Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 40

Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 40
v40 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorsteinn Þor- steinsson fædd- ist í Hafnarfirði 21. ágúst 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. aprfl sl. Foreldrar hans voru Þorsteinn Kr. Guðmundsson, f. 18. janúar 1896, d. 9. ágúst 1936, og Helga Sveinsdóttir, f. 30. júní 1911, d. , 22. febrúar síðastlið- inn. Þau voru búsett á Merkurgötu 14 í Hafnarfirði. Seinni maður Helgu var Guðmundur Bjömsson, f. 9. ágúst 1896, d. 23. febrúar 1968, bóndi og búfræð- ingur í Görðum á Alftanesi. Systkini Þorsteins em: Sveinn (samfeðra), Sigríður Bergþóra (sammæðra), Þórunn (sam- mæðra), Halldór og Eggert Guð- mundssynir uppeldisbræður. Þorsteinn átti soninn Jens Kristin með Guðrúnu Jensdótt- ur. Kona hans er Hrafnhildur Þórisdóttir og eiga þau tvö börn, Þóri og Guðrúnu. Fyrri kona Þorsteins var Oddný Jón- asdóttir og áttu þau eina dóttur, Unni Lóu. Hennar maður er Elí- as Vairaktaridis og eiga þau þijú börn, Georgios Þorstein, Oliviu Katarinu og Oddnýju í dag verður sárt að kveðja elsku- legan afa. Afí, þú hafðir svo gaman af því að ferðast, þess vegna finnst okkur eins og þú sért farinn í stutt ferðalag. En nú horfum við til baka og minnumst gleðistundanna með >-þér. Okkur þótti alltaf jafngaman þegar við biðum eftir þér á aðfanga- dag jóla er þú komst með jólapakk- ana til okkar. Við fengum alltaf svo skemmtilega og sérstaka pakka, því að í pökkunum leyndist alltaf eitt- hvert góðgæti. Okkur systkinunum þótti vænt um hvað þú, afi, hafðir gaman af okkar áhugamálum, Þórir á snjóbretti og Guðrún i KFUK. Og einnig er við hittumst á handbolta- leikjum á milli Hauka- og Stjörnu- stúlkna, þar sem þú varst Hauka- maður og við Stjörnumanneskjur. Minningin um þig lifir ætíð í hjört- um okkar. Elsku pabbi, mamma og aðrir aðstandendur, Guð styrki ykk- ur og leiðbeini í þessari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín barnabörn, Guðrún og Þórir. „Velkomin til landsins, ætliði þið ekki að líta inn og fá kaffi hjá Svönu minni?“ Andlit Steina ljómar og með brosi á vör þrýstir hann hend- ur, hlýtt en alltaf þéttingsfast. Steini var stór maður. Ekki ein- ungis líkamlega, tæplega tveggja metra hár og kröftuglega vaxinn, heldur einnig gæddur þeim mann- kostum og dyggðum sem gera stór- an mann að miklum og góðum. Traustur og ábyggilegur eiginmað- ur, vinasæll, frændrækinn, glað- lyndur, hjartahlýr og skemmtilegur 'og meðal sterkra einkenna voru ekki síst afburða dugnaður og ósér- hlífni. Steina féll aldrei verk úr hendi og bera fallegt heimili hans og Svönu sem og sumarbústaður þeirra í Grímsnesi vitnisburð um hugvitsemi og handlagni. Við höfum búið í Kaupmannahöfn _ þann tíma sem Steini hefur verið whluti af fjölskyldu okkar þannig að Eleni. Seinni kona Þorsteins er Svan- hildur Þorbjarnar- dóttir og á hún tvær dætur frá fyrra hjónabandi, þær Birnu og Eddu Ar- inbjarnardætur. Sambýlismaður Birnu er Júlíus Pálsson og eiga þau tvær dætur, Krist- ínu Yri og Hildi. Sonur Birnu frá fyrra hjónabandi er Agnar Rósinkrans. Eiginmaður Eddu er Grétar Guðnason og eiga þau tvær dætur, Irisi og Mörtu. Dóttir Eddu frá fyrra hjóna- bandi er Svanhildur Þóra. Að loknu barnaskólaprófi lauk Þorsteinn gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla árið 1953. Síðan lauk hann prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík í plötu- og ketilsmíði 1962 og hlaut meistararéttindi árið 1965. Hann starfaði við iðn sína á ýmsum stöðum á landinu og einnig um 5 ára skeið í Svíþjóð og Noregi. Síðustu árin starfaði hann í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Útför Þorsteins fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. samverustundirnar hafa því miður verið alltof fáar. En ógleymanleg eru þau jól, ferðalög og aðrar stund- ir sem við áttum saman og ávallt með Steina sem hrók alls fagnaðar. Elsku Steini. Nú hefur þú lokið þínu síðasta verki og það er sárt að þurfa að kveðja þig fyrir aldur fram. Þér fannst þú eiga svo margt enn ógert. