Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 42
A2 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 A----------------------- MORGUNBLAÐIÐ H AÐSENDAR GREINAR Um álit umboðsmanns Alþingis á sektarafborgunarsamningum í FRÉTT Mbl. 26. maí sl., segir að um- boðsmaður Alþingis hafí fyrir nokkrum dögum svarað einstak- lingi, sem kvartaði undan úrskurði dóms- málaráðuneytisins um, - áð lögreglustjóranum í Reykjavík hefði verið rétt að hafna ósk mannsins um að gera upp sektarskuld sina við ríkissjóð með öðr- um hætti en sam- kvæmt almennum hegningarlögum, eins og þau breyttust með lögum nr. 57/1997, er tóku gildi 1. júlí 1997. Maðurinn taldi sig hafa gert sam- komulag við lögreglustjóra fyrir þann tíma og því ætti breytingin ekki við. Umboðsmaður Alþingis staðfesti úrskurð dómsmálaráðu- neytis þess efnis, að lögreglustjór- aanum í Reykjavík hefði verið rétt að hafna afborgunarsamningi til 5 ára. I frétt Mbl. sagði m.a.: „Mái þetta er sambærilegt við það, þegar Sigurður Gizurarson sýslumaður á Akranesi gerði sam- komulag um greiðslu 50 millj. kr. sektar, sem Hæstiréttur dæmdi Pórð P. Pórðarson á Akranesi til að greiða vegna skattsvika, og hlaut áminningu dómsmálaráðuneytisins fyrir, en áminningin byggðist einmitt á því, að samkomulagið ijefði ekki verið í samræmi við gild- andi lög, sem kveða á um innheimtu sekta innan árs frá endanlegum dómi.“ þessi samanburður blaðamanns Mbl. er rangur. Málin eru alls ekki sambærileg. Samkomulag það, sem sýslumaðurinn á Akranesi gerði við Helga V. Jónsson hrl. v/Þórðar Þ. Þórðarsonar gerðu til eins árs, var ekki um greiðslu Pórðar á sekt, er hann hafði verið dæmdur til að greiða, heldur um greiðslu skyld- menna Þórðar á sektinni. Ef sam- komulagið hefði ekki verið gert, hefðu engin ráð verið til þess að fá sektina greidda, hvorki með góðu né illu. v Samkomulag sýslu- mannsins á Akranesi og Helga V. Jónssonar hrl. v/Þórðar Þ. Þórð- arsonar frá 21. jan. 1998 féll því ekki undir 2. mgr. 52. gr. al- mennra hegningarlaga, sem er svohljóðandi: „Lögreglustjórar ann- ast innheimtu sekta. Heimilt er þeim að leyfa, að sekt sé greidd með afborgunum. Eigi skal þó veita lengri greiðslufrest en eitt ár frá því að sekt kemur til innheimtu.“ Hvort samningur um greiðslu sektar fellur undir ákvæði þetta, ræðst af því, hvað er „innheimta sektar" í merkingu ákvæðisins. Innheimta sektar er fólgin í kröfugerð á hendur dómþola um greiðslu, sem má - ef dómþoli greiðir ekki sjálfviljugur - fram- fylgja með fjárnámsgerð, sbr. 3. mgr. 52. gr. laganna, eða með því að láta dómþola afplána varai-efsingu með varðhalds- eða fangelsisvist, Þessi samanburður blaðamanns, segir Sigurður Gizurarson, er rangur. sbr. 53. gr. laganna. Ekki má fram- fylgja sektarkröfu með fjárnáms- gerð, ef það „mundi hafa í fór með sér tilfinnanlega röskun á högum sökunauts eða manna, sem hann framfærir", sbr. nefnda 3. mgr. 52. gr. Dómþolinn, ÞÞ, var úrskurðaður gjaldþrota, og er því ekki með fjár- námsgerð unnt að knýja hann til að greiða sektina. Ekki eru heldur rök til þess að vararefsingu sé beitt, af því að ÞÞ er ófær um að