Morgunblaðið - 29.04.1998, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Gaman er
að koma í
' Keflavík
Mikið var um dýrðir í Keflavík þegar Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja hélt árshátíð og
'kvaddi um leið skammdegið á síðasta degi
vetrar. Guðmundi Asgeirssyni var boðið
ásamt ljósmyndara á ball í Stapa.
DAGSKRÁIN var frá
morgni fram á rauða nótt.
Fyrst fór fram skemmti-
dagskrá sem hófst fyrir
hádegi. Tívolístemmning ríkti við
skólann þar sem komið hafði verið
upp sirkustjaldi. Þama var fata-
markaður, tombóla, risatrampólín
og tónlist. Kennurum var att saman
í tertuslag og valdir voru afreks-
menn úr röðum nemenda. Mikil
'stemmning ríkti að vonum, enda
léku veðurguðirnir við nemendur,
áhorfendur og hvern sinn fíngur.
Tombólumiðarnir ruku út á örskots-
stundu, rétt eins og fótin á mark-
aðnum og ekki leið á löngu áður en
dagskrá morgunsins var tæmd.
Kvöldverður í Stapa
Hlé var gert á skemmtunum frá
hádegi fram að kvöldmat, enda
veitti nemendum ekki af þeim tíma
til að snyrta sig og snurfusa fyrir
aðalatriði hátíðarinnar í Stapa.
Þangað tíndust nemendur og kenn-
arar um hálfáttaleytið í sínu alfín-
asta pússi. Greinilegt var að allir
voru í miklu hátíðarskapi og ófá
glæst ungmennin settust til borðs í
þessu musteri rokksins í Keflavík.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er
miðstöð mennta fyrir allt Reykja-
nes og þar stunda nám unglingar
hvaðanæva að úr kaupstöðum í
kring um Reykjanesbæ. Um
sjöhundruð nemendur eru við skól-
ann þótt ekki hafí þeir allir mætt til
borðhalds þetta kvöld. Matargestir
voru um hálft annað hundrað, að
kennaraliði skólans meðtöldu. Stap-
inn rúmaði þennan fjölda vel, enda
hefur staðurinn hýst stóra hópa
skemmtanaglaðs fólks á öllum aldri
í gegnum árin. Salurinn er skreytt-
ur risastónim myndum af keflvísk-
um rokkgoðum fyrri ára.
Það þótti undrum sæta hér áður
fyrr ef menn náðu metorðum í tón-
listarheimi íslands, en fæddust ekki
í Keflavík og Stapinn var um tíma
eitt alræmdasta fjörbæli landsins.
Þetta síðasta kvöld vetrarins hófst
hins vegar á rólegu nótunum í sam-
ræmi við ljúfa dinnertónlist sem
streymdi frá myndarlegum flygli á
sviðinu.
Borðhald og skemmtidagskrá
Þegar gestir voru sestir fóru
þjónar að þjóna. Þeir báru fram
aspassúpu og síðan kryddlegið
lambalæri með parísarkartöflum,
ristuðu grænmeti og villi-
sveppasósu. Augljóst var að matar-
gestir nutu veitinganna út í æsar,
en að borðhaldi loknu hófst
skemmtidagskrá. Formaður nem-
endafélagsins steig fyrst á svið.
Hún flutti stuttan annál um við-
burði vetrarins, gleðilega jafnt sem
sorglega. Að ávarpi loknu tók
Leikklúbbur FS athyglina og flutti
brot úr verkefnum vetrarins í leik-
listinni.
Nokkur vafi lék á kynferði sumra
leikaranna, sem reyndust, þegar
betur var að gáð, piltar í óhefð-
bundnum klæðum. „Dragdrottning-
ar“ þessar ýmist kynntu atriðin eða
YNGINGARVÉLIN sló í gegn
en það voru kennararnir sem
sáu um það skemmtiatriði.
NOKKRIR piltar fluttu heima-
gerða og nýstárlega leikgerð
ævintýrisins um Rauðhettu litlu.
sem margir hverjir tóku hraustlega
undir þegar „Svarthvíta hetjan“ var
að lokum flutt.
Það er erfitt að segja til um hvað
var hápunktur kvöldsins í þessu
flóði ágætra atriða, en samtals voru
þau fjórtán. Sýning stuttmyndar
mjmdbandaklúbbsins var þó nálægt
tindinum. Að sögn Kamillu, varafor-
manns nemendafélagsins, hefur
lengi verið mikil gróska í þessum
klúbbi og hefð fyrir að sýna afurð
vetrarins á árshátíð. Að þessu sinni
kynntu „Fluffy Pictures", eins og
útgáfufyrirtæki klúbbsins nefnist,
myndina „I sixties sveiflu".
Myndin fjallar um furðulega fjöl-
skyldu og gerist, eins og titillinn
gefur til kynna, á sjöunda áratugn-
um. Þrátt fyrir augljóst aðstöðu-
leysi og lágan framleiðslukostnað
tókst aðstandendum að skapa
skemmtilega mynd sem greinilega
féll vel í kramið hjá áhorfendum.
