Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 51 r t i i ) I 1 1 1 I I I I I I I I I 5 I FRÉTTIR v Þing* Sjálfs- bjargar haldið á Siglufirði 29. ÞING Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, verður haldið dag- ana 5.-7. júní. Þingstaðurinn er að þessu sinni í Skálahlíð á Siglufirði í tilefni þess, að þar var stofnað fyrsta Sjálfsbjargarfélagið þann 9. júní 1958. Það sama ár voru stofn- uð fjögur önnur félög Sjálfsbjargar og ári síðar landssamtök undir nafninu Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra. Sjálfsbjörg eru samtök hreyfihamlaðra og innan vébanda þeirra eru nú 17 félög víðsvegar um landið. Höfuðmál þessa þings eru kjara- og atvinnumál hreyfihamlaðra. Samtökin hafa áhyggjur af þeirri geigvænlegu fjölgun örorkulífeyr- isþega sem verið hefur undanfarin ár, eða 112% á tíu ára tímabili 1985-1995. Ýmsar þjóðfélagslegar aðstæður koma þar til en fyrst og fremst telja samtökin að stjórnvöld hafi ekki gáð að sér í miklum að- haldsaðgerðum á síðari árum, segir í fréttatilkynningu. A þinginu verður leitast við að skoða málin með tilliti til þess að fatlaðir vilja frelsi til að taka fullan þátt í þjóðfélaginu - frelsi til náms og til vinnu - frelsi til að geta séð sér og sínum farborða. Fatlaðir sem starfa á almennum vinnumarkaði hafa sjaldnast tök á að leggja á sig umframvinnu til að hækka mánaðarlaun sín. Einnig má benda á að fótlun fylgir oft á tíðum umframkostnaður við at- hafnir daglegs lífs. Þann umfram- kostnað þarf þjóðfélagið að viður- kenna. Jafnframt benda samtökin á þá óheillaþróun að bilið milli lægstu launa í landinu og hæstu bóta almannatrygginga hefur auk- ist veralega. Sjálfsbjörg lítur mjög alvarleg- um augum á þá miklu tekjuteng- ingu sem er á milli bóta almanna- trygginga og atvinnutekna þeirra sem metnir hafa verið öryrkjar. Atvinnuþátttaka fatlaðra má ekki leiða til þess að ráðstöfunartekjur lækki vegna tekjutengdra al- mannatrygginga eða greiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Þingið mun vinna að málefninu með hliðsjón af reglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatl- aðra. Reglurnar era í samræmi við íslensk lög um málefni fatlaðra og markmið þeirra hin sömu, að tryggja fötluðum jafnrétti og sam- bærileg lífskjör við aðra þjóðfé- lagsþegna. Reglurnar eru ekki lagalega bind- andi en með því að Alþingi Islend- inga staðfesti reglumar hafa Is- lendingar skuldbundið sig bæði stjórnmálalega og siðferðislega til að hlíta þeim reglum, segir í til- kynningunni. Skogarganga á veg- um Hafnfirðinga ONNUR gangan í röð skógar- gangna verður fimmtudaginn 4. júní á vegum skógræktarfélaganna í hinum svokallaða Græna trefli, gróðurumgjörð höfuðborgarsvæðis- ins. Þessi ganga er í umsjón Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar. Þetta eru léttar göngur við allra hæfi og er öllum heimil þátttaka. í annarri göngu sumarsins verð- ur litið til árangurs eins framkvöð- ulsins, Jóns Magnússonar í Skuld. Ræktunarsvæðið er við bústað hans, Smalaskálann við Kaldársels- veg. Þar hefur Jón unnið afar merkilegt brautryðjandastarf í skógrækt og náð góðum árangri, segir í fréttatilkynningu. Jón er heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar. Alls verða farnar 10 gönguferðir í sumar og eru þær skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag Islands og eru hluti af fræðsluverkefni Skóg- ræktarfélags íslands og Búnaðar- bankans. Mæting er við hliðið að heimreið Smalaskálans, bústað Jóns við Kaldárselsveg, kl. 20.30. Einnig er í boði rútuferð frá Mörldnni 6, húsi Ferðafélags íslands. Brottför er kl. 20 og fargjald 500 ki-ónur. Morgunblaðið/Grímur Laugardagsopnun í aðalsafni Borgarbóka safns í júní og júlí Danslist í Varma- landi HIÐ árlega danslistarmót ungra dansara verður haldið í Varmalandi í Borgarfirði dagana 5. til 7. júní. Mótið kallast Danslist ‘98 og hefur verið haldið víða um land sl. fimm ár. Þátttakendur á mótinu eru ungir dansarar frá skólum, sem kenna skapandi dans í Reykjavík og á Akureyri, auk