Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 39 AF HVERJU ætti kvik- mynd ekki a<i vera fyrir- mynd óperu? Á okkar dög- um eru kvikmyndir einmitt orðnar nokkurs konar bók- menntir fyrir fjölda manns um allan heim,“ sagði tónskáldið Philip Glass, er kvikmynd Jean Cocteaus, „Orphée" frá 1949, varð honum yi'k- isefni í samnefnda óperu. Glass er enn einn listamaðurinn, sem sótt hefur innblástur í söguna um Or- feus og Evrídíke, líkt og Christoph Willibald Gluck á 18. öld. Þær skipta hundruðum óperurnar, sem byggðar eru á sögunni og á hverju ári bætast ný verk við Orfeusar- bálkinn. Ópera Glass var ekki sýnd í gyllingum og flaueli gamla glæsi- leikhússins við Kóngsins nýja torg, eins og Gluckóperan, heldur í gömlu orkuveri, steinsnar frá torginu, „Turbinhallerne". „Glass verður gleymdur eftir tuttugu ár,“ fullyrti áhugamaður um klassíska tónlist, þegar Glass barst í tal nýlega, enda lítt hrifinn af naumstefnu, mínimal- isma. En verk Glass gleymast vart, meðan þau eru jafn vel flutt og í uppsetningu Konunglega leikhúss- ins. Og Gluck hefur þegar lifað svo lengi að hann virðist tryggður enn um hríð. Orfeus á 18. öld Gríska goðsagan, sem sótt er til, segir frá guðdómlegum söngvara í Þrakíu, Orfeusi að nafni, syni söng- gyðjunnar Kallíópe, sem syngur og spilar svo fagurlega á líru að villidýr verða sem gæludýr og klettarnir komast við. Hann kvænist hinni fögru Evrídíke, en einn góðan veð- urdag deyr hún af slöngubiti. Hinn örvæntingarfulli Orfeus fer á fund undirheimaguðsins Hadesar til að endurheimta konu sína. Með líru- spili lokkar hann guðinn til að leyfa sér að snúa til mannheima með Evrídíke sína, en með einu skilyrði þó: Hann má ekki líta hana augum fyrr en þau koma til jarðar. En rétt áður en þau koma í mannheima heyrir hann ekki lengur fótatak konu sinnar, lítur við og missir Evrídíke sína fýrir fullt og allt. Hann nær ekki fundi konu sinnar fyrr en hann deyr sjálfur. Það er þessi gamla sögn um ást út yfír líf og dauða, þrá, löngun, trega og skáldlegan innblástur, sem varð Gluck efni í óperu sína um Or- feus og Evrídíke, frumsýnd 1762 í Vín, en 1774 skóp Gluck aðra útgáfu fyrir Parísarópei-una. Danska upp- setningin byggist að mestu á þeirri fyrri. Eitt það besta í vel heppnaðri uppfærslunni er að Concerto Copenhagen, barokkhljómsveit skipuð hljóðfæraleikurum er leika á gömul hljóðfæri, skilar leik sínum frábærlega. Sjaldan hefur hljóm- burður hússins notið sín jafn vel, jafnvægi söngs og hljómsveitar er eins og best verður á kosið. Það eru söngkonurnar Randi Stene, Gitta-Maria Sjöberg og Lise- Lotte Nielsen sem skila hlutverkum Orfeusar, Evrídíke og Amors. Þeg- ar óperan var kynnt blaðamönnum sagðist Randi Stene lengi hafa átt sér þá ósk heitasta að syngja hlut- verk Orfeusar og árangurinn er eft- ir því. Röddin er hljómfögur, styrk og jöfn og nýtur sín fagurlega í ví- bratólausum barokksöngnum. Sama er að segja um stöllur hennar tvær. Uppsetningin er endurnýting að þvi leyti að notast er við leikstjórn, búninga og sviðsmynd úr uppsetn- ingu óperunnar í Zúrich fyrir nokkrum árum. Endurnýting er bragð óperuhúsanna til að draga úr síhækkandi uppsetningarkostnaði og hin besta leið, því hvers vegna ekki að leyfa fleirum að njóta vel heppnaðra uppsetninga? Barokktónlist með endurtekningum sínum getur hugsanlega leitt hug- ann að naumstefnu nútímans, en sviðsmynd og búningar Wolfgang Gussmanns slá naumstefnutóna. Hér er ekkert barokkflúr, en um- gjörðin sjálft tónverkið og innblást- urinn, nótur, sem bregða á leik með hjálp kórsins. Orfeus reikar um í nótnablöðum og góður endii' óper- unnar, þar sem hann fær konu sína samt, leitar fremur í átt að því að hún lifi sem innblástur í uppsetn- ingu Andreas Homoki. Einfóld upp- Orfeus í barokk- og nútímaútgáfu Sýning Konunglega leikhússins á óperu Philip Glass, Orphée, er ekki aðeins danskur frumflutningur, heldur fyrsta uppfærslan á Norðurlöndum. Um líkt leyti gekk Gluck-óperan um sömu sögu. Hið Konunglega ræður ekki síður við nútímann en hið sígilda segir Sigrún Davíðsdóttir. Gitta-Maria Sjöberg í hlutverki Evridíke í óperu Glucks. emble undir stjóm Frans Rassmus- sens, sem megnar að draga fram það sem í tónlistinni liggur