foreldrar dagvistun-
argjaldið, sem er mishátt eftir að-
stæðum, 9.500 fyrir einstætt for-
eldri og 18.750 fyrir fólk í sambúð.
Lýðræðisbylting
í Reykjavík!
LÝÐRÆÐISLEGT
samfélag er stöðugt í
mótun. Það er ögrandi
verkefni fyrir stjórn-
málamenn og samtök
þeirra að vinna að lýð-
ræðislegra stjóm-
skipulagi og virkari
þátttöku almennings.
Við Reykvíkingar höf-
um stigið mörg gæfu-
spor á liðnu kjörtíma-
bili einmitt í þessa átt
og við þurfum að halda
áfram á þeirri leið til
að þróa lýðræðislegra,
fjölskylduvænna og
betra samfélag. Lýðræð-
isverkefhið í Grafarvogi lýsir veginn í
þessu efni. Þar hefur ýmis samfé-
lagsleg þjónusta verið færð nær
hverfinu í gegnum Miðgarð og íbúar
hafa komist til meiri áhrifa í gegnum
sérstaka stjóm hverfisins - Hverfis-
ráð Grafarvogs. Þá hefur sá merki
atburður gerst að reglum borgarinn-
ar um almennar atkvæðagreiðslur
borgarbúa hefur verið breytt og
færðar í átt til aukins lýðræðis. A
næsta kjörtímabili munum við
hraða þessari þróun og færa meira
vald til hverfanna. Öll níu hverfi
borgarinnar munu fá sérstök
hverfaráð sem vinna að hagsmun-
um hverfanna og gegna mikilvægu
hlutverki við framþróun þeirra.
Hrannar
Björn Arnarsson
Þjónustustjórn og fé-
lagavæðing
Þá hefur Reykjavík-
urlistinn lagt á það
áherslu að auka vald-
dreifingu með ýmsum
hætti. Viðhorf Reykja-
víkurlistans til stjórn-
unar borgarinnar hefur
í þessu samhengi mikla
þýðingu. Á þessu kjör-
tímabili hefur Reykja-
víkurlistinn verið að
breyta stjómunarstíl
borgarinnar úr vald-
stjórn i þjónustustjóm.
Stefnan er sú að borg-
aryfirvöld og starfsfólk
Reykjavíkurborgar hafi það að
helsta viðmiði sínu að veita borgar-
búum þjónustu í stað þess að gefa
út tilskipanir. Borgarstarfsmenn og
stjórnmálamennirnir eru í þjónustu
borgarbúa og á það verður seint
lögð næg áhersla.
í sömu átt gengur sú stefna að
efna til meira samráðs og samstarfs
við félagasamtök. Slík samvinna
hefur skilað borgarbúum miklum
ávinningi einsog framkvæmdirnar
við íþróttamannvirkin í Laugardal
eni til vintis um. Þjónustusamning-
ar við félagasamtök og stofnanir
hafa verið notaðir í vaxandi mæli á
kjörtímabilinu og áfram verður
haldið á þeirri braut. Stundum hef-
Finnst þér i lagi ad
skattar á borgarbúa
hafa hækkað?
Kjósi annað foreldrið að vinna
heima, nýtist skattkortið að auki.
Eigi fólk fleiri böm á aldrinum 6
mánaða til 5 ára margfaldast fjöl-
skyldugreiðslurnar með hverju
barni. Það er því enginn vafi á, að
hér er verið að bjóða foreldrum
raunhæfan kost, - sem er í fullu
samræmi við nýjustu uppeldis-
rannsóknir, sem sýna að ekkert
skiptir meira máli fyrir velferð
barna en sá tími sem þeim gefst
með foreldmm sínum.
Það er ekki vafi á, að margir for-
eldrar munu velja þessa leið, - og
létta þar með á biðlistum hinna,
sem heldur kjósa leikskólann. R-
listinn heldur því fram að þessi leið
kosti of mikið, sé óraunhæf. Því er
til að svara, að hún er miklu ódýr-
ari en kostur.R-listans, sem ætlar
að byggja leikskóia yfir öll böm á
þessum aldri, án tillits til þess
hvort til er starfsfólk til að manna
þá og án tillits til vilja foreldranna.
Til viðbótar við byggingarkostnað
kemur svo rekstrarkostnaðurinn.