danshópa víðar af landinu. Á mótinu gefst þátttakend- um kostur á að þjálfa hinar ýmsu greinar danslistarinnar, s.s. klass- iskan listdans, nútímalistdans, jass- ballett og fleira. Tilgangur mótsins er að efla og styrkja skapandi dans hér á landi og að gefa þátttakend- um tækifæri til að læra eitthvað nýtt og kynnast öðram með sömu áhugamál. Félag íslenskra listdans- ara stendur að þessu móti. I lok mótsins munu þátttakendur sýna í Iþróttahúsinu í Borgarnesi og hefst sýningin kl. 17 sunnudaginn 7. júní. Þar verður sýndur klassískur ballett, nútímadans, jassdans og dans með fijálsri aðferð og verða þar meðal annars sýndir nokkrir vinningsdansar frá sl. Islandsmeist- arakeppni í fijálsri aðferð. Aðgang- ur er ókeypis og eru allir velkomn- ir, segir í fréttatilkynningu frá Fé- lagi íslenskra listdansara. AÐALSAFN Borgarbókasafns Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29a, verður opið á laugardögum í júní og júlí frá kl. 13-15 auk venjulegs af- greiðslutíma sem er mánudaga- fimmtudaga frá kl. 9-21 og föstu- daga frá kl. 9-19. Með þessu vill safnið koma til móts við borgarbúa, ekki síst fjöl- skyldur, og gera þeim kleift að koma í safnið í bæjar- eða Tjarnar- ferðum á laugardögum í suinar. Að- alsafnið er steinsnar frá Tjöminni KIWANISFÉLAGIÐ Korpa í sam- starfi við útvarpsstöðina Matthildi (fm 88,5) stendur fyrir kynningu og söfnun til handa Einsökum börnum, stuðningsfélag foreldra barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma, til 8. júní. Útvarpsstöðin Matthildur mun fjalla um málefni félagsins alla söfn- og Laugaveginum. Eins og íbúum Reykjavíkur er áreiðanlega kunn- ugt eru útlánsdeildir Borgarbóka- safnsins opnar á laugardögum yfir vetrarmánuðina en nú gefst kostur á að koma í aðalsafnið, Þingholts- stræti 29a á laugardögum í júní og júlí milli kl. 13 og 15. Safnið býður upp á margs konar efni fyrir alla aldurshópa, til útláns og/eða til að skoða á staðnum, s.s. bækur, tímarit, myndbönd, hljóð- bækur og aðgang að netinu. unardagana og munu foreldrar, læknar og fleiri segja frá því hvað börnin og fjölskyldur þeirra þurfa að glíma við. Söfnunarsími Matthildar er 5671900. Einnig er Búnaðarbank- inn í Grafarvogi með söfnunarreikn- ing. Reikningsnúmerið er 0324-13- 19000. Kynning og söfnun til handa Ein- stökum börnum RADAUGLYSINGA FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aöalfundur íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-4, á morgun, föstudaginn 5. júní 1998 og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins á Keflavíkurflugvelli, hluthöfumtil sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á Lynghálsi 9, Reykjavík, 4. hæð, frá og með 4. júní 1998, fram að hádegi fundardags. Stjórn íslenskra aðalverktaka hf. Verkakvennafélagið Framtíðin Aðalfundur Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar verður haldinn þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 20.30 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 19. gr. félags- laga. 2. Önnur mál. Stjórnin. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður haldinn í Síðumúla 3—5 fimmtudaginn 11. júní 1998 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn SÁÁ. Aðalfundur Borgeyjar hf. Aðalfundur Borgeyjar hf. verður haldinn í mat- sal félagsins á Krossey í Hornafirði, þriðjudag- inn 16. júní 1998 og hefst kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verður: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um aukningu hlutafjár. 3. Tillaga um heimild til stjórnarfélagsins um kaup á eigin hlutabréfum þess. 4. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögur sem hluthafar hyggjast bera fram á aðalfundinum skal skila á skrifstofu félagsins eigi síðar en 7 sólarhringum fyrir aðalfund til þess að þær verði teknar á dagskrá. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningarfélagsins og tillögur liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins frá og með 9. júní nk. I s l ! j i. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.