Nú fóru lok skemmtidagskrárinnar
að nálgast. Nokkrir piltar fluttu
heimagerða og nýstárlega leikgerð
ævintýrisins um Rauðhettu litlu þar
sem úlfurinn endaði með að myrða
Súperman sem hafði reynt að
hjálpa litlu stúlkunni í nauðum líkt
og veiðimaðurinn forðum. Rauð-
hetta viröst nú hins vegar á bandi
úlfsins þegar í harðbakkann sló og
studdi hann með ráðum og dáð við
ódæðið.
Verkið var rofið af fjórum piltum
sem tóku til við að stíga eggjandi
dans við undirleik dynjandi
diskótónlistar og fækkuðu fötum að
fyrirmynd hetjanna í kvikmyndinni
vinsælu „The Full Monty“. Birta
Rós Sigurjónsdóttir var síðust
skemmtikrafta á svið. Hún söng fal-
lega ballöðu af listfengi og innlifun
sem var ljúfur endapunktur vel
heppnaðrar skemmtidagskrár.
Og svo var djammað
En þótt skemmtiatriðum væri
lokið var fólk ekki hætt að skemmta
sér. Gert var hlé á hátíðahöldum í
Stapa á meðan gengið var frá saln-
um fyrir dansleik kvöldsins. Hljóm-
sveitin Moonboots var væntanleg á
sviðið þar sem hún átti að leika fyrir
villtum dansi fram á rauða nótt. Á
meðan beðið var flykktust nemend-
ur í Sjálfstæðishúsið þar sem
stemmningin var skrúfuð upp fyrir
sjálft ballið. Hlut kennaranna í
skemmtanahaldi kvöldsins virtist
lokið þegar hér var komið sögu og
eitthvað virtist stemmningin breyt-
ast við það. Markmiðið var jafn-
framt ljósara, því nú var aðeins eitt
eftir, að sletta ærlega úr klaufun-
um. Blaðamanni og ljósmyndara
þótti vissara að láta þar staðar
numið, fara að dæmi kennaranna og
hafa sig heim í háttinn. Nemendur
Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru
hins vegar rétt orðnir heitir.
Framundan var nóttin öll, sem enn
var ung.
THELMA ððhannesdóttir, Melina McNeilIy Campel og Kamilla I„«ri
ber^ottv Utu vH eltt hábortH híffc e6öl
tóku þátt í þeim. Leikarar viku fyrir
söngspírum skólans. Fyrstur steig á
svið fóngulegur hópur stúlknanna í
kvennakórnum. Þær fluttu tvö lög
áður en þær hleyptu þiltunum í
karlakórnum að. Þegar þeir höfðu
sungið sitt síðasta sameinuðust kór-
arnir og þá stóð á sviðinu skólakór-
inn í allri sinni dýrð.
Kennarar yngjast í anda
Nú var komið að kennurum að
skemmta árshátíðargestum. Hópur
þeirra flutti bráðskemmtilegt atriði
þar sem hálfbrjálað vísindakvendi
ásamt illa gefnum aðstoðarkrypp-
lingi neyddi nokkra kennara inn í
yngingarvél á sviðinu. Yngingin
misheppnaðist greinilega eitthvað,
því vesalings tilraunadýrin þjáðust
af ýmiskonar aukaverkunum þegar
þau stigu út úr vélinni. Skólameist-
arinn hafði ummyndast í blöndu af
rastafara, hipp-hoppara og erki-
unglingi, sem talaði óskiljanlega
tánísku af stakri snilld. Einn
kennaranna hafði fengið helst til
mikla yngingu og var borinn út úr
vélinni í tveimur tilraunaglösum.
Vísindakvendið þurfti svo að sam-
eina innihald glasanna til að fram-
kalla getnað. Aðrir lentu í öðrum en
álíka slæmum hremmingum.
Hljómsveitin Sjálfumglöðu ridd-
ararnir tók við. Hana skipuðu fjórir
piltar sem fluttu tvö hávær og
hressileg lög. Þeir gátu því miður
ekki orðið við uppklappinu, því þeir
kunnu ekkert „fleira“ eins og
söngvarinn orðaði það.
Ef einhver hefur velt því fyrir sér
hvað varð um Erlu „dúkkulísu" eftir
að hún hvarf úr sviðsljósinu þá skal
það upplýst að hún kennir nú sagn-
fræði í Keflavík. Hún hefur hins
vegar engu gleymt úr rokkbransan-
um eins og hún sannaði þegar hún
steig á svið á Stapanum og söng fyr-
ir nemendur sína og samkennara
við stórfenglegar undirtektir. Líkt
og Erla hefur „Pamela í Dallas"
skipt um starf. Hún er nú ljóshærð
og starfar sem strandvörður í Kali-
forníu. Það er vonandi, en ólíklegt,
að jafn vel sé íylgst með því sem
Erla hefur fram að færa í kennslu-
stundum í FS því á árshátíðinni átti
hún fulla athygli allra viðstaddra,
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
„SVARTHVITA hetjan mín“ söng „dúkkulísan" og
kennarinn Erla við mikinn fögnuð viðstaddra.
DANSINN dunaði langt fram á nótt hjá nemendum
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.