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að og ekki síst þykir okkur vænt um hvernig þú gekkst börnum okkar í afastað. I hugum þeirra varst þú og ert afi Steini. Far þú í friði, kæri vinur. Birna Arinbjarnardóttir og Júlfus Pálsson. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér, Steini minn, eftir langa og stranga baráttu við þennan óvin okkar mannanna, sem krabbameinið er. Þó að söknuðurinn sé mikill og sár, getum við þó huggað okkur við að þinni þjáningu og kvöl er lokið. Þegar maður nú hugsar til baka og lítur yfir farinn veg eru það minn- ingamar sem ylja. Það eru 15 ár síð- an þú kynntist henni mömmu. Það hafa verið henni mikíl gleði- og gæfuár. Það var unun að eyða með ykkur stundum, því þið voruð svo samrýnd og ánægð hvort með ann- að. Þú tókst mér strax opnum örm- um, svo og minni fjölskyldu og hefur alltaf verið dætrum mínum ósvikinn afí. Nú gleðjumst við yfír öllum góðu samverustundunum í sumarbú- staðnum ykkar mömmu í Grímsnes- inu. Þú vissir hversu glaðar mínar urðu, í hvert sinn er átti að fara í sumarbústaðinn til ömmu og afa og alltaf vorum við jafn velkomin. Það verður tómlegt að koma austur og sjá engan afa úti á palli eða í kring um bústaðinn að dunda sér. Þér þótti mjög gaman að ferðast til út- landa og eru þær orðnar óteljandi ferðimar sem þið mamma hafið far- ið á þessum árum. Saman fórum við nú bara tvisvar til útlanda, sem er kannski ekki mikið á 15 árum, en það voru ánægjulegar ferðir. Þegar við höfum verið að rifja upp í gegn- um tíðina, hvað það var gaman hjá okkur í Flórída ‘91, verður Marta mín alltaf sár, því hún var ekki fædd og það finnst henni svo mikið órétt- læti. En við bættum henni það upp í fyrra þegar við fórum öll til Portú- gal á afmælisdaginn hennar, 3. júní, og þú fórst með henni fram til flug- stjórans í tilefni dagsins. Dvölin í Portúgal var þér erfíð vegna veik- indanna en þú harkaðir það af þér og eyddir með okkur þremur skemmtilegum vikum, sem við bú- um að um ókomna framtíð. Steini minn, ég kveð þig að sinni og lofa þér því, að ég skal hlúa að mömmu eins vel og ég get og passa uppá að hún verði ekki ein og einmanna í því tómarúmi sem nú hefur myndast. Elsku mamma, ég veit að erfiðir tímar fara í hönd, því Steini var svo góður maður og erfitt að sætta sig við að hafa hann ekki lengur hjá sér. Þú átt alla okkar samúð og við vilj- um allt fyrir þig gera, þú þarft bara að leyfa okkur það. Elsku Jenni, Haddý og fjölskylda, Unnur Lóa, Elías og fjölskylda, ykkur sendum við okkar dýpstu samúð, missir ykk- ar er líka mikill. Kveðja, Edda Arinbjarnardóttir og fjölskylda. Aðfaranótt síðasta vetrardags lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Þor- steinn Kristinn Þorsteinsson járn- smiður frá Görðum á Alftanesi. Þorsteinn veikist af krabbameini fyrir um það bil fimm árum. Síðustu tólf mánuðina herti sjúkdómurinn sífellt tökin og í lok febrúar var svo komið að Þorsteinn hætti að vinna og var meira og minna rúmfastur eftir það. Hann bjó yfir miklu æðru- leysi og var sérlega óvílsamur í þessari raun. Þorsteinn var mágur minn og vin- ur og ég lærði margt af lífsreynslu hans. Mig langar nú þegar leiðir skilja að minnast hans nokkrum orðum. Eg kynntist Þorsteini árið 1957 en það ár byrjuðu hann og Oddný systir mín að vera saman. Hann varð fljótt eins og einn af fjölskyld- unni, ekki aðeins tilvonandi tengda- sonur og mágur heldur ekki síður stóri bróðir minn og eins og sonur foreldra minna og sonarsonur há- aldraðra föðurforeldra okkar Odd- nýjar. Að sjálfsögðu var