Leið Sjálfstæðisflokksins er aug-
ljóslega ódýrari.
Rökþrota vænir Ólína mig um að
fyrirlíta leikskólana. Hverju á að
svara svona málflutningi? Nema
með því að segja að dætur mínar
eru nýútskrifaðar frá Grænuborg.
I áraraðir hef ég verið í foreldra-
ráði leikskólans, átt einstaklega
gott samstarf við leikskólastjór-
ann, kennara og starfsfólk allt, og
þreytist aldrei á að dásama það
Reykjavíkurlistinn hef-
ur hafíð lýðræðisbylt-
ingu í Reykjavík, segir
Hrannar Björn Arn-
arsson, og sækist nú
eftir umboði frá borg-
arbúum til að halda
áfram á þeirri braut.
ur þessi þróun verið kölluð félaga-
væðing en hún horfir einnig í átt til
meira lýðræðis og valddreifingar.
Höldum áfram lýðræðisþróun
Sú mikla umbylting sem á sér
stað innan skólakerfisins, meðal
annars fyrir tilstilli Reykjavíkur-
borgar, gerir einnig kröfu til þess
að lýðræðið verði aukið jafnt og
þétt. Foreldrasamtök og skólamenn
hafa verk að vinna með borgaryfir-
völdum við að gera skólana enn
betri. Ljóst er að breyttar aðstæður
í skólunum bjóða uppá mikla mögu-
leika til að auka samþættingu á
ýmsu frístunda- og menningarstarfi
barna og unglinga við annað skóla-
starf. Allt horfir þetta í áttina til
aukins lýðræðis og valddreifmgar.
Allir borgarbúar eru mikilvægir í
því lýðræðislega samfélagi sem við
viljum móta í Reykjavík. Reykjavík-
urlistinn hefur hafið lýðræðisbylt-
ingu í Reykjavík og sækist nú eftir
umboði frá borgarbúum til að halda
áfram á þeirri braut.
Höfundur er frambjóðandi Reykja-
víkurlistans.
frábæra starf sem unnið er þar og
á öðrum leikskólum í landinu. Virð-
ing og þakklæti til leikskólanna fer
ágætlega saman við þá stefnu að
bjóða foreldrum val. Sá pólitískiS
rétttrúnaður og forsjárhyggja, að
böm frá eins árs aldri eigi helst að
vera fullan vinnudag í skólanum er
ekki í samræmi við nýja tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið
af skarið með eindregnum og af-
gerandi hætti. Hann býður virka
fjölskyldustefnu, - nútímalausn
sem gengur upp.
Höfundur er BA f sálfræði og kenn-
ari og skipar 9. sæti á D-lista sjálf-
stæðisfólks f Reykjavfk.
Auglýsing um
framboðslista
Skalfrilbukkriiiii l\ listans
,i hvt*i j.i I jolskylríu ncm.i .u) im*t),ilt.ili
um -1o i.?o |)usuurí ki onum
,i kjoi timahilinu.
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga, sem
fram fara þann 23. maí 1998, rennur út kl. 12.00 á
hádegi, laugardaginn 2. maí 1998.
Kosið er sameiginlega til sveitarstjómar í Eyrarbakka-
hreppi, Sandvíkurhreppi, Selfossbæ og Stokkseyrar-
hreppi, sbr. auglýsingu nr. 187/1998. Framboðslistar
skulu hafa borist yfirkjörstjórn Selfossbæjar fyrir ofan-
greindan tíma. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslist-
um á bæjarskrifstofu, í Ráðhúsi Selfoss, Austurvegi 2,
Selfossi, laugardaginn 2. maí 1998 frá kl. 11.00 til
12.00.
Á framboðslista skulu vera að lágmarki 9 nöfn fram-
bjóðenda og eigi fleiri en 18. Framboðslistum fylgi yfir-
lýsing þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft að
setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg
yfirlýsing 40 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 80.
Þá skal fylgja tilkynning um hverjir séu umboðsmenn
lista.
Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega
fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heim-
ili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir í kjöri
eru. Greina skal fullt nafn og kennitölu meðmælanda.
Yfirkjörstjórnin í Selfossbæ.
Gunnar A.Jónsson
Bogi Karlsson
Ragnheiður Thorlacius
%
’Srtfktnt il