Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 47

Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 47 ' FRÉTTIR HAGASKÓLI. Hagaskóli fjörutíu ára Ströndin í Reykjavík Hafnargönguhópurinn hef- ur í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. aprfl, raðgöngu með strönd Reykjavflcurborgar. í fyrsta áfanganum verður gengið frá fjörumörkum Sel- tjamamesbæjar að fjöru- mörkum Kópavogsbæjar við Skerjafjörð. Mæting við Hafn- arhúsið við akkerið kl. 20 og farið út á Fræðslutorgið á Miðbakka og síðan gengið um vesturbæinn suður í Skerja- fjörð. Við fjörumörkin við Kópavogsbæ, Fossvogs- lækjarósinn, verður val um að ganga til baka eða fara með AV. Allir era velkomnir. Á ÞESSU ári eru fjörutíu ár frá því Hagaskóli í Reykjavík tók til starfa. Hagaskóli er safnskóli fyrir unglingastig og tekur við nemendum úr Grandaskóla, Landakotsskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Þessara merku tímamóta verður minnst með opnu húsi milli kl. 17 og 20 á morgun, fimmtudaginn 30. aprfl nk. Formleg dagskrá hefst í íþróttahúsi skólans kl. 17.15. Flutt verða stutt ávörp, boðið upp á fimleikasýningu, nemend- ur skólans, sem urðu sigvegarar í hæfíleikakeppni grunnskól- anna, Skrekk 97, leika listir sín- ar, Sigrún Hjálmtýsdóttir, fyrr- verandi nemandi skólans, syngur einsöng við undirleik Jónasar Þóris Jónassonar og afmælis- sönjgur verður frumfluttur. A eftir verður viðstöddum boðið í skólahúsið þar sem sýnd- ar verða gamlar og nýjar ljós- myndir, myndbönd með gömlum og nýjum upptökum verða í gangi í nokkrum stofum, sýnis- horn af vinnu nemenda í hand- mennt, myndmennt og leirmót- un, boðið verður upp á léttar veitingar en fyrst og fremst koma menn saman til þess að sýna sig og sjá aðra, rifja upp gamlar minningar og hitta skóla- félaga og starfsfólk, segir í fréttatilkynningu. Skólablaðið Huginn verður selt gegn vægu verði þennan dag. Blaðið er sérstaklega helg- að afmælinu og efni þess eftir fyrrverandi og núverandi nem- endur skólans. Allir núverandi og fyrrverandi nemendur Hagaskóla ásamt starfsliði fyrr og nú, vinum og velunnurum, eru hjartanlega velkomnir til þessarar hátíðar, segir ennfremur. Fræðsluerindi hjá Krabbameinsfélaginu KRABBAMEINSRÁÐGJÖF er yfirskrift fræðsluerindis sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur stendur fyrir miðvikudaginn 29. aprfl. Fræðslufundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlíð 8, kl. 20.30. „Fyrirlesari verður Reynir Arn- grímsson, dósent í erfðafræði og sérfræðingur í erfðalæknisfræði og erfðasjúkdómum á Landspítalan- um. Einnig mun hann svara fyrir- spurnum. Læknisfræðileg erfða- fræði er ein yngsta grein læknavís- indanna. Miklar framfarir hafa samt verið á sviði genalækninga og horfur era á að í byrjun næstu ald- ar verði hægt að lækna ýmsa alvar- lega erfðasjúkdóma. I dag beinist athygli þó mest að því hvort bæta megi greiningu og eftirlit með hjálp erfðafræðilegra upplýsinga sem fyrir liggja um krabbamein. Fundurinn er öllum opinn. Kaffi- veitingar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Prdfskrekkur 1998 SKÁTAR úr 9. bekk og eldri fjöl- menna á Hellisheiðina í „hina margfrægu samræmduprófaúti- legu“, eins og segir í fréttatilkynn- ingUj í dag, miðvikudaginn 29. apr- fl. Utilegan hefur hlotið nafnið Prófskrekkur 1998. „Upphaf samræmduprófaútileg- anna má rekja tvö ár aftur í tímann þegar dróttskátar og fleiri úr Skjöldungum skelltu sér á heiðina strax eftir samræmd próf og dvöld- ust í Kút. Nú er komið að því að halda í Kútinn á ný. Ef menn vilja verður Bæli einnig opinn. Skálagjald verður 300 kr. nóttin en annars þarf bara að koma sér upp á heiði og taka með sér mat í svanginn. Utilegan er opin 9. bekkingum (sem taka samræmd próf á næsta ári), heiðursgestunum 10. bekk- ingum volgum úr samræmdu prófunum sem og öðram drótt- skátum á öllum aldri úr öllum fé- lögum. Öllum er bent á að hafa með sér sunddót til að fara í heita baðið í Reykjadal. Dagskrá útilegunnar er algjör- lega undir framkvæði þátttakenda komin, m.ö.o. allt getur gerst! Era dróttskátar hvattir til að skrá hjá sér og undirbúa alla skemmtilega dagskrárliði sem þeim koma í hug.“ NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppbod munu byrja á skrifstofu embættisins á Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum fimmtudaginn 7. maf 1998, kl. 9.30 á eftirfarandi eignum: Ashamar 28, þingl. eig. Guðlaugur K. Kristófersson, gerðarbeiðandi ^vggingarsjóður ríkisins. Áshamar 36, þingl. eig. Björn Geir Jóhannsson, gerðarbeiðendur Sparisjóður Rvikur og nágr. og sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum. Áshamar75,1. hæð E, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Vestmannaeyja, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Boðaslóð 7, efri hæð, þingl. eig. Hreinn Sigurðsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Goðahraun 24, 50% eignarinnar, þingl. eig. Guðmundur Elmar Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Tréverk ehf. Hásteinsvegur 32, þingl. eig. Baldur