þetta fyrir það hversu fágætur persónuleiki og góður drengur Þorsteinn var alla tíð. Þessi tengsl hans við fjölskyldu mína hafa aldrei rofnað og það breytti engu að hann og Oddný systir mín skildu vorið 1970. Þorsteinn lærði járnsmíði í Landsmiðjunni. Hann vann árum saman í vinnuflokki Sigurðar Jóns- sonar vélvirkjameistara við að reisa olíu- og lýsistanka um allt land. Þor- steinn var mikill dugnaðarforkur og afburðagóður rafsuðumaður og jafnan eftirsóttur í vandasöm verk. Hann sagði mér sjálfur að hann hefði ekki áttað sig fyllilega á því fyrr en hann var kominn vel á miðj- an aldur að trésmíði höfðaði ekki síður til hans en járnsmíði. Þetta fannst honum koma vel í ljós þegar hann smíðaði sjálfur sumarhús þeirra hjóna í Grímsnesi. Margir nytjagirípir eftir hann eru til hjá fjölskyldunni. Snilldarhand- bragðið á þeim mun lengi minna á Þorstein, eins lengi og þeir eru til sem muna. Um tíma átti Þorsteinn við það vandamál að stríða að vera of mikið í félagsskap Bakkusar. En með hjálp sérfróðra manna og kvenna tókst hann á við það vandamál og hafði fyrir löngu betur í þeirri glímu. Heimspeki og hugmynda- fræði AA-samtakanna átti auðveld- an aðgang að skoðunum Þorsteins. Hann tileinkaði sér þær og notaði til þess að leggja öllum góðum málum lið. Þorsteinn var hár maður og hraustur, glæsimenni og mikið kvennagull. Skaplyndi hans var Ijúft og jafnt. Hann hafði gaman af að lifa í fornri og nýrri merkingu þess orðs, var alltaf ávarpsgóður, friðsamur og algjörlega laus við stærilæti; eða eins og nú er sagt, hafði einkar góða nærveru. Þor- steinn var í eðli sínu mjög greiðvik- inn maður og mikill vinur vina sinna. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum fyrir áratuga góð kynni sendum við konu hans, börnum og fósturbörnum hlýjar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Þorsteins Kristins Þorsteinssonar. Þorgils Jónasson. + Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir Lövdahl fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1916. Hún lést á Landakots- spítala 19. aprfl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Sveinsson, f. 15. september 1885, d. 4. júlí 1927, af slysföruin, og Una Pétursdóttir, f. 16. febrúar 1896, d. 23. maí 1993. Hulda giftist Ragnari Kornelíusi Lövdahl, húsasmíða- meistara f. 25. mars 1910, d. 8. október 1979. Hulda og Ragnar gengu í hjónaband hinn 29. maí í dag verður tengdamóðir mín, Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir Lövdahl, lögð til hinstu hvílu. Eg kynntist Huldu fyrir u.þ.b. áratug þegar ég fór að búa með dóttur hennar Jóhönnu og tók hún mér strax mjög vel. 011 árin sem við þekktumst var samband okkar annað og meira en venjulegt tengdasonar - tengdamóður sam- band, við vorum góðir vinir. Hulda var snyrtileg og ævinlega vel klædd dama, sem vildi hafa allt í röð og reglu í sínu nánasta um- hverfi. Heimili hennar var eins og hún sjálf, fallegt og snyrtilegt. Hún var mikil hannyi'ðakona og prýddu margir listilega útsaumað- ir hlutir heimili hennar. Tengdamóðir mín var með af- brigðum minnug á menn og mál- efni. Hún var hafsjór af fróðleik og hafði mikla ánægju af að deila þekkingu og vitneskju sinni með öðrum. Hulda bar ekki alltaf tilfinning- ar sínar á torg. Hún gat verið dul ef svo bar undir, enda hafði hún ekki farið varhluta af sárri reynslu og áföllum í lífinu. Hún missti föð- ur sinn 10 ára gömul og sá á eftir tveimur lífsförunautum, Ragnari Lövdahl, húsasmíðameistara og Gunnari Gunnarssyni, verslunar- manni. Ragnar lést eftir stutta, en erfiða sjúkdómslegu í október 1979 og Gunnar eftir langvinn og erfið veikindi í september 1994. Tengdamóðir mín átti við veik- indi að stríða i nokkur ár, en í október sl. varð hún alvarlega sjúk. Lega hennar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðan Landakots- spítala