Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 57

Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hasarmynd með Mark Wahlberg á toppinn NÝJASTA mynd leikarans Marks Wahlberg „The Big Hits“ náði efsta sæti listans þegar hún var frumsýnd um síðustu heigi vestra. Um er að ræða hasar- mynd með gamansömu ívafi en auk Wahlbergs, sem síðast Iék klámmyndastjörnu í „Boogie Nights", leika í myndinni Lou Di- amond Phillips, Antonio Sabato Jr., China Chow og Christina Applegate. Þetta er fyrsta kvik- myndin sem leikstjórinn Che- Kirk Wong gerir í Bandaríkjun- um og kostaði hún aðeins 13 milljónir dollara í framleiðslu. Rómantíska myndin „City of Angels“ með þeim Nicolas Cage og Meg Ryan féll niður í annað sæti listans og Jennifer Aniston fór niður í það þriðja með sína rómantísku mynd. Það vekur athygli að „Scream 2“ sem var frumsýnd í lok sfðasta árs fór aftur í dreifingu og náði tíunda sæti listans sem verður að teljast fremur gott. Nýjasta mynd Roberts Downey Jr. „Two Girls and a Guy“ var sýnd í nokkrum kvimyndahúsum og þótti ekki fá nógu góða að- sókn. Ekki er hægt að segja það sama um nýjustu mynd Gwyneth Paltrow „Sliding Doors“ sem einnig vax sýnd í nokkrum vel völdum kvikmyndahúsum því að- sókn á hana iofar mjög góðu. Titill Síðasta vika Alls 1. H The Big Hit 778m.kr. 10,8 m.$ 10,8 m.$ 2. (1-) City of flngels B49m.kr. 9,0 m.$ 46,6 m.$ 3. (2.) The Object of My Affection 372 m.kr. 5,1 m.$ 17,1 m.$ 4. (4.) Titanic 356 m.kr. 4,9 m.$ 561,0 m.$ 5. (5.) Paulie 316m.kr. 4,4 m.$ 10,8 m.$ 6. (3.) Lost in Space 289 m.kr. 4,0 m.$ 58,1 m.$ 7. H The Odd Couple II mm.kr. 2,5 m.$ 14,1 m.$ 8. (8.) Mercury Rising 155 m.kr. 2,2 m.$ 27,9 m.$ 9. (9.) The Players Club 146 m.kr. 2,0 m.$ 17,4 m.$ 10. (134) Scream2 129m.kr. 1,8 m.$ 98,1 m.$ Morgunblaðið Jón Svavarsson BJARNI Grímsson strýkur úr penslinum og Lasse Nederoued frá Norska sjónvarpinu festir framkvæmdirnar á filmu. Frumsýn- ing hjá Gwyneth Paltrow LEIKKONAN Gwyneth Pal- trow stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti til frumsýningar á myndinni „Sliding Doors“ í New York á dögunum. Myndin var opnunarmynd Sundance-kvikmyndahátíðar- innar fyrr á ái-inu. í myndinni, ‘sem gerist í London, leikur Gwyneth enska stúlku sem liflr tvöfoldu lífi. MóUeikarar hennar eru Bretinn John Hannah, sem lék meðal annars í Fjögur brúð- kaup og jarðai’fór, og leikkon- an Jeanne Tripplehorn, sem lék í „Waterworld“. Kaffi Frank í norska sjónvarpinu KAFFI Frank heitir nýr kaffibar, sem opnaður verður í Lækjargötu 6 næstkomandi fimmtudag. „Þetta er staður sem er kominn til að vera,“ sagði Bjarni Grímsson, framkvæmdastjóri staðarins, en þar hefur að undanförnu verið unnið að breytingum á innréttingum og skreytingu hins nýja kaffibars. Og sem menn voru þar í miðj- um klíðum að mála og snurfusa rakst inn norskur sjón- varpsmaður, Lasse Nederoued, og tók að filma í gríð og erg. Lasse þessi stjórnar þætti í norska ríkissjón- varpanu, „Ungdom-Filter", sem fjallar um ungt fólk og við- fangsefni þess og er leitað fanga víða um heim. Norski sjónvarps- maðurinn kom hingað til lands á vegum menningarfyrirtækisins „Nótt og dagur“ og tók nokkur at- riði af ungu fólki á íslandi, þar á meðal af hinu unga athafnafólki á Kaffi Frank, og verður þátturinn sýndur innan skamms í norska ÞAÐ var mikið »Por. «l— rySS'Z MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998 57- qæludyr ( ATH! AðeinsQpjkr. róðin ) - til dæmis nokkra heimilisketti! í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 1B í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.