Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ERTU nokkuð bara að þessu til þess að næla þér í heimgreiðsluna, skúrkurinn þinn?
Skipulag'sstjóri úr-
skurðar um grjótnám
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef-
ur úrskurðað að grjótnám geti farið
fram í Hamranesi og Kapelluhrauni
sunnan Hafnarfjarðar að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum. Það er
mat skipulagsstjóra, að, að uppfyllt-
um þessum skilyrðum, námavinnsl-
an hafi ekki hafa í fór með sér um-
talsverð áhrif á umhverfi, náttúru-
auðlindir eða samfélag.
Skipulagsstjóri setur þau skilyrði
að áður en deiliskipulag fyrir íbúð-
arsvæði milli Grísaness og Hamra-
ness verði samþykkt og lóðum út-
hlutað verði hljóðstig frá Hamra-
nesnámu mælt. I fréttatilkynningu
segir að leiði mælingar í ljós að
hljóðstig fari yfir viðmiðunarmörk
verði lóðaúthlutun frestað þar til
vinnslu í námunni lýkur eða hljóð-
stig hefur náðst niður fyrir viðmið-
unarmörk mengunarvamareglu-
gerðar. Skipulagsstjóri setur einnig
það skilyrði að gæði neysluvatns til
álversins skuli tryggð í samráði við
Ekki umtalsverð
áhrif á umhverfí,
náttúrauðlindir
eða samfélag
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar-
svæðis í samræmi við gildandi
samninga og ákvæði mengunar-
varnareglugerðar. Að síðustu er
það skilyrði sett að námusvæðið
verði afgirt tryggilega til að draga
úr slysahættu.
Stórgrýti til hafnarframkvæmda
og strandvarna
A vegum Hafnarfjarðarbæjar er
fyrirhugað að vinna um 350 þús. m3
af stórgrýti og 220 þús. m3 af fyll-
ingarefni úr Hamranesnámu og
400-500 þús. m3 af grjóti úr Ka-
pelluhrauni. Efnið á að nota til
hafnarframkvæmda í Hafnarfirði og
strandvarna á sunnanverðu höfuð-
borgarsvæðinu.
Framkvæmdin er ekki talin hafa
veruleg áhrif á sérstakar jarðmynd-
anir, gróður eða dýralíf, verði ein-
göngu unnið á því svæði í Kapellu-
hrauni sem nú þegar hefur verið
raskað. Helstu umhverfisáhrifin
lúta að hljóðmengun, titringi og
vatnsnotkun. Líklegt er að lóðum
fyrir íbúðarbyggð á þessu svæði
verði úthlutað efth- fjögur til tíu ár.
Gert er ráð fyrir endanlegum frá-
gangi í Hamranesi árið 2015 en að
nýting námanna standi til 2020.
Brunnar til iðnaðar- og neyslu-
vatnsnota hjá ISAL liggja 1—1,5 km
norðan við grjótnámuna. Skipulags-
stjóri telur ekki ástæðu til að ætla
að framkvæmdirnar hafi áhrif á þau
not sem nú eru af vatni úr Kapellu-
hrauni.
Frestur til að kæra úrskurð
skipulagsstjóra til umhverfisráð-
herra er til 3. júli 1998.
Franskar kartöflur 750 g
Lasagna 750 g
Pil HEIM • UM LAND ALLT
Saga Húsmæðrakennaraskóla Islands
Skemmtilegur
kveðskapur til
um skólavistina
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
UM ÞESSAR mund-
ir er að koma út
Saga Húsmæðra-
kennaraskóla Islands en
Anna Ólafsdóttir Björns-
son hefur skráð söguna.
„Húsmæðrakennara-
skóli Islands var stofnað-
ur árið 1942 og útskrifaði
húsmæðra- og heimilis-
fræðikennara. Áður en
hann var stofnaður þurfti
að sækja þessa menntun
til útlanda.“
Anna segir að á stríðs-
árunum hafi sá möguleiki
verið úr myndinni og þá
fengu hugmyndir um ís-
lenskan húsmæðrakenn-
araskóla byr undir báða
vængi.
- Hver var fyrsti skóla-
stjórinn?
„Fyrsti skólastjórinn
var Helga Sigurðardóttir
en hún er hálfgerð goðsögn í ís-
lensku þjóðfélagi. Þegar skólinn
var að taka til starfa í kjallara
Háskóla Islands þá stóð hún í að
þurfa að gera hið ómögulega, út-
vega tæki og búnað og búa til
skóla við þessar aðstæður."