var með litlum hléum, þar til yfir lauk. Síðustu vikurnar virt- ist hún hressari og var að byrja í endurhæfingu, þegar dauða henn- ar bar skyndilega að á 82. ald- ursári, andlega mjög meðvituð um lífið og tilveruna. Mikið samband var á milli heim- ilanna alla tíð. Naut ég og fjöl- skylda mín gestrisni hennar og Gunnars er þau bjuggu á Egils- stöðum í allmörg ár. Tengdamóðir mín var hjartahlý manneskja og reyndist mér með afbrigðum vel. Eg hugsa með þakklæti til hennar fyrir það hve hún var mér góð og fyrir allar góðu samverustundirnar. Guð blessi minningu hennar og gefi henni góða heimkomu. Ég sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra einlægar sam- úðarkveðjur. Stefán Edelstein. Elskuleg systir mín er látin. Mig langar að skrifa fáein orð og senda þér síðustu kveðju mína. Því miður get ég ekki verið við jarðarförina vegna veikinda, þrátt fyrir að ég vildi svo gjarnan fylgja þér síðasta spölinn. Þar sem ég hef búið erlendis síðastliðin 50 ár höfum við ekki hist eins oft og við 1935. Þau eignuð- ust fimm börn, Ed- vard, f. 12. desem- ber 1937, Unu Olgu, f. 28. janúar 1940, Jóhönnu, f. 10. janúar 1947, Benedikt Ragnar, f. 5. október 1953, og Marten Inga, f. 20. ágúst 1958. Sambýlismaður Huldu var Gunnar Kristófer Gunnars- son, verslunarmað- ur á Egilsstöðum, f. 30. ágúst 1922, d. ll.september 1994. Útför Huldu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hefðum kosið, en við ræddum oft saman í síma og skrifuðum hvor annarri af og til. A páskadag varst þú stödd hjá dóttur þinni og tengdasyni og ég var svo lánsöm að eiga langt sam- tal við þig. Þú varst svo jákvæð og ánægð. Þér leið með besta móti og hafðir orð á því hvað margir hefðu reynst þér vel. Við ræddum um allt milli himins og jarðar og með- al annars að aldurinn færðist yfir okkur og við værum ekki við góða heilsu. Við urðum ásáttar um að best væri að taka einn dag í einu og reyna að njóta lífsins í þeirri von að okkur liði örlítið betur. Lífið hefur oft farið um þig ómildum höndum. Þú hefur átt um sárt að binda eftir mikla lífs- reynslu. Þú misstir mennina tvo í lífi þínu og stóðst eins og klettur við hlið þeirra í gegnum erfíða sjúkdóma. Kallið kom að vissu leyti á óvart því jákvæðnin og bjartsýnin á framtíðina var óbilandi. Ég vona elsku systir að þegar að því kemur munum við sameinast á nýjan leik. Ég, Sigurbjörn sonur minn, Astrid og börn sendum innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar á Islandi. Við kveðjum þig í Guðs friði. Þín systir Olga og fjölskylda. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar Huldu Ingi- bjargar og þakka henni allar fal- legu minningarnar sem við eigum um hana, afa og Gunnar. Elsku amma. Okkur langar að þakka þér fyrir hvað við vorum alltaf vel- komin til þín og Gunnars á Egils- staði. Þar var ýmislegt brallað og alltaf gaman. Þú varst ótrúlega þolinmóð við okkur. A páskadag komstu til okkar svo bjartsýn og ánægð með lífið. Þú ræddir um framtíðina og allt sem þú ætlaðir þér að koma í verk þeg- ar þú kæmist í fallegu íbúðina þína á Meistaravöllum. A þeirri stundu virtist dauðinn svo fjarlægur. Þeg- ar við sóttum þig beiðstu tilbúin, glæsilega klædd í fína pelsinum og varst svo falleg. Við systkinin höf- um bæði dvalist erlendis síðastliðin ár og því séð minna af þér en við hefðum óskað. Við reyndum að halda símasambandi við þig eins og frekast var unnt og fréttum alltaf af þér í gegnum mömmu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar jfir mér. (Hallgr. Pét.) Við kveðjum þig með sorg í hjarta og vitum að þú munt taka á móti okkur þegar okkar tími kem- ur. Guð geymi þig. Olga Björk, Andri Birkir og fjölskylda. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON HULDA BENEDIKTSDÓTTIR LÖVDAHL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.