Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ t Lífróður í Landsbanka - Síðari hluti VIÐ UPPGJOR Sambandsins eignaðist Landsbankinn fjölda fyrir- tækja og eigna, þar á meðal Samskip, Holta- garða, Kaffibrennslu Akureyrar, Efnaverksmiðjuna Sjöfn, hlut í Samvirmuferðum-Landsýn, 40% hlut í íslenskum sjávarafurðum og Aðalverktaka. Aðild að Aðalverk- tökum áttu Reginn og Sameinaðir verktakar, en úr þeirri eignaraðild Landsbankans urðu til feiknamikl- ir fjármunir fyrir bankann, eins og áður hefur verið vikið að í fyrra viðtali. Hlutirnir í Samvinnuferð- um og íslenskum sjávarafurðum voru seldir forgangsréttarhöfum í hvoru félagi um sig. KEA keypti bæði Kaffibrennslu Akureyrar og Efnaverksmiðjuna Sjöfn. Þessar eignir voru seldar á sömu skilmál- um og sama verði og Landsbank- inn keypti af Sambandinu, að sögn Sverris Hermannssonar, fyrrver- andi bankastjóra Landsbankans. Sverrir segir að tekist hafi verið á um verð á hlutabréfum Samskipa við uppgjörið. „Þá hafði Landsbréf, okkar fyrirtæki, fyrir skemmstu metið hlutabréf Samskipa og kom- ist að þeirri niðurstöðu að gengið á þeim væri 1,12. Ég ætla ekkert að fara út í nákvæma lýsingu á því, en fljótlega varð okkar uppgjörs- mönnum, Jakobi Bjarnasyni og hans félögum, ljóst að þetta verð- lag var fjarri lagi. Við vorum með 0,56 á tímabili og satt best að segja, ef við hefðum þekkt alla inn- viði Samskipa, þá hefði verðið átt að vera enn lægra. Það endaði með því að ég hjó á hnútinn í þessum erfiðu samningaviðræðum og við keyptum hlutabréfin á genginu 0,90, en þá voru samningaviðræð- ur á mjög viðkvæmu stigi og mikil hætta á að upp úr slitnaði ef ekki næðust sættir. Það var of hátt, en við eignuðumst fyrirtækið eins og það lagði sig." f erfiðri samkeppni Sverrir segir það yfirleitt vera mjög erfitt fyrir banka að reka fyrirtæki, hvað þá í samkeppni við stóra viðskiptavini. „Einn stærsti viðskiptavinur okkar var Eimskip. Við vorum með fjóra menn af fimm í stjórn Samskipa. Héldum aðeins Magnúsi Gauta Gautasyni, þáver- andi kaupfélagsstjóra á Akureyri, inni. En við áttum engra kosta völ, þarna voru gífurlegir fjármunir bankans í hættu, vegna hárra út- lána bankans til fyrirtækisins. Að Samskipum kom þá okkar maður, Ólafur Olafsson, sem reynst hafði bjargvættur í Álafossi, og tók við stjórn fyrirtækisins. Það var hin mikla gæfa Landsbankans. Við áttum í erfiðleikum og það hefur komið annars staðar fram að við- skiptavinur okkar Eimskip sótti pólitískt á um að við settum Sam- skip í gjaldþrot og hættum rekstri þess. Eg þarf ekki að orðlengja það, en bankinn stóð það af sér. Munaði miklum fjárhæðum að það tókst." Sverrir segir að Ólafur hafi ver- ið í fyrirsvari fyrir því að finna kaupendur að félaginu. „Bruno Bischoff í Bremerhaven kaupir stóran hlut í fyrirtækinu og nokkr- ir innlendir fésýslumenn og fyrir- tæki. Við neyddumst til að búa til tvo flokka hlutabréfa og urðum að sætta okkur við að hlutur annarra en okkar, svonefndur B-flokkur, hefði forgang að arði í tíu ár. Menn geta kallað þetta afarkosti ef þeim svo sýnist, en okkur lá lífið á að koma þessu í verð og komast út úr rekstri fyrirtækisins." Hlutur bankans var því arðlaus, en hækk- að gengi hefði komið bankanum til góða. „Það endar með því á síðasta ári að við getum selt okkar hlut og fá- um okkar fjármuni til baka. Hlut- ur bankans var 100 milljónir og Morgunblaðið/Þorkell SVERRIR Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, segir að þegar hann kom í Landsbankann hafí hvorki meira né minna en 80% aí öllum við- skiptum í fískeldi verið hjá bankanum, þegar hann var kannski með 43-45% af heildarviðskiptum. LAXA- SLÁTRUN ÍLANDS- BANKA Þegar Sverrir Hermannsson kom í Lands- bankann 1988 var eitt hans fyrsta verk að slátra laxi - ekki villtum í veiðiá, heldur eldislaxi. í síðari hluta viðtals við Sverri fræðist Guðni Einarsson