Anna segir að það hafi tekist
og þarna í kjallara Háskólans
var skólinn til húsa fram til árs-
ins 1956. „Stundakennarar skól-
ans voru flestir úr hópi prófess-
ora háskólans og þegar ljóst var
að skólinn yrði að flytja um set
þá reis upp umræða um stöðu
skólans. Ein hugmyndin var að
flytja hann út á land en önnur að
koma náminu á háskólastig.
Mörgum þótt það óskaplega
djörf hugmynd og ort voru skop-
ljóð um það hvort koma ætti upp
lektor í blóðmör og dósent í
kleinum.“
Skólahald lá niðri frá 1956-
1958 en þá fékk skólinn inni í
Háuhlíð 9. Árið 1977 tengdist
skólinn KHÍ.
Anna segir að skólinn hafi
ekki verið fjölmennur og oft
vantaði kennara á þessu sviði.
„Lengi vel var útskrifað annað
hvert ár og þá voru það frá níu
til sextán nemendur sem útskrif-
uðust í hvert sinn.“
Hún segir að skólinn hafi búið
við skilningsleysi og segir að enn
megi heyra athugasemdir á við:
„Geta ekki allir kennt elda-
mennsku?"
„Námið er miklu viðameira en
svo og í því var fólgið að læra
heimilishagfræði,
skipulag heimila,
næringarfræði, garð-
yrkju og jafnvel
skepnuhald fyrstu ár-
in. Þetta var að
mörgu leyti þungt
nám og ekkert sumarfrí milli
þessara tveggja vetra sem náim
ið tók utan tveggja vikna hlé. Á
sumrin æfðu nemendur sig í að
reka heimavist með svokölluðum
yngismeyjanámskeiðum sem
margar þjóðþekktar konur hafa
sótt að Laugarvatni."
Anna segir að námið að Laug-
arvatni hafi verið sniðið að nor-
rænni fyrirmynd sem miðuð var
að því að mennta kennara fyrir
húsmæður í sveitum.
,^Árið 1965 var námið lengt í
þrjú ár með lögum og í kjölfar
þeirra breytinga var gefið frí
annað sumarið. Sumardvölin á
Laugarvatni hætti svo eftir að
skólinn var felldur inn í nám
Kennaraháskólans.“
►Anna Ólafsdóttir Björnsson
er fædd í Reykjavík árið 1952.
Hún tók BA próf í almennri
bókemnntasögu og sagnfræði
frá Háskóla fslands árið 1978
og cand.mag próf í sagnfræði
frá sama skóla árið 1985. Hún
hefur starfað við blaðamennsku
og ritstörf og sagnfræðirann-
sóknir auk þess sem hún var á
Alþingi fyrir Kvennalistann
1989-1995.
Eiginmaður hennar er Ari
Sigurðsson og eiga þau tvö
börn.
Anna segir að skólavistin í
HKI, ekki síst á Laugarvatni
hafi orðið tilefni til óþrjótandi
gamansagna og mikils kveðskap-
ar sem loddi við skólann fyrstu
áratugina. „I bókinni eru fjöl-
mörg kvæði. Það var til aragrúi
af skemmtilegum kveðskap um
skólalífið. Það sem hefur verið
mjög skemmtilegt við skráningu
þessarar bókar er að ég hef
mætt jákvæðum viðbrögðum
þeirra sem hafa útskrifast úr
skólanum og fengið aðgang að
bréfum og dagbókum því margir
hafa skrifað frásagnir af skóla-
vistinni. Þessi sjóður hefur verið
ómetanlegur og gert að verkum
að ég hef gengið inn í þennan
heim og verið einskonar þátttak-
andi í þessu skólalífi. Því er ég
að reyna að skila til lesandans
líka.“
Anna segir að bókin eigi er-
indi til þeirra sem þekkja til
þessa skóla en líka til
þeirra sem hafa áhuga
á skóla- og menning-
arsögu landsins.
„Húsmæðrakenn-
araskóli Islands hefur
menntað konur sem
hafa síðan fengist við flest þau
störf sem að hægt er að hugsa
sér í þjóðfélaginu. Þær hafa ekki
bara fengist við knnslu, rekið
mötuneyti og verið í almennings-
fræðslu, heldur einnig verið í
auglýsingagerð, unnið við fjöl-
miðla, skriftir og ýmiskonar
rekstur."
Anna bendir á að strangur agi
hafi einkennt skólahaldið og hún
segir það ekki koma sér á óvart
að þessar konur hafi staðið sig
mjög vel í hinum ýmsu störfum.
„Þetta er heimur sem hefur ver-
ið tiltölulega ósýnilegur fram til
þessa og ég vona að með þessari
bók verði hann sýnilegri.“
Hússtjórnarkennarafélag ís-
lands gefur bókina út.
Margar konur
sóttu yngis-
meyjarnám-
skeiðin