Þór Bragason, gerðarbeiðandi Gjaldtökusjóður. Heiðarvegur 20, þingl. eig. Brynhildur Brynjólfsdóttir, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjarbær. Heiðarvegur 60, kjallari, 35% eignarinnar, þingl. eig. Hjálmar Elias Baldursson, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisst. rikis. Hilmisgata 1, efsta hæð, þingl.eig. Þórarinn Grétar Ómarsson, gerð- arbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisst. rikis. Kirkjubæjarbraut 16, þingl. eig. Jón Ólafur Ólafsson, gerðarbeiðandi BV9gingarsjóður rlkisins. Sólhlíð 3, efri hæð, 2 geymslur í kjailara, þingl. eig. Hannes Guðlaugs- son, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Vestmannabraut 52, austurendi (50%) þingl. eig. Kristján Guðmunds- son og Kristín G. Steingrímsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnun ríkisins. Vestmannabraut 72, þingl. eig. Guðný Sigriður Hilmisdóttir, gerðarb- eiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnun ríkisins. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 28. apríl 1998. PUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur 1998 Reykjavíkurdeildar SÍBS verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl. 17 í Múla- lundi, Hátúni 10c. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og með því. Mætum öll! Stjórnin. Aðalfundur Vélbátaábyrgðarfélags ísfirðinga verður haldinn laugardaginn 9. maí nk. á Hótel ísafirði kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Skráningarstofunnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. maí nk. kl.16 í matsal fyrirtækisins á Hesthálsi 6—8 í Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa allt að 10% eigin hluti samkvæmt 55.gr. laga um hlutafélög. 3. Tillaga um breytingu á samþykktum félags- ins. 4. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá fundarins, ársreikningurfyrir 1997 og skýrsla endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Tónleikar Frímúrarakórsins Frímúrarakórinn heldur sína árlegu tónleika í Regluheimilinu við Skúlagötu, sunnudaginn 3. maí nk. kl. 17.00. Kórinn mun flytja fjölbreytt úrval innlendra og erlendra laga. Einsöngvarar verða: Eiríkur Hreinn Helgason og Friðbjörn G. Jónsson. Tónleikarnireru opnirfrímúrarabræðrum og gestum. Miðar verða seldir fyrir fundi í vikunni kl. 18—19 og við innganginn. Slysavarnafélag íslands (fgreiðsla skrifstofu Slysavarnafélags íslands erður opin frá kl. 08.00—16.00 tímabilið . maí—1. október 1998. Slysavarnafélag íslands, Grandagarði 14, Reykjavík. Aðalfundur Aðalfundur íslenska kortagerðarfélagsins verð- ur haldinn þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 20.00 í stofu 202 í Odda, Háskóla íslands. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Snæfellingar og Hnappdælir Fjölskyldudagur Félags Snæfellinga og Hnapp- dæla verður sunnudaginn 3. maí nk og hefst að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimili Áskirkju kl. 15.00. Boðið verður upp á kaffi að lokinni messu. Aðalfundurfélagsins verður haldinn í húsi Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 7. maí nk. k. 20.30. Stjórnin. Fundarboð Umræðufundur um sjávarnytjar jarða verður haldinn á bókasafni Bændasamtaka íslands í Bændahöllinni mánudaginn 4. maí nk. og hefst fundurinn kl.14:00. Nánari upplýsingar veitar. Bændasamtök íslands. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18 = 1794298 = 8V2 III. I.O.O.F. 9 - 1794298V2 = 9.O. I.O.O.F. 7 = 18004298’/2 = Landsst. 5998043019 VIII GÞ □ GLITNIR 5998042919 I Lf. Frímúrarareglan Netfang: isholf.is./frmr Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ____' KRISrTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma i kvöld kl. 20.30. Páll Friðriksson, Helgi Elíasson og Ástráður Sigursteindórsson taka til máls. Allir velkomnir. Munið kaffisöluna á 1. maí. Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Akraness og Borgarfjarðar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 29. apríl, í húsi félagsins á Bjarkargrund 28. Fundurinn hefst kl. 20.00. Félagar fjölmennið. Stjórnin. FERÐAFÉIAC ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Ferðabók Konrads Maurers í tilefni 175 ára ártíðar Maurers í dag 29. apríl, er tilboð á ferðabók- inni kr. 3.900 til loka næstu viku. Seld á skrifstofunni i Mörkinni 6. Árbók Ferðafélagsins 1998 er komin út. Geristfélagar og eignist þar með glæsilega og fróðlega bók. Hún nefnist Fjallajarðir og framafréttur Biskupstungna. Esjufjallaferð 30/4—3/5. Brottför kl. 19.00. Gist í skála. Snæfellsnes-Snæfellsjökull, 1.—3/5. Ný ferð. Brottför kl. 8.00. Gist á Lýsuhóli. Ferðir eru kynntar í textavarpi bls. 619 og heima- síðu: http://www.fi.is TILKYNNINGAR Áríðandi — Áríðandi Mannréttindi eru brotin á mér í Noregi og ég þarfnast íslensks rikisborgararéttar sem fyrst. Kannski getur þú hjálpað mér? Mér skilst að ísland takl ekki á móti pólitískum flóttamönnum. Ég er 35 ára gamall - og er alveg I lagi. Sendið bréf til: Werner Winther, N-6270, Brattvaag, Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.