um gríðarlegt tap Landsbankans á eldi laxa og loðkvikinda, átök um Samskip hf., þátttöku bankans í atvinnurekstri á Akureyri og fleira. gengið 1,65, svo við fengum greiddar 165 milljónir króna og höfðum þar með komið okkur frá rekstri fyrirtækisms að fullu og öllu. Fyrirtækið gengur vel svo þetta var stórmikið þjóðhagslegt mál hvernig til tókst með Samskip og einnig fyrir bankann. I því máli hallaði vafalaust á Landsbankann fjármunalega, það er enginn vafi, en við höfum þá náð því upp á öðrum sviðum, eins og ég hef áður vikið að í þessum samtöl- Atvinnurekstur á Akureyri Sverrir segir að á tímabili hafi Landsbankinn átt mörg helstu fyrirtækin á Akureyri. „Ég und- anskil þó mjög rækilega fyrirtæki eins og Samherja, sem er eitt stærsta og besta viðskiptafyrir- tæki Landsbankans, KEA og Út- gerðarfélag Akureyrar." Prentsmiðjan POB var einna fyrst í röð fyrirtækja á Akureyri sem lentu í rekstrarerfiðleikum og Landsbankinn eignaðist. „Það var ekki síst fyrir það að þar fór fram öll prentun á tékkaheftum fyrir bankann og við þurftum að tryggja öryggi þess," segir Sverr- ir. „Það tókst ágætlega til með það. Síðan seldum við reksturinn og fasteignina til Ako-plasts á Akureyri. Við náðum inn öllum okkar áhættufjármunum og gott betur." Niðursuðufyrirtækið K. Jóns- son varð gjaldþrota. „Þar vorum við í mikilli tapshættu, allt að 150 milljónum króna. Við stofnuðum um þrotabúið rekstrarfélag með þeim Samherjafrændum og KEA. Eftir ár eða svo keyptu Samherja- menn allt fyrirtækið. Miðað við tapshættuna þá náðum við öllu okkar og vel það. Menn sáu þau gífurlegu umskipti sem urðu með öflugum nýjum mönnum, en það má auðvitað bæta því við að ár- ferðið gjörbreyttist á þessum tíma," segir Sverrir. íslenskur skinnaiðnaður var hluti af iðnaðarveldi Sambandsins. „Þar átti bankinn útistandandi um 640 milljónir króna, þar af voru um 300 milljónir í afurðalánum sem voru í mikilli hættu svo ekki sé meira sagt. Landsbankinn stofnaði rekstrarfélag um fyrir- tækið og síðan var Skinnaiðnaði hf. seldur reksturinn. Við náðum inn öllum okkar afurðalánum og meginhluta þeirra lána sem voru áhvílandi á fasteignum félagsins. Hvorki meira né minna!" Slippstöðin hf. lenti í miklum rekstrarerfiðleikum og þar stóðu út af um 150 milljónir af fjármun- um Landsbankans. Gengið var til nauðarsamninga og eignaðist bankinn nær allt félagið með því að breyta hluta af skuldum í hluta- fé. „Við gjaldþrot hefði tapið orðið ennþá meira, eins og alltaf henti. Þá hefðu þessar eignir ekki kom- ist í neitt verð. Við töldum að það væru ekki tryggingar fyrir 150 milljónum og við þá tölu verðum við að halda okkur. Landsbankinn eignaðist 98% af fyrirtækinu. Síð- an hófum við endurreisnarstarf- semina og þegar upp var staðið þá náðum við öllum okkar 150 millj- ónum til baka og vel það. Þar má heldur ekki gleyma því, þótt við næðum þar góðum mönnum til starfa og gerbreyttum um alla framkvæmd á rekstri, að við- skiptaumhverfið breyttist. Staða sjávarútvegsins breyttist á þess- um misserum þannig að rýmra varð um og auðveldara um vik. Allt að einu - undirstaðan var breytt vinnubrögð, nýtt skipulag, ný viðhorf til rekstursins." Bágt ástand í Bolungarvík í ágústbyrjun 1988 fór Sverrir, þá nýbyrjaður í bankanum, um Vestfirði með formanni bankaráðs, Pétri Sigurðssyni. Heimsóttu þeir útibú bankans og fyrirtæki. „Þótt mér sé að því persónuleg raun þá get ég nefnt hér mál Ein- ars Guðfinnssonar hf. í Bolungar- vík," segir Sverrir. „Ég kom að því máli í árdaga veru minnar í Lands- bankanum. Það stóð þá orðið mjög erfiðlega. Ég ætlaði nú að kosta þar til þreki mínu að missa þetta fyrirtæki ekki yfirum. Það voru ýmsar persónulegar ástæður, sem ég má vist ekkert tala um og mað- ur á aldrei að láta ráða, en mér bjó mikill uggur í brjósti ef það fyrir- tæki þyrfti að fara á hliðina vegna þess að á því hvíldi