af blæ- brigðum og áferð. Danir eiga ekki síður en íslendingar glæsilegan hóp ungra, góðra söngvara og þeir prýða sýninguna. Prinsessan frá Zónunni, dauðaríkinu, er sungin af Djinu Mai-Mai, Evrídíke af Sus- anne Elmark og Orfeus af Johan Reuter, sem koma hlutverkum sín- um öll til skila af frábæra öryggi, næmi og áhrifamiklum leik. Áhrifa- mikið hlutverk dómarans í dauða- rikinu flytur Tómas Tómasson af sömu fæmi og kynngimagni. Kunnátta og hæfileikar skila sér einnig í öðrum hlutum sýningarinn- ar. Þó tónbotn sýningarinnar sé hreinræktuð naumstefna, var ekk- ert naumt I sjálfri sviðssetningu Francisco Negrins. Hún er hugvit- samleg og lífleg, en laus við stæla. Með kyrrstæðri tónlistinni og ljóð- rænum söng fara mikil umsvif fram á sviðinu, sem hér er gólfið, sem setið er kringum á þrjá vegu. Gamla rafstöðin er eins og sniðin fyrir sýn- inguna. Söngvararnir fara um allan salinn og fjallgöngumenn klífa sal- ai-veggi. Samferðafólk mitt á aldrin- um tólf ára til tvítugs naut sýning- arinnai- í botn, bæði tónlistar og uppsetningar. Textinn var fluttur á frönsku, enda á tungumálið sinn þátt í hljómi óperunnar, en dönsk- um texta er varpað á vegginn og góður enskur útdráttur er í leik- skrá. Glass-óperan er enn ein skraut- fjöður í hatt hinnar írsku Elaine Padmore, sem stýrt hefur óperunni undanfarin ár, eftir að hafa tekið þar við öllu í uppnámi. Aðsóknin segir sitt. Það er orðið mun erfiðara að fá miða en áður var og hverri sýningunni eftir aðra er hrósað í há- stert af gagnrýnendum. Húsið hef- ur ótvírætt áhuga og metnað til að takast á við annað en gömlu óp- eruslagarana, þó góðir séu. Þjónninn Heurtebise hughreystir Evrídíke í óperu Philip Glass. setningin samsamast barokktónun- um á heillandi hátt og tón- og sjón- hrifin sterk. Orfeus, Cocteau og Glass Philip Glass er ekki aðeins heill- aður af Orfeusi, heldur einnig Jean Cocteau. Operan Orphée er fyrsti hluti í Cocteau-þríleik hans og var frumsýnd í Cambridge í Bandaríkj- unum 1993. Árið eftir var frumflutt tónverk hans við þögla mynd Coct- eaus, „La Belle et la Bete“, og fyrir tveimur árum var svo frumflutt dansópera hans eftir þriðja verki Cocteaus, „Les Enfants Ten-ible“. Líkt og Cocteau hefur Glass löngum tengst leikhúsinu. Hann hélt 23 ára til Parísar í tónsmíðar hjá hinni kunnu Nadiu Boulanger. Þar kynntist hann leikhúsfólki, saman stofnuðu þau Mabou Mines í anda Jerzy Grotowskis og fleiri leikhús- frumkvöðla þessarar aldar og æ síð- an hefur Glass starfað í nánum tengslum við leikhús. Líkt og Cocteau færir Glass sög- una til samtímans. Orfeus þeirra er nútímamaður, skáld, sem glímir við ástina og við frægð í kapp við önnur og yngri skáld. En Orfeus varð Cocteau eigin spegilmynd og í hon- um las hann þætti úr eigin lífi. Hinn gríski Orfeus tengdist samkyn- hneigð. Á þá strengi spilaði Cocteau og viðraði eigið ástarlíf. Hjá Coct- eau á skáldið í nokkurs konar ástar- ævintýri við eigin dauða og sama gerist í óperu Glass, þar sem skáld- ið er ástfangið af Prinsessunni, dauðanum og gerist um leið konu sinni Evrídíke fráhverfur. Skáldið heillast af dauðanum í leit að sterk- um tilfinningum sér til innblásturs, en enduruppgötvar í lokin konu sína eftir einhvers konar draumsýn dauðans. Naumstefnan í öllum sínum margbreytileika Naumstefnutónmál Glass er að- eins ráðandi í hljómsveitarhlutan- um, en söngurinn ljóðrænn og leik- andi. Naumstefnumenn eins og Steve Reich, Glass og Michael Nyman eru umdeildir, en stefnan er kláriega ein af tóntjáningum þess- arar aldar, hefur slegið blæ á teknótónlist og aðra raftónlist er fremur tengist dægurtónlist en al- varlegri tónlist og er ekki eins íramandleg ungu tónlistaráhuga- fólki og hún var því eldra. Hún er orðin hluti af tónreynslunni, saman- ber að kvikmyndaleikstjórar eins og Peter Greenaway og fleiri nota na- umstefnutónlist í myndir sínar. I uppsetningu Konunglega leik- hússins er tónlistin flutt í kammer- útgáfu af Storstroms Kammerens- Kritinn Sigmundsson Jónas Ingimundarson í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 9. júní kl. 20.30 Miðasala í Þjóðleikhúsinu. WARM.ITS Flott undirföt Kringlunni s. 553 7355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.