greiða. Vararefsing - þ.e. frelsissvipting í stað sektargreiðslu - er sálrænt þvingunartæki til að knýja gjald- færan dómþola, sem ekki hefur greitt, til að efna þá skyldu sína. Ekki má innheimta dæmda sekt hjá skyldmenni dómþola, sbr. 4. mgr. 52. hr. almennra hegningar- laga. Ekki er þó bannað, að skyld- menni dómþola greiði sekt fyiár hann. Samkomulagið frá 21. jan. 1998 hefur að markmiði, að skyld- menni ÞÞ greiði eftirstöðvar dæmdrar 50 millj. kr. sektar fyrir hann. Efnd á samkomulaginu verð- ur - svo sem nefnd ákvæði al- mennra hegningarlaga eru til marks um - ekki knúin fram með lagalegum þvingunarúrræðum. Efnd á því verður annars vegar ekki knúin fram með fjárnámsgerð hjá dómþola eða vararefsingu/frels- issviptingu hans og hins vegar ekki knúin fram með fjárnámgerð hjá skyldmennum hans. Samkomulagið frá 21. jan. 1998 snýst ekki um innheimtu sektar í merkingu 2. mgr. 52. gr. laganna. það hefur eingöngu siðferðilegt gildi og er því heiðursmannasam- komulag. það hefur að markmiði að bjarga 30-40 millj. kr. eftirstöðvum 50 millj. kr. sektar í ríkissjóðs, sem ella hefðu ekki verið nein ráð til að fá greiddar, hvorki með góðu né illu. Samkomulagið frá 21. jan. 1998 er í fullu gildi, eins og stjómvaldsá- kvörðun sýslumannsins á Akranesi, sem liggur til grundvallar því. Dómsmálaráðherra hefur ekki vald til að ógilda það. Áminning sú, sem hann veitti mér 2. marz sl., miðar að því að hnekkja samkomulaginu með óleyfilegu úrræði, þ.e. með því að refsa þeim einstaklingi, sem í stöðu lögreglustjóra stóð að hinu fullgilda samkomulagi. Áminningin er mis- beiting valds - valdníðsla - þ.e. ólögleg árás á sjálfstæði og embætt- ishelgi þess manns, sem gegnir stöðu sýslumanns á Akranesi. Hún miðar að því að svipta forsetaskip- aðan embættismann þvf sjálfstæði og öryggi, sem honum er svo nauð- synlegt til að geta rækt starf sitt af óhlutdrægni og einurð og tekið ákvarðanir sínar löglega á grund- velli allra þar að lútandi réttarheim- ilda. Áminningin felur í sér rangar sakargiftir, sem varða við 148. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940. Höfundur er sýslumaður. HVERS vegna láta gróðurvinir ekkert í sér heyra þrátt fyrir að þjóðin sé búin að fá vísindalegar sannanir fyrir því að helmingur gróðurþekju landsins er horfinn, að gróður- moldin er fokin, svo eftir eru sandauðnir og grjótklungur? Eg hefði haldið að okkur yrði ansi hverft við og að ráðamenn og náttúruverndarsam- tök myndu þegar í stað bregðast við vandanum. Það er brýn nauðsyn að gera heildarátlun um stöðvun þessarar ógæfu, svo landið verði byggilegt fyrir afkomendur okkar. En ekk- ert gerist. Island er verst farna landið í Evrópu gróðurfarslega séð vegna búsetu. Og ráðamenn þegja van- sæmdina í hel til að þurfa ekki að takast á við vandann. Ef til vill er þögnin til marks um það að um- rætt vandamál gefur engar tekjur í ríkissjóð. Kannski styggir vand- inn þá kjósendur sem málið við- kemur? Heildaráætlanir og stórátak þarf til, segir Herdís Þorvaldsdóttir, að snúa vörn í sókn í gróðurvernd og uppgræðslu lands. Kjarkur og umhyggja um vel- ferð framtíðar okkar í þessu