öll Bolungar- vík, þúsund manna byggð sem þá var. í fjögur ár barðist ég um á hæl og hnakka að halda í hönd með þessu, en þá gafst bankinn upp og bað um gjaldþrotaskipti. Það var kannski ekki verjandi að halda þessu áfram, en ég hefði reynt það hefði ég verið einráður í málinu. En ég var það ekki. Það var búið að biðja um gjaldþrotaskiptin þeg- ar ég kom til landsins eftir stutta dvöl erlendis. Þá varð ekkert við það ráðið. Þetta var mikið sárs- aukamál fyrir mig og að sjálfsögðu alla aðstandendur þessa máls og hefur dregið langan slóða. Bolvíkingarnir hafa svosem rétt við, en farið óskaplega halloka út úr þessu vitlausa kvótakerfi, sem þarf að breyta og verður breytt," segir Sverrir ákveðið. Örlagasaga fiskeldis Saga fiskeldisins á íslandi er mikil örlagasaga, að mati Sverris. Hann segir að menn hafi talið að hér væru fundin ný ráð til að efla atvinnu og útflutning; reistir hafi verið óskaplegir loftkastalar og allt lagt undir - ekki síst fyrir frumkvæði stjórnvalda. „Eg hygg að það hafi verið í tíð stjórnar Steingríms Hermanns- sonar, sem tók við af stjórn Þor- steins Pálssonar, sem þetta mál fékk byr undir vængi - svo maður kveði ekki fastar að orði. Þá voru galopnaðir sjóðir, Framkvæmda- sjóður fyrst og fremst," segir Sverrir. Hann var framkvæmda- stjóri Framkvæmdastofnunar rík- isins 1975-83 og telur að þegar hann skilaði af sér 1983 hafi Fram- kvæmdasjóður verið á milli fjórir og fimm milljarðar; skilmerkilega og gætilega rekinn um árabil af Guðmundi B. Ólafssyni. Þessum sjóði hafi hreinlega verið hent í fiskeldi. „Sjóðstjórnina, sem þarna stóð fyrir útlátum, hafði Þorsteinn Pálsson skipað en vítamínið og fjörefnið í allan dansinn gaf Stein- grímur Hermannsson og hans stjórn. Menn ruku til, fjárfestu af miklum móð og hugðu gott til glóð- arinnar." Sverrir segist lengi hafa verið mikill áhugamaður um fiskeldi, en það hafi gleymst að leggja grunn- inn að atvinnugreininni með þekk- ingaröflun og rannsóknum. „Hér gönuðu menn útí, hvattir af stjórn- völdum, sem jusu út fé á báða bóga. Þegar ég kom í Landsbank- ann þá var hvorki meira né minna en 80% af öllum viðskiptum í fisk- eldi hjá bankanum, þegar hann var kannski með 43-45% af heildarvið- skiptum. I þessu var ekkert vit!" Sverrir segir einkum tvær ástæður fyrir þessu. Bæði uggðu Landsbankamenn ekki að sér og voru aldir upp við það að ganga undir stjórnvöldum. „Búnaðar- bankinn hafði allan varann á og tók fáa í viðskipti og hinir bank- arnir líka. En Landsbankinn sat uppi með alla gommuna - af því það var ætlast til þess af stjórn- völdum. Það er ekkert leyndarmál að menn í Landsbankanum voru því miður aldir upp við það að taka við stjórnvaldaráðagerðum og ákvörðunum og sjá fyrir lánveit- ingum." Blóðugur til axla Sverrir segist ekki ætla að fara mörgum orðum um hvernig hon- um leist á þegar hann nam land í Landsbankanum í maí 1988. „Til þess að gera langa sögu stutta - ég hóf slátrun á allri atvinnugreininni og stóð í því blóðugur til axla fyrstu árin mín í starfi. Þetta var svo laust í reipunum að bankinn tapaði stórfé. Ef það væri fram- reiknað þá væri það milljarðar króna. Afurðalánin - það var lánað út á fóður og allar reglur sem að þessu lutu voru með þeim hætti að ekkert hélt. Það urðu stórar grip- deildir sem menn frömdu þegar þeir voru að snúa sér út lán til fóð- urkaupa. Fóðurverksmiðjurnar auðvitað eltu fiskeldisfyrirtækin yfirum. Ég minnist þess og það var ekki bundið við þá atvinnugrein eina, að við þóttumst til þess neyddir að kæra nokkrar fiskeldisstöðvar fyr- ir svik. Það fór um þær kærur, eins og flestar kærur sem við sendum til yfirvalda vegna svika í afurðalánum, að þær sáust aldrei meir. Þeim voru aldrei gerð skil af réttum lögregluyfirvöldum." Aðspurður segist Sverrir enga skýringu hafa á því, nema þá að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.