landi er enginn í þessu máli. Eina úr- ræði yfii’valda er að halda áfram að fleygja milljörðum í handahófs- kenndar og ógrundvallaðar fram- kvæmdir í landgræðslu sem hing- að til hafa ekki skilað tiltluðum ár- angri. Reynslan staðfestir að stöðugt sígur á ógæfuhliðina. Kæru landsmenn, enn og aftur vil ég vekja ykkur til viðbragða. Börnin okkar eiga eftir að lifa í þessu landi. Þau taka við því blæð- andi í sárum og örfoka. Verkefni þeirra framundan eru gífurleg. Tökum höndum saman og sýnum börnum okkar lágmarks tillits- semi í þá átt að stöðva hraðfara eyðileggingu landsins. Næg verð- ur skuld okkar við landið samt þegar við kveðjum. Á meðan við bíðum eftir aðgerð- um yfirvalda til að bregðast við þessum mikla vanda er ómetan- legt að einstaklingar og félaga- samtök taki sig saman og rækti upp landspildur. En erfiðið er til- gangslaust ef svæðið er ekki frið- að því fénaðurinn sækir strax í nýgræð- inginn. Þess höfum við oftar en ekki orðið vör, t.a.m. við veg- kanta þar sem Vega- gerð ríkisins hefur sáð í sárin. Þó hafa landsmenn lagt til milljarða í girðingar meðfram vegum til að sauðfé valdi ekki slys- um á þjóðvegum. Til mikillar fyrir- myndar eru áhuga- mannasamtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Þrátt fyrir að aðeins sé rúmt ár frá því að samtökin voru stofnuð eru þau þegar farin að lyfta grettistaki í uppgræðslu örfoka lands í kringum þéttbýlið. Meginaðgerð þeirra er að nýta þau miklu verðmæti sem til falla á suðvesturhorninu, húsdýraáburð og mómold og nýta þau til upp- græðslu. Hingað til hafa þessi líf- rænu efni verið urðuð eða jafnvel veitt beint í sjó fram. Átak Gróð- urs fyrir fólk er til mikillar fyrir- myndar. Þökk sé þeim fyrir verð- uga baráttu. Hið sama er að segja um samtökin Húsgull á Húsavík. Husgull er ekki einungis að græða upp allt bæjarlandið og Húsavíkurfjall heldur einnig Hólasand í samvinnu við Land- græðslu ríkisins. Hér ríkir einnig stórhugur þrátt fyrir tregðu skammsýnna manna gagnvart málefninu. Sjálfsagt eru miklu fleiri að vinna landinu gagn á heimasvæðum, einstaklingar jafnt sem hópar. Skógræktarfélögin um land allt hafa jafnframt unnið ómetanlegt starf við að rækta sína reiti innan rándýrra girðinga. Og vegna þess að skógræktarfólk þarf að girða sína iðju af verður afraksturinn oft einn ferkantaður blettur sem samræmist illa umhverfinu. Áhugafólk um skógrækt á þó engra annarra kosta völ vegna lausagöngu búfjár. Með minnkandi búskap hafa fengist stærri svæði til ræktunar. Þó eru þetta oftar en ekki örlitlir blettir í landinu. Heildaráætlanir og stórátak þarf til að snúa vörn í sókn. Kæru gróðurvinir, sofnum ekki á verðinum. Látum í okkur heyra og þrýstum á um aðgerðir. Það er okkar eina von. Leggjumst öll á eitt og kjósum þann flokkinn í næstu þingkosningum sem beitir sér fyrir heildaráætlun um rækt- un lands og stöðvun rányrkju á landinu. Höfundur er leikari. Sigurður Gizurarson ÞAU eru vfða sárin á gróðurkraganum umhverfis hálendið. Hvar eru gróðurvinirnir? Herdfs Þorvaldsdóttir c c i ■: C i : i $ í a í i i i c c c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.